Morgunblaðið - 23.11.1962, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 23.11.1962, Qupperneq 16
16 MORCVNBLAÐ1Ð Föstudagur 23. nóv. 1962 * * -K—X x X og olíulindir. Er því eðlilegt að þungaiðnaður auikist á þessu svæði. • Flóttamenn. Flóttamenn frá Pakistan og aðrir veglausir menn flykkjast til Kalkútta í þúsundatali. Sumir afla sér lífsviðurværis með því að draga tvíhjóla far- þegavagna, en 90 þús. slíkir vagn ar eru í borginni, aðrir draga vöruvagna eða eru svo lánsamir að fá fasta vinnu, þeir sem enga vinnu fá láta annaðhvort þar við sitja eða betla. Margir sofa í vögnum sínum, kofum, sem þeir — >f — >f — >f>f — >f — INDVERJAR eiga n;ú við mikla örðugleika að etja vegna innrás ar Kínverja inn í landið. Áður en til innrásarinnar kom steðj- uðu mörg vandamál að Indverj um. heima fyrir og verður lítið hægt að bæta úr þeim meðan þjóðin þarf að leggja sig allan fram til að verjast sókn Kín- verja og eyða miklu fé í herkostn að. Fréttaritari bandaríska viku- blaðsins „U. S. News & World Report* Sol W. Sanders, sem staddur var I Kalkútta, stærstu borg Indlands í haust — áður en bardagar Kínverja og Indverja hófust — skrifaði grein í blað sitt um borgina. Segir hann, að nægilegt sé að virða hana fyrir sér til að fá nokkra hugmynd um þau vandamál, er steðja að Ind- verjum heima fyrir. Við birtum hér grein hans í lauslegri þýð- ingu. • Kalkútta, stærsta bong Ind- lands, hefur verið í stöðugxi aft- urför undanfarin ár. Borgin er hrjáð af sjúkdómum, óhreinind- um, lögleysu og efnahagslegri spillingu. Hefur mörgum þótt borgin táknræn fyrir það verk efni, sem bíður alls Indlands í 'baráttunni fyrir því að verða þróað land á nútíma mæli- kvarða. Þessi fjölmennasta borg lands ins er mikilvæg iðnaðarborg. Þar búa um 6 milljónir manna, meiri íhlutinn í þröngum og ófullnægj andi húsakynnum. Til þessa hef ur öll aðstoð, sem aðrar þjóðir A aðalgötu Kalkútta, Chowringhee, snýr borgin sinni beztu hlið að vegfarendum. stærsta borg Indlands MARTRÖÐ Trúaðir baða sig í Hoogly-ánni, en í hana rennur vatn úr Ganges sem er heiiagt fljót. (hafa veitt Indverjum, og tilraun ir ríkisstjórnarinnar til umbóta ekki megnað að stöðva afturför ina í borginni. Ef þú býrð í Kalkútta verður Iþú að venjast óhreinindum og mátt ekki láta þér bregða, þó að í brýnu slái á götunum" sagði (bandarískur verzlunarmaður, er Iþúsettur er í borginni. Orðum Sínum til sönnunar skýrði hann frá því, að fyrir nokkrum dögum Ihefði komið til uppþots í einu af mestu umferðahverfum borg arinnair. Stóð uppþotið í átta klukkusundir. Áttatíu menn, þar é meðat 60 lögregluþjónar, særð ust, rúmlega 200 menn voru hand teknir, strætisvagnar, lögreglu- (bifreiðir, og önnur ökutæki voru eyðilögð og margar fjölskyldur urðu að flýja heimili sín, vegna þess að kveikt hafði verið í hrör legum húsunum. Hvers vegna varð uppþotið Það komst upp, að námsmaður hafði tekið sér far með strætis- vagni án þess að borga. • Fátækrahverfi. í Kalikútta er mikill fjöldi fá- tækrahverfa. Ef gengið er um eitt þessara hverfa tekur ekki langan tíma að skilja, hvers vegna Nehru forsætisráðherra Indlands segir, að borgin sé mar tröð líkust. Ég gekk um fátækrahverfi, er kallast Garður Litohi í fylgd með embættismanni verkalýðsfélags. Leið okkar lá um þröngar dimm ar götur, svo þröngar, að við gát um varla gengið hlið við hlið. Undir fótum okkar var mold rusl, kúamykja og annar óþverri Við lituðumst um í húsagaroi um girtum litlum gluggalausum hús um með moldargólfum. Fólkið, sem þarna býr fær drykkjar- vatn úr óhreymum brunnum og fylgdarmaður minn sagði mér, að þrátt fyrir ítrekuð tilmæli væru aðeins örfáir, sem fengjust til að sjóða vatnið. Ekki eykur það á heilnæmi vatnsins, að nálægt hverjum brunni er sorpgryfja. Er það hlutverk lægstu stéttar Indlands að hreinsa þær, en sumar gryfj ur eru látnar afskiptalausar vik um og jafnvel mánuðum saman. Nokkrir unglingar koma út úr kofum, sem umgirtu húsagarð- inn þar sem við vorum staddir. Þeir horfðu forvitnislega á út- lendinginn og hrópuðu: „Lengi lifi rauði fáninn“ og „Kommún- istaflokkurinn sigri“. í húsagarðinum höfðu margir fullorðnir lagt sig undir berum himni. Nokkrir þeirra