Morgunblaðið - 24.11.1962, Page 2
MOHGTJTSBLÁÐIÐ
Laugardagur 24. nóv. 1962
wít
Nú fer hver að verða siðastur að sjá hina athyglisverðu
málverkasýninigu Valtýs Péturssonax » Listamannaskálanum.
Hefir verið góð aðsókn og margar myndir selzt eða 17 talsins.
Á morgun er síðasti dagur sýningarinnar og eru því síðustu
forvöð að sjá hana.
Nýir varaforsætisráð-
herrar Sovétríkjanna
Moskva 23. nóv. (NTB).
DIMITRI Polianski og Aleksand-
er Sjelepin hafa verið tilnefndir
varaforsætisráðherrar Sovétríkj-
anm, segir í dag í fréttum frá
TASS.
Genadij Voronov hefur verið
útnefndur forsætisráðherra í,
sjálfu Rússlandi. Voronov var
áður varaformaður í stjómmála-
nefnd rússmeska kommúnista-
flokksins (politbyrá).
Miðstjórn kommúnistaflokks-
ins samþykkti í dag allar tillög-
ut, sem fram komu hjá Krúsjeff,
forsætisriðherra Sovétríkjanna,
sl. mánudag. Þar lagði hann m.a.
til, að komið yrði á fót tvenns
konar flokksnefndum í hverju
ríki fyrir sig. Skal önnur sjá um
öll mál, er lúta að iðnaði, en hin
skal fjalla um mál landibúnaðar-
ins.
Tikynnt var í Moskvu i dag að
Krúsjeff hefði haldið raeðu í
dag, siðasta daginn, sem mið-
stjórnin heldur fund sinn. Verð-
ur ræða hans birt á morgun,
laugardag, ásamt samþykktum
miðstj órnarinnar.
Fimm ræðumenn tóku til
máls í dag, og ræddu einkum
framleiðsluvandamálin. Einn
ræðumanna benti á að Sovét-
ríkinn hefðu mikla möguleika
í efnaiðnaði, en réðst hins vegar
á þær ríkisstofnanir, sem með
þau mál fara.
H. Solokov, aðalritari þeirrar
nefndar, sem fer með öll mál, er
lúta að nýrækt, sagði í ræðu
sinni, að komframleiðsla á þess-
um svæðum hefði verið miklu
minni, en reiknað hefði verið
með. Sagði hann framleiðslu þar
hafa verið 5,2 milljónir tonna,
en hún þyrfti að vera a.m.k. 13
milljónir.
Launamál sjómanna
til umræðu í Noregi
Oslo, Harstad, 23. nóv. (NTB).
FRÁ þiví var skýrt í Oslo í dag,
að athuganir hefðu leitt í Ijós, að
lágar tekjur fiskimanna hefðu
leitt til slíkrar fækkunar í stétt-
inni, að margir bátar lægju nú
aðgerðarlausir.
Er því haldið fram, í sérstakri
skýrslu, sem tekin hefur verið
saman af norskum hagfræðing-
um, að þetta geti haft hinar al-
varlegustu afleiðingar fyrir land-
ið, þar eð efnaliagur þess byggist
öðru fremur á fiskveiðum.
Er bent á, að eina leiðin til að
koma þessum málum í viðun-
andi horf, sé að auka opinibera
aðstoð við fiskimennina.
Fréttir frá Harstad í dag
herma, að fullt^úar útgerðar-
manna í N-Noregi hafi komið
saman til fundar með fulltrúum
norska sjómannasambandsins. —
Péturs Guðjohn-
sens minnzt
Á fiimimtudaginn kemur, þann
29. nóv. n.k. eru liðin 150 ár
frá fæðingu Féturs Guðjahnsens
organleikara Dómkirkjunnar, en
hann var fyrsti organleikari
kirkjunnar frá 1840-1877.
Hann beitti sér fyrir því að
orgel var keypt til Dómkirkj-
unnar 1840 og var brautryðjandd
hins nýja kinkjusöngs hér á landi
Með kennslu sinni í organleik
og söngkennslu við lærða skól-
ann hafði hann mikil áíhrif á
sönglíf landsins um sína daga
og síðan.
Þessara tímamóta verður minst
við árdegismessu í Dómkirkj-
unni á morgun.
— Indland
Framh. af bls. 1.
Indverska stjórnin hefur sett
ritskoðun á öll símskeyti, sem
fara milli Indlands og Kína. Þá
hefur verið ákveðið, að hver ein-
asti opinber starfsmaður, sem fer
frá varðstöð, geti átt á hættu að
verða rekinn. í Nýju Dehli er
byrjað að grafa skurði, sem auð
velda eiga íbúunum að leita
skjóls, ef til loftárása kæmi.
