Morgunblaðið - 23.11.1962, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.11.1962, Blaðsíða 15
Föstudagur 23. nðv. 1962 MORGl’NBLAÐIÐ 15 — Járniðnaður Framh. af bls. 10 lítill hluti af þeim tegundum og etærðum, sem járniðnaðurinn þarfnist. Leyfisveitingarnar taka ekki tillit til eins mesta nauð- synjamáls járniðnaðarins í land inu, sem er innlendar birgðastöðv ar, sem einar geta gert járniðn- anðinum kleift að veita þá þjón- ustu, sem í öllum tækniþróuð- um löndum er krafizt af honum. Hlutverk birgðastöðva er hag- kvæm innkaup beint frá verk- emiðjum á öllum þeim mörgu teg undum og stærðum, sem járniðn aðurinn þarfnast. Þær spara milljónir í hagkvæmari innkaup um, þær spara járniðnaðinum milljónatugi í óþarfri fjárfest- ingu í eigin lager, þær spara at- vinnuvegunum milljónir með því að hafa efni við hendina, sem nota þarf með litlum fyrirvara. Hér á landi er járnlager nauð- synlegri en í flestum öðrum lönd um, vegna fjarlægðar. Járnbirgða stöð getur fyrst orðið járniðnað inum að fullu gagni, þegar inn- llutningurinn er frjáls. Nú er búið að gefa frjálsar ýms ar efnisvörur til járn- og málm- iðnaðarins, en þar er um að ræða dýrari málmtegundir, sem í sumum tilfellum getur kallast lúxusvarningur. Ennfremur er búið að gefa frjálsan innflutning á varningi smíðuðum úr smíða járni á sama tíma og innlendum járniðnaði er torveldað vegna efnisinnflutnings að gefa þá þjónustu, sem hann er tilbúinn að veita. Ákvæðið um álagningu þessara vara er tvisvar til þrisv- ar sinnum hærra en á smíðajárni sem er 9%. Bréfunum til Gjaldeyris- og Innflutningsdeildar bankanna hefur ekki verið svarað af þeim, en í viðtölum við suma nefndar- menn hafa þeir látið orð um það falla, að þeim yrði svarað og enn fremur, að hér væru önnur sjónar mið, sem til greina kæmu. En hver eru þessi sjónarmið, sem rétt læta þetta vansæmdarástand? Ein ástæðan hefur heyrzt nefnd. Hún er sú, að innflytjendasamtökin í landinu telji, að íslenzkur iðnað ur eigi lítinn rétt á sér. Sem flest ir hlutir eigi að flytjast inn full- gerðir erlendis frá, þar af leið- andi eigi að torvelda innflutning á efnivöru til iðnaðarins, eins og hér er gert. önnur er sú, að vissir forréttindaaðilar, sem hafa tekið sér ráðin í samtökum iðn- aðarins, telji sínum hag ver borg ið með leyfisfyrirkomulaginu. Við höfum tekið þetta mál upp fyrir járniðnaðinn vegna þess að í mörg undanfarin ár höfum við haft samstarf við allflestar smiðj ur landsins um efnisútvegun, oft undir afar erfiðum kringumstæð um. Það, að við nú í nafni þess ara starfsbræðra okkar krefjumst frjáls innflutnings, getur varla talizt okkar einkamál, þar fara eaman hagsmunir allra járniðn- aðarmanna í Indinu. Við förum þess mjög eindregið á leit, að mál þetta fái sem skjót- ustu afgreiðslu, með því, að iðn aðarmálaráðherra beiti sér fyrir því, að innflutningur á smíða- járni verði gefinn frjáls. Væntum jákvæðs svars yðar við allra fyrstu hentugleika. Virðingarfyllst, E. Ásmundsson. S I N D R I H. P. Bréf þessi sendi Iðnaðarmála- ráðuneytið til Viðskiptamálaráðu neytisins til umsagnar. Svar Við skiptamálaráðuneytisins var nei kvætt. Það telur að vísu að stál- og járnkvótinn hafi verið hækk- öður upp í 40 milljónir og í ráði sé að hækka hann meir. Þetta virðist ekki hafa bætt ástandið. Margir þeirra, sem fá úthlutað úr þessum 40 milljóna kvóta nota það til kaupa á sömu tegundum ef járni og verið er að kaupa frá vöruskiptalöndunum. Á þann hátt vinnur þessi úthlutun, eins og hún er framkvæmd, á móti vöruskiptakaupunum. Þar að auki eru, eins og áður hefur verið lýst, þessi kaup gerð frá erlend ury birgðastöðvum á hærra verði, sem eðlilegt er, en ef keypt væri ,frá