Morgunblaðið - 22.11.1962, Page 20

Morgunblaðið - 22.11.1962, Page 20
20 MOXCJnvnr AÐ1Ð Fimmtn'dagur 22. nóv. 1962 Aldrei! Þessvegna er hún svona gild um mittið, og fólk heldur, að hún sé komin langt á leið. Ég fyrir mitt Ieyti segi, að það fari henni vel. Hver fær nóg aí Mari- lyn Monroe? Og ef hún minnir á könurnar hjá Rubens, er það kannski leiðum að líkjasl I ,,Seven Year Itdh“ hefur Ewell látið sig dreyma um ástar- fund þeirrn, þar sem hann ætlar að leika píanókonsert Raoh- maninoffs en Marilyn situr síð- klædd við hlið hans. Þá ætlar hann að horfa fast á hana og svo reka henni rembingskoss. En það, sem raunveruilega gerist er það, að hann grípur hana og kyssir hana feimnislega og klaufalega. Þau missa jafnvægið og velta ofan af píanóbekknum. Ewell verður uitan við sig og skammast sín. Hann segir í iðrunartón: „Þetta hefur aldrei komið fyrir mig áður“. „0,seisei. — þetta er alltaf að koma fyrir mig, segir hún. Og hún streitist ekkert á móti. Verður ekki móðguð. Henni lík- ar fremur vel við þennan feimna væskil. Og hér kemur fram skilningur hennar á hlutverkinu. Hann kemur fram, þegar áhorfandinn er hættur að horfa á fegurð hennar eina saman. Hún kann veí við þennan ólaglega, tauga- óstyrka vesaling. Hún tekur eftir þvi, að þegar þau hittast í fyrsta sinn, lítur Ewell hana girndaraugum. Hún veit, að hann er of ragur til að hafast nokkuð að. Henni finnst engin hætta á, að hún komist í nein vandræði í sambandi við hana, en óskar þess samt, að hann hafist eitt- hvað að Eftir því sem Xíður á söguna, verður hún honum þakk- lát og loksins er hún farin að kunna vel við hann — það er jafruvel ekki alveg laust við, að hún finni til ástar á honum. Hún hefði áreiðanlega verið til í að sofa hjá honum, ekki vegna þess, að hún sé sú mikla kynbomiba, Marilyn Monroe, heldur vegna þess að hún er kona með ást í hjarta. Til dæmis lætur hún þetta í ljós — þó ekki með orðum — í fyrsta atriðinu. Hún hefur týnt lyklinum að íbúðinni sinni. Hún hringir í misgripum bjöllu Ewells, til þess að komast inn í húsið. Ewell hringir á móti, til að opna huxðina, en opnar svo hjá sér, til þess að sjá, hver sé að koma inn. Hann sér þessa Ijómandi fegurðardís fyrir neðan stigann, með búðarböggla í fang- inu og rafmagnsveifu í annarri hendi Hún hefuir stanzað sem snöggvast, en leggur nú af stað um stigann. Svo biður hún hann að hringja aftur. Hún hafi fest sig í hurðinni. Hún útskýrir fyrir honum, að hún búi í íbúðinni fyrir ofan hann, og það sé svo heitt, að hún hafi keypt sé-r þessa veifu til að kæla sig. En meðan á þessu stendur hallast Ewell máttlaus upp að handrið- inu. Hún veit vel, að það er hún, sem hefur haft þessi lamandi áhrif á hann. Og hún hefur líka sagt okkur — en ekki Ewell ræflinum — að sér lítist bara vel á hann. í næsta atriði hefur Ewell boðið henni upp á eitt glas, og er í ýmsum hugleiðingum um að komast yfir hana og hugsar sér, að hún muni koma inn, íklædd glitperlukjól og reykjandi vind- ling í löngu munnstykki. En svo hringir bjallan og raun- veruleikinn birtist — lagleg stúlka og girnileg í léttum inni- fötum. Hann er eins og þrumu- lostinn. Hver getur nú þetta ver- ið? „Manstu ekki eftir mér?“ spyr hún og ofurlítið bros leifcur um varirnar. Æ, þú veizt, það er pían hérna uppi á loftinu...." Og svo líður kvöldið. Ewell blandar einn Martini handa henni, en þá man hún, að hún á flösku af kampavíni uppi hjá sér og fer eftir henni. Svo kemur hún aftur og er þá komin í glæsi- legan, hvítan kjól, af því að nú er þetta orðið veizla. Auk kampa vínsins kemur hún með poka af frönsfcum kartöflum. Ewell er eitthvað að burðast við að sýna henni blíðuatlot, og hún reynir að ala á honum, en það fer allt í handaskolum hjá honum. Næsta kvöld borða þau saman og horfa síðan á kvikmynd. Á 'heimleiðinni tekur hún loks frum kvæðið í sínar hendur og kyssir hann. En honum verður enn svarafátt við því. Hann getur enn ekki tTÚað því, að þessi fallega stúlka vildi tæla hann fyrir alvöru. Hann