Morgunblaðið - 23.11.1962, Síða 2

Morgunblaðið - 23.11.1962, Síða 2
2 MORGINBLAÐIB Föstudagur 23. nóv. 1962 Sjónvarpssenóing í Gautaborg. Myndatökumenn til hægri og vinstri. I miðju vagn með hljóðupptökutækjum. — Islenzkt sjónvarp Framh. af bls. I'i krefjast þess, að útvarpið eitt beri sig, eða skili arði, þegar aðrar sambærilegar fræðslu-, lista- og skemmtistofnanir á veg- um ríkisins gera það ekki. En Ríkisútvarpið hefur ekki ein- ungis staðið undir daglegum rekstri sínum, heldur hefur það sjálft greitt húsabætur sínar, vélakost og annan búnað. Flest- ar eða allar aðrar opinberar menntastofnanir fá þó upphaf- lega húsnæði sitt lagt fram end- urgjaldslaust og margan búnað. Það væri engin fjarstæða, að rík- ið legði beinlínis fram fé til þess að koma sjónvarpi á laggirnar, en ætlaði því síðan að standa undir sér sjálfu af tekjum sín- um. En allt um það er byrjað á því að gera ráð fyrir hinu, að þessi nýja sjónvarpsstofnun sjái fyrir sér sjálf, sem deild í Ríkis- útvarpinu. Til þess þarf útvarpið á ein- hvern hátt að hafa handbært fé til byrjunarframkvæmdanna, eða álitlegan hluta þess. Ég hef, fyrir mitt leyti, reiknað með því frá upphafi þessara umræðna, að útvarpið yrði að vera við þessu búið, jafnframt tveimur öðrum meginframkvæmdum, endurbyggingu Vatnsendastöðv- arinnar og undirbúningi nýs hús- næðis. Ég hef, hvað eftir annað, bent á það, að Ríkisútvarpið ætti að fá aftur gamlan og sjálfsagð- an tekjustofn sinn, arðinn af við- tækjaverzluninni, sem er deild í útvarpinu. En þessum tekjum hefur útvarpið verið svipt í nokk ur ár og misst þannig yfir 12 ■milljónir króna, eða álíka mikið fé og nemur stofnkostnaði allrar ' sj ónvarpsstöðvarinnar. Ennfrem- ur hef ég talið að frá 1959 hafi afnotagjald af útvarpi átt að vera 400—500 kr. og væri þó í hóf stillt, miðað við símagjald, rbóka- og blaðaverð og ýmsar skemmtanir. Þessi hækkun hefði ' öll átt að koma til framkvæmda í einu í fyrstunni, þegar gjaldið ' varð 300 kr. Á þennan hátt ’mundu tekjur útvarpsins hafa aukizt frá gildandi afnotagjaldi um ca 514, 15 eða 22 milljónir á þremur seinustu árum, saman- lagt, eftir því hvort afnotagjald- ið hefði verið sett 400, 450 eða 500 kr. Samkomulag varð hins- vegar um 360 kr. afnotagjald, sem ráðneytið ákvað. Það liggur í augum uppi, að útvarpið verður að hugsa vel fyrir tekjum fram í tímann, jafnframt því sem áætlaðar eru nýjar og miklar framkvæmdir. Það er ekki hægt að ætlast til þess, að Ríkisútvarpið standi sjálft undir allri dagskrá sinni, og hafi úr rekstri sínum fé til ýmissa endurbóta á tækni sinni og taki þar að auki að sér ný fyrrtæki eins og sjónvarp, ef gamlir tekjustofnar þess eru jafnframt af því teknir, eins og verið hefur, og afnotagjöld eru ekki látin fylgjast hófsamlega með tímanum af ástæðulausum ótta við undirtektir hlustenda. Ef þær áætlanir, sem æskilegast ar voru, hefðu náð fram að ganga á sínum tíma, ætti útvarpið sjálft handbært allt það fé sem nauðsynlegt væri í byrjun til þess að koma upp sjónvarpsstöð, auk sinna eigin þarfa í dagskrá og endurbyggingu Vatnsenda- stöðvarinnar. Nú er þessu ekki að heilsa og verður að fitja upp á nýjum ráðstöfuni’.m. En það er hvorki heppilegt né vinsælt að hafa tíðar breytingar á afnota- gjaldi og ber að halda