vöknuðu við hróp unglinganna og ég tók þá tali. Sumir sögðust vinna í spunaverksmiðju og fá sem svaT aði 10 dollurum — 140 ísl. kr. —• í kaup á mánuði. Þeir sögðu mér frá kólerufaraldrinum sem kom ið hafði upp í KaKkútta í sum- ar og fannst mikið mildi að að- eins 500 menn hefðu látið lífið í honum. • Mikilvæg borg. Örlög Kalkútta eru talin mikilvæg framtíð Indlands. Borg in er helzta iðnaðar- og verzlun armiðstöð landsins og um helm- ingur allra útflutnings- og inn- flutningsvara fer um höfn henn ar. Um 20 prósent af öllum fram leiðslu'vörum Indlands koma frá Kalkútta og flest viðskiptafyrir- tæki þjóðarinnar hafa þar höf- uðstöðvar. Öll hin þrjú nýju stáliðjuver stjórnarinnar, eru í nágrenni borg arinnar og auk þess kolanámur hrófla sér upp, eða á gangstétt- um, þar sem 30 þús, heilagar kýr ganga sjálfala . Þessar kýr, sem ráfa um göt- urnar eru mikið vandamál í Kal kútta. Þær eru heilög dýr. Ekki má stugga við þeim t.d. þegar þær leggjast fyrir á umferðar- götum, og alls ekki drepa þær þó að þær séu alveg gagnslausar Kýrnar láta fyrir berast á stræt unum og fólkið, sem varla hefur til hnífs og skeiðar, gefur þeim að éta. Kýrnar skapa oft öngþveiti í umferðinni, bera sjúkdóma og komið hefur fyrir að mannýg naut verði friðsömum vegfarend um að bana. Það eru ekki aðeins flóttamenn og hinir fátækustu íbúar Kal- bútta, sem eigi við þröngan kost að búa í einu herbergi. • Úr ölluin áttum. Ef staðið er á horni umferð argötu í Kalkútta má sjá Ind- verja af öllum stéttum og frá öllum landshlutiun ganga fram- hjá. Skáeygða menn frá Bengal með lendarklæði, konur með blæjur fyrir andlitinu, Sikhs- búa með vefjarhetti og alskegg, indverska konu O'g brezikan eigin mann hennar, sem láta regnhlíf skýla sér fyrir sólinni. Leiguhif reiðastjórar aka eftir götunum með ofsahraða og milljónamær- ingar í gljáandi bifreiðum af nýj ustu gerð aka til musteranna, þar sem hinum heilögu kúm er gefið f hinum glæsilegri næturklúbb um Kalkútta má sjá brezka em bættismenn, frá bví að Indland var nýlenda Breta. Og sé gengið að morgni dags niður að Hoogly ánni, sem fær vatn úr Ganges, hinu ‘heilaga fljóti, sjást þar safn ast saman ríkir ng fátækir, heil- agir menn og syndaselir sem baða sig allir í hinni kolmó- rauðu á. • Strið og hungur. Kalkútta var stofnuð árið 1690 sem brezk verzlunarmið- stöð. Borgin á sér langa sögu, óeirða, drepsótta, góðæra og hallæra. Vinnan, sem þar var hæigt að fá, varð til þess að fól'k streymdi þangað frá fátækum héruðum. Þessi mikli fólksstraum ur olli því að lífskjörin versnuðu. í síðari heimsstyrjöldinni var mikil hungursneyð í barginni og lézt að minnsta kosti ein og hálf milljón manna úr hungri. 1'947—48 geisuðu blóðugir bar- 'dagar Bramatrúarmanna og Mú- hameðstrúarmanna, og fólk var höggvið til bana á götum Kalkútta. Stríðinu lauk með þvi að Bengal var skipt milli Ind- lands og Pakistan. Við það sköp uðust ný vandamál. Til Kalkútta flúði ein og hálf milljón manna og margir þeirra voru blásnauðir. Hin nýju landamæri ollu' því ennfremur, áð 45 milljónir A,- Bengal'búa hættu að verzla í Kalkútta. Eitt þeirra vandamála, sem nú steðja að Kalkútta er, að höfnin lífæð borgarinnar, er að fyllast af leð-ju og leir. Skipin þurfa því að sigla hálftóm upp ána. Þetta varð m.a. til þess að bainda rískt olíufélag byggði hreinsun- arstöð annars staðar. Fáir munu neita því, að höfn in í Kalkútta er langt á eftir tímanum. Sum tæki, sem notuð eru við hana eru um 100 ára gömul. Auk þess gerir rígur milli verkalýðsfélaga, sem sum- um er stjórnað af kommúnistum, starfið við höfnina erfiðara. „Jafnvel indverzt skip forðast höfnina í Kalkútta“, sagði inn- flytjandi einn. Hin versnandi aðstaða við höfn ina í Kalkútta veldur því, að.Ind verjar hafa misst hluta hins mikilvæga teútflutnings í hend- ur Ceylon. — Jútaframleiðslan í Kalkútta á harðan keppinaut, Pakistanbúa, sem eiga fullkomn ari vefstóla. Þxátt fyrir þessi mörgu vanda Framh. á bls. 15. 1 Kalkútta ægir öllu saman, gömlu og nýju. Þessi mynd sýnir götu í gamla hlutanum í Kalkútta, A henni má sjá tvíhjóla farþegavagna, nýjar bif reiðir og heilagar kýr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.