Morgunblaðið - 29.12.1962, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.12.1962, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 29. desemfcer 196i PATRICIA WENTWORTH: MAUD SILVER KEMUR I HEIMSOKN i. María Stúart skriíaði einhvern tíma: „Endirinn minn er upp- haf mitt“. Og líklega er fyrir- hafnarminna að jánka þessu held ur en fara að finna út, hvað sé endir og hvað sé upphaf. Þegar Maud Silver kom til Melling, til að heimsaekja gamla skólasystur sína, flæktist hún inn í sögu, sem hafði hafizt löngu áður, og þarf ekki að vera lokið enn um skeið, þar sem það er gerist í gær hlýt- ur að hafa áhrif á viðburði dags- ins í dag ef ekki líka á morgun. Hvar hefst svO sagan? Var það fyrir tuttugu og fimm árum, þegar tvær ungar stúlkur fóru á dansleik, til að hitta sama unga manninn? Ljóshærð stúlka, sem hét Katrin Lee og önnur dökk- hærð, sem hét Henrietta Cray. Þær voru dálítið skyldar, skóla- systur og vinstúlkur, átján ára að aldri en ungi maðurinn var James Lessiter, sem var nýorð- inn tuttugu og eins árs. Kannski hefst sagan þarna, kannski líka lengra aftur í tímanum, þegar þrjár Lessiter-kynslóðir nutu alls, sem þær óskuðu í lífinu og greiddu það af síminnkandi eign um, allt þangað til þar köm, að ekki var annað eftir af auðæfun- um en útsogin jarðeign, hrörlegt gamalt hús og sannfæringin um, að maður ætti allan heiminn. Hérna gæti sagan hafizt, eða þá dálítið seinna, þegar það, sem James Lessiter langaði mest í af þessa heims gæðum, var Rietta Cray. Þetta sagði hann henni úti í garðinum við Mellinghúsið, í tunglsljósi á maikvöldi, þegar hún var nítján ára en hann tutt- ugu og tveggja. Hún sagði svö Katrínu frá þessu og Katrín samhryggðist henni. „Æ. þú veizt, góða mín, að þau eiga ekki nokkurn hlut til, og að Mildred frænka verður alveg bálvond". Af gömlum vana kölluðu báðar stúlkurnar hana frænku, enda var hún eitthvað ofurlítið skyld þedm báðum. En hvOrki kunn- ingsskapurinn né skyldleikinn hefði gert þær að æskilegum tengdadætrum, og það lítið til var af eignum, var í sterkri hendi Mildred frænku. James hafði engan aðgang að því. Hann fór svo út í heim, til þess að höndla gæfuna, með sigurbros á vör og eftirvæntingu í huga. Tuttugu og þriggja ára gömul hafði Katrín gifzt Edward Wel- by, en Rietta var heima og hjúkraði farlama móður sinni og ól upp systursön sinn, Carr Rob- ertson, af því að Margrét systir hennar og maður hennar voru í Indlandi. Þar dó Margrét og eftir hæfilega bið, kvæntist Robertson majór aftur. Hann sendi þeim fé til að standa straum af upp- fræðslu Carrs, en kom aldrei heim, Og áður en mjög langt um leið, hætti hann algjörlega að skrifa þeim. Hann dó svo þegar Carr var fimmtán ára. Kannski hefst sagan á gremju Carrs gangvart veröld, sem virt- ist geta komizt svo prýðilega vel af án hans. Eða kannski hefst hún, þegar Katrín Welby kom heim, barnlaus ekkja. Mildred Lessiter var enn á lífi. Katrín fór að heimsækja hana, grét tals- vert og fékk tilboð um að setjast að í dyravarðarhúsinu gegn sama sem engri leigu. — Þetta er svo indælt, Rietta..