Morgunblaðið - 23.11.1962, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 23.11.1962, Qupperneq 5
Föstudagur 23. nóv. 1962 MnRGrNBLAÐiÐ 3 ☆ FYRIR nokkru frétti ég af Guðsmanni utan af landi, sem var hér á nokkurra daga ferð fyrir sunnan — að ná í jeppann sinn. Ekki svo að skilja, að það væri neitt óvenjulegt, þótt prest ur ætti jeppa, jafnvel þótt hann stundaði líka búskap. Þar sem hér var um að ræða gamlan Reykvíking og tollheimtumann í 17 ár, þá fannst mér hann lík- legur til að geta spjallað nokkuð um daginn og veg inn. Því sótti ég hann heim kvöld eitt, áð Hjallavegi 35, þar sem hann gisti hjá dóttur sinni. Við sátum yfir kaffisopa Séra Grímur Grímsson og frú Gaðrún kíri fleiri \ Rabbað við sé:a G^im Grímsson, fyrrverandi tollhelmtumaim, um daginn og vegLin um stund og presturinn, séra Grímur Grímsson í Sauðlauksdal, sagði mér eitt og annað, gamalt og nýtt, um húskap og prest- skap, kreppuna fyrir fyrri heimsstyrjöldina og námið sem tekið var í tveimur á- föngum — með 17 ára milli bili. Það var ekki fylgt nein um sérstökum frásögu- þræði; aðeins rabbað. Les- andanum kann að finnast upphaf viðtalsins nokkuð snubbótt — og án tilefnis, en þess skal getið til skýr- ingar, að þegar ég fór að þéra hann, brá honum nokkuð við, og því varð það fyrsta umræðuefnið. „Þingmönnum að þakka —“ „Eg þéraði fyrst, kvenfólk ið lengur en karlana, en nú þúast allir. Eg er ekki frá því að þingmennirnir eigi nokk- urn þátt í því — þeir reyna að gera allt fyrir fólkið og eru lí'ka dús við alla.“ Hvað er viðdvölin löng hérna núna, séra Grímur? „Es? kom til að sækja jepp- ann, hann var í viðgerð. Eigin lega er það támanna tákn, að viðgerðin kostaði meira en bíllinn nýr og var þó hvergi nærri fullkomin. T.d. lét ég ekki sprauta hann. Hann sagði mér, hann Árni viðgerðarmaður hjá Agli Vil hjálmssyni: ,,Ef þú byggir upp bíl úr vara'hlutum, þá kosta. hann líklegast milljón“ Kemurðu oft suður? „Sumir prestar eru oft á ferð. Eg kem ekki oft, venju lega 1—2svar á ári. Þeir geta komið oftar, sem ekki stunda búskap“. Hvernig hefur hann geng- ið? Búin bera sig varla. „Sæmilega. Þaið er mikil vinna, en annars er sama hljóð ið í mér ng öllum, sem búa. Búin bera sig varla. Meðalbú er fyrir einyrkja. Stendur ekki undir vinnufólki. Þegar börnin eru farin, fæst ekkert fólk og þá lendir vinnan á manni sjálfum — ef maður færi að yfirbjóða, þá er eng- inn hagnaður lengur". Þú hefur tekið þann kost- inn að búa með prestskapn- um? „Mér finnst sveitaprestur, sem fær jörð í hendur og íbúð arhús, hálf setja niður, ef ekki er búið. Annars er það fyrst núna, sem það opinbera reyn ir að byggja upp kirkjustað- ina. Þó hefur þar því miður að nokkru verið slegið vind- högg, því að prestarnir vilja helzt ekki búa“. Þar hófst kartöflurækt. Þú situr á merkilegri jörð. „Já, þetta er mektarjörð. Björn Halldórsson hóf þar kartöflurækt. Nú er litil stund lögð á hana. Landið er sendið og jarðvegurinn grunnur. Þeg ar þurrkatíð er eins og í sum ar, > getur uppskeran brugð izt. Það hefur ekki verið á landgæðum, sem Björn byggði sína rækt. Þetta hefur verið hans persónulega framtak. Annars dvaldist Eggert Ólafs son hjá Birni; það mun hafa verið síðasta veturinn áður en Eggert dó. Eggert var gift ur Ragnheiði, systur Björns. Heilsaði aftur fyrir sig. Það ganga enn sögu'--"iir fyrir vestan um Eggert. Hann þótti merkilegur