Morgunblaðið - 29.12.1962, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.12.1962, Blaðsíða 12
12 MORGVNBLAÐIÐ Laugardagur 29. desemHer 1962 Otgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavlk. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 4.00 eintakdð. AN VIÐREISNAR - EKKERT GÓÐÆRI UTAN UR HEIMI » J 'J'-'M'JJ-.-1 Sameining Pan American og Trans World Airlines félögin. Sögu þeir í tilkynn- að er vitanlega elckert undarlegt, þótt gjald- eyriseign aukist nokkuð, sparifjáreign einnig og at- vinna sé næg, þegar útflutn- ingstekjurnar aukast um 735 millj. kr. á tíu mánuðum.** Þannig kemst Tímirm, aðal- málgagn Framsóknarflokks- ins, m. a. að orði í forystu- grein sinni í gær. Það er af þessum ummæl- um auðsætt, að Framsóknar- mönnum er farið að þykja nóg um þá framleiðsluaukn- ingu og það góðæri, sem siglt hefur í kjölfar þeirrar viðreisnar, sem núverandi ríkisstjóm hefur framkvæmt í efnahagsmálum þjóðarinn- ar. Tíminn hefur viku eftir viku og mánuð eftir mánuð verið að rembast við það eins og rjúpa við staur að telja þjóðinni trú um, að hin mikla atvinna, aukin sparifjármynd un og sívaxandi útflutningur eigi auðvitað ekkert skylt- við viðreisnarstefnu stjómarinn- ar! En þetta hefur verið þung- ur róður hjá Framsóknar- mönnum. Yfirgnæfandi meiri hluti íslendinga hefur gert sér ljóst, að gott árferði, mikl- ar fiskigöngur og góð gras- spretta duga ekki til þess að skapa velmegun, ef efnahags- grundvöllur þjóðarinnar er holgrafinn, framleiðslutækin eru rekin með halla og gjald- miðill þjóðarinnar er skráður á fölsku gengi. Þetta sannað- ist greinilega á valdatímabili vinstri stjómarinnar. Afla- brögð voru þá ágætt og ár- ferði að öðru leyti hagstætt, enda þótt síldveiði væri ekki eins mikil og nú. En þrátt fyrir hið góða úrferði vinstri stjórnar tímabilsins var þjóð- in að því komin að ganga fram af „hengifluginu“, þeg- ar Hermann Jónasson sagði af sér og stjóm sinni haustið 1958. Óðaverðbólga var þá skollin yfir, íslenzka krónan gjörfallin, lánstraust þjóðar- innar út á við eyðilagt og al- ger upplausn blasti við í at- vinnumálum landsmanna. — Það var vegna þessara stað- reynda, sem vinstri stjómin hrökklaðist frá völdum, en ekki vegna þess að landið eða fiskimiðin umhverfis það hefðu brugðizt. Það var for- ysta stjómarvaldanna sem brást. ★ Það kom svo í hlut núver- andi ríkisstjórnar og flokka hennar að skapa hinni fram- takssömu og dugmiklu ís- lenzku þjóð ný og betri skil- yrði til þess að hagnýta nátt- úruauðlindir landsins, snúa hruni og upplausn vinstri stjórnarinnar upp í velmegun og uppbyggingu. Þetta hefur tekizt svo vel, að sjálfur Tím- inn talar nú daglega um að „góðæri“ ríki á íslandi. Án viðreisnarstefnu núver- andi ríkisstjómar væri ekk- ert góðæri í þessu landi í dag. Ef haldið hefði verið á-. fram á braut vinstri stjóm- arinnar, uppbótakerfisins og kyrrstöðustefnunnar ríkti hér hallæri um þessar mundir. Atvinnuvegirnir væru stöðv- aðir, lánstraust þjóðarinnar erlendis í kaldakolum, spari- fjármyndun stöðvuð og bank- arnir gjaldþrota. Þannig liti myndin út, ef vinstri stjómar stefnunni hefði verið haldið áfram. Það er vissulega mikill munur á þeirri mynd og hinni, sem við blasir í dag. Nú er það sí- vaxandi framleiðsla, bætt gjaldeyrisaðstaða, aukin spari fjármyndun, sem setur svip sinn á efnahagslífið og lífs- baráttu fólksins. Þegar þessar tvær myndir verða bornar saman af ís- lenzkum kjósendum fyrir næstu kosningar, sem fram eiga að fara á komandi sumri, munu þeir ekki verða í nein- um vafa um, hvora stefnuna beri fremur að velja, viðreisn arstefnu núverandi stjórnar- flokka eða hallærisstefnu þjóðfylkingarmanna, komm- únista og Framsóknarmanna. SKJÓL -HIMA- LAYAFJALLA 0" ldum saman hafa Hima- layafjöll verið hið nátt- úrulega skjól og skjöldur Ind- lands gegn ásókn Kínverja. En þetta skjól hefur nú verið rofið. Með árásinni á Indland sl. haust tókst kínverskum kommúnistum að ryðjast gegnum fjallaskörðin, brjóta vamir Indverja á bak aftur og skapa sér aðstöðu til þess að sækja niður á sléttur Ind- landsskaga. Þessi