Morgunblaðið - 29.12.1962, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 29.12.1962, Blaðsíða 13
Laugardagur 29. desemb'er 1962 MORGVNBLAÐ1Ð 13 Kristm Gublaugsdóttir trúboði skrifar Bréf frá Konsö HÉR birtast frá Kristínu kristniboða í kaflar úr bréfi GuSiaugsdóttur, Konsó: MEÐAL SJÚKRA. Við syngjum svo oft: „Ó, lát mig fá að finna ljóst, hve fólksins neyð er sár“. Þetta á við bæði um andlega Wg líkamlega neyð, enda sjáum við hér úti hvernig andleg neyð er hún heyrði einn daginn, að hann var giftur og skilinn, og átti meira að segja barn. Hann varð berklaveikur fyrir löngu og þá hljóp konan í burtu og barnið dó. Móðir hans aumkv- aði sig þá yfir hann, því hann var alveg ósjálfbjarga. Nú hefur hann fengið mikinn bata og geng ux um allt. Þetta er ein skýring- in á því, hve hörmulega tekst til Holdsveik stúlka, kristniboðanna. sem notið aðhlynningar islenzku og villa leiðir af sér líkamlega neyð. Er ég stóð niðri í sjúkra- skýli með Ingunni seint að kvöldi, þar sem kona fæddi afmyndað barn, kom þessi ljóðlína til mín, eins og svo oft áður. Mér fannst ég næstum fá að finna neyðina alltof ljóst. Þetta litla, nýfædda barn var ekki vanskapað, heldur hafði það verið eyðilagt með mannahöndum. Fæðingin gekk illa og konan hafði legið á þriðja dag og hlotið hjálp sinna kvenna, — en sú hjálp var næstum orðin að barnsmorði. Finnst ykkur þetta of sterkt orð? Ég held ekki, ef þið hefðuð séð þessa ömur- legu sjón, sem við urðum vitni að umrætt kvöld. Þá fyrst, er allt var komið í óefni, tók faðir kon- unnar af skarið og lét bera hana til sjúkraskýlisins, þar sem Ing- unn gat, fyrir Guðs náð, bjargað lífi móður og barns. En höfuð litla barnsins var hroðalega far- ið, svo að hvert meðalbarn hefði tæpast þolað slííka meðferð. Þetta var hins vegar gríðar stór og hraustur drengur og það mun aði miklu. „Ó, breiddu klút yfir barnið, breiddu klút yfir það“, hrópaði móðirin grátkæfðri röddu, — og þá skiljið þið, að ég er ekki að ýkja. Engu okkar datt ■í hug, að barnið yrði nokkru sinni eðlilegt aftur, — en á þriðja degi var það næstum óþekkjanlegt, hafði lagazt svo mikið, að kraftaverk verður að teljast. Um innri meiðsli barns- ins er ekki auðvelt að segja, en Guði er ekkert ómáttugt. Talað var alvarlega við fólkið um leið og vitnað var um hjálpræði Guðs, sem okkur er gefið í Jesú Kristi. Kom í ljós, að faðir konunnar hafði eitthvað sótt samkomur hér í stöðinni, — og síðan þetta gerðist höfum við oftast séð hann á sunnudagssamkomum. Á sjúkraskýlinu hefur verið talsvert að gera og jafnvel komið harðar skorpur. Sár, malaríu, Btífkrampa og aðra slíka sjúk- dóma ber hæst, — en fæðingar, illir andar og margvísleg slys hafa verið talsverð upp á síð- kastið. Margt hafa áhugasöm augu fengið að sjá þennan tíma, þótt óhugnanleg verði að telja mörg þessara tilfella. Ingunn stendur eins og klettur mitt í öllu stritinu, og hljótum við að dást af handbrögðum hennar og þreki. Einn daginn tók hún af tá um lið eins og æfður skurð- læknir. Það var gaman að sjá. Einn drengur er nú á sjúkra skýlinu, varla meira en 15—16 ára. Það var nærri liðið yfir Ingu, með mörg hjónabönd hér. Börnin eru gefin á unga aldri og gift 