með sig, var sagður hafa heilsað mönnum aftur fyrir sig. Annars gáfu foreldrar Egg erts, Ólafur Gunnarsson í Svefneyjum og kona hans, prédikunarstól í Sauðlauks dal. Þar er líka hökull, sem séra Björn bar. Það er greini legt af honum, að Björn hef ur verið stór maður. í hökul- vísuim Eggerts segir, að k-ona Björns hafi gert hann, en hins vegar segja sögur fyrir vest an, að systir Eggerts hafi saumað hann. Hökullinn er fallegur grip- ur. Þó hefur enginn gengið eft ir því að fá han.. á safnið hér fyrir sunnan.“ Er hökullin.. enn notaður? Óskemtr.dur enn. „Nei, en hann er fallegur og óskemmdur. Dálítið snjáð fóðrið. Reyndar má það merki legt teljast, að til skuli vera gripur úr vefnaðarvöru, svo vel á sig kominn, frá þeim tíma, er fyrstu kartöflurnar voru ræktaðar á íslandi. Nú eru kartöflurnar löngu orðnar þjóðarréttur“. Eru ekki einhverjar minjar til u . Bjöm í Sauðlauksdal? ,,Engar öruggar leifar eru til frá tíð séra Björns. Þó er það Ákurgerði, sem Eggert orti um, uppi undir hlíð, en þar er tún núna. „Ranglát“ — kölluðu þeir hann. Svo var það garðurinn Rang látur. Björn mun hafa fengið konungsleyfi til þess. Garð- urinn átti að varna sandfoki é túnið og víst er, að þar er ekkert sandfok núna. Þeir nefndu hann Ranglát, þarna fyrir vestan. Björn tók bændur frá slættinum, og það mun þeirn ekki hafa líkað. Hafa sennilega aldrei verið eins vanir embættismanna- valdinu, eins og þeir fyrir sunnan, sem bjuggu nær Bessa stöðum. — Það má nefna í þessu sambandi, að fram að þessu hafa flestar kirkjur vestra verið í bændaeign, þótt þær séu yfirleitt safnaðar- kirkjur núna“. Segðu mér, hvernig atvik- aðist það, að þú tókst ekki prestskapinn strax fyrir? Hafð irðu aldrei hugsað þér á yngri árum að gerast prestur? Fékk löngunina 11 ára. „Jú ekki skal ég neita því. Þegar ég var 11 ára var ég í sveit hjá séra Þorvarði Brynj ólfssyni á Stað í Súgandafirði Þá fannst mér, að það gæti verið skemmtilegt að vera prestur í sveit — búandi prest ur. Stúdentspróf. Svo ’iðu árin. Eg fór í Menntaskóla og tók stúdents próf 1933. Þá var kreppa í landinu. fátækt og getuleysi. Samt ákvað ég að fara til Kaupmannahafnar. á Níels Brocks Handelshöjskole. Fyrsta veturinn var ég þó heima, sótti tíma í heimspeki við Háskólann, þótt ég inn- ritaðist ekki í neina deild. Tók svo próf í henni um vor ið. Bankalán Næsta haust, haustið 1934 lagði ég svo af stað til Kaup- mannahafnar. Þá fékk ég með góðra manna hjélp 1500 króna lán í Landsbankanum, og góð ur maður gaf mér 500 d. kr. Það var farareyririnn. Próf og engin vinna í 2 ár Haustið 1935 var ég búinn að taka próf í Kaupmanna- höfn, og þá kom ég heim. Ekki var ástandið betra þá, en þegar ég fór. Eiginlega finnst mér, að það viti enginn hvað erfiðleikar eru, sem ekki hafa dfað þá tíma. Enga vinnu féikk ég, og það var ekki fyrr en 1937, að ég réðist til Tollstjóra, fyrir 200 kr. á mán uði. í fyrstu átti aðeins að verða um mánaðarvinnu að ræða. Eg kom þá í staðinn fyrir ma \, sem fór burt um situndaTsa'kir. Eg var þar í 17 ár, fram til 1954. Þá útskrifaðist ég úr Háskólanum. f háskóla eftir 17 ár. Það var 1950, að ég gekk upp ; Háskóla einn dag og inn ritaðist í Guðfræðideildina. Hins vegar vann ég alltaf með þessi 4 ár. Eg gat ekki komið því við að sækja alla tima, en fékk stundum víxlað vinnu stundum“. Fannst þér ekki erfitt að stunda nám með vinnunni? „Ekki svo mjög. Það var minna, sem glapti fyrir þá, en stundum áður — maður var júinn að hlaupa af sér hornin. Annars er það ekki þar fyrir, mér finnst ekki, að menn í skóla eigi aldrei að líta upp úr bókunum — þeir þurfa að kynnast lífinu lika“. Vígður ’54 — og strax vestur. Þú hefur tekið vígslu sama árið og þú útskrifaðist? „Efa vígðist í júní 1954 og í júlíbyrjun var ég kominn vest ur.