Morgunblaðið - 29.12.1962, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 29.12.1962, Blaðsíða 9
Laugardagur 29 desember 1962 MORGVIS BLAÐIÐ 9 Óskar Sæmundsson Akureyri 65 ára í dag 65 ÁRA er í dag Óskar Sæmunds son, fyrrum kaupmaður, einn af þekktustu borgurum Akureyrar. Óskar er Vestfirðingur í húð og hár, alinn upp í Bolungarvík við ísafjarðardjúp. Föður sinn missti hann um fermingu í sjóslysi, og upp úr því fluttist hann ásamt móður sinni til Akureyrar, en þar settist hún að til þess að geta betur komið börnum sínum sex til mennta, en slíkt mun hafa verið einstakt á þeim tíma. Óskar lauk gagnfræðaprófi á Akureyri og settist að því loknu í fyrstu stærðfræðideild Mennta- skólans í Reykjavík. Því námi gat hann þó ekki haldið áfram og mun því bæði hafa valdið vanheilsa um tíma og miklir fjár- hagsörðugleikar. Um skeið mun Óskar hafa unnið margvísleg störf og þá kynnzt ýmsum þrældómi, er þá tíðkaðist. Síðar lagði hann stund á verzlunarstörf og sigldi þá m. a. til Kaupmannahafnar til náms í þeim fræðum. Á Akureyri stofnaði Óskar verzlunina Esju við Ráðhústorg, er hann rak í nærfellt þrjá ára- tugi. Var hann jafnan kenndur við fyrirtæki sitt og allir full- orðnir Akureyringar kannast við „Óskar í Esju“. Þóttu öll við- skipti við hann traust og áreið- anleg, enda kom þar fram einn sterkasti eiginleiki mannsins, áem er dæmafá samvizkusemi og áreiðanleiki. Fyrir nokkrum árum hætti Óskar verzlun og réðst þá til hins umsvifamikla Útgerðarfé- lags Akureyrar sem gjaldkeri. Er ekki að efa, að þar notasí vel reynsla hans og trúmennska. Um skeið tók Óskar nokkurn þátt í félagsstörfum á Akureyri. Mun hann m.a. lengst manna hafa átt sæti í stjórn Verzlunar- mannafélags Akureyrar og for- maður þess var hann um tíma. Lengi átti hann og sæti í stjórn Sjálfstæðisfélags Akureyrar og fleiri félögum. Óskar er tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Guðrún Magnús- dóttir frá Kjörvogi á Ströndum, mikilhæf mannkostakona, er lézt árið 1947 eftir langvarandi vanheilsu. Áttu þau þrjú börn, Sæmund stýrimann, nú heild- sala í Reykjavík, Magnús, lög- fræðing, og Guðfinnu, húsfrú á Framhald á bls. 16. Heildverzlun óskar eftir duglegum manni nú þegar, til aðstoðar við dreyfingu á vörum um borgina. Tiiboð, merkt: „Duglegur — 1957“ sendist afgr. Mbl. fyrir 3. jan. Skrifstofustúlka óskast á skrifstofu hæstaréttarlögmanns. Þær, sem áhuga hafa á þessu starfi sendi umsóknir í P.O.Box 662, Reykjavík. ATVIISIIMA Starfstúlku vantar í apótek. — Umsóknir sendist afgr. Mbl., merkt: „3153“. TiSkynning um söluskattsskírteini Hinn 31. desember n.k. falla úr gildi skírteini þau, sem skattstjórar og skattanefndir hafa geiið út á árinu 1962, skv. 11. gr. laga nr. 10/1960 um sölu- skatt. Endurnýjun fyrrgreíndra skirteina er hafin, og skulu atvinnurekendur snúa sér til viðkomandi skatt- stjóra, sem gefa út skírteini þessi. Allar breytingar, sem orðið hafa á rekstri, heimilsfangi eða þess háttar ber að tilkynna um leið og endurnýjun fer fram. Nýtt skírteini verður aðeins afhent gegn af- hendingu eldra skírteinis. Eyðublöð fyrir tilkynningar um atvinnurekstur og söluskattsskírteini fást hjá skattstjórum. Reykjavík, 27. des. 1962. Skattstjórinn í Reykjavík. Landsmálafélagið Vörður JÓLATRÉSSKEMMTANIR Landsmálafélagsins Varðar verða að Hótel Borg, fimmtudaginn 3. janúar og föstudaginn 4. janúar kl. 15:00 tilkl. 19:00. — Verð aðgöngumiða kr. 60:00. — Aðgöngumiðar afhentir á skrifstofu Sjálfstæðis- flokksins í Sjálfstæðishúsinu á venjulegum skrifstofutíma. Landsmálafélagið Vörður. Vörður — Hviil — HeimdalEur — Óðinn ÁRAIUÖTASPILAKVOLD Áramótaspilakvöld Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík verður fimmtudaginn 3. janúar kl. 20,30 í Sjálfstæðishúsinu og Hótel Borg. Skemmtiatriði: S J ÁLFSTÆÐISHÚ SIÐ: 1. Spiluð félagsvist. 2. Ávarp: Formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, dómsmálaráðherra. 3. Spilaverðlaun afhent. 4. Dregið í happdrætti. 5. Spánska danstríóið „Queta Barcelo“ dansar spánska dansa. 6. Dans. Húsið opnað kl. 20.00. — Lokað kl. 21.30. HÓTEL BORG: 1. Spiluð félagsvist. 2. Ávarp: Varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Gunnar Thoroddsen, fjármálaráðherra. 3. Spilaverðlaun afhent. 4. Dregið í happdrætti. 5. Spánska danstríóið „Queta Barcelo“ dansar spánska dansa. 6. Dans. Húsið opnað kl. 20.30. — Lokað kl. 21.30. Sætamiðar afhentir í Sjálfstæðishúsinu á venjulegum skrifstofutíma. Skemmtinefndin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.