Morgunblaðið - 23.11.1962, Síða 7

Morgunblaðið - 23.11.1962, Síða 7
Föstudagur 23. nóv. 1962 MOHCVNBLAÐIÐ 7 Gunnar ALDREI hefir nokfcur ríkisstjórn ' sezt að völdum á íslandi með öðru eins yfirlæti og hástemnd- um loforðum og vinstri stjórnin eáluga gerði. Ekki var það lítið, sem með tilkomu hennar og völdum átti að lagfæra og bæta þjóðfélags- ástandið. Fólk man án efa þau fögru fyrirheit, og víst mun ó- þarft að rifja þau upp, þótt aldrei verði of oft á það minnst, að betra hefði þeirri valdasamsteypu verið að lofa minnu og baga gjörðum sínum á ofurlítið sann- ari og raun'hæfari hátt en hún gerði. I>ví það muna líka flestir að við fátt eitt var staðið af því, sem lofað var, og þá allna sízt það. er mestu máli skipti fyrir landslýð allan. en það var traust og virðuleg stjórn efnahagsmála er enginn þjóð getur til lengdar lótið reka á reiðanuna. Eitt af uppáhalds-loforðum þessarar margnefndu stjórnar var það, að hún myndi útiloka, svo sem kostur væri, öll áhrif Ejálfstæðismanna á landstjómar mál, enda nyti sá flokkur einskis stuðnings meðal launþega lands ins, en með þeim og fyrir þá ótti alveg sérstaklega að stjórna Við þetta var staðið eftir því sem geta og orka þessarra herra framast leyfði, Enda hældi for- ingi Framsóknarflokksins sér alveg sérstaklega af þessu með þeim orðum, að S’álfstæðisflokkn um hefði nú verið vikið til hlið ar, — rétt áður en að hann stökk svo fyrir borð frá stjórn þjóðar- skútunnar uppgefinn og ráðþrota imeð sínum vinstri vinum. Svo alviört var skipbrot þessarar stiórnar, að landið var við það að verða gjaldþrota og skammt var í það, að atvinnuvegirnir gætu ekki fengið keyptar til land ins rekstrarvörur si.iar, oa máttu þá allir sjá hversu farið hefði u-m starfrækslu þeirra, eða Ihversu mörgum þeir hefðu þó veitt atvinnu í landinu. Það var við þessar aðstæður, sem þeir fengu að glíma, og úr þessum vanda leysa, mennirnir, er sett ir höfðu verið til hliðar í stjórn málunum og þjóðarnauðsyn tal- in að ekki væru hafðir með i ráðum. En því renni ég huganum yfir þessa löngu liðnu atburði, að ég Ihefi eigi sjaldan reynt að finna ástæðu fyrir þeirri feikna heift, er Framsóknarmenn margir Ihverjir eru og hafa verið haldnir gagnvart núverandi rikisstjórn og þingmeirihluta. Alla daga frá því er vinstri stjórnin vált frá vöidum hefir málsagn Fram- eí'knarflokksins, Timinn, verið yfir-fullur af skömmum og heift arárásum á hvert eitt einasta mál er núverandi valdhafar hafa bor ið fram. Enginn dagur er látinn liða svo. að ekki sé með hinni mestu mærð og upphrópunum látið liggja að því að rikisstjónrin vilji allt framtak þeirra efna- minni bráðfeigt. Jafnoft er hún ©g skömmuð fyrir að hafa kverka tak á sjávarútveginum, og ekki er hún allajafna sögð of vin- gjarnleg gagnvart iðnaðinum eður verzluninni, sem hún kvað nú alveg sérstaklega hafa lagt í einelti, ekki sizt kaupfélaga- verzlunina. Og efcki fer fram- tijá fóll.i. að forustu Framsóknar er ekki sérlega hrifinn af gjörð um stjómarinnar gagnvart land búnaðinum og málefnum bænda eða þá unga fólkinu, hvar í stétt sem það er; þvl er nú stjórn in reglulega slæm svo a_ um munar. En innan um allt þetta, allar þessar ásakanir um ranga stefnu gagnvart atvinnuveginum og öllu þvi, sem til uppbyggingar er rr.:ð þjóð vorri, er þess vand- lega gætt af forystu Framsókn ar og málaliði hennar a . styðja af Cllu -fli hverja einustu launa kröfu, er þessi eða hinn hags- munahópurinn hefir uppi, og Skipiir þá -. 