“ Hvernig fannst þér sveitin eftir 17 ár í Reykjavík? „Eg var reyndar búinn að vera lengur en það hér í Reykjavík, því að kér hef ég verið frá því ég var 11 ára gamall. — En satt að segja, þá var þetta alger kúvending. Húsið var að vísu gott, en raf magnið var ekkert og það fengum við ekki fyrr en um jólin — ljósamótor. Aldrei leiðzt. Mér hefur samt aldrei leiðzt alltaf kunnað vel við mig fyr ir vestan. þótt afskekkt sé“. Þú þjónar tveimur presta- köllum? „Sauðlauksdalsprestakall og Brjánslækjarprestakall hef ég bæði“. Kirkjurnar eru fleiri en tvær, ef ég man rétt? „Já, þær eru fimm, 3 í himt fyrrnefnda prestakalli og 2 í hinu“. Er patta ekki erfiður starfi með búskapnum? „Mér hefur aldrei fundizt það erfitt. Samgöngurnar eru góðar núna, það er bílfært um allt, nema í snjóum. Góð kirkjusókn. Kvartar þú undan kirkju- sókn, eins og þeir gera sum- ir prestamir hér fyrir sunn- an? „Nei, það get ég ekki gert. Eg get ekki sagt, að nokkur maður hafi aldrei komið til kirkju. Það næst til allra sóknarbarnanna oft á ári. Stundum koma fleiri til kirkju, en í sókninni eru. Venjulega kemur allt heimil isfólk og börnin“. Hvað um aukastörfin, er fylgja prestskapnum? „Prestarnir taka manntal — fara á bæi. Þá spjallar mað ur við fólkið, lætur börnin lesa. Þetta er nú mikið til að hætta, víðast hvar a.m.k. En ég held, að fólkið vilji þetta. Manntalinu á að vera lokið 1. des., en við þann dag miðast íbúðarskráin. Annars er odd- vitinn raunverulega mann- talsstjóri og við berum okk- ur saman við hann“. Fækkað um 50. Mannfækkunin — flóttinn úr sveitunum — er hann lífca vandamál hjá ykkur? „Þau rúm 8 ár, sem ég hef verið í Rauðasandshreppi, hef ur fækkað úr 200 í 150. En fækfcunin segir einnig til sín annars staðar“. Heldurðu að til komi, að byggð leggist alveg niður þarna? ækkunin á vafalaust eft ir að verða eitthvað meiri, en hins vegar held ég ekki, að hún leggist niður. Nei, því trúi ég ekki. Hættir róðrum. Hins vegar hafa búskapar- hættir fólks breytzt mikið frá því, sem var. Það var nú nær vegalaust þarna vestra, þar til fyrir 10—15 árum, að vegir fóru að koma. Þá fór fólk að leggja stund á nútíma búskap. Sjósófcn er hins vegar alveg horfin í Rauðasandshreppi, þar fer enginn á sjó lengur.” Sjálfstætt fólk. Hver eru kynni þín af Vest firðingum? „Þetta er sjálfstætt fólk og það er myndarbragur á heim ilunum og yfirleitt eru allir vel bjargálna. Ég hef aldrei haft upp á neinn að kvarta. Svo er þetta nægjusamt fólk. Og úr því við vorum að tala um -ólksfækkunina, þá get ég sagt, að þó nokkuð virðist um viðleitni, sem bendir tjl, að fólk muni verða þarna áfram T.d. er nú verið að reisa slát- urhús í Örlygshöfða. Þá er einnig komið nýtt félagsheim ili, þó að oft sé erfitt um skemmtanalíf á vetrum, vegna þess, hve erfitt er yfirferðar. Góð afkoma. Annars held ég, að Rauð- sendingar séu betur í sveit settir en Barðstrendingar. Framhald á els. 15.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.