12—13 ára. Svo geta aðilar hlaup ið frá öllu saman, hvenær sem þeim þóknast Fyrir skömmu veiktist barn héraðsstjórahúsinu. Var það barnabarn héraðsstjórans. Voru send boð eftir Ingunni og fékk ég að keyra hana upp eftir. Er drakk hún morgunkaffi með okk- ar. Hún ætlaði alveg að „éta Bjarna litla“, eins og sagt er á góðri“ íslenzku, og mikilli bless un hefur hún vafalaust „spýtt“ á hann, samkvæmt þjóðarsið. Börnin eru orðin svo vön að sjá slíkt gagnvart Bjarna, að þau taka varla eftir því, en þegar svo gamla konan tubbaði á Valgerði litlu, lá við að hún færi að gráta, og sagði: „Hvað er þetta, — af hverju spýtir kerlingin á mig“. Gott að blessuð gamla konan skyldi ekki íslenzku. SVIPMYND FRÁ KVENNANÁMSKEIÐI Það varð úr, að haldið skyldi sérstakt námskeið fyrir konur 2 daga vi’kunnar frá klukkan hálf níu til eitt. Er það mánudaga og fimmtudaga. Feetamo og Borale annast kennsluna að mestu. Það er mánudagur og ég er stödd í námskeiðsskýlinu með handavinnutíma. Sumar kvenn- anna hafa setzt fyrir utan skýlið og masa saman meðan nálin gengur ótt og títt og saumar mis fögur spor í litlu flíkina, sem verið er að vinna. Aðrar sitja á dreif um bekkina, og margar raula söngva. Yfir andlitunum hvílir gleði og áhugi. Meðal þessara 2'2ja kvenna eru konur prádikaranna 5. Ekki láta þær smábörnin hindra sig, heldur taka þau með sér. Ótrúlega ró fá þær þrátt fyrir það, og er ég hrædd um, að mín börn hefðu ekki alltaf verið svona róleg. Þegar ég lít yfir hópinn, sé ég konu Chandos. Þarna situr hún við hlið uppkominnar dóttur sinnar og báðar hamast við saumaskapinn. Móðirin saumar hvítar stuttbuxur en dóttirin litla barnaskyrtu. Báðar eru þær prýðisvel handlagnar. Rétt hjá þeim situr kona Barrisja. Hún er fremur ung, en andlit og hend ur bera verksummerki þungrar vinnu. Mörg á hún líka börnin og bíður nú eins til viðbótar. Það er fjörlegt blik í augum Páll litli, innfæðdur drengur, Guðlaugur fá að fara á bak asna vatnspóstsins. Valgerður, þangað kom, klukkan var um 8 að kvöldi, var húsið fullt af alls kyns fólki, vælandi konum, grát andi krökkum og emjandi prest- um. Mér datt helzt í hug, að við kæmum of seint, barnið væri dáið, — en því fór fjarri. Bless- aður drengurinn litli var sjúkur af hræðslu, og ekki batnaði það, þegar hann fékk 2 sprautur og lyf í skeið. „Ég finn svo til, ég finn svo til“, æpti hann hástöfum, eins og 5 ára krakki frekast getur. Ekki hafði hann fyrr sleppt orð- inu en allir, sem inni voru, að undanskildum okkur, kveinuðu: „Tassa, tassa — ó — ó — tassa, tassa“. Þetta „tassa“ er með- aumkvunaryrði og þýðir í raun- inni: Komi sjúkleikinn heldux í mig. Ég hugsaði með mér, að svona aðfarir nægði til að láta mig verða alvarlega veika. Móðir héraðsstjórafrúarinnar, kona ná- lægt 100 ára, grét fögrum tárum allan tímann meðan við stóðum við, og sjálfsagt miklu lengur. Ótrúlegt annars, hve sú gamla kona tórir og er brött. Einn dag- inn komú hún t. d. ríðandi á múl- dýri niður á sjúkraskýli til að fá lyf. Sagði, að sér þætti svo gaman að komast út svona til tilbreytingar. Ingunn kom svo með hana hingað heim og hér hennar, þar sem hún situr og ræðir við konu Kaute, varð- mannsins, sem okkur