Morgunblaðið - 23.11.1962, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.11.1962, Blaðsíða 8
MORGVNBLAÐ1Ð Fðstudagur 23. nov. 1962 Allir komnir með FYRIR skemmstu voru allir umboðsmenn Flugrfélags ís- lands erlendis staddir hér í Reykjavík vegna árlegs fund- ar með forráðamönnum félags íiks. Mbi. notaði tækifærið og hafði tal af umboðsmönnun- um og birtast viðtöl þau hér á siðunni. > Nú eru allir komnir með þotur Þeim fjölgar óðum, íslending- nnum sem gista Glasgow. Og flestir landarnir sem fara um Glasgow, eru á leið eitthvað lengra, eða þeir eru að koma að suntnan, á heimleið, segir Einar Helgason, umboðsmaður Flug- félagsins þar í borg. Það þarf ekki að kynna Einar né hans starfslið fyrir þeim, sem eitt sinn hafa verið í borginni. Þangað fer vart íslendingur án þess að reka höfuðið inn í skrif- Birgir Þorgilsson stofu Einars við St. Enodh Square — og að öllum öðrum ólöstuðum er hægt að fullyrða, að á fáum stöðum eiga íslenzk fyrirtæki betri fulltrúa erlendis en einmitt þar. Auk þess sem Einar reynir jafnan að greiða fyrir íslenzkum ferðamönnum og leysa hvers manns vanda, þá er verkefni Ihans fyrst Og fremst að afla Flug- félaginu farþega í Skotlandi, reka auglýsinga- og u-pplýsinga- starfsemi fyrir ísland — og jafn- framt að benda Skotum á það hve miklu hagkvæmara _ sé að ferðast með Flugfélagi íslands milli Glasgow og Kaupmanna- hafnar en öðrum flugfélögum. Flugfélagið er sem sagt í sam- keppni á þessari leið, bæði við Bea og SAS. • Að auglýsa þotuferðir — Fariþegum á leiðinni Glas- gow — Kaupmannahöfn hefur fjölgað á þessu ári. Við gerum ráð fyrir að flytja á fimmta þúsund manns þar í milli Og ég hef ekki trú á að fanþegatalan vaxi stórum á næsta ári nema við gsetum boðið upp á þotur. Nú eru allir komnir með þotur. — SAS flýgur á milli Hafn- ar og Prestwiok, en þangað er klukkustundar ferð frá Glasgow. SAS hefur DC-8 þotur á þess- ari leið, það er sem sé komið við í Skotlandi á leið til og frá New York. — BEA hefur engar beinar ferðir milli Glasgow og Hafnar, en fyrir sama verð geta far- þegar frá Skotlandi flogið suður til London. með BEA og farið þar í Comet-þotu frá BEA eða Caravelle frá SAS og þaðan til Hafnar. Og nú hefur það tölu- vert að segja að geta auglýst þotuferðir, jú — í rauninni meira en töluvert. — Nú, og þetta gengur svona hægt og sígandi hjá okkur að fá ferðamenn til að koma til ís- Einar Helgason ^ lands. Við leggjum aðaláherzl- una á góð sambönd við ferða- skrifstofurnar, sem selja farseðl- ana, en markaðurinn í Skotlandi er miklu þrengri en í Englandi, fyrst og fremst vegna þess að Skotar eru ekki jafn efnaðir. — Hingað til höfum við aðeins haft skozkan sölumann til að fara á milli ferðaskrifstofanna og halda sambandinu við þær. En nú höfum við líka sett ís- lending í þetta starf og væntum góðs árangurs af. Það er ekki jafn auðvelt fyrir útlending og það er fyrir íslending að sann- færa menn um að hingað sé ekki einungis óhætt að koma, heldur geti það líka verið Skemmitilegt. Ég er þeirrar skoð unar, að ísland verði ekki veru- legt ferðamannaland fyrr en fólk samþykkir það almennt, að til íslands sé hægt að fara eins og til hvers annars lands. • Út úr Glasgow — Við í Glasgow önnumst líka upplýsingastarfsemi Flugfélags- ins í írlandi og Beneluxlöndun- um og erum rétt að byrja að einbeita okknr að þeim mörkuð- __ Vildurðu að lokum gefa Is- lenzkum ferðamönnum einhverja vinsamlega ábendingu? — Eins og ég sagði áður, þá er megnið af þeim löndum, sem til Glasgow koma, á leið eitt- hvað lengra. Glasgow er sem sagt ekki endastöðin. Flestir sjá því lítið af Skotlandi annað en þessa borg, sem oft og tíðum er ekki upplífgandi. En Skotland er fal- legt, það þarf ekki að fara langt út fyrir borgina til að sjá það. Fleiri og fleiri nota tækifærið og fara í smáferð inn í skozku hálöndin. Og það er reglulega skemmtilegt. Fólk ætti ekki að dæma Skotland eftir Glasgow. Og svo sakar ekki að minna fólk á að panta hótelherbergi í tíma. Það auðveldar okkur alla fyrir- greiðslu. Dragast Grænlandsflutningar sfórum saman ? Birgpr Þorgilsson hefur lengi verið í þjónustu Flugfélags Is- lands, lengst af erlendis, bæði í Kaupmannahöfn og Hamborg. Nú hefur hann veitt skrifstofu Flugfélagsins í Kaupmannahöfn forstöðu óslitið síðan 1958 — og þar kann hann vel við sig. — Flutningar hafa verið miklir, farið stöðugt vaxandi milli Hafnar og Reykjavíkur síðustu árin. Fyrst og fremst eru það Grænlandsflutningarnir, sem þessu valda. Nú er hins vegar óvíst hvernig framhaldið verður, því starfsemin í Meistaravík hef- ur að mestu verið lögð niður, í bili a.m.k. — Fjöldi fslendinga kemur jafnt og þétt til Kaupmannahafn- ar. Það eru sterk bönd sem tengja íslendinga við Kaupmannahöfn, þangað þykir íslendingum alltaf gaman að koma. Mörgum finnst í rauninni utanlandsferðin ekki fullkomnuð nema að þeir hafi heimsótt Kaupmannahöfn. • Grænland ekki lengur leyndardómsfullt — Mér finnst samt, að íslend- ingar, sem þangað koma noti ekki tækifærið sem skyldi. Þeir ættu að gera meira að því að fara út á landið, út úr borginni — og skoða Danmörku. Til Borgund- arhólms er líka mjög skemmti- legt að koma, þangað fara fáir íslendingar. — Við reynum að hafa okkur í frammi á ferðamannamarkaðn- um, svo nefnda, eins og kostur er — eftir því sem fjármagn og vinnukraftur leyfir. En Danir koma ekki til íslands til að njóta sumars og sólar frekar en aðrir útlendingar — og enn sem kom- ið er vill langsamlegur meiri- hluti ferðamanna komast í sól- skinið í sumarfríinu. Mallorka er enn efst á blaði og verður það sjálfsagt enn um skeið. — En þeir sem hafa áhuga á að komast frá ys og þys stór- borgarinnar, komast út í stór- brotna náttúru, komast út í kyrrðina — þeir gefa íslandi gaum. Við auglýsum Grænlands- ferðirnar í Danmörku, en þær laða ekki Danina jafnmikið og ætla mætti. Danir lesa svo mik- ið um Grænland, sjá það mikið af myndum frá Grænlandi, að það er ekki lengur land leynd- ardóma — eins og áður fyrr. Hins vegar, ef þeir fara til ís- lands, þá þykir mörgum gott að nota tækifærið og skreppa til Grænlands, þó ekki nema til þess að hafa séð það. • Þurfum fleiri ferða- málafélög — Það er með Danina eins og aðra norðurbúa, þar á meðal ís- lendinga, að hugurinn leitar suð- ur á bóginn. — Danir hafa miklar tekjur af ferðamönnum sem kunnugt er. Þeir leggja sig líka í fram- króka — og það er langt í frá, að þessi tekjustofn hafi vaxið upp af sjálfu sér. Eitt gætum við t.d. lært af dönskum — og það er hversu vel .