því eins stöðugu og hægt er. Reynslan sýnir, að hlustendur hafa yfir- leitt skynsamlegt mat á afnota- gjöldum og útvarpið hefur ávallt stillt sínum tillögum í hóf. — ★ — Þó að fjárhagsgrundvöllur sjónvarpsins sé mikilsverður og eigi að vera í fullu lagi áður en byrjað er, er þó allur leikurinn fyrst og fremst til þess gerður, að fá góðar sjónvarpsdagskrár. Ýmsir ókunnugir halda, að aðal- erfiðleikarnir séu stofnkostnað- ur stöðvarinnar, en síðan verði málið tiltölulega auðvelt. Þetta er misskilningur. Engir sérstakir tæknilegir örðugleikar eru taldir á því að koma hér upp sjónvarps stöð og þó að kostnaðurinn sé talsverður, ætti hann að vera viðráðanlegur. Það er dagskrár- kostnaðurinn, sem vafalaust verður erfiðastur og vaxandi, og sú er allsstaðar reynslan. Marg- ar eða flestar sjónvarpsdagskrár eru mjög dýrar. Þess er ekki að vænta, að íslenzkt sjónvarp geti fyrst um sinn hagað dagskrám sínum í samræmi við eða í sam- keppni við stórar, erlendar sjón- varpsstöðvar hjá milljónaþjóð- um, sem hafa morð fjár. f þessu verður að sníða sér íslenzkan stakk eftir vexti og má þó fá góðar og fjölbreyttar dagskrár. Áherzla er lögð á það, að sjón- varpsdagskrárnar verði góðar frá upphafi og eins fullkomnar og hægt er, innan þess ramma, sem lagður er. Dagskrárkostnað- urinn, sem hér er áætlaður, er mjög lágur, miðað við flestar erlendar stöðvar, eða 8—14 þús. kr. á klukkustund. Það er einnig svo um dagskrárkostnað útvarps- ins, að hann er mjög lágur, eink- um vegna þess að hér eru færri starfsmenn en annars staðar, þó að vélakostur sé góður. Þetta er eðlilegt og óhjákvæmileg afleið- ing af smæð okkar og fólksfæð, og takmörkuðum fjárráðum, og má í sjálfu sér merkilegt heita, að hér skuli vera hægt að halda uppi þeirri útvarpsdagskrá, sem raun ber vitni. Sem dæmi um mismunandi mannahald má nefna, að í einni dagskrárgrein, sem íslenzka útvarpið jafnar niður á menn með öðrum störf- um, hefur danska útvarpið 3 fasta menn, það sænska 11 og BBC yfir 100. Sjónvarp er enn fólksfrekara en útvarp. Sumir hafa gaman að því að bera saman útvarp í Reykjavík og Keflavík og vitna einnig í sjónvarp þar. En þetta eru í rauninni ekki sambærilegar stððv ar. Mér skilst, að stöðvarnar í Keflavík fái mikinn hluta efnis síns tilbúinn utan frá, og eru að því leyti einskonar endurvarps- stöðvar, þar sem Reykjavíkur- stöðin er líka umfangsmikil upp- tökustöð, sem sjálf framleiðir svo að segja allt sitt efni og borgar sjálf fyrir það. Þó að ís- lenzka útvarpsstöðin sé lítil, er hún samt hlutfallslega viðamikil í íslenzku menningarlífi, að hún hefur á einu ári greitt fyrir að- fengið efni og flutning þess á- líka mikið og nemur öllum rekstri háskólans á sama tíma. Þetta mundi aukast stórlega með sjónvarpi. Afstaða sjónvarpsins í Kefla- vík þyrfti væntanlega að koma til nokkurrar nýrrar athugunar í sambandi við stofnun íslenzkr- ar sjónvarpsstöðvar. Allmargir kváðu hafa keypt sér sjónvarps- tæki miðuð við Keflavíkurstöð- ina. Slík tæki eru ekki seld að undirlagi Ríkisútvarpsins og það er frá upphafi tekið skýrt fram af þess hálfu, að það ber enga ábyrgð á því, ef línubil þeirra tækja, sem menn nú kaupa, fellur ekki saman við það, sem endanlega yrði um ís- lenzka stöð. Amerísku tækin hafa 525 línur, eða 30 myndir á sekúndu, en sérfræðingar, sem útvarpið hefur leitað til, vilja að hér verði tekið upp Evrópukerfi, væntanlega 625 línur og 25 mynd ir á sekúndu, en í Evrópu hafa annars gengið tvenn kerfi, auk þessa, brezkt kerfi 405 1., 25 m/ sek., og franskt kerfi, 819 1. 