til mikill ar gleði hefur sótt þetta nám- skeið trúfastlega. Það væri rangt að segja, að allar konurnar séu jafn duglegar, þótt áhuginn sé hinn sami hjá hverri og einni, — og allar eru þær að sauma flíkur, sem koma að notum. Sem heild er undravert, hve fimlega vinnulúnar hendur halda á nál- inni. Valgerður litla er hér að leika við litlu börnin. Virðast þau una leiknum vel og skríkja af ánægju. Guðlaugur litli heldur sér meira að stærri drengjum og rétt áðan þeystist hann á eftir kibbu og kálfinum, sem stolizt höfðu í akurinn. Bjarni litli getur ekki á sama hátt hlaupið hvert sem hann vill, en Gessahinj litli er iðinn að gæta hans og leika við hann. Ein kvennanna bað um að fá að sauma buxur eins og barn- ið mitt væri í. Leyfið var auð- sótt og nú er hún nærri búin að ljúka ljómandi laglegum skrið- buxum. Á að gizka 18 ára stúlka situr úti við skýlisopið ásamt fleirum, og eru þær niðursokknar í sam- ræður. Ég stend innarlega í skýl- inu og er að hjálpa einni við saumana. Engin okkar tekur eftir sporléttum manni, sem nálg ast. Skyndilega lít ég þó upp, nægilega snemma til að sjá hann ráðast að ungu stúlkunni og með langri ól veita henni tvö heljar- högg á bakið. Allar hljóðuðu upp, og stúlkan leitaði grátandi skjóls. Ég fremur flaug en hljóp til þeirra og reyndi að „gera mig breiða". Maðurinn horfði á mig gneistandi augum og reiddi ól- ina að nýju. Allar stóðum við á öndinni og vissum ekki, hvers vænta mátti. Snögglega lét hann þó handlegginn síga og tautaði eitthvað um, að stúlkan væri sín. Nú komu kennaramir hlaupandi og Gísli, sem staðið hafði heima á hlaði og séð hvað verða vildi. Er maðurinn sá til ferða hans, fór hann að ókyrrast og hopaði af hólmi. f ljós kom, að unga stúlk- an hafði verið kona umrædds manns, en bjó nú með móður sinni í Derra, maðurinn í Val- anta. Borið hafði á þessum æðis- köstum um all langt skeið, og er kona hans, sem þá bjó með hon- um, orðaði, að þau færu saman á samkomur til að heyra um Jesúm, umturnaðist hann gjör- samlega. Er hún svo fór að sækja samkomur að staðaldri, varð hann æ verri og í þessum köst- um var hans eina fróun að lumbra á henni. Flýði hún þá frá honum, þar sem lífi hennar og limum var hætta búin sökum þessa. Konsókonurnar mega nú ýmsu venjast af slíku tagi, þess göngum við ekki dulin, en hér var annað og verra um að ræða. SEÖKKVISTARF Fyrir nokkru kom upp bruni í Konsóþorpinu, sem næst okkur er, Bedengeltú. Logarnir stigu hátt til himins og veinin í fólk- inu hljómuðu óhugnanlega í kvöldkyrrðinni. Gísli og Káte hlupu úteftir, og streymdi fólk- ið til að hjálpa. Það er skelfileg sjón heima, að sjá timburhúsin hverfa eins og dögg fyrir sólu, en hvernig haldið þið þá, að það sér hér, þar sem kofarnir standa þétt saman og stráþökin eru skrælnuð eftir langvarandi þurk, — þar sem ekkert er brunaliðið og lítið sem ékkert vatn. Fyrst hlupu mennirnir um eins og höf- uðlaus her, en svo fór að koma skipulag á mannskapinn, og þeir hlupu til að skera sér stærðar greinar af svonefndum mjólkur- trjám. Þær eru svo settar á eld inn til að kæfa hann. Gísli reyndi að liðsinna þeim eftir getu, og tóku þeir m. a. af næstliggjandi kofaþak og helltu því litla