þessi starf- semi er skipulögð og hversu víðtæk bún er. Það er t.d. vart til það smáþorp, að ekki sé þar starfandi ferðamálafélag, sem annast alls kyns fyrirgreiðslu og skipulag. — Hér þyrfti að stofna ferða- miálaféllög í öLlum helztu bæjun um og t.d. væri skemmtileg til- breyting, ef haldin væri í hverj- um bæ hiátíð einu sinni á ári, sem ekki væri eingöngu miðuð við bæjarbúa sjálfa, heldur við aðkomumenn, bæði innlenda og erlenda. Þar mætti þá hafa glímusýningar, þjóðdansasýning- ar og annað slíkt. Þetta þyrfti ekki beinlínis að gera fyrir er- lenda ferðamenn, ég á ekki við það. En þeir erlendu gætu notið góðs af og yki það jafnframt á fjölbreyttnina hér á landi. Vest- mannaeyingar halda hátíð árlega. Því gætu Ahureyringar, Hafn- firðingar og ísfirðingar ekki gert hið sama. Þetta væri líka hægt á smærri stöðum, t.d. Sel- fossi — o.s.frv. Það er hægt að finna upp á ýmsu skemmtilegu sem ekki kostar allt of mikið fé. Veitum sömu Jbj • Veitum áfram sömu þjónustu Samkvæmt vetraráætlun Flug- félagsins verða vikulegar ferð- ir til Hamborgar felldar niður. Ástæðan er m.a. sú, að mjög góðar samgöngur eru milli Kaupmannahafnar og Hamborg- ar, flugferðir á klukkustundar fresti eða því sem næst —. og þar af leiðandi þýðingarlítið að halda uppi einni ferð í viku milU þessara staða, einkum vetrar- mánuðina, þegar allir flutning- ar dragast saman. — En Plugfélag íslands mun framvegis sem hingað til veita íslendinigum í Þýzkalandi þá fyrirgreiðslu, sem félagið getur veitt, sagði Skarphéðinn Árna- son, umboðsmaður félagsins í Hamborg. Starfsemi okkar í Hamborg verður áfram mieð sama hætti enda þótt ferðirnar þangað verði lagðar niður í bili. • Skoðið múrinn — Örlítið hefur dregið úr ferðalögum Íslendinga ti'l Ham- bongar, sagði Skarphéðinn, en það eru margir, sem fara þar um á leið lengra suður á bóginn, mikið af kaupsýslufóliki sem í vaxandi mæli sækir kaupstefn ur og vörusýningar á meginland inu. — Undanfarna mánuði hafa t.d. mangir Xslendingar farið til Berlínar. Þar er miðstöð klæða- iðnaðar í V.-Þýzkalandi og kaup sýsiumienn leggja því gjarnan leið sína þangað. Auk þess er Berlín ein sérstæðasta borg í beiroi — og þeir, sem fara á annað borð til í>ýzkalands ættu ekki að láta sig muna um að skreppa tii Berlínar. Þangað er t.d. ódýrt að fljúga fré Ham- borg. V.-Berlín er orðin mjög nýtízkuleg og aðlaðandi borg, erlendir ferðamenn geta komizt yfir í A.-Berlín — og Berlínar- miúrinn er ógleymanlegur ölluin þeim, sem séð hafa. Hvergi í heiminuim fá menn skýrari mynd af kalda stríðinu og andrúms- loftið við múrinn er vissulega ógnþrungið. Sjón er sögu ríkari — Annars annast Flugfélagið margs kyns kynningarstarfsemi ti-1 þess að laða ferðaroenn tii íslands. Þjóðverjar eru almennt fróðir um Island, ef miiðað er við aðrar meginlandsþjóðir — og ti'ltöl'ulega flestir ferðamenn- irnir, sem til íslands toama frá Þýzkalandi, koma frá suðurhér- uðum landsins. Og það athyglis verða er, að eftir að Þjóðverji hefur einu sinni farið til Í'S- lands þá viH hann fara aftur. Ég hef hitt marga, sem hafa ver- ið að fara í aðra eða þriðju ís- landsferðina. • Ferðamenn viðkvæmlr — Þetta síhækikandi verðlag hér á landi stofnar hinis vegar þessum saroböndum okkar við útlönd stöðugt í hættu. Og enn hættulegra er það, ef einstaka menn reyna að hagnast á er- lendu ferðafóliki með því að selja því vörur eða aðra þjón- ustu við hærra verði en almennt gerist hér heima. Slík gróðasjón armið fárra manna geta eyðd- lagt ótrúlega mikið — og ef á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.