25m/ sek. En hvert svo sem yrði það ís- lenzka línukerfi, skulum við at- huga þá dagskrármöguleika, sem fyrir hendi yrðu. Hvað getur sjónvarpið gert hér og hvað get- ur það ekki gert? Sjónvarpið getur ekki nú í fyrsta áfanga náð til alls lands- ins. Það verður að byrja þar, sem aðstaða er bezt og mestur er fólksfjöldi og þéttbýli. Aðrir verða að sætta sig við þetta fyrst um sinn, hér eins og orðið hefur í öðrum löndum. Samt skyldi auðvitað stefnt að því, að sjónvarp komi sem víðast um land og eru nú horfur á því, með vissri samvinnu útvarps og síma, sem umrædd er, að þetta geti orðið fyrr en upphaflega var á- ætlað. Sjónvarpið getur ekki í byrj- un verið nema stuttan tíma á dag, tvær til þrjár klukkustund- ir. — Sjónvarpið verður að sníða dagskrá sinni ákveðinn stakk. Það getur ekki viðstöðulaust snúið sér að öllum þeim dag- skrám, sem tíðkast í stórum er- lendum útvarpsstöðvum. Sjónvarpið getur ekki verið ó- dýrt, bæði vegna þess að sjón- varp er allsstaðar í eðli sínu dýrara en útvarp og af því að sjónvarp lítils þjóðfélags verður óhjákvæmilega dýrara en stærri sjónvörp. Allt um þetta mundi vera hægt að koma hér á góðri og fjölskrúðugri íslenzkri sjónvarps dagskrá fyrir viðráðanlegt fé, ef hér fengist tilskilinn notenda- fjöldi á fyrstu 5 árunum. Dag- skráráætlun útvarpsins fyrir sjónvarp er auðvitað miðuð stranglega við þá tekjuáætlun, sem gerð hefur verið. Eftir reynslunni í útvarpinu, sem ber sig, er ekki ástæða til að ætla annað en útvarpið gæti einnig látið þessa tilteknu sjónvarps- dagskrá bera sig og vera vel úr garði gerða. „Hættan“ af þessari sjónvarpsdagskrá er ekki sú, að hún gæti ekki staðizt, heldur hin, að þegar til á að taka, myndi útvarpinu ekki haldast uppi að framkvæma þessa af- mörkuðu dagskráráætlun, af því að nýjar og auknar kröfur kæmu fram um lengingu dagskrár eða víkkun viðtökusvæðisins. Það verður að koma skýrt fram, að þetta yrði allt önnur útkoma og myndi gerbreyta öllum grund- velli málsins. 1954, þegar stofn- kostnaður sjónvarpsstöðvar fyr- ir Reykjavík og nágrenni var á- ætlaður innan við 4 millj. kr., hefði sjónvarp út um landið kostað 50—60 milljónir og lík- lega er hlutfallið svipað enn. Krafa um tafarlaust sjónvarp fyrir allt landið mundi því vænt- anlega vera sama sem ekkert sjónvarp. Það verður að byrja eftir því sem fjárráð og föng eru til. Það yrði líka að ýmsu leyti viðráðanlegast og affærasælast, að byrjun tilraunasjónvarps yrði ekki mjög víðtæk. Það er heldur hreint ekki lítið svæði, sem á- ætlað tilraunasjónvarp næði yf- ir, sem sé Reykjavík og allt Faxa flóásvæðið og væntanlega, sam- kvæmt eldri mælingum, eitthvað upp um Borgarfjörð og austur í Rangárvallasýslu og jafnvel V estur-Skaf taf ellssýslu. Hvað getur þá íslenzkt sjón- varp gert fyrir þessi svæði og fyrir þær um eða yfir 100 þús- und manneskjur sem þar eru? Hvers konar dagskrá mundi það fá? Innlendar og erlendar fréttir í myndum, þær innlendu teknar 'upp hér jafnóðum, þær erlendu af