Morgunblaðið - 23.11.1962, Side 10

Morgunblaðið - 23.11.1962, Side 10
10 MORCVNBL 4ÐJÐ Fðstudagur 23. nóv. 1962 ufrávíkjanleg í landinu er járniönaöarins innflutningur Ég tel mig hér tala fyrir munn flestra starfsbræðra minna, víðs- vegar um landið, sem hafa nú á mörgum undanförnum árum not- ið minnar og minna manna fyrir- greiðslu og samstarfs um öflun þess efnis, sem þeir hafa þurft að nota á hverjum tíma. Vona, að skýringar þessar upp lýsi hvað er rétt og hvað er rangt í þessu máli. V irðingarf yllst, S I N D R I H. F. E. Ásmundsson. Leyfisíarganið vinnur gegn hagsmunum járniðnaðarins i landinu Einar Asmundsson í Sindra ritar um erfiðleika járniðnaðarins vegna efnisskorts, sem stendur í vegi fyrir eðlilegri tœkniþróun í landinu Mörg undanfarin ár hefur járn iðnaðurinn hér á landi þúið við mikinn efnisskort, sem hefur háð honum svo mikið, að hann er, tæknilega séð, mörgum árum á eftir járniðnaðinum í nágranna- löndum okkar. Það stafar aðal- lega af eftirfarandi: Um 200 tegundir (stærðir) af smíðajárni og stáli, af um 300, sem nota þarf, eru ekki til í landinu þegar á þeim þarf að halda. Vegna þess verður oft ó- hæfileg töf á ýmsum framkvæmd um. Margt, sem er smíðað, verð ur dýrara vegna efnisskorts. Mik ið af smíðajárni og stáli er keypt inn í smáum stíl frá erlendum birgðastöðvum og þá á háu verði. Við, sem höfum fengizt við þessi mál, bjuggumst við, að þetta myndi breytast þegar mikið af innflutningi var gefið frjálst, en það hefur ekki reynzt svo með smíðajárnið. Þetta eitt mesta út- flutnings- og innflutningsár, sem sögur fara af hérlendis, hefur verið eitt erfiðasta árið hvað snertir efnisvöntun fyrir járniðn aðinn. Til að nefna dæmi: Vatns leiðslupípur, svartar og galvani seraðar, allar venjulegar stærðir, hafa ekki fengizt mánuðum sam an. Flatt stangajárn, í tugum stærða, hefur vantað mánuðum saman. Algengustu tegundir af vinkiljárni hafa ekki fengizt mán uðum saman. Sama er að segja um stálbjálka, I- og U-formaða, sem hafa ekki fengizt nema að takmörkuðu leyti mánuðum sam- an, á sama tíma og þeir hafa verið fluttir inn sundurskornir og gataðir sem tilbúin stálgrinda- hús o.fl. Ef siglingar tefðust til landsins í nokkrar vikur, stæðum við jámiðnaðarmenn járnlausir og þá verklausir. En hætt er við, að það yrði einhverjir fleiri verk lausir, og þá sæist, hvaða þátt járniðnaðurinn, þetta olnboga- barn stjórnarvaldanna, ætti í allri framleiðslu og uppbyggingu þjóð arinnar. Sem eina fyrirtækið í landinu er leitazt hefur við að sérgreina sig sem birgðastöð fyrir járniðn- aðinn, höfum við frá einstaka við skiptamönnum okkar fengið á- mæli um að þessi efnisvöntun vær okkar sök. Til að hrinda því ámæli, og sýna að við höfum leitazt við að gera það, sem í okkar valdi stend ur, til að fá þessu ástandi breytt, vil ég geta hér nokkurra bréfa til innflutningsyfirvaldanna og iðnaðarmálaráðuneytisins, skrif- uð á fyrra hluta þessa árs. 8. febrúar, 1S62. Til Gjaldeyris- og Innflutnings nefndar bankanna, Reykjavík. í