'gu máli. hvort við komandi hópur er tekjuhár eða lágur. Aðeins ef með því er hægt að auka á ófrið í þjóðfélaginu og þá e.t.v. um 'si<5 gjöra landsstjórn inni bölvun, þá er tilgcnginum náð. Það er engu líkara en þessir menn séu daglega að leita að ó- friði og öllu, er til meiri sundr- unar mætti verða. Og þetta er ■takki svona bara í blaðakosti þeirra, 'heldur allsstaðar hvar sem staf er stung'ð niður í þeirra hópi. Á Alþingi standa fulltrúar þessa flokks með sveitt an skalla dag eftir dag að hamra á þessu sama, og ef eteki tekst með andspyrnu að eyða málum, er ríkisstjórnin ber fram. þá er reynt að kioma með yfirboð sem sýna eigi velvild og skilning þessara fulltrúa á högum og að- stöðu lándslýðsins. Enda engu lik ara en dreginn hafi verið pottur af h'ifði þessara manna frá því þeir voru í stjórn og stjórnarað stöðu. Sannast þar þingvísan kunna, er gjörð var eitt sinn um Jónas frá Hriflu, eftir að hann hafði verið kjörinn í menntamálaráð: „Meinleg gleymska m-anninn ' Ihrjáði meðan í stjórn o" á þingi sat. En uppi í menntamálaráði, mundi hann allt sem hugsazt gat“. Þingmenn Framsóknar muna nú sannarlega allt, sem hugsazt getur. að landsmenn vildu gjarn an verða aðnjótandi. Eða hvað segja -.enn um það, að öllum tollum væri sleppt af heimilis- vélum og landibúnaðarvélum en í leiðinni margfaldist þjónusta ríkisins við lándsmenn, svo sem í auknu vegafé og margefldu lóna kerfi til íbúðabygiginga í kaup- stöðum? Hver er sá, sem ekki gjarna vildi að þetta væri hægt? Og það er einmitt þetta, sem Framsóknarflölíkurinn ætlast til að við trúum að só hægt, trúum því á meðan við værum að fá honum völdin til þess að gjöra þatta ekki, því að þetta er ekki hægt samtímis; það vita og skilja allir þei.-, sem á annað borð eitt hvað viljá hugsa af alvöru, því að hvort tveggja verður aldrei gjört í senn: að minnka tekjur en auka útgjöld án þess að það kon.i fýrr eða síðar á þann sama að jafna j ann halla. En því haga þá menn sér svona, menn, sem setið harfa í riCcisstjórn árum saman og vita þess vegna ofur- vel .ivað gildir að útdeila þel.n tekj-m í þjónustu þegnanna, svo að til sem mestra nota verði? Þetta er sá stóra spurning sem mig meðal margra annarra fýs- ir að fá svar við. Enginn vegur er að ætla að svo hafi frosið fyr ir skilningarvit þessara manna, að þeir skynji ekki að þeir fara hér með áróður, sem með engu móti fær staðizt fyrir hverjum meðaligreindum nanni. Hitt er sönnu nær, að allur hamagang urinn, yfirboðin og heiftin stafi af sektarmeðvitund um það, að þeir hafi á sínum vinstri-stjóm arárum gjört rangt. Að þeir hafi gjört rangt gagnvart þjóð sinni, þegar þeir rufu að tilefnislausu samstarf það er með sæmilegum hætti hafði verið með stærstu flokkum landsins frá 