Morgunblaðið - 29.12.1962, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.12.1962, Blaðsíða 24
Aldrei meiri verzlun á Suðurlandi en nú í ár Almenn velmegun og mikið vöruúrval eykur jólaviðskiptin E I N S og kunnugt er hefur jólasalan aldrei verið eins mikil í Reykjavík og fyrir þessi jól, svo að þar kemst enginn samanburður að. Til þess að kanna, hvort líkt væri ástatt úti um sveitir, hringdi "Mbl. í gær til þriggja kaup- félaga og einnar verzlunar fyrir austan fjall. Ummæli þeirra, sem fyrir svörum urðu, fara hér á eftir: Kaupfélag Árnesinga á Selfossi. Gunnar Vigfússon, skrifstofustj., sagði: Salan er heldur meiri að krónutali en í fyrra, en ekki áiberandi meiri. Seld vara er ósköp svipuð að magni og áður. — Annars er of snemmt iað gera neinn samanburð, við rek- um mikla lánsverzlun, og get- !um bví ekki miðað við neinar tölur enn. Verzlun S. Ó. Ólafssonar á Selfossi. Sigurður Óli Ólafsson, alþing- ismaður, svarar þannig: Jólasal- an hefur ekki áður orðið meiri hér. Hún var meiri nú en í fyrra, en þá var hún einnig með hæsta móti. Annars erum við svo nálægt Reykjavík, að ef veður og færð eru í lagi fyrir jólin, eins og núna, þá fer urmull til Reykjavíkur að verzla. Þrátt fyrir það hefur atdrei selzt meira vörumagn en núna. Þetta stafar af því, að kaupgeta er mikil hér um þessar mundir. Það þarf ekkert að fara í graf- götur með það, að afköma fólks hefur aldrei verið betri. Hér eru ekki önnur eins uppgrip og hjá þeim, sem við sjóinn búa. Hér er allt jafnara, engar dældir. — Afurðaverðið er nýhækkað, og þótt eitthvað heyrist kvartað undan dýrtíð, þá er það ekki mikið. 64 bátar með 55000 ÁGÆT síldveiði var hjá flotan- um í fyrrinótt á svipuðum slóð- um og nóttina áður, eða um 30 sjómílur VNV af Skaga. -— Síldin var þó heldur grynnra. Alls fengu 64 bátar 55.350 tunn- ur, sem landað var á öllum síld- arstöðvum sunnanlands og vest- an. Eftirtaldir bátar fengu 1000 tunnur eða meir. Víðir II. 1800, Haraldur 1950, Rergvík 1600, Anna 1500, Eldborg 1500, Guð- mundur Þórðarson 1600, Hilmir 1200, Gjafar 1400, Manni 1000, Auðunn 1100, Sigurður AK 1200, Skírnir 1400, Kristbjörg VE 1200, Fiskaskagi 1000, Jón Guðmunds- son 1000, Árni Geir 1350, Pétur Sigurðsson 1300, Halldór Jóns- son 1100, Gísli lóðs 1200, Ingiber Ólafsson 1000, Haflþór RE 1000, og Valfell 1000. SÍÐUSTU FRÉTTIR Seint í gærkvöldi höfðu marg- Sjómanna- félags- kosningum að Ijúka NÚ dregur' að lokum kosn- inga í Sjómannafélagi Reykja víkur. Kosið verður um þessa helgi á skrifstofu félagsins að Hverf isgötu 10 sem hér segir: Á laugardag kl. 10—12 f. h og 2—9 e. h. á sunnudag kl. 2—9 e. h. og á mánudag kl. 10—12 f.h. Sjómenn eru áminntir um að neyta atkvæðisréttar síns og hrinda enn einu sinni árás kommúnista á félag sitt, en þær hafa aldrei verið ofsa- legri en nú. Listi stjómar og trúnaðar- mannaráðs er A-listinn. Sjómenn. Munið X A. ir bátar kastað í Kolluál og í tungu Jökuldjúpsins en veiði virtist á þeim tíma stirðari en tvo síðustu daga. Eftirtaldir bátar höfðu til- kynnt afla: Sigurður Bjarnason 800—900 tunnur, Gjafar 900, Þor- lákur 250, Ásgeir 500, Hafþór 400 og Hallveig Fróðadóttir 200. Veiðiveður var gott og öll nótt- in framundan til að kasta. Kaupfélagið Þór, Hellu. Grímur Thorarensen, kaup- félagsstjóri, sagði: Jólasalan var miklu meiri en í fyrra, Og hún hefur aldrei verið svo mikil, bæði að krónutali og i vöru- magni. Of snemmt er að nefna neinar tölur, þær eru ekki enn fyrir hendi, en sala gegn stað- greiðslu var svo miklu meiri nú Framh. á bls. 2 Frá útför Sigurðar E. Hlíðar Virðulegr útlör Siffurðar E. Hlí&ar ÚTFÖR Sigurðar E. Hlíðar, fyrr- verandi yfirdýralæknis og al- þingismanns Akureyrarkaup- staðar, var gerð frá Dómkirkj- Bezti fisKurinn hækkar um 12% Yfirnefnd hefur úrskurðað fiskverb 1963 fy rir FISKVERÐ fyrir árið 1963 hefur verið ákveðið af yfirnefnd Verð- lagsráðs sjávarútvegsins. Meðal- fiskverð hækkar um 9 % %, en skipting í flokka er nokkur önn- ur en í fyrra. Hækkunin er meiri á betri flokkunum, 1. flokki A og B, en 2. flokkur hækkar lítið. Verðið gildir allt árið, en það er þó heldur lægra fyrir smá- fisk yfir sumartímann. Allir fisk kaupendur skulu greiða hið ákveðna verð til útvegsmanna og