framhaldi af samtali við skrif stofustjóra, Ingólf Þorsteinsson, þ. 18/1 ’62, og fleiri nefndarmenn í önnur skipti, þar sem talað var um fyrirkomulag á úthlutun gjaldeyrisleyfa á frjálsum gjald eyri (glóbalkvóta) fyrir smíða- járni. Skrifstofustjórinn taldi, að þeir hefðu fengið fyrirmæli frá viðskiptamálaráðuneytinu um eft irfarandi: „Leitast skal við að taka fullt tillit tii þarfa iðnaðarins“. Þessum fyrirmælum hefur nefndinni ekki tekizt að fara eft- ir, hvað járniðnaðinn snertir, heldur mætti segja, að leitazt hafi verið við að koma í veg fyrir að járniðnaðurinn ætti aðgang að nauðsynlegum birgðum af smíða- járni og stáli í landinu, og stuðl að hafi verið að dýrari, ófullnægj andi og einhæfari innkaupum, leitazt hafi verið við að koma í veg fyrir að hægt væri að kaupa járn frá vöruskiptalöndum, leit- azt hafi verið við að hnekkja starfsemi þeirrar einu járnbirgða stöðvar, serri tilraun hefur gert til að koma upp járnlager hér á landi, sem reynt hefur að taka fullt tillit til þarfa alls járniðn- aðar í landinu. Þetta eru þær alvarlegu afleið ingar af þeim „starfsreglum", sem nefndin virðist hafa sett sér, en þær eru, að takmarka eða binda leyfisveitinguna ekki við kaup frá vöruskiptalöndunum. Þetta torveldar, og ef til vill úti lokar kaup frá vöruskiptalöndum, og skapar þar að auki óþolandi misrétti. Það eru gefin út leyfi, sennilega til flestra sem sækja um þau, án þess að nefndin geti haft nokkuð til að styðjast við um þarfir hinna einstöku umsækj enda. í flestum tilfellum er leyfisupp hæðin svo lítil, að það er einung is fyrir litlum hluta þarfanna. Við skulum taka dæmi af miðl ungsstórri vélsmiðju úti á landi, það er vélsmiðjan Þór á ísafirði. Við skulum áætla, að hún fái 100.000.00 króna leyfi við fyrstu úthlutun. Hún fær leyfið í hend ur í síðustu viku janúar. For- stjóri hennar snýr sér til um- boðssala hér í bænum, og biður hann að kaupa járn fyrir sig frá verksmiðju. Fyrir þessa upphæð fær vélsmiðjan tuttugu tonn af járni, en þar sem verksmiðjan af greiðir ekki minna magn en 5 tonn af stærð, þá fær vélsmiðjan 4 stærðir, en þessi smiðja hefur tekið út hjá okkur á sl. ári ca. 150 stærðir. Þessi 20 tonn, 4 stærðir, má áætla, að verksmiðjan afgreiddi í aprílmánuði. Þá yrði þessi 1/3 hluti ársbirgðanna kominn til smiðjunnar í maí, en „vegna þarfa iðnaðarins“ þá bannar nefndin að gjöra nokkrar pantan ir fyrr en leyfi er fyrir hendi, að viðlagðri refsingu. En þá vantar smiðjuna 146 stærðir, en með því, að hér er um að ræða 1/3 af ársnotkuninni, þá „reduserar" hún þörfinni niður í 100 stærðir, svo það eru þá aðeins 96 stærðir, sem hún þarf að kaupa til viðbót ar. Hvað á nú að taka til bragðs? „Vegna þarfa iðnaðarins“ hefur innlendur lager, sem hefur leyfi til 9% álagningar, verið talinn óæskilegur. Svo smiðjan á ekki annars kost en að afturkalla „stór kaupin" frá verksmiðju, og snúa sér í að kaupa 100 tegundir af járni frá erlendum lager, sem leggur 20% á járnið, en þá fær smiðjan sennilega