Morgunblaðið - 29.12.1962, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.12.1962, Blaðsíða 23
Laugardagur 29. desember 1962 MORGUNBLAÐIÐ 23 ísl. málari hlýtur lof danskra gagnrýnenda DAGANA 5.—19. þ. m. var haldin samsýning fjögurra listmálara í „Stofunni‘'»í Char lottenborg í Kaupmannahöfn. Einn fjórmenninganna, sem þarna sýndi var Sveinn Björns son, listmálari, en hinir þrír danskir. Á sýningunni voru 15 myndir eftir Svein, og hafa gagnrýnendur dönsku blað- anna lokið lofsorði á myndir hans. Hinn kunni gagnrýnandi Berlingske Tidende, Jan Zibrandtsen, segir þannig að Sveinn sé þroskaðastur í list sinni af þessum fjórum málur- um. Sé hann expressionisti og velji sér viðfangsefni í hinni áhrifamiklu náttúru lands síns. Það sé vel skiljanlegt að hann túlki verk sín á svipaðan hátt og Jóhannes Kjarval og Jón Stefánsson. „Hann eys af hin- um sama fegurðarbrunni“, seg ir Zibrandtsen. „Aðalatriðið er hinsvegar að hæfileikar hans koma allstaðar í ljós. Það er eitthvað lifandi í myndum hans af hinni þungu og stór- brotnu náttúru Þingvalla.. Hinir dimmrauðu litir glóa. Hið óvenjulega ímyndunarafl hans kemur þó e. t. v. enn skýrara fram í myndunum „Jónsmessunótt“ og „Rauður fugl og kóngulóarvefur“. í Þessum myndum koma fram miklir hæfileikar til að tjá sig“, segir Jan Zibrandtsen. Sr. Benjamm Framhald af bls. 17. trúarbrögð eru einmitt byggð á opinberunum af þessu tagi. Væri engin jólasaga og upp- risusaga, og hefði Jesús aldrei talað orð við sinn himneska föður og hefði hann aldrei læknað menn með krafti anda sins, þá væri heldur enginn kristindómur. Englar og guð ir trúarbragða hafa því aðeins rutt sér til rúms í hugum manna, að mennirnir hafa sannfærzt um að þeir hafi birzt sér. Og slí'kt hið sama má segja um illa anda. Það er því reynslugrundvöllur und- ir trúnni eins og öðrum vísind um, þó að ekki nema tiltölu lega fáir hafi öðlazt þá reynslu. En svo eru vottar þessara bluta þeir sem sjá fyrirbrigð in gerast eins og t.d. postularn ir. Loks koma þeir, sem taka trúna að erfð, trúa bara því sem þeim er kennt um reynslu fyrri tíðar manna, líkt og t.d. alþýða manna trúir ýmsum (helztu niðurstöðum náttúru- vísindanna án þess að hafa á sjálfstæðan hátt rannsakað þær og athugað. Það er sú trú eem er kreddutrú, og hún verður stundum skilningslaus og gagnslaus. Þess vegna er það, að þar sem vitranir bverfa, deyr þjóðin andlega. Páll postuli var talsverður andatrúarmaður. Hin sálrænu fyrirbrigði, sem gerðust í frum söfnuðunum, kallaði hann andagáfur eða náðargáfur. Þar undir heyrði spádóms- gáfa, lækningagáfa, krafta- verkagáfa og tungutal. Mis- munur var á þessum náðar- gáfum, enda andinn hinn sami. Samkvæmt hans kenn- ingum var það andi guðs eða andi Krists, sem stóð að baki þessum fyrirbrigðum. Þau voru ainkenni Messíasartím ans .Að vísu gátu það "verið illir andar, sem hlupu í menn og því var það nauðsynlegt að kunna að greina andana sund tir. En það var einmitt ein náðargáfan. Enginn gat sagt. Leo Estvad, gagnrýnandi Berlingske Aftenavis telur Svein beztan þeirra fjögurra listmálara, sem þarna sýndu. Segir hann litina í myndum Sveins sterka og dimma, dálít