aðfengnum filmum, með svip- myndum af mönnum og manna- mótum. f þeim mundu einnig vera landabréf, veðurkort, töfl- ur, línurit. Ýmsu af erindum, viðtölum og umræðum mætti sjónvarpa. Mikla fræðslu í mörg- um fræðigreinum, sem ekki kemst í útvarp, mætti sýna ljós- lega í sjónvarpi, þjóðlífs- og at- vinnulífsmyndir, íþróttir, atriði úr stjórnmálum, kirkju og menn ingu, heimilisþætti, ferðaþætti og héraðslýsingar með myndum. Ýmsar greinar myndlistar og byggingarlistar yrðu efni í nýju formi og ýmis konar náttúru- fræði. Það yrði framtíðarverk- efni að fella saman sjónvarp og heimilis- eða skólakennslu. Meg- ináherzla mundi verða lögð á þessa menningarhlið sjónvarps- ins. í sumum greinum mundi útvarpið áfram vera eins góður eða betri miðill en sjónvarþið, s. s. um flutning ýmissar tón- listar og frétta og fleira talaðs orðs. f þessu ríkir enn nokkur óvissa og togstreita úti um lönd- in. Sumir halda að útvarp sé að- eins upphaf sjónvarps, sem taki við öllum þessum fjarskiptum, þegar fram í sæki. Aðrir telja, að hvort um sig hafi áfram sínu sérstaka hlutverki að gegna, og útvarp eigi enn eftir að eflast. Belgíski útvarpsstjórinn hóf ný- lega máls á þessum vanda og var haldinn fundur um hann í Brússel og er rætt um nýja sam- vinnu og nýtt jafnvægi milli út- varps og sjónvarps. Það er eitt meginatriði um ís- lenzka sjónvarpsdagskrá í upp- hafi, sem menn verða að gera sér góða grein fyrir, en ýmsir virðast þó hafa skakkar hug- myndir um. Dagskráin hér get- ur ekki fyrst um sinn byggzt eins mikið og auðugar erlendar dagskrár á stúdíóupptökum. Hér er í byrjun gert ráð fyrir frem- ur umfangslitlum og óbrotnum sjónvarpsstúdíóum, en þó full- komnum útbúnaði og vaxandi tækjakosti. Stúdíóupptökur eru mjög dýrar og flóknar og krefj- ast afarmikils útbúnaðar og húsnæðis. í sjónvarpsbænum, sem danska útvarpið er að reisa í Gladsaxe eru ráðgerð 12 hús. Stúdíóum verður hér stillt í hóf og þar með upptökum á t. d. umfangsmiklum og sviðmörgum leikritum og öðrum samfelldum dagskrám. Aftur á móti má leggja miklu meiri áherzlu á ýmsar úti-upptökur eða utan- hússupptökur, þar sem sjónvarp- ið þarf ekki sjálft að byggja upp atriði og bakgrunna. Sjónvarpsdagskrá mundi verða sett saman úr allmiklu heima- fengnu efni, sem útvarpið sjálft léti taka upp og margvíslegu að- fengnu efni, sem það fengi í sam bandi við erlendar stöðvar og stofnanir. Hefur þegar verið spurzt allmikið fyrir um þetta og um tæki til að setja íslenzkt tal og Ietur á erlendar myndir. Þó að hér yrði lögð megin- áherzla á ýmislegt fræðslu- og menntaefni, mundi sjónvarpið einnig þurfa að taka tillit til óska fólksins um skemmtun og létt efni. Mundi þar koma til ýmislegt áþekkt efni og kvik- myndahús hafa nú á boðstólum. Kvikmyndahús eru sennilega eini aðilinn,, sem gæti borið skarðan hlut frá borði í byrjun, af stofnun sjónvarps, unz nýtt jafnvægi kemst á, en hvorki mundi það bitna á leikhúsum, tónleikum, blöðum eða bókum. Þar mundi sennilega gilda sama og um útvarpið, en það sýnir reynslan, að útvarpið hefur að sumu leyti örvað alla þessa starf semi. Þess er ekki að vænta, að hér yrði nein menningarbylting eða þjóðarvakning af tilkomu sjón- varpsins út af fyrir sig. Samt má gera ráð fyrir því, að það gæti haft ýmis góð áhrif