flestar tegund ir innan mánaðar, ca. 200/250 kg. af stærð. Við skulum áætla, að 50 stærðanna nægi þetta magn, en hinum 50 stærðunum mun magn ið ekki á neinn hátt nægja. Þar sem „leitast skal við að taka fullt tilíit til þarfa iðnaðar- ins“ þá verður forstjóri smiðj- unnar að taka sér ferð á hendur til Reykjavíkur, og ganga þar fyrir alla nefndarmenn, og að fengnu leyfi, þá að hafa sam- b„nd við umboðssala í Reykja- vík, sem hefur samband við um- boðssala í K^upmannahöfn. Hann hefur samband við lager, þar og gerir kaupin, með 20% álagningu, auk ómakslauna fyrir sifa og ís- lenzka umboðssalann. Þetta munu menn kalla, að þeir kaupi beint, vegna þarfa iðnaðarins. Ég full yrði, að hér er verið að fremja stór afglöp og misrétti gegn járn iðnaðinum. Það skeði fyrir nokkru hér hjá okkur í Sindra, að við réð- um afgreiðslumann. Hans verk var að afgreiða (úthluta) járn til viðskiptamanna okkar. Maður inn taldi sig hvorki þurfa að nota mál né vog við afgreiðsluna. Hann taldi sig geta séð hvað platan eða stöngin vigtaði, og skrifaði svo sína úthlutunarseðla Einar Ásmundsson eftir ágizkun. Við töldum, að' þessi vinnubrögð hentuðu hvorki viðskiptamönnunum né okkur, og urðum að láta manninn taka annað starf. Okkur leikur grun- ur á, að eitthvað sé skylt m«ð úthlutunarreglum nefndarinnar og þeim aðferðum, sem afgreiðslu maðurinn vildi hafa. Sú eina leið, sem til er í þess- um málum, meðan járnið er ekki frjálst, er að miða frjálsan inn- flutning að verulegu leyti við inn kaup frá vöruskiptalöndum. Ann að er algjört óréttlæti, og vinn- ur á móti kaupum frá vöruskipta íöndunum, sem verður svo til þess áð iðnaðurinn stendur uppi með alveg ófullnægjandi efnisbirgðir í landinu, og verður að leita til erlendra lagerfyrirtækja eftir hendinni um kaup á dýru járni, ef þeir þá fá leyfi til þess. Mér hefur verið borið á brýn, af hendi nefndarmanna, að ég á- sakaði nefndina um hlutdrægni í garð fyrirtækis míns. Ég ásaka úthlutunarnefndina fyrir að vinna gegn hagsmunum járniðn- aðarins í landinu, en það vill nú svo til, að í þessu máli fara sam- an hagsmunir járniðnaðarins og innlendrar birgðarstöðvar, hvort sem það væri ein eða fleiri. Staðreyndin er sú, að Sindri hefur komið hér upp birgðastöð, með kaupum á jár^i frá vöru- skiptalöndunum. Þeim úthlutun arreglum, sem settar hafa verið um frjálsan innflutning á járni, er óumdeilanlega stefnt gegn þeirri þjóðhagslegu starfsemi, sem við höfum þar hafið. Ófrávíkjanleg krafa járniðnað- arins í landinu, er frjáls innflutn ingur. Þá fyrst getur hann gegnt því mikilvæga hlutverki sem haiin gegnir í öllum tækniþróuð um löndum. Vonum, að þér takið þessar at- hugasemdir, sem ekki eru skrifað ar í neinu ádeiluskyni en stuðzt við staðreyndir, til vinsamlegrar yfirvegunar. - Virðingarfyllst, S I N D R I H. F. C. Ásmundsson. 