það eru rósa- runnar um alla veggi. Og svo að vera þarna inni á lóðinni við Melling-húsið — finnst þér það ekki indælt? Og Mildred frænka segir, að Alexander geti hirt garð inn fyrir mig í hjáverkum sín- um. Mér finnst þetta fallega gert af henni og ég get lifað á sama sem engu, sem kemur sér vel, því að ég hef hvort sem ear sama sem ekkert á að lifa, þegar búið hefur verið gert upp. Mér varð heldur en ekki bilt við að sjá, hvernig allur efnahagurinn var kominn hjá honum Edward.... og þegar maður hefur haft allt til alls, þá er það spauglaust að þurfa velta hverjum fimmeyring ... .finnst þér ekki? Rietta brosti ofurlítið skríti- lega. — Æ, ég veit ekki, Kata.. ég hef aldrei haft .... allt. Það var fimmtán árum eftir þennan dag, að Maud Silver kom þarna til að heimsækja gömlu vinkonuna sína, hana frú Voy- cey. n. Þegar lestin staðnæmdist á stöðinni í LentOn, lokaði Maud Silver stóru handtöskunni sinni utan um prjónana sína, og svo litla veskinu, sem hún hafði tek- ið farmiðann sinn upp úr. Hún gekk niður þrepin, sem voru ó- þægilega há fyrir hana, ög leit svo kring um sig til þess að koma auga á burðarkarl ög svö frú Voycey. Vitanlega var það efst í huga hennar, hvört hún mundi nú þekkja vinkonu sína, eftir öll þessi mörgu ár. Cissy Christopher var nú orðin frú Cecilia Voycey, og þær tvær, sem höfðu byrjað saman í skól- anum forðum, voru nú orðnar rosknar konur. Maud Silver fannst ékki hún sjálf hafa breytzt mikið. Hún hafði einmitt um morguninn at- hugað vandlega mynd, sem hafði verið tekin af henni, þegar hún var nýútskrifuð Og var að hefja störf sem kennslukona, Og henni fannst hún ekki hafa breytzt neitt verulega. Og hvað klæðaburðinn snerti, þá var hann að flestu leyti svipaður — svarta kápan, sem var á fimmta þjónustuári sínu, og hún skildi aldrei við sig, jafnvel ekki á sumrin. Og hatturinn var næst- um alveg eins og hatturinn á myndinni - með slaufur og borða að aftan og blóm vinstra megin. Þetta ætti að geta gert vinkonu hennar léttara um vik að þekkja hana aftur. En svo var Cissy Christopher. Hvernig skyldi hún geta verið útlítandi? Það var aldrei að vita. Hún hafði verið leggjalöng og beinaber stelpa, sem stakk höfðinu fram Og sam- kjaftaði helzt aldrei. Og fæturn- ir á henni — ja, þeir vöru ekk- ert smásmíði. En þagar Maud Silver leit kring um sig á stöðvarpallinum, hvarf þessi æskumynd vinkonu hennar fljótlega úr huganum, því að konan, sem köm á móti henni, var stór og holdug vel, í köfl- óttum, grófgerðum fötum og með ■beyglaðan hatt aftur í hnakka. Þetta var ekki Cissy Christopher — hún hafði verið dauð árum saman — heldur alveg vafalaust frú Cecilia Voycey, rjóð, bros- andi og vingjarnleg. Og áður en Maud Silver gæti áttað sig, var verið að kyssa hana. — Maud! Ó, ég hefði þekkt þig hvar sem var! Nú, auðvitað erum við báðar dálítið eldri — við skulum ekki neitt tala urn. hvað mörgum árum. — Ekki, að mér sé ekki sama! Ég segi nú alltaf, að það sé bezt að vera orðin dálítið roskin! Þá er mað- ur