Morgunblaðið - 22.11.1962, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.11.1962, Blaðsíða 23
Fimmtudagur 22. nóv. 1962 VORGUNBT4ÐIÐ 23 ■Ma úrskurö ríkisstjórna Norðurlandanna um að SAS skuli hefja flug með lækkuðum fargjöldum MORGUNBLAÐIÐ skýrði frá því í gær að Povl Westphael, einn af ritstjór um Berlingske Tidende í Kaupmannahöfn, hafi rit- að grein í blað sitt um deilu 'SAS við Loftleiðir. Útdráttur úr greininni birtist í blaðinu í gær, en greinin í heild fer hér á eftir í lauslegri þýðingu. Stjórn SAS kemur í dag (20. nóv.) í fyrsta skipti sam an til fundar með samstarfs- félögum sínum hjá SWISS- AIR í Ziirich. Á morgun held- ur stjórnin venjulegan stjórn arfund í Ziirich. Er þetta í fyrsta skipti sem yfirstjóm Norðurlandaflugfélagsins held ur slíkan fund utan Norður- landanna. Ástæðan fyrir því að þetta er gert er ekki sú, að vanda- málin, sem rædd yerða á stjórnarfundinum, séu í sam- bandi við fundinn með SWiss AIR, heldur eingöngu sú stað reynd að stjórnin er saman- komin í Zúrich til að ræða við Svisslendingana, og þess vegna eins gott, meðan allir eru þar saman komnir, að framlengja dvölina um fundar daginn. k Það er ýmislegt, sem bendir til þess að þetta geti orðið mjög viðburðaríkur stjórnar- fundur. Ástæðan er sjónarmið in varðandi samkeppnisaðstöð una við íslenzka Loftleiðir. fíugfélagið • MÓÐURSYKI. Þessi hálfgerða móðursýk isspenna hefur komið í ljós í yfirlýsingu, sem gefin var í Bandaríkjunum, um að „SAS mun verða gjaldþrota" ef ekki reypist unnt að stöðva Loft- leiðir, og einnig í orðrómi um að sænskt einkafjármagn að upphæð 80 milljónum sænskar krónur verði tekið út úr flug- vélasamsteypu Norðurland- anna, ef ekki er unnt að stöðva þessa samkeppni á Atlantshafs leiðinni. • VILJA VERÐUGA SAMKEPPNI. Gætnari raddir innan stjórnar Norðurlandaflugfé- lagsins koma fram með hóg- værari og skynsamlegri sjónar mið. í>ær taka skýrt og ótví- rætt fram að ekki sé óskað eftir því að „kæfa“ Loftleiðir, og heldur ekki að grípa til neins þess ráðs, sem á ein- hvem hátt gæti litið út sem „hefndaraðgerðir". Það, sem óskað er eftir, er að skapa möguleika fyrir SAS til að koma á samkeppni við Loftleiðir á jafnréttisgrund- velli. Þetta mætti gera með „government order“, sameig- inlegum úrskurði stjóma Norð urlandanna um að hefja flug með lágum fargjöldum jafn- hliða þotufluginu. í þessum ferðum yrðu notaðar þær DC-1C vélar, sem SAS á, og ætti leiðin að liggja Kaup- mannahöfn — Osló — Syðri Straumfjörður — New York, þrjár ferðir í viku yfir vetur- inn, en daglegar ferðir á sumr in. Fargjöld á þessari leið verði á hverjum tima sam- keppnisfær við lægstu far- gjöld Loftleiða. • ASTÆÐAN FYRIR ÓDÝRU FARGJÖLDUNUM. Ástæðan fyrir því að Loft leiðir geta flogið yfir Atlants- hafið fyrir 1000 kr (danskar) lægri fargjöld, er sú, að félag ið er ekki aðili að IATA, sem ákveður öll fargjöld vest- rænna flugfélaga, og gerir á- ætlanir um skipulagningu flug ferðanna samkvæmt samkomu lagi aðildarfélaganna, sem háð er samþykki allra félaganna. Með því að halda sig utan IATA, og með því að nota flugvélar, sem reikningslega er búið að afskrifa — á sama hátt og skrúfuvélar SAS — geta Loftleiðir notað sér af þeim hlífiskildi, sem bindur IATA félögin við fargjalda- ákvarðanir, sem ekki má brjóta nema viðkomandi félag gangi úr alþjóðasamtök unum. • LOFTLEIÐIR NEITA. í opinberum viðræðum í Bandaríkjunum lögðu banda- rísk yfirvöld eftirfarandi þrjár tillögur fyrir Loftleiðir: 1. Innganga í IATA sam- tökin. 