1953—1956. Að þeir hafi gjört rangt, þegar þeir þar á eftir leiddu kommún- ista til valda á íslan 'j, og að þeir hafi gjört rangt, þegar þeir í þessari stjórnarsamsteypu hop- uðu frá hverju loforðinu á fæt ur öðru um betri og réttlátari stjórnarhætti Leldur en þeir höfðu sjálfir framkvæmt næstlið in níu ár. En allra helzt eymist þó þess um inönnum það. að eftir uppgj öf þeirra befir tekið við níkis- Gunnar Sigurðsson stjórn, sem hefir óneitanlega haft meiri kjari: til þess að gjöra marga góða hluti en allar aðrar landsstjórnir undanfarinna ára- tuga. Þeim eymist að f jármál rík isins, undir stjórn núverandi fjár málaráðherra, hafa komist í fast ara form, að skattheimtan er rétt látari, að sparnaði hefir víða ver ið við komið, að almannatrygg ingar eru nú fullkomnari hér en víðast annars staðar hjá nágr- annaþjóðum. og að á næstu grös um er ný og einfald-ri, máske lægri tollskrá en áður hefir gilt hér á landi. Forystu Framsókn- ar eymist og ekki síður, að mál landbúnaðarins - xfa tekið stór um framförUi.i í tíð núverandi ríkisstjórnar með forystu Ing- ólfs Jónssonar, sem allir viður kenna sem einhvern allxa dugleg asta málsvara sveitanna á Al- þingi, enda er maðurinn akki ein asta Sunnlendingur að ætt og uppruna, heldur og vaxinn úr •þeim jarðvegi, sem gleggst má hafa sannað honum, að að hopa er hið sama og að víkja. Allir .una hvernig umhorfs var í verðlags málum bænda, þegar hann tók við núverandi stöðu sinni. Bein um rangindum haíöi verið beitt af hálfu njytenda og ríkisvalds, en fyrir venk núverandi land- búnaðarráðherra féikkst sú lausn á þvi máli, að bændum varð ekki aðeins til vegsauka heldur og til mi' f já. ..agslegs stuðnings um langa framitíð, eða svo lengi sem úverar li löggjöf helz. um söluvörur landbúnaðarins. Eða hver vill nú tapa ábyrgð ríkis- sjóðs á útfluttum landibúnaðar- vörum, eða hver vill breyta því ákvæði, að endurskoða skuli verð lagi. rundvelli.- fjórum sinnum á ári .Qg tekur hann þá breyting um ef caupgjaldsbreytingar eða kc rtnaðar hafa orðið? Voru af- Skriftir núverandi landibunaðar ráðherra sunnlenzkum bændum til óheilla af lánamálum Mjólkur toús Flóamanna, er hann lagði sitt lið til að semja l, skuldir þeirrar st-fnunar um áramótin 1959-60 við lánastofnanir, en fyr irtækið hafði þá enga vissu um hversu fara myndi til frambúð ar um þau mál. Er það ómerki- lltegur þáttur þessa manns að vexti og viðgangi landbúnaðar- inr, að hafa gerzt hvatamaður að lögfestu þeirrar lánastarf- semi, er nú getur hafizt til stétt arinnar gegnum Stofnlánadeild landbúnaðarins, sem mun án efa verða þeim er aftur úr hafa dregizt til fram-fara og farsæld ar.? Eg nefni hér aðeins þetta en miklu fleira væri hægt að nefna ef það yrði ekki of langt mál, sem sýndi að bændastéttin hefir ekki um langa hríð átt eins traust an málsvara að yfirmanni sem nú. Landsmenn allir hafa heldur ei'' átt svo samhenta.. djarfa og réttláta ríkisstjórn sem nú, enda kemur sú heiítarlega, ósann- gjarna og óviturlega andstaða Fraimsóknar gegn henni, fyrst og fremst af því, að hún gjörir sér ljóst að þessi skoðun er ekki aðeins sönn og