Morgunblaðið - 23.11.1962, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.11.1962, Blaðsíða 4
4 MOECVJSBIÁÐÍÐ Föstudagur 23. nóv. 1962 Því gleymi ég aldrei í bók þessari segja þessir menn frá eftirminni- legum atburðum úr lífi sínu: Séra Árelíus Nielsson: Minningalandið Árni Óla, ritJhöfundur: Versta ár Reykjavíkur á þessari öld Davíð Stefánsson, skáld: Frostavetur Einar Ásmundssön, lögfræðingur: Segir fátt af einum Einar Kristjánsson, rithöfundur: Koss á vegamótum Eiríkur Sigurðsson, skólastjóri: Draummaðurinn Hólmgeir Þorsteinsson, bóndi: Grímseyjarför með viðkomu í Keflavík Ingólfur Kristjánssön, rithöfundur: Fósturbarn úr sjó Joohum M. Eggertsson, rithöfundur: Trýnaveður Kristján Irá Djúpalæk, rithöfundur: Ég var myrtur Kristján Jónsson, lögfræðingur: Nú hefur þú svikið mig Magnea Magnúsdóttir, húsfreyja: Hvar var hún? Páll Kolka, læknir: 16. des. 1924 Ragniheiður Jónsdóttir, rithöfundur: Hverf er haustgríma Rósberg G. Snædal, rithöfundur: Erfiður aðfangadagur Séra Sigurður Einarsson: Ljósið í hríðinni Stefán E. Sigurðsson, fréttamaður: Nauðlending á öræfum Stefán Stefánsson, bóndi: Á sundreið með þjóðskáldi Séra Sveinn Víkingur: „Ég lít í anda liðna tíð“ Þorsteinn Stefánsson, hafnarvörður: Logandi haf Þórunn Elfa Magnúsdóttir, rithöfundur: Brotasilfur frá bernskudög'um Kvöldvökuútgáfan Björn Hallssonar minnzt á Alþingi t UPPHAFI fundar sameinaðs þings í gær minntist forseti, Friðjón Skarphéðinsson, Björns Hallssonar, fyrrverandi alþingis- manns, en hann andaðist aðfara- nótt sl. sunnudags. Alþingis- menn vottuðu hinum látna virð- ingu sína með því að rísa úr sæt- um. Fer ræða forseta í heild hér á eftir: Sú fregn hefur borizt, að Björn Hallsson á Rangá, fyrrv. alþingismaður, hafi andazt að- faranótt síðastliðins sunnudags, 18. nóvember, tæpra 87 ára að aldri. Björn Hallsson fæddist 21. nóvember 1875 á Litla-Steinsvaði í Hróarstungu. Foreldrar hans voru Hallur bóndi þar og síðar á Rangá Einarssonar bónda á Litla-Steinsvaði Sigurðssonar og kona hans, Gróa Björnsdóttir bónda í Brúnavík, síðar á Bónda- stöð^um, Björnssonar. Hann lauk prófi úr Möðruvallaskóla 1898. Sama ár gerðist hann bóndi á Eriendar fréttir í stuttu máli Helsingfors, 21. nóv. — AP. # Ahti Karjalainen, forsætisráð- herra Finnlands og frú hans hafa þegið boð Sovétstjórnarinnar um að koma í opinbera heimsókn til Rússlands næsta ár. Þau munu væntanlega fara þangað í febrúar næstkomandi. Varsjá, 21. nóv. — NTB-AP. 9 Pólskir jarðfræðingar hafa fundið auðugar brúnkolanámur í héraðinu Beltsjakov í miðhluta Póllands. Telja þeir, að hér sé um að ræða einhverjar auðugustu námur í Evrópu af þessu tagi, þar sé allt að því 2 milljarðar lesta af brúnkolum. Undirbúningar að vinnslu námanna hefst á næsta ári. London, 21. nóv. — Reuter — NTB • í dag var haldinn í London fyrsti fundur réttarins, sem fjalla skal um orsök hinna tíðu njósna mála er varða brezka flotamála