verksmiðjum. Viðkomandi ráðuneyti virðast hafa lítinn skilning og vilja til að leysa þetta mál til hagsbóta fyrir járniðnaðinn. Viðkomandi iðnaðarsamtök virðast hafa önn ur „nauðsynlegri" verkefni að fást við. Nú vil ég skjóta því til Verk- fræðingafélags íslands, að það láti málið til sín taka og fylgi því fram til sigurs, til hagsbóta fyrir tækniþróun járniðnaðarins í landinu. Einar Ásmundsson. Skírí fleirí Framh. af bls. 5 Rauðsendingar hafa markað fyrir alla sína mjólk á Patreks firði, en Barðstrendingar ekki enn sem komið er. A' omuna má m.a. marka af því, að í Rauðasandshreppi er starfandi sparisjóður og | hann er bara nokkuð sterkur, þótt íbúarnir séu ekki nema 150“. Annir. Þinn búskapur — hvernig hefur hann gengið í sumar. ,,Bara nokkuð vel. Vorkuld arnir voru að vísu óvenju miklar og það spratt seint. Þurrkarnir bættu þetta þó að nokkru upp og ég held, að ég hafi verið búinn að hirða fyrr en oft áður“. Hvað er bústofninn stór? „Um 6 kýr og 130—140 fjár. En eins og ég sagði þér áðan, þá gerist þetta erfiðara. þeg ar börnin fara. Við’ eigum þrjú börn, dóttirin er gift hér fyrir sunnan, og annar sonur- inn, Hjörtur, 19 ára, hann gæt ir búsins meðan við erum hérna í Reykjavík. Annars hefðum við ekki komizt bæði í einu. — Eg held ég megi segja, að við hjónin höfum ekki farið saman suður oftar en þrisvar, frá því við flutt- um vestur. Hvað við getum það lengi veit ég ekki — Hjörtur fer sennilega suður í haust, og þá hef ég engan til að aðstoða okkur, nema 11 ára gamlan son okkar.“ Fréttir. Áður en við ljúkum nú rabb inu, kanntu engar nýjar frétt- ir að vestan, eitthvað, sem nýtt er af nálinni? ,,Þar er verið að fullgera flugvöll — ég held að það hafi kki verið sagt mikið f-i honum — á Sandodda. Það hefur verið unnið að honum í sumar. Þá var byggð 600 m löng flugbraut og um 30 m á breidd. Völlurinn var allur sléttaður og ofaniborinn. Nú hefur hann verið lengdur í 1000 m og breikfkaður um 20 m, þótt enn eigi eftir að ofaní ■bera þann hluta. Það stendur til að gera það á næstunni, og þá verður hægt að lenda þar á stærri gerð flugvéla, tveggja hreyfla vélum. Þetta verður merkileg samgöngubót. Kannske bætir það úr með vöruflutningana, en þeir fara nú að miklu leyti fram með bílum, enda eru siglingarnar ekki i sem beztu lagi. Það ■kemur lika niður á póstinum Við fáum hann t.d. ekki nema einu sinni í viku. Að síðustu. Svo við förum nú að Ijúka þessu, þá get ég sagt þér eitt: ,,Eg skíri miklu fleiri en ég jarða — þó fækkar fólkinu. En við kunnum vel að meta sveitungana við hjónin. Þetta er vel klætt fólk og það er engan „sveitamannsbrag“ á því að sjá. Það er fjörugt og kann að skemmta sér, ungir sem gamlir. Þá syngur það ættjarðarsöngva, sem fáir kunna lengur. — Þetta er eins og ein fjölskylda.“ á.i. Mikil húsnæðisvandræði eru í Kalkútta. — Eins og sjá má á myndinni leita sumir íbúanna hælis í steyptum rörum, sem liggja ónotuð. — Kalkútta Framhald af bls. 16. mál segja sumir leiðtogar, að Kalkútta sé á framfarabraut, Ný ir menn hafa verið kosnir í hér- aðsstjórnina í V.-Bengal. í fyrsta skipti frá 1948 eru kommúnistar á undanhaldi í Kalkútta, en þar hafa þeir átt talsverðu fylgi að fagna. Kalkútta nýtur nú aðstoðar Ford-sjóðsins og Alþjóðabank- ans og er t.d. í undirbúningi að byggja nýja brunna í úithverfum, íbúðarhús og brú á Hoogly ána, en nú er aðeins ein brú á ánni. Talic er að Alþjóðabankinn veiti fé til brúarbyggingarinnar. • Kommúnistar og kosningar. í síðustu kosningum, sem fram fóru í Kalkútta, töpuðu koramún istar nokkrum sætum í borgar- stjórnimni, en þeir hafa þó nægi lega marga fulltrúa þar til að koma af stað vandræðum. Einn- ig hafa þeir marga fulltrúa í