22. febrúar, 1962. Iðnaðarmálaráðuneytið, Reykjavík. Samkvæmt ósk Gunnars Vagns sonar fulltrúa, þá sendum við hér með skýrslu yfir kaup okkar á smíðajárni og stáli frá vöruskipta löndum, og svo aftur á móti frá frjálsgjaldeyrislöndum. Skýrslan nær til kaupanna á sl. ári, 1961. Eftir því sem við vitum bezt, þá hefur sáralítið járn verið keypt frá vöruskiptalöndum ut- an þeirra 1300 tonna, sem við höfum keypt þaðan á árinu, en þessi kaup kosta nær sjö milljón- ir króna. Við skulum nú samt áætla, að smíðajárnskaupin frá vöruskiptalöndunum hafi verið 10 milljónir. Þá er þetta um 0,1/3% af heildarinnflutningi, og 20% af öllum smíðajárnsinnflutn ingnum. Ef það reynist rétt vera, að kaupin á smíðajárni séu ekki meiri en þetta frá vöruskiptalönd unum, þá er algjörlega fallin for sendan fyrir því fargani að hafa smíðajárnið á leyfum. Sá, sem þetta ritar, er fullviss um, að frjáls innflutningur á smíðajárni mundi beinlinis endurgreiða helm inginn af þessari upphæð, eða 5 milljónir króna, í hagstæðari kaupum, fyrir utan þann mikla beina hagnað, sem járniðnaður- inn, og allir sem þurfa á hans þjónustu að halda, hefði af frjáls um innflutningi. Ég tel engin líkindi til þess, að við, sem höfum keypt nokkuð af okkar þörfum frá vöruskiptalönd unum, mundum hætta því. En þá er ég viss um, að þau mundu bjóða þau kjör, sem við getum fengið á frjálsa markaðinum. En okkar höfuð-andstæðingar á kaupum frá vöruskiptalöndum eru leyfislöndin, þar sem þeir hafa vitað að við yrðum að kaupa, hvað svo sem verði og öðrum kjörum liði. Ég mundi þora að skuldbinda fyrirtæki mitt til einhverra á- kveðinna kaupa á smiðajárni frá vöruskiptalöndunum, gegn því, að innflutningur yrði gefinn frjáls, en hér tala ég af tölu- verðri reynslu um viðskipti við þessi lönd á einni þýðingar- mestu og erfiðustu vörutegund, I sem hefur fengizt frá þessum löndum. Leyfiskerfið á smíðajárnsinn- flutningnum vinnur að eftirfar- andi: Fjölgar innflytjendum. Fækkar stærðunum sem inn eru fluttar. Innkaupin verða dýrari. Magnið sem inn er flutt verður meira, en einhæfara./Við áætlum, að 300 smíðajárns- og stáltegund ir þurfi að flytja inn. Allir leyfis hafar flytja inn 20—30 stærðir, sem mest er notað af, og af þeim verða til margfaldar birgðir í landinu, en meginhlutinn af hin um stærðunum verður ekki til í landinu, og það verður að kaupa þær eftir hendinni frá erlendum birgðastöðvum, sem tekur óvið- unandi langan tíma, og gerir inn- kaupin dýrari. Frjáls innflutningur gerir inn kaupin á öllum sviðum hagkvæm ari, og aðlaðar sig þörfunum. Ger ir birgðirnar í landinu fjölbreytt ari, en um leið minnkar sá gjald eyrir, sem þarf til innkaupanna, og jafnvel minnkar magnið sem flytja þarf inn. Það þarf ekki að útiloka kaup frá vöruskiptalönd unum. Þar hafa bankarnir aðra möguleika, sem eru áreiðanlega affararsælli. Með þessum línum tel ég mig hafa leitt rök að því, að leyfis- farganið vinnur á móti hagsmun um járniðnaðarins í landinu, og þá um leið á móti þjóðarhag. Frjáls innflutningur vinnur að hagsmunum járniðnaðarins, og þá um leið að hagsmunum þjóð arbúsins. 