ráðuneytið. Var samþykkt á fund inum, að framvegis skuli fundir réttarins haldnir fyrir lukturn dyrum. Þrjár nýjar barna- bækur frá Fróða NÝKOMNAR eru út þrjár þýdd- ar barnabækur hjá bókaútgáf- unni Fróða. „Maggi. Marí og Matt)hías“ er saga af Magga, litl um dreng í Gautaborg og vinum hans, Matthíasi „stóra bróður“ og hryssunni Marí. Hö'fundur bókarinnar er Hans Petterson, en þýðinguna hafa þeir Gunnar Guðmundsson og Kristján J. Gunnarsson gert. ,,Alltaf gaman í Ólátagarði" eftir Astrid Lindgren er fram- hald af sögunni Börnin í Óláta garði, og eru söguhetjurnar þær sömu og í fyrri bókinni. Eiríkur Sigurðsson íslenzkaði söguna. Þá er loks þriðja og síðasta bókin um músarangann hann Pipp. Heitir hún „Pipp fer 1 sksóla". Pipp er ennþá ekkert dyggðarljós og ratar í mörgum ævintýrum. Höfundur bókarinn- ar er Sid Roland, en Jón.'na Stein þórsdóttir íslenzkaði. Rangá í Hróarstungu, rak þar bú fram á níræðisaldur og átti þar heimili til dánardags. Mannkostir Björns Hallssonar og staðgóð menntun hans í Möðruvallaskóla gerðu hann að sjálfkjörnum forustumanni á mörgum sviðum í sveit sinni og héraði. Hann var hreppstjóri Tungusveitar rúm 50 ár, sýslu- efndarmaður á þriðja áratug, í stjórn Búnaðarsambands Austur- lands um langan tíma, formaður þess 1940—1948, sat árum sam- an í stjóm Eiðaskóla, var einn af hvatamönnum að stofnun Kaupfélags Héraðsbúa og löng- um í stjórn þess. Á Búnaðarþingi átti hann sæti 1923—1929 og 1933—1945. Þingmaður Norð- mýlinga var hann tvívegis, 1914 —1915 og 1920—1923, sat á sex þingum alls. 1 pósmálanefnd var hann skipaður 1928. Liðnir eru nær fjórir tugir ára, frá því er Björn Hallsson sat á Alþingi, og nú eru allir þeir menn, sem áttu hér með honum sæti, horfnir frá þing- störfum. Ræður hans á þingi bera honum það vitni, að hann hafi verið hygginn maður, at- hugull og varkár. Störf hans á búi sínu og í héraði bera vitni atorkumanni, sem notið hefur mikils trausts þeirra, sem af honum höfðu mest kynni. Hann hefur getið sér það orð, að hann hafi verið góður búmaður og heimilisfaðir, höfðingi heim að sækja, afkastamaður -við störf, drengskaparmaður í hvívetna, góðgjarn, hollráður og hjálpfús. Nú er hann andaður í hárri elli að loknu miklu ævistarfi. Ég vil biðja háttvirta alþingis- menn að rísa úr sætum og votta með því minningu hins látna bændahöfðingja virðingu sína. Engir bílar á Strikinu SL. LAUGARDAGSMORGUN var Ströget, eða Strikið, eins og íslendingar kalla þessa miklu verzlunargötu Kaup- , mannahafnar, lokað fyrir bif reiðaumferð. Er Strikið fyrsta gatan í Kaupmannahöfn, sem bifreiðum er bönnuð umferð um. Þetta gerðist kl. 11 f. h. (danskur tími). Einn af borg- arstjórum Kaupmannahafnar flutti ræðu og skýrði frá því, að eftirleiðis væri gatan aðeins fyrir fótga„gandi. Síðan gekk lúörasveit spor- vagnastjóra eftir götunni og á eftir henni gengu Kaup- mannahafnarbúar í fylkingu og nutu þess að þurfa ekki að binda