laus við ýmislegt þreytandi, eins og að verða skotin — og maður er búinn að eignast vini, og allt er í himnalagi! Þama, Hawkins! Hún rétti út hönd og greip í burðarkarl, sem framhjá gekk. — Þessi dama á farangur! Segðu honum, hvað það er, Maud, og svo kemur hann með dótið út í bílinn! Þegar þær óku út frá stöðinni í litlum bíl, sem virtist heldur þröngur fyrir eigandann, lét frú Voysey í ljós gleði sína yfir þess- um langþráðu endurfundum. — Ég hef talið dagana — alveg eins og forðum, þegar skólaárið var að enda. Skrítið. að við skyldum missa svona sjónar hvör á annarri, öll þessi ár, en þú veizt nú hvernig það er.. maður er að sverja eilífa vináttu og til að byrja með, skrifar mað- ur heilar langlokur.. og svo ekki neitt. Allt er nýtt fyrir manni — Mesta vitleysan, sem hægt því þá svimar mann. er að gera, er að horfa niður, Og maður eignast nýja kunn- ingja. Og svo fór ég nú til Ind- lands og giftist þar, og var ekk- ert lukkuleg, þó að það hafi nú sjálfságt verið mest mér að kenna sjálfri, og ef ég mætti velja aftur, þá mundi ég ekki leggja út í það sama, heldur láta mér verða meira úr lífinu. En hvað sem því öllu líður, er það af staðið nú. John sálugi dó fyrir næstum tuttugu árum, og þá vorum við búin að vera skilin nokkurn tíma. Ég erfði dálítið af peningum etftir frænda minn, svo að ég hafði efni á að losa mig við hann, Og síðan hef ég átt heima hérna í Melling. Þú manst, að pabbi var sóknarprest- ur hérna, svo að mér hefur alltaf fundizt ég eiga hér heima. Hann lifði ekki nema eitt ár, eftir að ég kom heim aftur, en ég byggði mér hús hérna og hér hefur farið vel um mig. En segðu mér nú eitthvað af sjálfri þér. Þú byrjaðir sem kennslukona — hversvegna í ósköpunum fórstu að fást við þessa spæjara- mennsku? Þú skilur. .ég hitti hana Alvinu Grey — hún er eitthvað skyld mér.. og hún sagði mér af þér og þessu hræðilega morðmáli — konuna með eilífðar-eyrnahringana — nú, fyrst ætlaði ég ekki að trúa því, að þetta hefðir verið þú sjálf, en svo lýsti hún þér, og mér fannst það hefði getað verið þú Og þá skrifaði ég þér — Og svo þanf ég ekki að rekja söguna lengra! En þú hefur ekki sagt mér, hversvegna þú tókst upp á þessari starfsemi. Hverjar breytingar sem á kunnu að hafa orðið öll þessi ár, þá var Cecilia Voyoey að minnsta kosti jafn flugmælsk og Cissy Christopher hafði verið förðum. Maud Silver hóstaði ofur hæversklega. — Það er dálítið erfitt að segja, en líklega hefur það verið fyrir keðju atvika — ég held, að það hafi verið einhver æðri handleiðsla. Kennarareynslan mín hefur líka verið mér mikils virði. — Æ, þú verður að segja niér frá þessu öllu! sagði frú Voycey með ákafa. Þegar hér var komið, varð hún KALLI KUREKI * * HOLOIT, HOBSE ! THERES TSaCICS FOUOWIWTH'TEAIL , WEMðpeTAkWHAMPTCM , FROM TH'CAMP-'AN'THEY ' AIM'T FIVE MIWUTFS OLD/ Teikncuri: Fred Harman ftmrsæ1 . I YEAH, I MIWD/ MEVER. COULD STOMACH A.WOSYSADDLE-BUM ■ U<E YOU' STAWD REAL STILL, . OR VOU'RE gUZZARP BAITf /-T — Stattu nú kyrr, klár. Það eru spor sem fylgja slóðinni, sem