ið grófa, en hinsvegar sé haust Sveinn Bjömsson mynd frá Þingvöllum allgóð, og tvær myndir af fiskimönn- um á Atlantshafi hafi mjög persónulegan blæ. Litasam- setning sumra myndanna sé nokkuð óljós og eilítið ruglings leg, en Sveinn Björnsson reyni að líta á hlutina með eig in augum, sem sé dyggð á vor- um dögum. Drottinn Jesús, nema af hei- lögum anda. Andinn, sem opinberaði marga hluti og birtist honum öðru hverju var Jesús sjálf- ur. Hann nefndi Fáll Heilagan anda. En svo birtust honum líka aðrir andar eins og t.d. makedónski maðurinn, sem vitraðist honum í sýn í Tróas og bað hann að koma yfir til Makedóníu. „En jafnskjótt og hann hafði séð þessa sýn leit uðumst vér við að komast af stað til Makedóníu", segir Jjúkas guðspjallamaður, sem sjálfur hefur verið í þessari för. Þarna höfum við þá ann an andatrúarmanninn til. Hvernig færi nú um krist- indóminn, ef vér tryðum því, að Páll og Lúkas, og við gæt- um bætt við: postulahópurinn allur, hefði látið stjórnast af illum öndum? Rawaipindi 28. des. (NTB-AP) FULLTRÚAK Indlands og Pakistan, sem hófu viðræður um Kasmírdeiluna í Rawal- pindi fyrir tveimur dögum, tilkynntu í dag, að viðræðum yrði frestað þar til 16. og 17. janúar, en þá hæfust þær að nýju í Nýju Dehli. Frestun viðræðnanna kom mjög á óvænt og hermdu fregnir, að menn væru svartsýnni en — Katanga Framh. af bls. 1. að á fimmtudagskvöldið hefði Mathu, yfirmaður liðssveita SÞ í Elisabetville fengið Tshombe fylkisstjóra Katanga með sér að golfvelli einum, en þaðan skutu hermenn Katangahers á liðssveit ir SÞ. Vildi Mathu sýna Tshomibe hvað fram færi. Tshombe vildu strax snúa frá golfvellinum, en Máthu og annar hershöfðingi, sem var með í förinni héldu hon- um nauðugum nokkrar mínútur. Síðan héldu þeir til bústaðar Tshombes. Meðan að þeir rædd- ust við þar, hófu lífverðir Tshom bes skothríð fyrir utan. Tshomibe varð mjög reiður, þegar hann heyrði skotin og skipaði lífverð- inum að hætta. Er Tshombe að missa völdin. Áður en Mathu gekk af fundi Tshombes hafði sá síðarnefndi lofað að láta Katangaher hætta aðgerðum í birtingu morguninn eftir þ. e. föstud., en það varð ekki. Á föstudaginn gengu Mathu og fleiri helztu menn SÞ í Elísabethville aftur á fund Tshombes og gáfu honum einnar og hálfrar klukkustundar frest til þess að skipa hermönnum sínum að hætta aðgerðum. Kat- angaher hélt þó áfram ofbeldisað gerðum eftir að fresturinn var útrunninn og er nú álitið í aðal- stöðvum SÞ í New York, að Tshombe hafi ekki lengur fullt vald yfir her fylkisins. Árásin vandlega undirbúin. Talsmaður Sameinuðu þjóð- anna í New York sagði í dag, að 'það væri augljóst að Katanga- ber hefði undirbúið vandlega árásina á liðssveitir Sameinuðu þjóðanna í Elízabethville. Sagði hann að yfirmaður liðssveitanna hefði nú fengið fyrirmæli um að koma á friði í borginni. Tals- maðurinn sagði, að fregnir hefðu borizt af því að 7 hermenn úr liði SÞ hefðu særzt, en enginn hefði látið lífið. Sagði talsmað- urinn, að Katangaher hefði haf- ið árásina á liðssveitir SÞ án nokkurs tilefnis. Skýrði hann frá því að 11. des. s.l. hefðu SÞ haft 15.164 hermenn í Kongó, en í Katangaher væru 