býður henni að vera nóttina í íbúðinni sinni — svo að hún geti notið þess að sofa í svefnherbergi með loft- ræstingu. Hún þig.gur það og hann lætur hana hafa svefniher- bergið sitt, en sefur sjálfur á legubekk. Um morguninn fá þau appelsínusafa, ristað brauð og kaffi. Ewell hefur ákveðið að hætta stríðinu við hömlur sínar. Hann ætlar að snúa við heim til konunnar og sonarins í Maine. Hann flýtir sér að taka saman föggur sínar. Hann kveður stúlk- una. í þessu kveðjuatriði sést bezt, hve vandlega Marilyn hefur lifað sig inn í hlutverkið. Hún segir við hann, hvað hann sé góður. Hún segir, að ungar stúlk- ur láti ekki blekkjast af stórum og skrautbúnum mönnum, sem eru að gera sig til og halda, að hver kvenpersóna liggi flöt fyrir 'þeim. Þrátt fyrir það, að dómararnir væru í vandræðum með mynd- ina, varð mikill gróði á 'henni. Framleiðslan kostaði 1.860.000 dali, en hingað til hefur hún gefið 8 milljónir í aðra hönd. Ég segi hingað til, því að alltaí er verið að taka myndir með Marilyn upp aftur, og ný- lega vöru sex þeirra í gangi í New York. Og eftir því sem ágóðinn fór vaxandi, óx líka ákafinn í hluthöfunum að neyða ráðamenn félagsins til að komast að samningum við Marilyn. XXV. Vifftal mitt viff Mariiyn. Fyrsta viðtal mitt við Marilyn, sem nokkuð kvað að, fór fram í júlí 1055, enda þótt ég hefði áður verið kynntur henni í kvöldboði, sem B.laðamanmafélagið í Los Angeles hélt fyrir Walter Winohell 1953. Þá sá ég hana þykkt málaða, í flegnum grænurn kjól með glitperlum. Enda þótt hún væri undurfögur, fannst mér hún eitthvað óeðlileg. En dulúð hennar hreif mig. Þegar hér var fcomið var ég ekkert að hugsa um að gefa út neinar persónulegar upplýsingar um hana. En árið 1955, þegar henni var sem allra mest í mun að halda frægð sinni lifandi hjá blöðunum, veitti hún ýmsum rithöfundum viðtal, þar á meðal mér. Ég sat hjá 'henni þrisvar í júlímánuði, líklega eins og níu klukkustundir alls. Hún var þá búin að vera í banni í sjö mánuði og aðdáendabréfun- um hafði hafði hríðfækkað. Hún var komin úr 8.000 á mánuði niður í 5.400. Ég kom í íbúðina hennar í Waldorf Towers á tilsettum tíma, kl. 9.40 f. h. Frank Goodman, auglýsingastjóri hennar á staðn- um, var staddur hjá henni. Við biðum. Hún var að „hafa sig til“, sagði Goodman mér. Við biðum enn. Klukkan tíu mínútur yfir tíu kom hún loksins. Goodman hvarf, og ritarinn hennar, Peter Leonardi, var sendur út í eitt- hvert snatt. Af roðanum á hörundi hennar — sem var mjög ti.l sýnis — mátti ráða, að hún hefði verið í baði, og ilmurinn af Chanel 5 fyllti stofuna. Hún var í hvítum kjól úr krepi og engu undir hon- um. í engum sokkum eða skóm. Fæturnir voru grannir og vel — Þaff er ókurteisi aff tala meff fullann munninn. lagaðir, og stundum, þegar hún skipti um stellingu í stólunum, sem hún hnipraði sig í, sá ég hvít lærin, sem einnig voru vel löguð. Ég tók eftir því, að negl- urnar á tánum voru einnig plat- ínulakkaðar. til þess að vera í samræmi við háralitinn. Hárið var ógreitt. Mér datt í hug, að hún hefði ekki haft tíma til að 'bursta það eða greiða. Seinna komst ég að því, að hún vill helzt hafa það ógreitt. Engin fegrunarmeðöl var hún með á vörurn, kinnum né augnahárum. Ég var ekki viss um augnabrún- irnar. Það kann að vera, að þær hafi verið eitthvað litaðar. Hún var sakleysisleg og blíð á svip- inn, en fegurðarbletturinn á vinstri kinn minnti þó dólítið á frú Du Barry frá 18. öldinni — í dramatískri andstöðu við allan sakleysissvipinn. Hún var einbeitt hvað mark- mið hennar snerti. Hún sagði: „Það sem ég heirnta, er góð leikrit Og góðir leikstjórar, en ekki að láta fleygja hverju sem er í mig. Ég er alvarleg leikkona. Ég vil fá að sýna það. Ég veit, að ég er vel sköpuð. En ég hef lífca tilfinningar og hugmyndir — og ég vil líka að þær komizt að í því, sem ég er að gera. Ne<w York er orðin heimili mitt, og ég kann vel við mig hér. Ég ætla aldrei framar að eiga heima í Hollywood. Ég vil gjarna vinna þar, en ekki eiga þar heima. Ég býst við að leika í einhverjum myndum þar. Og ég er að vona, að geta lífca fengið að leika á leiksviði.... “ Ég hafði tekið fram í fyrir henni til að spyrja: „Hvernig ætlið þér að fara að því að mæta stundvíslega til leiks?