sjómanna, en þegar útvegs- menn verka fiskinn sjálfir er verðið lagt til grundvallar við hlutaskipti sjómanna. Verðlagsráð sjávarútvegsins kom saman í byrjun desember til að ákveða fiskverðið, en náði ekki samomulagi um það. Hinn 18. desember var málinu vísað til yfirnefndar og varð samkomu- Sæfaxi fékk 7 tonn á línu Akranesi, 28. des. VÉLBÁTURINN Sæfaxi fiskaði á línu í gær 7 tonn, sem voru nær eingöngu ýsa og hún falleg. Sæfaxi var á sjó í dag og kem- ur væntanlega að í kvöld. — Oddur. Þjóðskráin gefur út fæðingavottorð UM áramótin hættir Þjóðskjala- safn íslands útgáfu fæðingar- vottorða og hliðstæðra vottorða, en Þjóðskrá Hagstofunnar mun framvegis annast það verk. Vottorðin verða veitt í Hag- stofunni, Arnarhvoli (inngangur frá Lindargötu, alla virka daga frá kl. 9 árdegis til kl. 5 síðdeg- is, á laugardögum kl. 9—12.30. lag um, að Gunnlaugur G. Björns son, bankafulltrúi, skyldi vera formaður hennar. Aðrir í yfir- nefndinni voru Helgi Þórarins- son, framkvæmdastjóri, Reykja- vík, Sigurður Pétursson, útgerð- armaður, Reykjavík, Gunnlaugur Stefánsson, framkvæmdastjóri, Vestmannaeyjum, og Tryggvi Helgason, Akureyri. Samkvæmt ákvörðun yfirnefnd ar verður fisfcverðið þannig, — miðað við slægðan fisk með haus: * 1. flokkur A, þorskur og ýsa kr 3,60 pr. kíló. Verðið var kr. 3,21 pr. kíló. Hækkunin nemur því 12%. 1. flokkur B, þorskur og ýsa, kr. 3,16 pr. kíló. Verðið var kr. 2,89 pr. kíló. Hækunin er því 9,3%. 2. flokkur kr. 2,59 pr. kíló, Verðið var kr. 2,57 pr. kíló. — Hækkunin nemur því 0,8%. Hækkun fyrir aðrar fisktegund ir er í samræmi við þetta. unni í Reykjavík í gær. Var hún fjölmenn og hin virðulegasta. Athöfnin hófst kl. 10,30 fyrir hádegi. Dr. Páll ísólfsson lék á orgel og Þórarinn Guðmundsson á fiðlu en menn úr Karlakór Reykjavíkur sungu. Fyrst voru sungnir sálmarnir „Á hendur fel þú honum“ og „Fögur er fold- in“. Þá flutti séra Bjarni Jóns- son vígslubiskup útfararræðuna, en síðan voru sungnir sálmarn- ir „Ég lifi og ég veit“ og „Son guðs ertu með sanni“. Frímúrarar stóðu heiðursvörð við kistuna. f kirkju báru ráð- herrar og þingmenn úr Sjálfstæð isflokknum en úr kirkju bárv vinir hins látna. Hofnaríjörðui JÓLATRÉSSKEMMTUN Sjálf- stæðisfélaganna verður í Góð- templarahúsinu í dag. Klukkan þrjú hefst skemmtun fyrir yngri böm og fyrir eldri frá kl. 8,30 til 1 e.m. — Jólasveinn skemmtir börnunum. Aðgöngumiðar verða seldir í Gúttó frá klukkan eitt í dag. Lét fætur ganga á með- vitundarlausum Fjögur árásarmál á einni «/iku RANN SÓKN ARLÖGREGLAN í Reykjavík hefur nú í vikunni fengið til meðferðar fjögur árás- armál. Síðari hluta aðfaramætur fimmtudags var leigubílstjóri að aka drukknum manni heim. Varð orðasenna á milli þeirra á ákvörð unarstað, og lauk svo að til átaka kom. Sá bílstjórinn þann kost vænstan að flýja bílinn, en far- þeginn varð eftir. Bílstjórinn kom aftur í fylgd lögreglunnar og var farþeginn þá sofandi í bílnum. Sömu nótt var lögreglumaður á ferð við höfnina þeirra erinda að taka næturmyndir af skreyt- ingum þar. Veittist þá að honum drukkinn maður og bauð upp á slagsmál. Ekki sinnti lögreglu- maðurinn, sem var óeinkennis- klæddur, áskoruninni, og vildi halda á brott, en maðurinn réð- ist á hann. Lögreglumaðurinn yfirbugaði árásarmanninn og fór með hann á lögreglustöðina. Þriðja árásin átti sér stað sömu nótt í Lækjargötu, er hjón voru þar að huga að leigubíl. Veittist að þeim ungur piltur, drukkinn mjög, og sló manninn í höfuðið. Maðurinn, sem er lögfræðingur, gerði næsta lögregluþjóni aðvart, manni og hlaut piltungurinn gistingu I fangageymslunni. Aðfaranótt sl. laugardags voru tveir menn á gangi fyrir framan Bókaverzlun Sigfúsar Eymunds- sonar í Austurstræti. Vatt sér að þeim ókunnur maður, mjög drukkinn, og sló annan manninn svo í höfuðið að hann hrökklaðist út á götuna. Réðist ribbaldinn þar aftur að honum og barði hann enn í höfuðið með þeim afleiðingum að maðurinn missti meðvitund og féll í götuna. Ekki þótti árásarmanninum nóg að gert heldur lét fætur ganga á meðvitundarlausum manninum, og forðaði sér síðan á hlaupum. Árásarmaðurinn þekktist, en hann mun hafa haldið sig í fel- um síðan og hefur ekki fundizt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.