Eftir því, sem segir í fréttum
frá Peking, þá mun Chen-yi, ut-
anríkisráðherra Kína, hafa beint
þeim tilmælum til indversku
stjórnarinnar, að hún gefi sem
fyrst svar við því, á hvern hátt
hún hyggist bregðast við tillög-
um Kínverja.
- SAS
Framh. af bls. 1.
manna SAS, voru á þann veg,
að lögð væri sérstök áherzla á
fyrirvara af hálfu SAS. Fyrir-
varinn gildir til 15. desemlber,
þar sem samþykktir IATA
verða að vera einróma. Verði
ekki tekin ákvörðun fyrir
þann tíma, verður enginn far-
gjaldasamningur á vegum
IATA í gildi eftir 1. apríl
1963.
Nerdrum sagði, að hann
hefði áihyggjur af loftferða-
samningum Noregs við önnur
lönd, ef samstarfið innan
IATA rynni út í sandinn.
Nokkrir blaðamenn sögðu á
fundinum, að engu væri lí'k-
ara, en það væri ætlun SAS
að brjóta Loftleiðir á bak aft-
ur og halda síðan áfram með
að hafa há fargjöld á Atlants-
hafsleiðinni. Þessu neitaði
Nerdrum algerlega.
Vel upplýstir aðilar segja
hins vegar, að hæpið sé, að
nota DC7C vélar á Atlants-
hafsleiðinni, þar sem kostnað-
ur við rekstur þeirra sé
tvisvar sinnum meiri en við
DC6, sem Islendingar nota.
1 lok fundarins komu fram
þau ummæli Nerdrums, að
SAS hefði ekki beðið um að
stjórnir Noregs, Svfþjóðar og
Danmerkur skerist í leikinn.
Þá barst í dag sú fregn, að
yfirmaður Ítalíudeilclar SAS,
Johannes Nielsen, hefði feng-
ið það að verkefni að sam-
ræma áætlanir um flug yfir
Norður-Atlantshaf. Mun þar
fyrst á dagskrá, á hvern hátt
SAS eigi að mæta samkeppni
Loftleiða.
í viðtali Karl Nilsson, aðal-
forstjóra SAS, við TT-frétta-
stofuna, segir, að „íslenzka
vandamálið“ krefjist svo mik-
ils tíma, að nauðsynlegt sé að
fá sérstökum manni það verk-
efni.
Um Loftleiðir sagði Nilsson
m. a. þetta: „Ég hef eðlilega
ekki enn gert það upp við
mig, á hvern hátt bezt sé að
leysa Loftleiða-vandamálið, en
persónuleg skoðxm mín er sú,
að betra væri að komast að
einhvers konar lausn, í stað
þess, að frjáls samkeppni
verði tekin upp í Atlantshafs-
flugi.
Norska fréttastofan NTB
segir um málið í dag (með
tilvísun til viðtals Nilssons
yið TT): Forstjórinn var á
þeirri skoðun, að SAS myndi
taka stóran hóp farþega frá
' Loftleiðum, ef félagið tekur
upp samkeppni á þessu sviði.
— Síðan ræðir fréttastofan
um málið með eigin orðum á
eftirfarandi hátt: Eftir það,
sem TT hefur sagt, þá verður
að ganga út frá því, að reyn-
ist ómögulegt að koma á sam-
komulagi við Loftleiðir — og
þar við bætist, að frjáls sam-
keppni verði tekin upp yfir
Atlantshafið —- þá muni verða
gripið til annarra ráða til að
gefa SAS tækifæri til að
keppa á þessum markaði.
Slík ráðstöfun gæti verið í
því fólgin að segja upp loft-
ferðasamningunum við ísland.
Það er opið spursmál, til
hvers það myndi leiða í nor-
rænni samvinnu, ef Noregur,
Sviþjóð og Danmörk segja
upp þessum samningum. TT
hafur upplýst, að sænska
samgöngumálaráðuneytið og
utanríkisráðuneytið hafi
tekið að ræða mál SAS og
Loftleiða.
Hafi þar verið til umræðu hærri
aflalhlutur sjómanna á síldveið-
um, það er á þeim skipum, sem
nota kraftblökk.
Benda fulltrúar sjómanna á, að
þótt blökkin kosti um 200.000
norskar krónur, þá sé hægt að
fækka áhöfn úr 20—22 í 12.
