Morgunblaðið - 23.11.1962, Síða 3

Morgunblaðið - 23.11.1962, Síða 3
Föstudagur 23. nóv. 1962 MORGVNBL AÐIÐ 3 KRISTJANA litla var að íá fyrstu reynsiuna af nýju hand leggjunuim sínum og hún grét dálítið, þegar læknirinn var að setja þá á hana. í>að er engin furða, >ó svona skrítið tæki úr plasti og máltni og gúmmíslöngum, sem minna helzt á spaghettiflækju, sé skelfilegt í augum 18 mánaða barns. En þegar læknirinn þrýsti á hnapp, svo að hend- urnar gripu brúðu og þrýstu henni að brjósti Kristjönu lifilu, þornuðu tárin og hún skrikti af kæti. „Hún er yndislegt barn og frábærlega vel gefin,“ sagðd dr. Ernst Marquardt, meðan hann lét llitlu gervihandiegg- ina grípa og sleppa. „Eftdr nokkrar vikur verður Kristj- ana litla farin að hreyfa þá sjálf. Seinna setjum við á hana hönd, sem hún getur notað til að taka um hluti með. Mörg eldri barnanna eru farin að nota höndina, eins og þau hefðu fæðzt með hana.“ Við horfðum á þennan smá- engil leika sér í nokkrar mínút ur í sólrikum garði barna spítala háskólans í Heided- berg. Margar ástæður liggja til að maður getur glatað hjartanu í Heidelberg. Það voru nokkur fötluð en yndis- leg börn, sem urðu til að ég glataðd mínu. Á þessa leið farast banda- ríska blaðamanninum Steven M. Spencer orð um heimsókn sína til fihaldidomide-barn- anna í Heidelberg. Almenning ur er nú farinn að kannast við vanskapnað þann, sem thalidomide gat valdið og hinn mikla fjölda slíkra barna, sem fæðzt hafa víðsvegar í heim- inum. Hinsvegar hefur lítt Kristjana litla Allary þrýstir að sér tuskuseppa. Myndin er tekin, þegar hún fékk gervihandleggina sína í fyrsta sinn. Seinna verða þeir þaktir með plasti. á sjúkrahúsinu í einu, og hann sleppir aldrei neinu tækifæri til að segja foreldrum barn- anna, öðrum læknum og al- menningi, hvað þessi böm séu yfirleitt vel gefin og elsku- leg. „Farið með þau eins og venjulegar mannverur," segir hann, „þau em ekki brothætt. Þetta eru duglegir litlir ein- staklingar, sem á að leika við eins og önnur börn. Augun í þeim eru skær og full eftir- tektar, enda þótt líkami þeirra líti öðru vísi út en á venjulegu fólki. Mér virðast þau taka einstaklega vel eftir, ef ti'l vill er það vegna þess að samband þeirra við umheiminn er tak- markaðra en annarra, og þau geta aðeins notað augun og eyrun til að læra. Þau em engir krypplingar, þau em eðlileg börn með vanskapaða limi. Dr. Hepp leggur líka á- herzlu á, að þarfir þeirra séu óvenjulegar og þoli enga bið. Samkvæmt athugunum hans er fjórðungur þeirra ekki mik ið íatlaður og getur kornizt á- fram án mikillar hjálpar. Helmingur þeirra er talsvert vanskapaður en verður fær um að vinna með báðum bönd um og komast sæmilega af með fætur sína. Fjórðung barnanna vantar annað hvort alveg handleggi og fótlegigi eða em svo alvarlega fötluð, að þau þarfnast allrar þeirrar hjálpar, sem snjöllustu lækn- ar og gervilimasmiðir geta veitt þeim. Háskólasjúlkrahúsið í Munst er rekur gervilimabúð, enda hefur sjúkrahúsið haft til með ferðar yfir eitt þúsund menn, sem misstu einn eða fleiri limi í stríðinu. Búðinni er stjórnað af beinaskurðlækni og dr. Kuhn, afburða gervilimasmið, sem sjálfur missti fótinn í stríðinu. Dr. Kuhn mun stjórna nýjum skóla fyrir thaliomide-börnin. Ráðgert er að láta mæður dveljast þar með börnum sínum í nokkrar Hver ver5ur framtið thalidomide-barnanna ? Þau eru engin afskræmi, heldur eðlileg hörn með vanskapaða limi64 heyrst um það sem unnt er að gera