Morgunblaðið - 29.12.1962, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.12.1962, Blaðsíða 3
Laugardagur 29. desember 1962 MORGVNBLÁÐIÐ 3 VESTMANNAEYJUM, 18. des. — Kuði eða Kuðungur nefna gamlir Vestmannaeyingar hús nokkurt niður við höfnina. Þangað fórum við til að heilsa upp á „kúnstnerana“ í hæn- um fyrir skömmu, en Mynd- listarskóli Vestmannaeyinga hefur þar aðsetur sitt. Á móti okkur tók maður með látúns- pott á höfði, skrýddur mel- grasi og veðurbörðu sauðar- höfði, i hcndinni bar hann skriðbyttu. i Okkur, sem að utan bar, leizt svo sem ekki alltof vel á gripinn og vissum ekki hvað þetta táknaði, hvort þarna væri einn af þessum margum- töluðu jólavöttum, myndlistar maður, eða aðeins fyrirsæta fyrir listamenn, sem inni Listamennirnir í Skólastjórinn, fullur gáska, skrýðist hinum furðulegu búningum, ásamt nem- endum sínum kynnu að vera. Furðulegt var a.m.k. allt það sem hann bar á sér til skrauts, en inn var okkur boðið sem við þáðum um síðir, en þó með hálfum hug. Við vorum komnir í athvarf Myndlistarskóla Vestmannaey inga. Veggirnir voru prýddir úrklippum, eftirprentunum, teikningum og málverkum. Nokkrar uppstillingar voru á gólfi og borðum. Að okkar viti voru þessar uppstillingar all nýstárlegar: rekadrumbar, brotajárn, hlutar af beina- grindum úr spendýrum og fiskum, kóralar og sæbarðir steinar, svo aðeins nokkuð sé nefnt. Þar var skólastjórinn, Páll Steingrímsson, duggara- klæddur og „stúderaði" lista- verkabók með kennaranum Veturliða Gunnarssyni. Hann fagnaði komu okkar, en sagði, að því miður gætu þeir ekki tekið á móti okkur sem skyldi, því eins og við sæjum stæði til að fara út og „mála bæinn rauðan“. En ef við vildum, þá væri heitt te á katlinum og skonrok í poka; skonrok í lín- olíu eða skonrok með terpen- tínubragði! Við sáum sem var að nú var annaðhvort að nota tímann og taka nokkrar mynd ir, áður en fólkið færi út „að mála bæinn“, svo við höfnuð- um tei og skonroki. Trönurnar stóðu í hálfhring í salnum. Þrátt fyrir fiðring og óróa voru nokkrir nemend- hverju sem gekk. Veturliði gekk nú á milli og gagnrýndi. Við spurðum um fjölda nemenda og áhuga. — „Þetta er líklega stærsti myndlistarskóli í heimi, svar- Veturliði Gunnarsson, kennari (t.v.), og Páll Steingrímsson, skólastjóri, skoða listaverkabók anna enn uppteknir við iðju sína og létu ekki truflast á Krlstlnn Pálsson er elnl nemandinn, sem. þegar hefur lilotið viðurkenningu M. V. Hér hann mála konumynd .Við hlið hans situr einn nemandinn. Gunnhildur Hrólfsdóttir. aði Veturliði og kímdi. Ef sama hlutfall gilti í Kaup- mannahöfn væru þar 6—7 þús. manns á Kunstakademíunni. Hvað um árangur? — Flestum sem hingað koma líður betur en ella. Við afhentum fyrsta prófskírtein- ið frá skólanum um daginn, Kristni Pálssyni, sem verið hefur með okkur fjóra vetur. Hann hlaut viðurkenningu. Við snerum okkur að skóla- stjóranum sem sagði: — Hafið þið séð barn teikna? Vandamálin krefja það jú stundum- til umhugs- unar og andlegs erfiðis. En fyrir því er myndin miklu frekar leikur, sem sjá má strax meðan það er í starfi og þó ekki, sízt þegar verkinu er lokið og þörfin fyrir að sýna listaverkið verður knýjandi. Blaðið á lofti. Oft fylgir þessu upphrópun eða önnur annarlega hljóð til að vekja athygli