16 þús. hermenn. Katangaher hóf árásir á fimmtudag. Yfirmaður liðssveita SÞ í Kongó Robert Gardiner, skýrði frá því í dag, að skipunin um að ryðja vegatálmunum úr vegi hefði verið gefin síðdegis í dag eftir að Katangaher hefði gert harða sprengjuárás á stöðvar liðs SÞ í Elísabethville. Skýrði Gar- diner fréttamönnum í Leopold- ville frá þessu í kvöld. Kvaðst hann ekkert hafa heyrt frá áður uim það að takast mætti að leyisa deiliuna. Eins og kunugt er hefur verið tilkynnt, að Pakistan og Kína muni innan skamms und irrita samning um landamæri Kaismár oig Kína. Hefur það vak- ið reiði í Indlandi. Formenn samninganefnda Ind verja og Pakistanbúa héldu fund með fréttamönnium eftir að tiikynnt hafði verið um frestun viðræðnanna. Voru þeir báðir sammála um það, að ekki væri ástæða til svartsýni og viðræður Elísabethville eftir að skipunin um að ryðja vegatálmunum úr vegi hefði verið gefin. Gardiner skýrði frá því að skothríð Katangahers á herlið SÞ hefði hafizt fyrir alvöru að kvöldi fimmtudagsins Og haldið áfram alla nóttina. Gardiner sagði, að liðssveitir SÞ hefðu feng ið skipanir um að svara ekki skotunum fyrr en í lengstu lög, og sagði að þær hefðu ekki svar- að skotum Katangahers fyrr en kl. tíu í mörgun eftir staðar- tíma. Skýrði hann ennfremur frá atburðunum við bústað Tshombes í gærkvöldi. Kvaðst hann hafa fregnir af því, að lífverðir Tshombes hefðu ekki hlýtt skipun hans um að hætta skothríðinni. Sagði Gardiner, að ekki væri hægt að komast hjá því að spyrja sjálfan sig hver iþað væri, sem stjórnáði gerðum hersins. Fregnir, sem borizt hafa frá Elízabethville til Salisbury í N.-Rohdesíu herma, að borgin sé Ijóslaus og vatnsleiðslur hafi verið eyðilagðar. Einnig var skýrt frá því í Salisbury, að fjöldi manna hefði særzt, þegar liðssveitir SÞ gerðu árás á íbúð- arhverfi Afríkumanna í Elísa- bethville. — Pétur Gautur Framhald af bls. 6. hlutverk leikbókmenntanna, enda 6r Pétur á sviðinu nær óslitið allar þær rúmlega þrjár klukku- stundir, sem leikurinn stendur yfir. — Pétur er sú manngerð holdi klædd, sem Ibsen beinir að sinni vægðarlausu ádeilu. Hann er síngjarn lygalaupur gjörsam- lega á valdi sjálfsblekkingarinn- ar, forðast alla ábyrgð, sniðgeng- ur erfiðleikana og gleymir sér við hjóm hyllinga og hugaróra, enda hjóm sjálfur, — kjarnalaus eins og laukurinn, sem hann flettir blað fyrir blað í síðasta þætti leiksins. — Leikur Gunn- ars Eyjólfssonar í þessu vanda- sama hlutverki, sem gerir hinar ítrustu kröfur til leikarans, bæði líkamlega og andlega, er í einu orði frábær, — þróttmikill, tæknilega snjall og borinn uppi af skaphita og öruggum skiln- ingi á hlutverkinu. Þannig leynir sér ekki í svipbrigðum hans og hinum snöggu hreyfingum hvað inni fyrir býr með Pétri Gaut, einkum í fyrstu þáttum leiksins. Þótt Gunnar hafi ýmislegt vel gert áður hér á leiksviði, kom hann bæði mér og fleirum á óvart með þessum ágæta leik sín- um. Er hér vissulega um mik- inn leiksigur að ræða. Ásu, móður Péturs Gauts, leik- ur Arndís Bjömsdóttir. Er það annað veigamestu hlutverk leiks- ins og einnig mjög vandasamt. — Ása er engin hversdagskona — öðru nær. Hún er skapstór