staðreynd getur haft í för með sér stórfelldar og örlagaríkar breytingar. Ind- verjar hafa undanfarin ár, undir forystu þeirra Nehrus og Kristna Menons, lagt á- herzlu á að fylgja hlutleysis- stefnu í alþjóðamálum. Þeir hafa reynt að vingast við kommúnistastjómina í Pek- ing, jafnframt þvi sem þeir SKÖMMU fyrir jólin komust stjómir bandarísku flugfélag- anna Pan American World Airways og Trans World Air- lines að samkomulagi um sam einingu flugfélaganna. Enn vantar þó samþykki hluthafa í félögunum, flugmálastjómar Bandaríkjanna og Bandaríkja- forseta, en ef það fæst og fé- lögin sameinast, mynda þau stærsta flugfélag heims og mun það ganga undir nafninu Pan Am World Airlines. Það vom forsetar flugfélag- anna, Juan T. Trippe, forseti Pan American, og Cbarles C. Tillinghast, forseti T.W.A., sem gáfu út sameiginlega til- kynningu um það, að ákveðið hefði verið að sameina flug- hafa sett mikið traust á náin viðskipti og vináttu við Sov- étríkin. En leiðtogar Indlands urðu fyrir miklum vonbrigðum. — Kínverska kommúnistastjórn in lét heri sína ráðast á Ind- land, og þegar Nehru leitaði trausts og halds hjá Sovét- stjórninni í Moskvu fékk hann þar köld svör. Honum var ráðlagt að verða við kröf- um Kínverja. Þegar Þannig var komið átti Nehru einskis annars úr- kostar en að fórna Krishna Menon og snúa sér síðan til Bandaríkjamanna og Breta og biðja þá um vopn og hjálp gegn árás kommúnista, Árás kínverskra kommún- ista á Indland hefur þegar haft í för með sér miklu nán- ari samv.innu Indverja og hinna vestrænu lýðræðis- þjóða en Indverjar töldu áð- ingunni, að sameinuð yrðu flug félögin færari um að keppa við erlend flugfélög, sem flygju heimsálfa á milli, en hlutur bandarískra flugfélaga í því flugi hefur minnkað um 42% á s.l. 12 árum. Forsetarnir sögðu, að innan skamms yrði leitað samþykk- is flugmálastjórnarinnar og Bandaríkjaforseta, ef það feng ist yrði haldinn fundur með hluthöfum í báðum flugfélög- unum og sameiningin borin undir atkvæði þeirra. Talsvert hefur verið um það í Bandaríkjunum að undan- förnu, að flutningafyrirtæki, bæði járnbrautar- og flug- félög, sameinuðust. Hafa við- ur samrýmast hlutleysis- stefnu sinni. Þessi aukna sam vinna Indlands og Vesturveld anna getur í framtíðinni haft stórkostlega þýðingu í barátt- unni gegn útþenslustefnu kommúnista, ekki aðeins í Asíu, heldur og annars stað- ar í heiminum. MARINER II CJtefnumót Mariners II við ^ Venus er eitt stórbrotn- asta afrek mannlegrar snilli- gáfu, sem veraldarsagan get- ur um. Með þvi mtmu vísind- in afla sér fjölþættra upplýs- inga um leyndardóma himin- geimsins, svo sem um hitastig ið á yfirborði Venusar og í andrúmslofti hans, um að- dráttarafl, segulsvæði og geislabelti. Mariner II er nú kominn á sporbraut umhverfis sólu. Þá komandi yfirvöld verið fús til að veita samþykki sitt, þar til fyrir mánuði en þá neit- aði flugmálastjórn Bandaríkj- anna umsókn bandarísku flug félaganna American Airlines og Eastern Airlines um sam- einingu. Ekki er enn vitað hver er afstaða aðalhluthafans í T.W.A. Howards Huges, til sameiningarinnar. Hann á 78% hlutabréfa í félaginu, en ef það sameinaðist Pan Ameri can myndi hann ekiki eiga nema 28% hlutabréfa í sam- steypunni. Forsetar Pan Am og T.W.A. og Huges. Charles C. Tillinghast, for- Framhald á bls. 13. braut mun þessi merkilegi gervihnöttur renna, þar til hann eyðist. En hann hefur þegar lokið stórkostlegu hlut- verki. Jarðarbúum hefur ekki aðeins tekizt að eiga stefnu- mót við Venus, heldur og að fá skilaboð frá honurn um 36,6 milljón mílna leið. Þetta afrek spáir góðu um nýja sigra á sviði geimvísind- anna. Bandaríkjamenn og Rússar vinna nú af miklu kappi að itndirbúningi tungl- fara. Bandaríkjamenn gera ráð fyrir að hafa að minnsta kosti komið manni til tungls- ins fyrir árið 1970, en e.t.v. nokkru fyrr. Hinir miklu sigrar geimvís- indanna eru vissulega gleði- leg sönnun mannlegrar snilli- gáfu. Hitt er þó mikilvægara að þessi vísindaafrek verði hagnýtt í þágu friðar og upp- byggingar í heiminum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.