2. Fækkun flugferða til Bandaríkj anna. 3. Hækkun fargjalda til samræmis við fargjöld IATA á Norður Atlants- hafsleiðum. íslendingarnir höfnuðu öll- um tillögunum. • PAN AM I VANDA. Pan American World Air- ways, sem á flugmálaráðstefn- unni í Bandarikjunum fylgdi kröfu SAS um lækkun far- gjalda með skrúfuvélum, hef- ur dregið sig í hlé, senni- lega vegna stjórnmála og hern aðarlegra áhrifa með tilliti til bandarísku flugstöðvarinnar í Keflavík. SAS stendur nú eitt um að greiða atkvæði gegn far gjaldataxta IATA, en mál þetta verður tekið fyrir á IATA fundi eftir mánuð. • „GOVERNMENT ORDER“. Undanfarið hefur Norður- landaflugfélagið reynt að koma á framfæri óskum um ríkisstjórnarúrskurð um að það skuli hefja flugferðir með lágum fargjöldum til að mæta ósanngjarnri samkeppni, sem aðeins verður svarað með slík- um ráðstöfunum. Ef SAS hef ur flugferðir með lágum far- gjöldum samkvæmt „gover i- ment order“, brýtur félagið ekki reglur IÁTA, og getur tek ið upp samkeppni við Loftleið ir á jafnréttisgrundvelli. • LEIGJA VÉLAR HJÁ DÖNUM. Sagt hefur verið að ís- lenzka flugíólagið hafi á þessu ári selt farseðla fyrir 6 millj. krór. r í Danmörku, 8 milljóu- ir í Noregi og 4 milljónir í Svíþjóð. Þar við bætist ef til vill enn hærri upphæð í Banda ríkjunum. Loftleiðir hafa sem stendur fjórar vikulegar ferðir Lux .».i burg — Reykjavík — New York, sem ekki taka beinlínis farþega frá SAS, heldur frek ar frá öðrum evrópskum og bandarískum félögum, sem halda uppi ferðum á þessari leið. Fimm sinnum í viku hafa Loftleiðir ferðir frá Norður- löndum, þar af eru þrjár ferð- ir Hamborg — Kaupmanna- höfn — Oslo — Reykjavík — New York. íslendingarnir nota DC-6B flugvélar, og þegar flugvéla- floti þessa ötula litla félags hefur verið til viðgerðar 1 Stavanger hjá flugvéla- og skipatúegðarmanninum Lud- vig Braathen, sem er einn af stuðningsmönnum Loftleiða, að minnsta kosti góður ráð- gjafi, hefur félagið tekið á leigu aukavélar hjá Nordair, Flying Enterprise eða hjá hinu nýja félagi Tjære- borgarprestsins, Sterling Air- ways. • LITLA, ÁHRIFARÍKA FÉLAGIÐ. Loftleiðir á jafnstóran flugflota og danska leiguflug- félagið Nordair, það er fimm DC-6B vélar, og alls starfa 350 manns hjá félaginu, eða 70 starfsmenn fyrir hverja vél, en hjá SAS eru nærri 200 starfsmenn fyrir hverja vél. Nordair hefur aðeins 80 starfs menn, en skýringin á því er einfaldlega sú að við Ieigu- flug þarf ekki jafn fjölmennan starfshóp og við fastar áætl- unarferðir. Scanair, dótturfélag SAS, getur ekki snúið sér að Ame- ríkuflugi í samkeppni við Loftleiðir, því félag þetta hef- ur aðeins leyfi til fjögurra lendinga í Bandaríkjunum á ári. Eina lausnin, ef SAS á að mæta Loftleiðum og yfirtaka eitthvað af milljónatekjum ís- lendinganna á heiðarlegum samkeppnisgrundvelli, er að komij verði á flugferðum með lágum fargjöldum samkvæmt ríkisstjórnarúrskurði. Á hluta af flugleiðum Loft- leiða, þ.e. leiðinni milli ís- lands og Evrópu, verður félag ið að fylgja fargjaldaákvörð- unum IAT- vegna samkeppn innar við hið opinbera is- lenzka flugfélag, Flugfélag ís- lands (Icelandcúr), en það er á leiðinni milli Reykjavíkur og New York, sem félagið get ur sjálft ákveðið fargjöldin og fær þessa ágætu samkeppnis möguleika, er hafa gert Loft- leiðir að áhyggjuefni