Morgunblaðið - 20.11.1962, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 20.11.1962, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 20. nóvember 1962 MORCVNBLAÐIÐ 5 Morgunblaðið sneri sér í gær til nokkurra myn-dlistar- manna og bað þá að lýsa hvað þeim væri minnisstæð- ast við Jón Stefánsson, list- málara. Gunnlaugur Scheving: ÞAÐ er erfitt að lýsa því á skömmum tíma. Þegar ég sá myndir hans fyrst hér í gamla daga, vöktu þær með manni nýjar tilfiningar. Mynd ir hans voru kultur, seim er að hiverfa. Þegar ég í fyrsta skipti sá hann sjálfan, var ég á gangi niðri á Skúlagötu. Þegar hann gekk framhjá mér, sá ég að penslar með linum hárum stóðu upp úr vasa hans. Bg fékk mér síðan sjálfur slíka pensla og líkaði betur að nota þá, en þá sem ég hafði notað áður. Hann var sá íslenzki lista- maður, sem hafði mest gam- an af að diskutera og hann byrgði aldrei inni skoðanir sínar. Bg fór norður í land með honum og Ragnari Jóns- syni fyrir tveimur árum, og þá var létt og glatt yfir hon- um. Þó hann væri orðinn hrumur lifnaði hann alltaf, þegar minnzt var á listir. Hann var umtalsgóður í garð annarra listamanna og alltaf ljúfur og hlýr. Jóhann Briem: JÓN var allra manna vand- virkastur. Þó hann teldi sig hafa lokið við mynd, var hann ekki búinn að ljúka henni, ef hann lét hana ekki frá sér. Löngu síðar tók hann hana síðan fram aftur og gerði á henni breytingar, allt þanigað til hún samræmdist viðhorfi hans. Ég veit ek'ki um aðra sem hafa unnið jafn vandvirknislega. Sumar myndir sínar lét hann niður í kjallara, og taldi að þær hefðu mistekizt. Löngu seinna gat svo kona hans tek- ið þær fram, og þegar þetta vissa atriði, sem hann í upp- hafi hafði gefizt upp á að ná fram, hafði horfið úr huga hans, taldi hann þær með sín- urn beztu myndum. Að baki hverri mynd, sem hann lét frá sér fara, lá geysi- mikil vinna. Hann málaði all- ar myndir með litlum pensli frá upphafi og ég held að það ■jP rfSW-. ' ■» Sjálfsmynd Jóns Stcfánssonar. sé gott dæmi um vandvirkni hans. Hann var allra manna þægi legastur í viðræðum um myndllist. Hann gat gagnrýnt verk án þess að draiga þar neitt undan og þó verkaði það ekki óþægilega. Hann talaði um þetta rólega, án þess að það yrði tilfinningamái. Hann hafði ákaflega gaman að rabba um myndlist og gerði sér vel grein fyrir öllu þar. Svavar Guðnason: ÞAÐ er svo feikimargt, sem mér er minnisstætt, bæði í sambandi við manninn sjálf an og m/yndir hans. Mér varð svo bilt við, þegar ég frétti þetta að ég hálftruflaðist. Ég held að einn af þeim hlutum, sem helzt einkenndi Jón, var sú hlífðarlausa sjálfskritikk og þær hlífðarlausu kröfur, sem hann gerði til sjálfs sin, og meir en annarra. Þessu fylgir svo sjálfsagt, að hann gerði kröfur til listar almennt Hann var geysilega skemmti legur í sínu persónulega lífi, mælskur og lifandi í sam- ræðum og menntaður og víð- lesinn bæði í sínu fagi og almennt. Ég held að hann hafi alveg fram á það síð- asta fylgzt vel með. Ég sá hann fyrir stuttu vera að heimsækja mann upp á spít- ala og þá var hann hlýr og lifandi eins og hann var alltaf. Jón Stefánsson hefur verið talinn einn af alstærstu lista- mönnum okkar, og tíminn mun vafalaust leiða í ljós að það var ekki röng skoðun. Ég geri ráð fyrir að Jón hafi verið menntaðastur myndlist- armanna hér á landi. Valtýr Pétursson: ÞAÐ sem