Morgunblaðið - 13.12.1962, Page 22

Morgunblaðið - 13.12.1962, Page 22
22 M Ó RGU N B L AÐ 11> Fimmtudagur 13. des. 1962 Pr Fatabreytingar Breytum tvíhnepptum fötum í einhneppt. Þrengjum buxur. — Getum afgreitt fyrir jól. Klæðaverzlun BRAGA BRYNJÓLFSSONAR Laugavegi 46. — Sími 16929. Skrifstofustúlka óskust Stúlka óskast til starfa á opinberri skrifstofu, aðal- lega til símagæzlu og afgreiðslustarfa auk nokkurr- ar vélritunar. Mánaðarlaun um kr. 4500,00 til kr. 5000,00. Umsóknir sendist afgr. Mbl. fyrir 18. þ.m. merktar: „Skrifstofa — 3133“. Viðgerð á Stálhúsgögnum Getum ennþá bætt við okkur viðgerðum á stál- húsgögnum. Höfum glæsilegt úrval áklæða. Gerum gömul stálhúsgögn eins og ný. ATH.: Við sækjum að morgni, afhendum að kveldi. Allt vönduð vinna. — Hringið í síma: 36562 eða 24839 Stálstólar Brautarholti 4. Islendingur í nor- rænt fótboltalið? Á að leika gegn Evrópuliði DANSKA knattspyrnusamhandið (DBU) verður 75 ára 1964. I tilefni af afmælinu hefur DBU fengið leyfi Knattspyrnusam- hands Evrópu til þess að láta fara fram kappleik á milli úr- valsliðs Norðurlandanna, annars vegar, og úrvals úr hinum Evrópu löndunum híns. Mun kappleikur þessi fara fram í Kaupmanna- höfn 20. maí 1964. Ingimar gegn Liston? EDWIN Ahlquist sem verið hefur ráðamaður Ingimars Johannssonar segir í þrótta- blaði sínu „Rekord“ að hann hafi boðið Sonny Liston 5 milljónir sænskra kr. ef hann vilji mæta Ingimar í Gautaborg næsta sumar. Ahlquist segir frá því að þeim Ingimar hafi verið boðnar 800 þúsund dollarar fyrir kvikmyndarétt af leiknum og Ahlquist segir að hafa megi mikið upp úr leiknum ef hann verði flutt- ur í sjónvarp gegnum Tel- star — og geti þá allir Ameríkubúar fylgst með leiknum. Danska knattspyrnusambandið hefur farið þess á leit við Knatt- spyrnusamband íslands (KSÍ), að það bendi á væntanlega íslenzka „kandidata" í Norðurlandaliðið í síðasta lagi fyrir 1. október 1963. Að vísu er keppnisdagurinn 20. maí, ekki sem heppilegastur fyrir íslenzka knattspyrnumenn, þar sem þeir eru tæplega komnir í æfingu svo snemma vors, en f KVÖLD fer fram að Háloga- landi „pressuleikur“ í handknatt leik. Handknattleikssambandið (landsliðsnefnd) hefur valið „landslið“ og íþróttafréttamenn hafa valið lið á móti. Má sannar- lega búast við góðum ok skemmti legum leik og án efa verður leik- urinn spennandi og tvísýnn. Leik kvöldið hefst kl. 8.15 og leika fyrst FH og Á (nýbakaðar Reykjavíkurmeistarar) í kvenna- flokki. Síðan hefst aðalleikurinn og eru liðin þannig: Landslið: Hjalti Einarsson FH, Karl Jónsson Haukar, Pétur Antonsson FH, Einar Sigurðsson FH, (fyrirliði), Gunnlaugur Hjálmarsson ÍR, Ingólfur Óskars son Fram, Hörður Kristinsson Á, Ragnar Jónsson FH, Karl Jó- hannsson KR, Karl _ Benediktsson Fram og Matthías Ásgeirsson ÍR. Pressulið: Þorsteinn Björnsson Á, Guðm. Gústavsson Þrótti, Guð- jón Jónsson Fram, Hilmar Ólafs- son Fram, Pétur Bjarnason Vík- K.S.Í. mun engu að síður hafa vakandi auga fyrir þeim mögu- leika oð koma ísl. knattspyrnu- manni í úrvalslið Norðurland- anna, þegar þar að kemur. Er þess að vænta, að ísl. knattspyrnu menn hafi þennan möguleika i huga, er þeir skipuleggja æfingar sínar á næsta ári. Þess skal getið, að ákveðið hef- ur verið að leita ekki til atvinnu- knattspyrnumanna Norðurland- anna, sem leika með liðum utan heimalandanna. ing, Kristján Stefánsson FH, Birgir Björnsson FH, Hermann Samúelsson ÍR, Rósmundur Jóns- son Víking, Sigurður Einarsson Fram og Viðar Sveinsson Hauk- ar. Leikurinn hefst kl. 8.15. — Á undan verður leikur milli FH og Á 1 kvennaflokki. MOLaR AÐ UTAN DYNAMO Moskva lék jafn- teflisleik við landslið Japana í knattspyrnu í gær 2 mörk gegn 2. í hálfleik höfðu Jap- anir forystu 2—1. LANDSLH) Svía í knatt- spyrnu vann unglingalandslið Japana með 4—0 í gær. í hálf- leik stóð 1—0. Pressuleikur í kvöld kl. 8,15 atllt

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.