ekki að- eins SAS, heldur evrópskra -g banJarískra Atlantshafsflug- félaga. — ASÍ jbing Framhald af bls. 2. lagsdómur hefði afnumið félaga- frelsið, gera ætti ASÍ að við- undri og samsafni félaga, ríkis- fyrirtæki eins og í fasistaríkjum. Þá talaði Hermann Jónsson frá Vestmannaeyjum, sem sagði þingfulltrúa nú hafa dvalizt í dýrum hótelum í 3 daga, án þess að þingið hefði gert annað en karpa um fánýta hluti. Væri þetta að kenna nokkrum leiðtog- um verkalýðsins í Reykjavík, sem eyddu tíma manna utan af landi í þras. Óskar Hallgrímsson tók næst- ur til máls og lýsti vonbrigðum sínum vegna afstöðubreytingar og stefnuhringls Guðmundar Björnssonar frá Stöðvarfirði. — Hann hefði látið bóka sértaklega eftir sér á sambandsstjórnarfundi ASf, að hann vildi láta fara að lögum, en nú vildi hann svipta fulltrúa LÍV atkvæðisrétti. — f dómi Félagsdóms, sem Guðmund ur þættist vilja fara eftir, væri tekið fram, að veita ætti LÍV full og óskert réttindi. Hann og aðrir ættu ekki að láta samninga um vegtyllur í næstu ASÍ-stjórn rugla réttlætisvitund og dóm- greind sína. Þá tók Guffmundur Björnsson til máls. Sagði hann Félagsdóm ekki hafa sagt orð um það, hve marga fulltrúa LÍV ætti að senda á þingið. Dómurinn segði, að LÍV ætti að gana í ASÍ, en annað ekki. Næstir töluðu Jón Nikulásson og Eggert G. Þorsteinsson. Mæltu þeir gegn þeim, er vildu synja LÍV atkvæðisréttar. Þá talaði Hannibal Valdimarsson um það, Ihverjir væru atvinnurekendur og hverjir ekki. Affalbjörn Arn- grimsson frá Þórslhöfn, sagðist, sem Framsóknarmaður, vera lít- ill vin ilhalds og krata, en þó teldi hann ekki rétt að loka neinn úti. Var hann meðmæltur óskertri aðild LÍV. Var hann eini Framsóknarmaðurinn, sem lýsti því yfir, að hann færi þannig „út af línunni“. — Næstur tal- aði Árni Ágústsson, sem lovað LÍV vera komið inn, þótt at- kvæðisréttinn skorti og að lok- um Sigurður Stefánsson frá Vest- mannaeyjum og Hannes Bald- vinsson frá Siglufirði. Mælendaskrá hafði verið lokað áður, svo að fleiri gátu ekki tek- ið til máls. Var nú gengið til atkvæða um tvær tillögur, sem fram höfðu komið. Var sú fyrri frá Óskari Hallgrímssyni um að taka bæri kjörbréf fulltrúa LÍV gild. Hin var á þessa leið: , „Þar sem kjörhréfanefnd hefur ekki fyrr en í morgun haft tæki- færi til að rannsaka þau gögn, sem kjörbréf fulltrúa LÍV eru byggð á, svo sem meðlimaskrár sambandsfélaga LÍV, lög sam- bandsfélaganna og LÍV, né held- ur haft neina aðstöðu til að kanna lögmæti fulltrúakjörsins að öðru leyti, og slík rannsókn myndi taka langan tíma og úti- lokað, að henni yrði lokið á þessu þingi, vísar þingið þess- um gögnum til væntanlegrar sambandsstjórnar til rannsóknar og samþykkir að veita fulltrú- um LÍV þingsetu með málfrelsi og tillögurétti. Kristinn B. Gíslason, Eðvarð Sigurðsson, Jón Bjarnason, Jón Sn. Þorleifsson, Guðmundur Björnsson, Björgvin Sigurðssön". AtJkvæði voru greidd sam- tímis um tillögurnar. og skyldi sú, sem fleiri atkvæði fengi jal-i framt fella hina. Nafnakall var viffhaft, og hlaut tUIaga Óskars 151 atkvæC , en tillaga sexmenninganna 177 at- kvæffi. Eftir atbvæðagreiðsluna um kjörbréf LÍV var tekin fyrir eft irfarandi tillaga frá Framscknar mönnum og komn.