“ „Hvað... .hvað eigið þér við?“ spurði hún, og kom auðsýnilega á hana. Hún hállaði sér fram, eins og til að átta sig á spurning- unni, „Það er sagt, að þér kunnið ekki að vera stundvis". „Nú....það“, sagði hún. Hún hummaði þetta fram af sér og kjóllinn hennar féll af öxlunum * * * SAGA B E RLINAR -K r Um vorið 1949 varð Rússum ljóst að sigrazt hafði verið á flutninga- banm þeirra. Sigurvegararnir voru flugmenn Vesturveldanna (45 þeirra létu lífið) og íbúar Berlínar (hundr- uð þeirra dóu úr næringarskorti, fremur en að gefast upp). Berlín var hólpin. Rússar afnámu bannið í maí 1949. — Það var einnig í maí, sem sam- komulag varð um grundvöll stjórn- arskrár Sambandslýðveldisins Þýzka lands í Bonn. Komið var að lok- um herstjórnar í Þýzkalandi. Clay hershöfðingi, sem skipulag hafði sig- ur Berlínar með Reuter, borgar- stjóra, hélt heimleiðis. Verki hans var lokið, er skipaskurðirnir, vegirn- ir og járnbrautirnar til vesturs höfðu verið opnaðar á ný. , um leið Og spurningin. „Þér skul- uð1 ekki trúa öllu, sem fólfc segir um mig, það er allt Og sumt. Það er ráðlegra að taka það, sem um mig er sagt, emð nofckrum af- slætti. „Svo að þér eruð ákveðin að setjast að í Manhattan?" „Nei, í Brooklyn. Ég er orðin ástfangin af Brooklyn. Ég ætla að kaupa mér lítið hús og eiga heima þar, en fara ekki til vest- urstrandarinnar nema þegar ég þarf að leika í einhverri mynd. sflUtvarpiö Fimmtudagur 22. nóvemb^- 8.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádogisútvarp. 13.00 „Á frívaktinni**; sjómannaþáttur (Sigríöur Hagalín). 14.40 „Við, sem hekna sitjum“ (Sigríður Thorlacius). 15.00 Síðdegisútvarp. 17.40 Framfourðarkennsla 1 fransku og þýzku. 18.00 Fyrir yngstu hlustendurna (Gyða Ragnarsdóttir). 18.20 Veðurfregnir. 10.30 Fréttir. 20.00 Af vettvangi dómsmálanna (Há- kon Guðmundsson hæstaréttar- ritari). 20.20 Prelúdíur eftir Rachmaninoff. 20.30 Erindi: Reynslan er líf og sann- leikur (Ólafur Tryggvason frá Akureyri). 21.00 Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar islands í Háskólafoíói; fyrri hluti. Stjórnandi: William Stricland. Einsöngvari: Kristinn Hallsson. 21.35 Erindi: Paul Cadovius, — nátt- úruafl í byggingariðnaðinum (Sigurður Þorsteinsson fram- kvæmdast j óri). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Saga Rothschild-ættarinnar eftir Frederick Morton; VIII. (Her- steinn Pálsson ritstjóri). 22.30 Harmonikuþáttur (Reynir Jónae son). 23.00 Dagskrárlok. Föstudagur 23. nóvemfoer. 8.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp. 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 13.25 „Við vinnuna": Tónleikar. 14.40 „Við sem heima sitjum": Svan- dis Jónsdóttir les úr endur- minningum tízkudrottningar- innar SchiapareUi (11). 15.00 Síðdegisútvarp. 17.40 Framburðarkennsla í esperanto og spænsku. 16.00 „Þeir gerðu garðinn frægan": Guðmundur M. Þorláksson talar um Jón helga Ögmundsson. 18.20 Veðurfregnir. 19.30 Fréttir. 20.00 Erindi: Neró keisari (Jón R. Hjálmarsson skólastjóri). 20.20 Dansar frá Galanta-héraði i Ung- verjalandi eftir Zoltan Kodály (Hljómsveitin Philharmonia Hungarica leikur; Antal Dorati st jórnar). 20.35 í ljóði: Mannsævin. Baldur Pálma son sér um þáttinn. 20.55 Samleikur á fiðlu og píanó: Són- ata nr. 4 eftir Charles Ives. (Rafael Druion og John Simms leika). 21.05 Úr fórum útvarpsins: Björn Th. Björnsson listfræðingur velur efnið. 21.30 Útvarpssagan: „Felix Krull** eftir Thomas Mann; VIII. (Kristján Árnason). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Efst á baugi (Tómas Karlsson og Björgvin Guðmundsson). 22.40 Á síðkvöldi: Létt-klassísk tón- list. Þýzkir listamenn syngja og leika tónverk eftir Manfred Nitschke. 23.15 Dagsikrárlok.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.