við gerðum þegar við fórum með Hamp- inn, og þau eru ekki fimm mínútna gömul. — Hvaðan skýtur þér upp? — Hefur þú nokkuð á móti að skýra frá hvað þú ert að gera á jörðinni minni? Eða hvað varst þú að gera í tjaldbúð málarans? Ifet__________________ — Já, ég hef á móti því. Ég hef aldrei getað þolað svona þefdýr eins og þig. Stattu grafkyrr, eða hræ- gömmunum verður gefinn kostur á að gæða sér á þér. að aka út á blábrúnina á stígn- um, til þess að komast fram hjá ungu pari, sem stóð við lim- gerðið hinumegin. Maud Silver leit á þau með eftirtekt og sá, að þetta var rauðklædd stúlka og hávaxinn ungur maður í grá- um flúnelsbuxum og grófum, víðum jakka. Stúlkan var dá- samlega fögur — næstum um Of. Einkennilegt að sjá svona stúlku úti á stíg úti í sveit, á haust- degi, með kjólinn flaxandi, gull- ið hár og sléttan yfirlit. Ungi maðurinn var skuggalegur á svipinn, eins og honum liði illa. Frú Voycey veifaði út um gluggann um leið og hún straukst framhjá þeim. sfiUtvarpiö Laugardagur 29. desember 8.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp. 13.00 Óskalög sjúklinga (Kristín Anna Þórarinsdóttir). 14.40 Vikan framundan: Kynning á dagskrárefni útvarpsins. 15.00 Fréttir. — Laugardagslögin. 10.30 Danskennsla (Heiðar Ástvalds- son). 17.00 Fréttir. — t>etta vil ég heyra: Óskar Einarsson skrifstofumað- ur velur sér hljómplötur. 18.00 Útvarpssaga bamanna: „Morgun stjarnan“ eftir Marylis, þýdd af Torfa Ólafssyni (Jóhanna Gunn- arsdóttir les.). 18.20 Veðurfregnir. 18.30 Tómstundaþáttur bama og ung- linga (Jón Pálsson). 18.55 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 19.45 Jólaleikrit útvarpsins: „Frelsun- in“ eftir Edward Sackville West byggt á Ódysseifskviðu Hómers t>ýðandi: Geir Kristjánsson. Tón list eftir Benjamin Britten, flutt af söngvurum, kór og Sin- f óniuhl j ómsveit íslands undir stjórn Williams Stricklands. Leiik stjóri: Lárus Pálsson. Persónur og leikendur: Ódysseifur konungur á íþöku* Róbert Amfinnsson. Penelópa kona hans, Guðbjörg t»orb j arnardóttir. Telemakkus sonur þeirra, Stein- dór Hjörleifsson. Evrynóma t>jónustustúl)ka, Guð- rún Ásmundsdóttir. Evryklea, fóstran, Arndís Björnsdóttir. Femíus skáld, Þorsteinn Ö* Stephensen. Halíþerses fiskimaður, Valur Gíslason. Kona hans: Anna Guðmunds- dóttir. Makkaon sonur þeirra, GásOI Alfreðsson. Kallidika dóttir þeirra, KrisU björg Kjeld. Evrymakkus, Baldvin Halldór* son. Mentor, Jón Sigurbjömsson. írus, Árni Tryggvason. Evmeus, Valur Gíslason. Leodes, Gísli Halldórsson. Bátsmaður, Ævar R. Kvaran. Sjómenn, Jón Aðils, Klemeng Jónsson, Bessi Bjarnason. Medon, Gísli Halldórsson. Antínóus og aðrir biðlar Pene- lópu, Ævar R. Kvaran. Aþena gyðja, Herdís þorvalds- dóttir. Sögnvarar: Aþena, Þuríður Pálsdóttir. Artemis, Sigurveig Hjaltesteð. Hermes, Guðmundur Guðjónssoa Apolló, Guðmundur Jónsson. 22.45 Fréttir og veðurfregnir. 22.55 Danslög, þ.á.m. leikur hljómsveit Andrésar Ingólfssonar. Söng- vari: Harald G. Haralds. 24.00 Dagiskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.