únistum: „28. þing Alþýðusambands fs- lands mótmælir harðlega dómi þeim, sem 3 af 5 dómendum Fé- lagsdóms kváðu upp þann 12. þ.m. í máli LÍV gegn Alþýðusam bandi íslands. Með dómi þesum er stefnt að 'því að svipta Alþýðusamband ís lands þeim skýlausa rétti, sem öllum frjálsum félagasamtökum ber, þ.e. að ákveða sjálf hverjir séu meðlimir þeirra á hverjum tíma. Þingið telur að þessi dómur, sem á sér engin fordæmi í ís- lenzkri réttarfarssögu, eigi hrvorki stoð í lögum né heil- forigðri réttarvibund. Um leið og þingið lýsir undr un sinni yfir og mótmælir þess um einstæða stéttardómi varar það við þeirri ógnun, sem slfk misbeiting dómsvaldsins, sem hér hefur átt sér stað, er við öll frjáls félagasamtölk í landinu og heitir á alþjóð að standa vörð um grundvallarréttindi þeirra". Effvarff Sigurffsson mælti fyrir tillögunni og sagði, að hún væri í beinu framhaldi við LÍV-málið, en skoðanir manna um það hefðu komið skýrt í ljós og því myndi hann ekki hafa mál sitt langt og skoraði svo á þingheim að sam- þykkja tillöguna einróma. Pétur Sigurðsson kvaddi sér hljóðs. Mótmælti hann eindregið tillögunni í heild og kvað orða- lag hennar fáránlegt. Benti hann á, að samkvæmt lögum ættu allir rétt á því, að vera meðlimir stéttarfélaga og sambanda, sem hefðu hag af því starfs síns vegna. Kvað hann úr slitin um kjörbréf LÍV svipta verzlunarmenn þeim rétti sem þeim bæri samkvæmt lögum. Að lokum lagði hann til, að tillagan yrði felld. Síðasti ræðumaður um tillög- una var Hrafn Sveinbjarnarson. Hann sagði, að LÍV hefði verið dæmt inn í ASÍ af pólitískum á stæðum, ekki þýddi að tala neinni tæpitungu um það. Vitnaði Hrafn í Odysseifskviðu og kvað hafa verið reynt að koma Trojuhesti inn í Alþýðusamband ið. „Mér er sama, hvort hermenn eða verzlunarmenn velta út úr kviði Trójuhestsins í því skyni að eyðileggja samtökin“, sagði hann og fór svo nokkrum orðum um dóm Félagsdóms í mótmæla skyni. Atkvæði voru greidd um tillög una með handauppréttingu. Hún var samþykkt með 180 atkvæð- um gegn 102. Klöppuðu framsókn armenn og kommúnistar ákaft yf ir þessum úrslitum. Fjölmargir andstæðingar ASf-stjórnarinnar höfðu yfirgefið salinn, þegar at- kvæðagreiðslan fór fram. Máifundanámskeiffiff heldur áfram í Valhöll í kvöld kl. 8, og koma þá saman fyrsti og þriðji hópur, en leiðbeinend- ur þeirra eru þeir Guðmundur H. Garðarsson og Birgir ísl. Gunnarsson. Nýir félagar Hafið samband við skrifstof- una í Valhöll (sími 17102) og kynnið ykkur einstaka liði fé- lagsstarfsins. Kópavogur Sjálfstæðiskvennafélagiff Edda KóPavogi, gengst fyrir handa- vinnukvöldi í Sjálfstæffishúsinu, Borgarhólsbraut 6, Kópavogi í kvöld kl. 21. Hver sá þjófinn? UM IIÁLF sexleytið sl. föstu- dag lagði maður einn bíl sínum á bifreiðastæðinu á Hótel íslands lóðinni við Aðalstræti. Var ein hurð bílsins ólæst á meðan eig andinn brá sér frá í 10 mónútur eða svo. Er hann kom til baka var búið að stela dýruim kjól úr bílnum, og er ekki talið ó- líklegi. að unglingar hafi verið þar að verki. Kjóllinn er svartur með gylltu belti og röndum. Þar sem umferð er aikil á bílastæð inu á þessum tíma dags er trú- legt að eimhver hafi orðið þjófn aðarins var. Ef svo er eru. við- komandi beðnir að gera rann- sóknarlögreglunni aðvart. 1956 ekki 1958 PRENTVILLA slæddist inn í frétt frá fundi neðri deildar í blaðinu í gær, þar sem Hannibal Valdimarsson lagði m.a. til að herinn færi tafarlaust úr landi „samkvæmt skýlausri samþykkt Alþingis frá 28. marz 1958, sem enn er í fullu gildi“. Átti að standa 1956.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.