fyrir þessi börn. Bæklunarsérfræðingar, barnalæknar, kennarar og jafnvel verkfræðingar brugð ust skjótt við til að sinna því erfiða verbefni að búa þessi fötluðu börn undir nytsama og ánægjuríka framtíð. í fyrsta sinn síðan heimsstyr- jöldinni lauk, hafa brezkir og þýzkir læknar haft víðtæka samvinnu hvorir við aðra. Amerískir bæklunarsérfræð- ingar, sem árum saman hafa haft til meðferðar börn, sem hafa fatlazt á svipaðan hátt, leggja einnig stóran skerf af mörkum. örvænting mæðra. Þessar sorglegu vanskapan- ir hafa valdið mæðrum thali- domide-baxnanna mikilld sorg og sumum taugaáfalli. Marg- ar þeirra hafa þurft að vera undir hendi sálfræðinga svo mánuðum skipti eftir fæðing- una, og nokkrar hafa framdð sjálfsmorð. Sohulte-Hillens hjónin, sem hjálpuðu Lenz lækni að finna orsök þessara vanskapn aða, hafa haft samiband við 450 slíkar fjölskyldur. Þau hafa heyrt margar raunasög- ur og þau minnast örvænting- ar sjálfra sín, er sonur þeirra fæddist. Schulte-Hillen og Linda, kona hans, hafa engu að síður mikla ást á Jan syni sínum, sem hefur erft snoturt útlit foreldra sinna og góðar gáf- ur. Hann er orðinn leikinn að fást við leikföng sín, enda þótt hann hafi ekki nema þrjá fingur á hvorri hendi og hand leggirnir séu stuttir og bognir. Linda Schulte-Hillen minnist þess að Ijósmóðirin á fæðing- arheimilinu spurði hana allt í einu: „Er ekki maðurinn yðar eðlilegur?“ „Ég sagði: „Auðvitað, hvers vegna spyrjið þér?“ Og ljós- móðirin svaraði: „Nú, hand- leggirnir á barninu eru svo stuttir.“ Mér brá svo illa við að ég gat varla stunið upp orð unum, en spurði þó: „Ætli þeir vaxi ekki?“ „Nei, áreiðan lega ekki,“ svaraði hún. Þá leið mér eins og ég væri að ’ deyja.“ Frú Schulte-Hillen er Ijós- mióðirinni enn reið fyrir tillits leysi hennar. Hún fékk ekki að sjá barnið fyrstu dagana, og þegar að því kom, kveið hún fyrir að líta á drenginn. Frú Schulte-Hillen er viss um, að hún tók ekki nema tvær töflur. „Það var 10. ágúst 1960, faðir minn hafði látizt úr hjartaslagi þann dag. Mér hafði brugðið svo illa við að éig þarfnaðist einhvers ró- andi.“ Beinalæknar hafa nóg að gera. Sum þessara barna hafa vansköpuð hjörtu, nýru eða meltingarfæri, og þau deyja oft af þessum sökum, ef líf- færin eru ekki löguð með uppskurði. En helzta vanda- málið er limirnir, beinaskurð- læknar og gervilimasmiðir verða að bera hita og þunga dagsins við að búa þessi börn undir lífið. Mælskasti og framtaksam- asti foringi þeirra sem við þetta vandamál fást í Þýzka- landi, er dr. Oscar Hepp, hinn atkvæðamikli stjórnandi bæklunardeildar háskólans í Múnster í Westfalen. Hann hefur séð mieira en 350 af þess um börnum, alltaf eru 12—16 vikur og læra að hjálpa börn- um sínum og sjálfum sér. í Bandaríkjunum hafa lækn ar sett gervilimi á ungbörn síðan 1946, og hefur það starf farið að mestu fram í Grand Rapids í Michigan, og reynsla þeirra mun koma Þjóðverjum og Bretum, sem mest hafa orðið fyrir barðinu á thali- domide að góðu gagni. Banda ríkjamennirnir hafa sýnt fram á, að bezt er að byrja sem fyrst á að láta börnin hafa gervilimi. Þeir láta þau nota einfalda limi frá 5 mán aða aldri, og segja að 2ja ára börn séu þá farin að geta not- að lim með krók til að grípa í hluti. Það sem mestu máli skiptir er að venja barnið svo snemma við gerviliminn að það hugsi um hann sem hluta af sjálfum sér. Þegar það tekst, þarf ekki að ótast að hann sé látinn hanga ónotað- ur inni í skáp. í barnaspítalanum í