sig við gangstéttirnar. Telur Kaupmannahafnarlög- rcglan að um 25 þúsund manns hafi tekið þátt í göngunni, sem endaði á Ráðhústorginu. Á aynCam sést hluti mann f jöldans, scm fylgdi lúðrasveit inni á leið nennar um L..ið. Endurskoðun afurða- söluloggjafarinnar flýtt Frá fulltrúaráðsfundi búnaðar- sambandsst j órna HINN 14. Oig 15. nóvember s.l. var haldinn fulltrúafundur allra búnaðarsamibandsstjórna lands- ins ásamt fulltrúum Framleiðslu ráðs landbúnaðarins, í húsi Slysa varnarfélags íslands í Reykja- vík. Alls sátu fundinn 30 fuiltrú- ar. Umræðuefni fundarins var breytingar á afurðasölulögigj öf- inni. Fundarboðendur þessa fund ar voru stjórnir Búnaðarsam- bands Austurlands og Búnaðar- sambands Suður-Þingeyinga. For maður Búnaðarsamjbands Aust- urlands, Þorsteinn Sigfússon á Sandbrekku setti fundinn og nefndi til fundarstjóra Baldur Baldvinsson, en hann nefndi til fundarritara, Jóhann Jónasson og Þórarin Haraldsson. Umræð- ur urðu fjörugar á fundi þess- um, en framsögu hafði þorsteinn á Sandbrekku. Lauk umræðum, svo að kjörin var 7 manna nefnd til þess að semja ályktun er lögð skyldi fyrir fundinn daginn eftir og var svo gert. Ályktun fundarins hljóðar svo. „Fulltrúafundur búnaðarsam- bandsstjórna, haldinn í Reykja- vik 14. og 15. nóvember 1962, til þess að ræða hugsanlegar breytingar á afurðasölulöggjöf- inni, lýsir ánægju sinni yfir á- kvörðun aðalfundar Stéttarsam- bands bænda um endurskoðun framleiðsluráðslaga og skorar á stjórn Stéttarsambandsins og nefnd þá er síðasta Búnaðarþing kaus til endurskoðunar laganna að hraða störfum. Verði sá mögu leiki kannaður til hlítar hvort frumvarp til nýrra framleiðslu- ráðslaga fengist samþykkt á yf- irstandandi Alþingi. Fundurinn bendir á eftirfar- andi atriði, sem m.a. þyrfti að athuga: 1. Hvort fella beri niður á- kvæði laganna um störf sex- mannanefndar og yfirdómis og hvað geti komið í staðinn, sem betur tryggir rétt bænda. 2. Hvort lögfesta þurfi rétt bænda til sölustöðvunar. 3. Á hvern hátt verðlagsgrund- völlurinn verði undirbyggður með raunhæfum niðurstöðum bú- reikninga og búreikningaskrif- stofa ríkisins sé endurskipulögð í því skyni, eða sérstök hag- deild stofnuð. 4. Hvernig bændum verði trygigð hæfileg hlutdeild í fram- leiðsluaukningu og bættri fram- leiðni. 5. Hvort breyta þurfi tíma- mörkum verðlagsársims. 6. Að fjölga beri fulltrúum í Framleiðsluráði um tvo með til- liti til þess að landshlutum verði tryggð réttlát hlutdeild í skipun ráðsins. Ályktunin var samþykkt sam- hljóða. Fei frtun hjá Venasi 14. des. Washington, 21. nóv. AP Skýrt hefur verið frá því af hálfu banöarísku geimvísinda stofnunarinnar (NASA), að geimfarið „Mariner 2“ muni fara framhjá Venusi 14. des- ember nk. í 32.000 km fjar- lægð. Um hádegisbilið í dag var geimfarið í 33 milljón km fjarlægð frá Venusi. Merki frá geimfarinu heyrast enn greinilega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.