rétt, heldur ^g útbreidd meðal landsmanna allra Liðsoddar Framsóknar vita of urvel, að einu ríki verður ekki stjórnað til langframa með þeim hsetti að sífellt sé meLa krafizt af atvinnuvegum þess en að þeir geta greitt, og þeir verða þá þeg ar þar um þrýbur að fá það upp borið með þvi að selja það með hærra verði sem að þeir láta af hendi. En það er þetta sem allt af er aZ endurtaka sig meðal oklkair þjóðar. Launþegar á öll um stigum launa, eru sífellt að krefjast fleiri króna heldur en þeir geta greitt sem atvinnuna veita, og það er þess vegna sem að si:_L. eftir hverja launahækk un verður að hækka vörur og þjónustu. En ef að þess væri gætt að fara aldrei frekar en það í launahækkunum, að vissa væri fyrir þvi að verðlagshækik- anir yrðu ekki, þ* væri tryggt au lífskjörinn bötnuðu með hæg um en öruggum skrefum. Þetta veL stjórnmiálamaðurinn, hag- fræðingurinn og lika Helgi á Hrafnkellstöðum, sem nýlega hef ir látið Tímann haf eftir sér við tal, sem um margt. þó ekki væri nema fyrir örfgarnar og vitleys urnar, var hið skemm/tilegasta aflestrar. Landsmenn allir þekkja Helga á Hrafnkellstöðum, enda er hann þekktur fyrir margt og er óþarft fyrir m: a að bæta nokk urri kynningu við. En það hygg ég___> fæstir hefóu ætlað honum að verða þátttafcandi í þeim trölladansi er forusta Framsókn ar býður nú hverjum upp á ti'l þess að vinna á núverandi ríkis stjórn. Allra sízt hefðu menn trú að því að hann vildi í alvöru bera saman kjör frumbýlinga nú á dögum og þegar hann var á frumbýlingsárum, eða meinar hann virkilega að aðstaða þeirra sé svipuð þá og nú. Voru hiíbýli manna virkilega svo góð þá sem nú? Voru samgöngur þá svo létt ar sem nú? Var aðstaða unga fóL—.is, til félagslífs undir sam eiginlegu þaki - góð sem hún er ærið víða nú? Var léttbærara að standa undir sikuldum vegna heimilissbofnunar enda þótt í færri krónum V' ri en nú? Var léttara fyrir fæti hjá barnmörg um fjölskyldum þá en nú? Var auðveldara þá en nú með heilsu gæslu heimilisfólksins? Eg drep hér aðeins á nokkrar spurningar enda þótt að ég viti að ég hefi engan rétt til að spyrja Helga á Hrafnkellstöðum og ætlast til að hann svari, en spyr sá sem ekki veit. Hér stoðar ekkert fimibul farnb í heiftarhug um viðreisn og vondan fjármálaráðherra. hér er á fe.ðinni í viðtali maður, sem allir þekkja að öllu ágætu, efcki bara í sauðfjárrækit og þekk ingu á íslendingasögum, heldur í mannlegu lífi eins og það birt izt dag frá degi. Helgi á Hrafnkelsstöðum labb ar nú á ritstjórnarskrifstofur Timans, að því er virðist til að svala reiði sinni á þeirri rikis- stjórn, er við þarð að taka at hans flokksbræðrum og súpa seyð ið af þtirra vangjörðum. Og þá lætur maðurinn eins og að t.d. bændur hafa alla tíð baðað í rósum þar til nú hafi verið sköp um skipt. Hann hefði í leiðinni átt _3 ne.na þann tíma. þegar bændur voru beti’ r lettir með lausa fjármuni, heldur en laun. þegar kaupstaðanna.Ef að nokk urtíma hefðj eygt undir þann mögr.leika að þetta gæt: orðið, þá er einmitt von til þess núna, svo fremi að lvðskrumarar, ó- vandaðir, hafi ekki enn einu sinni að koma efnahagsmálum