Og þeirra til þessa hefðu miðað í samikomulagsátt. Sögðu þeir þó, að enn væru langaæ viðræður fyrir höndluim því að Kasmírdeil an væri erfið viðureignar. stórorð við Pétur son sinn en jafnframt draumóramannesk j a, og barn augnaibliksins sem hlær og grætur í sömu andránni. Og alltaf er hún reiðuibúin að taka þátt í draumórum sonar síns og breiða hjúp kærleikans yfir ávirðingar hans, enda veit hún kannski með sjálfri sér að margt í fari Péturs á rætur sínar að rekja til henn- ar. — Leikur Arndísar í þessu hlutverki er með miklum ágæt- um. Er gaman að sjá hversu vel henni tekst að sýna áhuga Ásu og innlifun þegar Pétur er að segja henni frá viðureign sinni við hreininn á Gvendarégg og hversu hún bregst við þegar henni verður ljóst að þetta er gömul saga sem hún hafði heyrt í æsku sinni. Þá var og ekki síðri leikur Arndísar þegar Ása liggur á banabeðinum og leggur í huganum upp í síðustu ferðina með Pétur son sinn sem ekil. Sólveigu, bóndadótturina fríðu, sem Pétur verður hrifinn af en yfirgefur þó, er hún hefur komið til hans upp í fjöllin í banni foreldra sinna, leikur Margrét Guðmundsdóttir. Sól- veig er ekki mikið hlutverk að vöxtum, — eiginlega einhvers konar draumvera —, en hún gegnir þó því veigamikla hlut- verki, að það er ást hennar og tryggð í fjörutíu ár, sem frelsar Pétur frá því að lenda í deiglu Hnappasmiðsins við vegamótin síðustu. — Margrét leikur þetta hlutverk af hógværð og. látleysi en fullmikilli tilfinningasemi, að mér finnst, enda freistar hutverk ið beinlínis til þess. Af öðrum leikendum ber að nefna Áma Tryggvason í hlut- verki brúðgumans, væntanlegs eiginmanns Ingunnar ó Hegg- stað, er Pétur Gautur nemur á brott. Er leikur Árna bráð- skemmtilegur og gervi hans ágætt. — Grænklæddu konuna, dóttur Dofrans, leikur Herdís Þorvaldsdóttir og fer mjög vel með það hlutverk, en Dofra þursakonung leikur Jón Sigur- bjömsson og gerir hlutverkinu prýðileg skil. — Hnappsmiðinn leikur Rúrik Haraldsson. Er hann skuggalegur náungi svo sem vera ber, því hlutverk hans er að sækja Pétur og koma hon- um í deigluna að lokum. — Anitu dansmeyjuna, sem dans- ar fyrir Pétur í eyðimörkinni Sahara leikur Kristín Magnús- dóttir. Eg minnist ekki að hafa séð Kristínu fyrr á sviði, — en hún leysti hlutverk sitt allvel af hendi. Þá er og Lárus Pálsson bráðsnjall í hlutverki Begriffén- feldt. Tónlistarflutninginn annaðist flokkur manna úr Sinfoníuhljóm sveit íslands undir stjórn Páls Pampiohler’s Pálssonar. Dönsunum stjórnaði Elízabeth Hodgshon. Voru þeir á allan hátt hinir prýðilegustu. Láms Ingólfsson hefur teikn- að leiktjöld og búninga aðra en þá, sem fengnir hafa verið að láni frá Nationaltheatret í Osló. Hefur hann leyst hvort tveggja vel af hendi. Leibhúsgestir tóku leiknum forkunnar vel og hylltu leikstj., leikendur og tónlistarstj. ákaft að leikslokum. Var það vissulega að verðleikum, því að leiksýning þessi er fágætur listviðburður sem seint mun gleymast. Sigurður Grimsson. Aigreiðsiumaður óskast strax. — Vaktavinna. Verzlunín Örnólfur Snorrabraut 48. Jóla - ballskór Viöræðum um Kasmír frestað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.