vatni, sem til var, yfir hin, sem stóðu nálægt, til að hindra, að eldurinn breiddist út. Eftir ótrúlega skamman tíma var eldurinn slökktur og hættan liðin hjá. Að- eins tveir kofar höfðu brunnið og nokkrir skemmzt. Daginn eftir kom hersing af foráðamönnum þorpsins til að þakka Gísla fyrir hjálpina. Spurðu. þeir einnig, hvort hann hefði nokkuð meitt sig eða eyðilagt fötin sín. Voru þeir afar þakklátir, og er sjálf- sagt eitthvað til í því, sem Ing- unn segir, að þessu gleyma þeir seint, — að kristniboðinn skyldi sjálfur koma og leggja þeim lið. TVEIR HEIMAR Nú er búið að slökkva ljósin og við sitjum inni í stofu 1 myrkr inu. Þá heyrum við skyndilega skærar drengjaraddir, sem rjúfa kvöldkyrrðina: „Ó, þá náð að eiga Jesúm, einkavin í hverri þraut“ (Þessi söngur er til í amhariskri þýðingu). Þetta eru heimavistardrengirnir okkar, 20 talsins. Þetta hreif okkur eitt- hvað sérstaklega og minnti helzt á söngvana, sem stundum mátti heyra úr sumarbúðatjöldunum í Vindáshlíð og Vatnaskógi. Síð- ustu tónarnir dóu út og aftur varð hljótt. En svo byrjaði veik- ur trumbusláttur, sem smájókst, unz hávaðalæti og vein bættust við. Ekkext okkar sagði orð, við aðeins hlustuðum og skildum svo alltof vel, hvað um var að ræða. Trumbtu töframannanna í nálæg- asta þorpi, Bedengeltú, voru enn ekki þagnaðar til fulls. Þar sem Guðs verk er hafið, æðir hið illa af enn meiri ákafa og reynir að slökkva áhrifin og andann. Hversu ólíkir voru ekki þessir tónar, sem bárust inn til okkar. Það var næstum óhugnanlegt djúp staðfest á milli þeirra. En Guði sé lof, að það djúp hefur Drottinn sjálfur brúað, svo að hver sem heyrir Gus orð og varð veitir það, mun hólpinn verða. „Ó, þá náð að eiga Jesúm“: Ung blómarós skreytt perlufestum Róðstefnon um SAS-Loítleiðir hnldin 7. og 8. jnnnor Stokkhólmi 28. des. (NTB). HIN fyrirhugaða ráðstefna þeirra flugfélaga innan IATA (Alþjóðasambands flugfélaga), sem fljúga yfir N.-Atlantshaf, verður sennilega haldin í París dagana 7. og 8. janúar n.k. Eins og kunnugt, er efnt til ráðstefn- unnar til þess að ræða óánægju SAS vegna hinna lágu fargjalda Loftleiða á leiðinni yfir N.-Atl- antshaf. - Utan úr heimi Framhald af bls. 12. seti T.W.A., tók við því em- bætti í apríl 1961. Hann er einn af 6 forsetum félagsins, en þeir gegna embætti í 14 ár. Tillinghast er 51 árs. Hon- um eru tryggð 50 þús. dollara (rúmar 2 millj. ísl. kr.) árs- laun hjá T.W.A. þar til hann er 65 ára, þó að hann hætti störfum hjá félaginu fyrir þann tíma. Hann er lögfræð- ingur að menntun. Howard Huges, stærsti hlut- hafi í T.W.A. hefur ekki enn látið í Ijós álit sitt á samein- ingu flugfélaganna en hann getur átt lokaorðið um það hvort af henni verður. Hann er þj óðsagnapersóna í Banda- ríkjimum vegna fjármálahæfi- leika, glannaskaps á flugferð- um og gljálífis í Hollywood. Hann er einn af auðugustu mönnum Bandaríkjanna og nema auðæfi hans 500 millj. dollara (rúmlega 21 milljarði ísl. kr.) Juan T. Trippe, forseti Pan Am, er stofnandi félagsins og eini forseti þess. Hann hefur starfað að flugmálum í 35 ár og hlotið mörg heiðursverð- laun fyrir starf sitt á því sviði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.