þjóðarinnar úr jafnvægi. Eg ætla ekki að gjöra grein Helga á Hrafnkellstöðum frekari skil að þessu sinni. en það vildi ég þó segja og má það verða til að sanna mitt mál, að Helgi hefir talað af heift en ekfc' raunsæi, að stundum á liðnum árum hefir ýmsu verið bugað að bændum miður þægilegu fyrir pyngju hafa þessir málugu menn um kröpp kjör bænda alveg stein- þagað. Þá var hvorki talað um móðuharðindi af mannavöldum, né bágust kjör, sem að þeir hafa nokkru sinni búið við, eins og Ágúst á Brúnastöðum talaði um í blaðagrein á liðnu sumri. Alveg er sama hvar borið er niður í hóp liðsodda Framsókn- ar, allstaðar og alltaf ætla þeir öðrum að gjöra betur og réttar. en þeir sjálfir hafa treyst sér eða talið þénanlegt að gjöra. Að fullorSnir menn og sSemilega greindir skuli haga sér svo, er sannarlega ebkert gamanmál ekki sízt þegar það er athugað, að eitbhvað vantar okkur íslend inga frekar í stjórnmálabaráttu oklkar heldur en þviliikt hatur, heift og öfugsnúning sem nú- verandi stjórnarandstaða virðist vera allra ríkust af. „Ofckur vant að meiri heiðarleik í stjómmúla haráttu okfcar, frjálslyndi og myndugleik‘,) sagði Páll Kolka lækinir á fjölmennum fundi fyrir nokkrum árum. Og það eru virki lega orð að sönnu. Víst getum við deilt um margit og reynt að afla skoðunum okkar fylgi með al fjöldans. en það þarf að til- einka sér eihhverjar leikreglur Lubbammskan, rógurinn og öfug mælin, ásamt eilífum hárbogun- um á opin'berum og sönnum stað reyndum, þarf að hverfa. í stað þess þarf að koma jákvæð bar átta með eða móti, viðurkenning á hverju því er til góðs má vera og framdráttar fyrir okkar litlu þjóð og allra helzt þarf að út- rýma því, að það sé löstur að meta þau verk, er andstæðing- ar koma frarn í hverju sem það birtist. Lesandi góður: Óðum nálgast sá tími sú stund að við íslending ar veljum að nýju fulltrúa á lög gjafarsamkomu okkar. Alþingi. Ef til vill hefir aldrei verið eins áríðandi sem nú, að hver og einn kjósandi athugi vei með sínu viti gang þjóðmálanna ,vegna þess að nú virðist að línur séu skýrari en áður í höfuðdráttum hins pólitíska leiks. Á að framlengja núverandi stjórnarsamstarf með svipaðri fj,ármálaste2nu og fylgt hefir verið undanfarið kjörtímabil, eða á að leiða til stjórnarforustu þá floklka, er haldið bafa uppi á sama tíima þeirri neikvæðu, öfga fullu og ófrjóu stjórnarandstöðu er ég hefi hér að framan með lítilli svipmynd brugðið upp. Um þetta er að velja og ökk- ert annað. Við flokksfélaga mína vil ég segja það, að við þurfum ekki að skoða lengi hug okkar, og við eigum heldur ekki að leifa neitt af starfi okkar til þess að gjöra ofckar til tryggingar því að haldið verði áfram að stjórna landi oktear með það í huga, að það sé og verði fjárhagslega sjálfstætt ríki. Að unnið sé áfram að því ao hér ríki rúmgott og réttlátt þjóðfélag með frelsi hvers einstaklings til orða og athafna, fyrir augum. En sam- fara því sé eigi sjónar af því missi, aó ætíð Skuli löglega kjör in ríkisstjóm vera húsbóndi á þjóðarheimilinu, og þó hennar Frh. á hls. 12

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.