8. marz, 1962. Til gjaldeyrisdeildar bankanna, Laugavegi 77, Reykjavík. Nú næstu daga skipum við út í skip hér í Reykjavík 700—800 tonnum af brotajárni og málm- um, sem við seljum til V-Þýzka- lands. Verðmætið mun verða eitt hvað á aðra milljón íslenzkra króna, bankaábyrgð stofnuð við Landsbanka íslands. Hér með förum við þess á leit, og leggjum mikla áherzlu á, að við fáum úthlutað gjaldeyris- og innflutningsleyfi fyrir smíðajárni sem svari til þessa útflutnings okkar. Leyfi þetta væri úthlutað vegna umsókna frá 36 vélsmiðj- um úti á landi, eða flestum vél- smiðjum staðsettum utan Reykja víkur. En þessar smiðjur hafa fal ið okkur umboð til að framfylgja gjaldeyrisumsókn þeirra, og mót taka leyfið fyrir þeirra hönd. Þessir aðilar hafa sótt um leyfi að upphæð kr. 3.550.000,00, vegna fyrsta ársþriðjungs, en verið út- hlutað aðeins kr. 500.000,00, eða undir 15% af umbeðinni upphæð, eða ca. 14.000,00 á hvert fyrir- tæki, sem svarar til verðmæti fyr ir 2% tonnum af járni á hverja smiðju, og ef hver smiðja notar þetta til kaupa á 100 tegundum af þeim 300 tegundum, sem norm alt er áð nota, þá nægir þetta fyr ir 25 kg. af hverri tegund. Umsótta upphæðin, 3,5 milljón ir króna, með tillití til fyrsta árs þriðjungs, mundi ekki af neinni sanngimi vera talin of há af þeim mönnum, sem nokkuð þekkja til starfa og mikilvægis þessarar iðn greinar. En tölurnar 15% — 14.000,00 — 2V2 tonn og 25 kg. sýna að vísu vissan skilning, en hvort sá skilningur á mikilvægi þessarar iðngreinar er réttur þorir sá, sem þetta ritar ekki að kveða dóm upp um, af hræðslu við að verða ekki talinn nógu háttvís. Hér í landinu er lögbann við jafn ágætri og mikilvægri iðn- grein og bjórbruggun, sem er sterkari en 2%. En í tilfelli járn iðnaðarins er verið að reyna að lögbinda hann til að nota ekki meira en 30% af þeim efnisteg- undum, sem hann þarf að nota. Brotajárnið, sem við erum að flytja út, er að mestu leyti komið frá þeim vélsmiðjum sem skipta við okkur, bæði úti á landi og hér í bænum, svo það getur ekki talizt óeðlileg krafa frá þeirra hendi að sá gjaldeyrir sem fæst fyrir þetta járn, eða upphæð sem því til svarar, verði notaður til að bæta úr brýnustu þörf járniðn- aðarins í bili. Til að bæta úr þessu og gera þetta ekki að neinu vandræða- máli, þá væntum við fastlega að umbeðið leyfi verði veitt. Væntum, að þessari umsókn verði svarað mjög fljótlega. Virðingarfyllst, S I N D R I H. F. E. Ásmundsson. 23. apríl 1962. Til Iðnaðarmálaráðuneytisins, Reykjavík. Við vísum til bréfa okkar til Gjaldeyris- og Innflutningsdeild ar bankanna dags. 8/2 og 8/3 1962 og Iðnaðarmálaráðuneytis- ins, dags. 22/2 1962. Afrit af bréf um til Gjaldeyris- og Innflutn- ingsdeildar bankanna hafa verið send ráðuneyti yðar. öll þessi bréf fjalla um innflutning á smíðajárni,. og leyfisveitingar fyr ir því. í bréfum þessum eru færð rök fyrir því, að leyfisveitingar fyrir smíðajárni valdi dýrari innkaup- um og óviðunandi afgreiðslu og innkaupin geti tkki orðið nema Framhald á bls. 15.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.