Enginn árangur mun hafa orð-
ið af fundinum, enn sem komið
er a. m. k.
Edward B. Lawson
Edword B. Lowson, fyrrvernndi
sendiherrn, lótinn
LÁTINN er í Bandaríkjun-
um Edward B. Lawson, fyrr-
verandi sendiherra Bandaríkj
anna hér á landi. Banamein
Lawsons, sem var 67 ára, var
hjartabilun.
Lawison gegndi mörgum á-
byrgðarmiklum emibættum á
starfsamri ævi. Hann var hag
fræðilegur ráðunautur banda-
ríska sendiráðsins í Ankara
frá 1945-47. Hér á landi dvald
ist hann á árunum_ 1949-1953,
en hvarf þá til ísrael, þar
sem hann gegndi starfi sendi
herra fram til 1959. Ári síðar
dró hann sig í hlé frá opin-
berum störfum.
Mr. Lawson var fæddur í
Newport, Tennessee. Hann
lagði stund á utanrikismáll I
og tók próf í þeirri grein það |
an 1925. j
Hann kynnti sér einnig sér .
staklega hagfræði oig við-
skiptamál og starfaði mikið I
að þeim málum á vegum |
Bandaríkjastjórnar. i
Hann ferðaðist víða á veg-
um ýmissa stofnana, m.a. í I
S-Afríku, Téikkóslóvakíu, |
Bretlandi, S-Ameríku og víð- i
ar.
Mr. Lawson gat sér mjög I
gott orð, þegar hann var hér |
og eignaðist fjölda vina. j
Varnarræða
Björns Jónssonar ráðherra
gefin út a 50 dra ddnaxdægri hans
f DAG eru liðin 50 ár frá dán-
ardægri Björns Jónssonar, ráð-
herra og á þessu ári 85 áur frá
því hann stofnaði ísafoldarprent-
smiðju. í tilefni þessa gefur ísa-
foldarprentsmiðja út í dag varn
arræðu þá, er Björn flutti á Al-
þingi 24. febrúar 1911 við um-
ræður um vantraust á ráðherra.
Bókin er prentuð 1 300 eintök-
um.
Pétur Ólafsson, forstjóri ísa-
foldar, skrifar nokkrar skýringar
og gerir í stuttu máli grein fyr-
ir ýmsum þeim málum, er þá
voru efst á baugi og komu við
sögu, er vantraustið var bor-
ið fram.
Pétur segir m.a.: „Þegar Björn
Jónsson flutti varnarræðu sína
á Alþingi vakti má'lflutningur
hans mi'kla athyigli um land aiit.
Var til þess tekið hve vígreifur
hann mætti andstæðingum sín-
um og hve skörulega hann flutti
mál sitt. Var Björn þó af léttasta
skeiði, orðinn 64 ára gamall,
hafði stjórnað blaði sínu „ísa-
fold“ í 35 ár, svo að það þótti
ta'ka öðrum blöðum fram og þar
við bættist að hann hafði ekki
verið heUsuhraustur hin síðustu
misseri. Björn andaðist hálfu
öðru ári eftir að hann lét af
ráðherrastörfum.“
Eyjaf jörður sé tvö
dýralælmisumd.
M A G N Ú S • Jónsson, Friðjón
Skarphéðinsson, Karl Kristjáns-
son og Bjartmar Guðmundsson
hafa lagt fram frumvarp á Al-
þingi þess efnis, að Eyjafjarðar-
umdæmi verði skipt í tvö dýra-
læknisumdæmi, þar sem algjör-
lega ófullnægjandi sé að hafa
einn dýralækni í þessu umdæmi.
„Hefur um nokkurt skeið ann-
ar dýralæknir verið starfandi i
umdæminu, en þar sem dýra-
læknalögin gera ekki ráð fyrir
nema einum lækni í hverju um-
dæmi, hefur ekki verið talið
heimilt að greiða honum laun úr
ríkissjóði. Eru því starfsskilyrði
þessa læknis með öllu óviðun-
andi, en héraðsdýralæknirinn
telur sig ekki geta gegnt starfl
sínu, ef þessi læknir verði að
hverfa á brott“.
/* NA /5 hnitar ✓ SV 50 fmúfor X Sn/óiomo • úii 17 Skúrír K Þrumur W/,*z, KuUaakil V Hifoakd H Hmi t
UM hádegið í gær vorum
við á hæðarhryigg, miilli lægð
ar við Jan Mayen og annarr-
ar yfir Labrador og Davíðs-
sundi. Er búizt við að ves
ari lægðin valdi þíðviðri h'
á landi nú um helgina.