héraðsstjórninni. Kommúnistar hafa þegar fordæmt þá, sem vinna að skipulagsmálum í borg inni á vegum Ford-sjóðsins og lýst þá njósnara og verkfæri í höndum Vesturveldanna. Margir hinna nýju fulltrúa í stjórn V-Bengal hafa ráðizt harðlega á það, sem aflaga fer í Kalkútta og halda því fram að margt verið gert til úrbóta. Þó ríkir sama deyfðin yfir öllu. Em bættismaður borgarinnar sagði fyrir skömmu, er hann ræddi vandamál hennar: — Það er mikið talað, en ég tel að ekkert verði úr fram- kvæmdum. Við allt ungt fólk, sem kemur til mín, segi ég: „Farið frá þessari borg. Hér verð ið þið ekki að mönnum". Sumir sofa á gangstéttunum, þar sem heilagar kýr ganga sjálfala. Réttingamenn Menn vanir bifreiðaréttingum óskast nú þegar. Langur vinnutími. Bifreiðaverkstæði TÓMASAR G. GUÐJÓNSSONAR Laugarnesi — Sími 32236. Félk vantar til staría í frystihúsi voru nú þegar. Hafið samhand við verkstjórann í síma 1200. Atlantor hf. Keflavík. Thalidomide Framh. af bls. 3. En tæknin er ekki eintrfft. Þessi börn þarfnast ástúðar og umhyggju. Yfirleitt hefur gengið vel að fá foreldrana til að taka þau og veita þeim ástúð sína. En þetta hefur samt ekki tekizt í öllum til- fellum. Sumar fjölskyldur, einkum í smáþorpum Þýzkalands, hafa orðið fyrir því að nágrann- arnir forðuðust þær, sökum þeirrar trúar að vanskapað barn sé refsing fyrir einhverja hroðalega synd. Þessu fólki hefur orðið til mikils gagns að orsökin skyldi finnast. f Liverpool hafa verið stofn- uð félög foreldra, þar sem þeir koma saman með börn sín og ræða vandamál þeirra. Og foreldrarnir eru hreyknir, þegar þessum börnum tekst að framkvæima eitthvað. „Hann getur opnað skápana og sópað út öllum pottunum, áður en maður er búinn að snúa sér við,“ sagði ein móðir in. Prestur í úthverfi Liver- pool segir: „Pétur hefúr vissu lega gefið okkur meiri ham- ingju en vandræði. Okkur finnst þetta vandamái hafa verið blessun og við erum sannfærð um að okkur tekst að leysa það.“ En afstaða marga anriarra eru ólík afstöðu þessa prests. Þegar minnzt er á þessi van- sköpuðu börn segja margir: „Ég vil ekki sjá myndirnar af þeim, ég vil helzt ekki hugsa um þau.“ Þá hlýtur sú spurning að vakna, bver sé meira fatlaður: barnið sem reynir að lifa eðlilegu lífi, þrátt fyrir ógæfu sína, eða fullorðinn, heilbrigður maður, sem ekkert vill vita af svona börnum. Þessi spurning er umhugsunarverð í heimi, sem er meira bæklaðúr siðferði- lega en líkamlega. — Flugfélagið Framhald af bls. 9. fyrir ættingja og nánustu vini, heldur fara þeir með myndirnar á fundi alls kyns felaga — og segja frá Íslandsferðinni. — Allir þessir sjálfboðaliðar eru okkur mikils virði og þess vegna verðum við að reyna að sjá vel um það, sem að okkur snýr. Verðsveiflur hér innan lands eru mjög skaðlegar, allar stórhækkanir. En verst er það, þegai landinn reynir að hagn- ast á útlendingum með því að láta þá gjalda mun meira en sanngjarnt er. Það er stórskað- legt. — Við höfum lagt mikla alúð við að byggja upp hestaferðim- ar, ferðir náttúruskoðara og þeirra, sem áhuga hafa ú fugla- lífinu. Fleiri sérhópar hafa líka komið — og það er okkar hlut- verk, sem störfum erlendis. að hafa samband við samtök, félög og klúbba þessa fólks. Síðast en ekki sízt, við blöð og tímarit, sem fjalla um þess konar áhuga- mál og tómstundagaman. Á því sviði hefur árangurinn orðið góð- ur. Mikill fjöldi greina um fs- land hefur birtzt í þess konar blöðum í Bretlandi — og þær hafa m.a. orðið til þess, að fjöldi ferðamanna, sem hingað kemur frá Englandi, vex stórum ár írí ári. ATHUGIÐ ! að borið saman við útbreiðslu er langtum ódýrara að auglýsa í Morgunblaffinu, en öðrum blöðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.