mér er minnis- stæðast við Jón Stefánsson er, að hann er fyrsti heims- borgarinn í hópi ísienzkra listamanna. Hann flutti til ís- lands þá strauma og hræring- ar sem voru á ferðinni í evr- ópskri myndlist á þeim tíma þegar hann hóf þar listmám. Hann var síleitandi og óhemju strangur við sjálfan sig og sá arfúr, sem frá honum kem- ur byggist einmitt á þeim liist- ræna móral, sem maður var fljótur að komast í kynni við, bæði í verkum hans og hon- um sjálfum. Þorvaldur Skúlason: MÉR er svo feiknamargt minnistætt í samibandi við Jón Stefánsson. Hann var geysilega uppörvandi per- sóna, og ég hef aldrei þekkt no'kkurn mann, sem var eins glóandi. Hann var sérstak- lega uppörvandi í garð okk- ar yngri mannanna og hirti okkur oft, en ég varð aldrei var við neina öfundissýki hjá honum, eins og svo oft viii gæta. Hann var móttækiiegur fyrir öllu góðu og gladdist yfir öllu, sem honum fannst vel gert. Hann kritiseraði mann af mikilli einlægni og gerði yfirleitt alla hluti í svo góðum tilgangi. Jón fiutti í íslenzka myndlist það, sem Þriggja herbergja íbúð óskast til kaups milliliða- laust. Tilh. er greini verð og greiðsluskilmála, send- ist afgr. Mbl. fyrir 24. þ. m. merkt: ..íbúð 108 — 3077“. Athugið Vil taka að mér húsgæzlu. Nauðsynlegt að íbúð fylgi starfinu. Tilb. með uppl. sendist Mbl. fyrir 26. nóv., merkt: „Húsgæzla — 3078“. Sá, sem fann rautt peningaveski á 5 sýn- ingu í Austurbæjarbíói á föstudag, er beðinn að skila þvi að Bárugötu 16 eða hringja í 16139. Hafnfirðingar Óska eftir bílskúx til nokk- urra mánaða fyrir litla bifreið. Uppl. í síma 51239, milli kl. 7 og 9 þriðjudag og miðvikudagskvöld. Aukavinna Vantar fólk til innheimtu- starfa. Tiib. sendist afgr. Mbl., merkt: „Aukavinna — 3314“. íbúð óskast 3—4 herb. ibúð óskast til leigu, í stuttan tíma eða til 14. maí ’63. Uppl. í síma 12817. Leiguíbúð Miðaldra kona óskar eftir tveggja til þriggja herb. íbúð nú þegar. Uppl. í símá 19026 eftir kl. 20.00. Saumakona Vön að sníða og sauma kjóla o. fl. sjálfstætt. Vinn heima hjá fólki. Uppl. í dag kl. 2—5. Sími 36766. Kápur Kápur í úrvali. Ennfremur saumað eftir máli. Kápu- saumastofan. Sími 32689. Mæðgin óska eftir að taka á leigu 2 herlb. og eldhús í kjallara á hita- veitusvæði. Uppl. í síma 37697. Vfótatimbur Notað mótatimbur til sölu, nokkur þúsund fet. Uppl. í síma 10890 eftir kl. 18.30. Til leigu 3ja herb. fbúð með húsg. Upplýsingar kl. 5.30—6.30 í síma 34815. Rafsuðumaður — Sigmasuða Van^xr rafsuðumaður óskast til að sjóða með sjálfvirkri argon-suðuvél, og til annarra rafsuðu. Aðeins vanur rafsuðumaður kemur til greina, en sérþekking á Sigmasuðu ekki nauðsynleg. Vélsmiðja Björns Magnússonar símar 1175 og 1737, Keflavík. Helga M. Níe'sdóttir komin heim Viðtalstími fyrir heimilishjálpina kl. 8-9 f.h. í síma 11877. 4ra herb. íbúð óskast nú þegar, sem næst Miðbænum, 4 fullorðnir í hemiili. — Góð umgengni. Upplýsingar í síma 16697. Guðrún Gísladóttir, tannlæknir Steinhús við Hávallagotu 67 ferm., kjallari og tvær hæðir, til sölu. Allt laust. Nýja fasteignasalan Laugavegi 12 — Sími 24300. og kl. 7,30—8,30 e. hj sími 18546. 2Ja herb. íbúðarhæð með harðviðarhurðum í steinhúsi við miðbæinn til sölu. Laus strax. IMýJa fasteignasalan Laugavegi 12. — Sími 24300 og kl. 7,30 til 8,30 e.h. 18546.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.