á menningu og þjóðlíf, ef vel er á haldið. Það yrði til nýrra þæginda, fróðleiks og dægradvalar. Sjónvarp mundi vera merkasta nýjung á tækni- og menningarsviði, sem í landið hefði komið á síðustu áratugum. Allar líkur eru á því, að það mundi færast óðfluga út, slík er ýmist nýjungagirni eða áhugi fólksins. Misnotkun sjón- varps gæti hér, eins og annars staðar haft einhver ill áhrif. En hver ætlar að misnota sjónvarp- ið, hver vill gera það, hver hef- ur hag af því að gera það? Eng- inn. Vissulega ekki Ríkisútvarp- ið. Það hefur sýnt sig í hinu fræga Pilkingtonáliti, sem kom út í Englandi í ár, að það er ein- mitt stofnun með rekstrarformi og dagskrárstarfi áþekku og er á Ríkisútvarpinu ,sem líklegast er til þess að reka gott og örugt sjónvarp. Hvenær sem er geta myndazt ný viðhorf í öllum þessum mál- um, með nýrri tækni (handupp- tökur, litasjónvarp, einfaldari og minni tæki), og með alþjóða- samvinnu. Þar hafa möguleikar á útvarpi og sjónvarpi um gervi- hnetti vakið mesta athygli og nokkurn misskilning. Þetta er enn á hreinu tilraunastigi og ut- an við okkar möguleika. Ég spurði erlendan ráðunaut okkar, hvort þetta gæti haft áhrif á áætlaðar framkvæmdir okkar og kvað hann nei við. Til þess að njóta slíks sambands þarf lík-a millistöð, sem á Norðurlöndum var talin kosta 100 milljónir kr. Samt eru á því allar horfur, að einmitt á þessu sviði sé ný fram- tíð alþjóðlegra útvarps- og sjón- varpsmála og máske eftir fjögur —fimm ár, þó að sumir dragi það í efa. Frank Stanton, forseti Columbia Broacasting í New York, sendi mér á dögunum ræðu, sem hann hélt nýlega urn þessi mál. Þar segir hann: Hið mikla vald sjónvarpsins, þar sem menn sjá og heyra samtímis, hefur stórkostlega aukið alla fjarskiptamöguleika i heiminum, svo að þess er ekki dæmi í sög- Unni áður. Sú veröld, sem við lifum í, er ný veröld, gersamlega ólík öllu, sem áður hefur komið og farið. Þess vegna þarf að at- huga nýja möguleika sjónvarps- ins gaumgæfilega niður í kjöl- inn, fréttafrelsi þess, og afnám á lagalegum "og tæknilegum hindrunum milli landa og mögu- leikana á dagskrárskiptum milli heimsálfa. Við megum ekki hugsa um erfið.eikana eina, við þurfum að ganga að málinu á jákvæðan, skapandi hátt. Þetta á einnig við um okkar afstöðu til íslenzka sjónvarpsins. Ég hef reynt hér að gera hlut- lausa grein fyrir sjónvarpsmál- inu, og stöðu þess nú. Sjónvarp er staðreynd og stefnir alls staðar að því. Það kemur, hvort mönnum er það ljúft eða leitt. Það getur ekki verið nema tiltölulega lítið tíma- spursmál, hvenær undirbúning- ur Ríkisútvarpsins verður að framkvæmdum. Til slíkra fram- kvæmda á tilraunasjónvarpi þarf Ríkisútvarpið að fá umráð allra sinna tekjustofna, hófsamleg én nauðsynleg afnotagjöld og sölu- gjald af viðtækjum. Eftir end- anlega ákvörðun um fram- kvæmdina tekur það enn all- langan tíma að koma sjónvarp- in á fót, undirbúa tækni þess og dagskrár og æfa starfsmenn. — Fjárhagslegur grundvöllur þarf að vera öruggur og dagskrárgerð vel uppbyggð og við okkar hæfi, til þess að gegna þjóðlegum og alþjóðlegum verkefnum okkár sjálfra. „Við megum ekki hugsa um erfiðleikana eina, við þurf- um að ganga að málinu á já- kvæðan, skapandi hátt“,

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.