viðstaddra. — Hvað verður um alla þessa gleði, alla þessa miklu gleði? — í flestum deyr þetta barn. En nú þarf ég að búa mig, heldur skólastjórinn áfram og Framhald á bls. 8. STAKSTEINAR Ekld goit samræmi Eins og kunnugt er hefur meg inuppistaðan í áróðri Framsókn- armanna síðan viðreisnin hófst, verið sú, að hér ríkti samdrátt- ur og kreppuástand, „móðuharð indi af manna völdum“ o.s.frv. Mönnum hnykkti þvi við, þeg- ar þeir í gær lásu í Tímanum eftirfarandi: „Tíminn benti þegar á, að hækk andi tekjur manna saankvæmt úr taki skattaskýrslna stöfuðu fyrst og fremst af þvi, að eftirvinna og næturvinna hefði aukizt geig vænlega mikið síðustu ár, en það væri ein afleiðing „viðreisnar- innar“, og hinar miklu kjara- skerðingar af völdum hennar, að menn yrðu nú að þræla myrkr anna á milli til að hafa í sig og á.“ 1 öðrn orðinu er því þannig haldið fram, að hér sé „sanv- dráttur", sem lami allt atvinnu- líf, en í hinu orðinu er sagt, að vinna sé svo mikil, að hver mað ur vinni myrkranna á milli. Auknar kröfur Tíminn bætir því raunar Við, að mönnum sé nauðsynlegt að vinna lengur en áður til þess að „hafa í sig og á“. Víst er það rétt, að hér er mikið unnið og líklega meir en víðast annars staðar. Hitt er þó staðreynd, að laun manna eru verulega hærri nú en í upphafi viðreisnarinnax, þótt miðað sé við sama vinnu- tíma, og þau endast nt.un betur til lífsframfæris. Auðvitað er það samt sem áður rétt að flest ir menn telja sig þarfnast meiri tekna til að geta veitt sér þau gæði, sem sótzt er eftir. Sann- leikurinn er nefnilega sá, að kröfurnar hafa stóraukizt og eru allt aðrar og meiri en þær voru fyrir nokkrum á.rum. Á tímum vöruskortsins tóku menn ekki svo mjög eftir þvi að marg víslegur húsbúnaður, fatnaður og smávarningur gat gert þeim lífið betra, svo að ekki sé talað um fullkomnustu heimilisvélar, bifreiðar og bætt húsakynni. Vafalaust verður það lengst af svo, að eftir því sem kjörin batna, aukast kröfurnar. Þess vegna verður það sjálfsagt eins í framtíð og fortíð, að menn telja sig stöðugt þarfnast aukinna tekna. Mikið rar Þótt kjör manna hafi að undan förnu verið betri hér á landi en nokkurn tima áður, atvinna meiri en þekkzt hefur og geysimiklar framkvæmdir og framleiðsla, hef ur Tíminn ekki komið auga á þessar staðreyndir, heldur stöð- ugt talað um „samdrátt“ o.s.frv. í gær gloprast blaðið þó til að birta eftirfarandi: „Það er vitanlega ekkert und- arlegt, þótt gjaldeyriseign aukist nokkuð, sparifjáreign einnig og atvinna sé næg, þegar útflutn- ingstekjurnar aukast um 735 millj. kr. á 10 mánuðum." Má segja, að mikið var að blað ið gat þó loks viðurkennt það, að gjaldeyriseign hefði aukizt, sparifjáreign einnig og atvinna sé næg. En ekki er það þó alveg af baki dottið, þvi það bætir við: „Þótt góðærið hafi sigrað við- reisnina að verulegu leyti hafa hinar dökku hliðar hennar eigi að siður komið svo glöggt í ljós, að þjóðinni ber að hafna henni rækilega við kjörborðin á næsta ári.“ Þannig er þvi enn lýst yfir, að þrátt fyrir velgengnina, sem fylgt hefur viðreisninni, vilji Framsóknarmenn aftur hverfa til þess vandræðaástands, sem var á uppbótatimabilinu. Það er gott I að fá það enn einu sinni stað- fest.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.