Grand Rapis eru alltaf um 15—20 börn og mörg þeirra eru van- sköpuð á svipaðan hátt og thalidomide-börnin, enda þótt þau hafi fæðzt áður en thali- domide var tekið í notkun. Einginn veit hverju þar er um að kenna. Reynslan, sem fengizt hefur við meðferð þessara barna, sýnir að unnt er að gera mikið fyrir thali- domide-börnin. Mary Beth er stuttstíg. I Einn bezti sjúklingurinn 1 | sjúkrahúsinu í Michigan er Mary Beth Dyke. Hana vantar alveg útlimina, en hún er vel gefin og er gott dæmi um þann árangur, sem börn geta náð með nútíroa gervilimum. Fyrstu mánuðina lá hún með mikinn hita, vegna þess að hana vantaði hendur og fætur til að kæla líkama sinn. Þegar hún var þriggja mán- aða var farið að kitla hana svo hún færi að iða og sprikla og styrkja þannig vöðva sína. Seinna var hún sett í körfu, til að hún gæti horft í kringum sig. Áður en langt leið var hún komin á örstutta gerfi- fætur, sem festir voru við mjaðmir hennar. Hún lærði fljótt að standa á þeim og brátt var hún farin að vappa á þeim, örstuttum skrefum. Þegar hún var þriggja ára fékk hún fætur, sem litu nokkurn veginn eðlilega út, og hún gat verið í skóm. Nú er hún orðin fimm ára og er diugleg að ganga og lei'ka sér með gervihandleggjum. Hún er sannfærð um að það þurfi ekki annað en setja gerviarm á brúðurnar hennar, svo að þær geti leikið sér líka. Heidelberg-handleggurinn. í Þýzkalandá hafa 208 lima lausir menn fengið hina svo- nefndiu Heidelberg-handJeggi. ■ Þeir voru fundnir upp fyrir 10 árum af verkfræðingi í Heidelberg. Þetta tæki er unnt að hreyfa í olnboga, snúa í úlnlið og opna og lo(ka hendinni. Krafturinn til þess er fenginn frá gasi, sem sjúikl- ingurinn ber í geymi á lík- ama sínum, gasþrýstingurinn. er notaður til að hreyfa bulJ- ur er síðan hreyfa ldminn. Handleggnum er stjórnað með hnöppum, sem þrýst er á, og flest barnanna munu geta stutt á þessa hnappa með litlum fingrum eða hreifum, sem vaxa út úr öxlum þeirra. Kristjana litla, sem var minnst á fyrr í greininni, hef- ur ekki nema örlítinn hreifa á hvorri öxl, en hún verður ef til vill fær um að nota þá til að stjórna tveim hand- leggjum. Fyrsti handieggur- inn, sem hún fékk, hafði ekki nema einn hnapp, en eftir því sem hún eldist fær hún fullkomnari handleggi. í sjúkrahúsinu í Heidelberg er 5 ára drengur, sem heitir Heiko. Hann er vanskapaður á sama hátt og Kristjana, enda þótt hann sé ekki thali- domide-barn. Hann er búinn að nota handilegginn sinn 1 um það bil ár og er orðinn hinn liprasti með honum. Hann getur líka gert ýmislegt með fótunum og er skæður með að rífa af sér skó og sokka með fótunum og fleygja frá sér á þann hátt. Margir þeirra, sem vantar handleggi, verða ótrúlega leiknir með fótunum, geta jafnvel lært að skrifa og leika einföld lög á píanó með tánum. Fyrst framan af eru gervi- handleggirnir hafðir opnir, svo að öll vélin blasir við, en en þegar börnin fara heim er látinn á þau limur, sem er í laginu eins og handleggur og þakinn froðuplasti, svo hann verði eðlilegari að þreifa á. Verið er að gera tilraunir með gervilimi af öðrum gerð- um. í Bretlandi er til dæniis verið að rannsaka, hvort ekki megi nota veika rafstrauma frá vöðvunum til að stjórna hreyfingum handleggjanna. Ef það reynist unnt, geta þeir lotið beinni stjórn viljans. Meira þarf en tækni. Með nútímatækni ætti að vera unnt að sjá þessum börn um fyrir nothæfum limum. Framhald a bls. 15.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.