Morgunblaðið - 29.12.1962, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.12.1962, Blaðsíða 6
6 mORGVNBLAÐIÐ Laugardagur 29, desember 1962 Þjó^Seikhásið: Pétur Gautur Henrik Ibsen Tónlist: Edvard Grieg — Þýðandi Einar Benediktsson skáld — Leikstjóri; Gerda Ring. Frumsýning á annan í jólum. í>EGAR Pétur Gautur var sýnd- ur hér í Iðnó vorið 1944 á vegum Leikfélags Reykjavíkur og Tón- listarfélagsins, komst ég svo að orði í leikdómi mínum í Morgun- blaðinu: „Það mun jafnan verða talinn stórviðburður í sögu íslenzkrar leiklistar, er Pétur Gautur, hið stórbrotna listaverk Henriks Tb- sens, var sýndur hér í fyrsta sinn síðastliðið föstudagskvöld í snilldarþýðingu Einars skálds Benediktssonar. Að vísu eru að- eins þrír fyrstu þættir leikritsins sýndir, enda ógerningur að sýna það allt á voru fátæklega leik- sviði.... má það vera öllum gleðiefni að þessir tveir aðilar (L. R. og Tónlistarfél.) hafa tek- ið höndum saman um að skapa hér hærri og fegurri list en vér höfum átt kost á hingað til á þessu sviði og spáir góðu um öra þróun þessara mála með oss í framtíðinni“. — Þessi spá hefur vissulega rætzt í ríkum mæli, því að á engu tímabili hefur ís- lenzkri leiklist fleygt eins geysi- lega fram og á þeim tæpum tveimur áratugum, sem liðnir eru síðan þessi framangreindu orð voru rituð. Þá var það hin mikil- hæfa norska leikkona Gerd Grieg, er setti leikinn á svið, með þeim ágætum, að undrun sætti, eins og allar aðstæður voru. — Síðan hefur Þjóðleikhús ið komið til sögunnar með allri sinni tækni og miklu möguleik- um til að leysa vel af hendi hin erfiðustu verkefni. Og enn er það afburðagóð norsk leikkona og leikstjóri, frú Gerda Ring, sem hefur annazt leikstjórnina á Pétri Gaut, og nú er leikurinn sýndur allur, eða því sem næst, aðeins sleppt þeim atriðum, sem ekki henta fyllilega leiksviðinu. -Jt Umferð í myrkri. Velvakandi Morgunblaðinu í Morgunblaðinu í dag 13. desember eru leiðbeiningar til fólks í sambandi við umferð í myrkri. Er þar talað um að hafa í hendinni ljósan klút eða blað. Ekki veit ég hvernig klút eða hvaða blað blaðamaðurinn hefur haft í huga, en sennilegt þykir mér að hvorutveggja yrði — Pétur Gautur var, sem kunn- ugt er, upprunalega saminn til lestur, en ekki fyrir leiksvið, en hefur síðan verið hagrætt í sam- ræmi við kröfur leiksviðsins, og þá jafnan verið felld niður þau atriði verksins, sem ekki hefðu notið sín á leiksviði. Þó er það svo að leikurinn leynir ekki uppruna sínum, sem bezt lýsir sér í hinum mikla mun á fyrri hluta leiksins og hinum síðari. I fyrri hlutanum eru persónurnar mannlegar og lifandi og atburð- irnir í samræmi við það (að frá- dregnum hugarórum Gauts: Grænklædda konan, í höll Dofr- ans og Beygurinn), en síðari hlutinn er táknrænn hugmynda- leikur, að vísu snilldarlega sam- inn, en nær þó ekki jafn sterk- um tökum á áhorfandann sem fyrri hlutinn. Pétur Gautur er margslungið listaverk, sérstætt og voldugt bókmenntaafrek á borð við Faust Göthes, enda hefur mikið verið um verkið ritað, eðli þess og til- gang. Hér verður ekki við komið að rekja efni leikritsins enda ekki hægt að gera það í stuttu máli, en þess skal getið að leik- urinn gerist bæði í Noregi og víða erlendis. Höfundurinn gerir þarna upp við samtíð sína, segir henni til syndanna í hárbéittri og vægðarlausri satíru. Róman- tíkin, sem reyndar er að fjara út um þetta leyti, verður þarna illi- lega fyrir barðinu á höfundinum, og þeir menn, sem lifa í draum- um og hugarórum og standa þróttlausir og viljalausir gagn- vart staðreyndum lífsins. Þeir ganga aldrei heilir til verks, eru hálfir í öllu — illu sem góðu, þora ekki að horfast í augu við sannleikann og kjósa heldur að sniðganga örðugleikana en sigr- ast á þeim. Þeir beygja af eins og Pétur Gautur: „ — já, óska þess, hugsa það, já enda vilja það, en gera það, nei, sjálfur skrattinn má skilja það“. þannig lýsir höfundurinn þessum mönnum. Og hann deilir hart á margt í fari landa sinna, einkum þjóðernishrokann og sjálfbyrg- ingsháttinn. Kemur það hvað bezt fram í þessum orðum, er skáldið leggur Dofra, konungi þursanna í munn: „Þar úti, sem nótt fyrir árdegi víkur er orðtakið: „Maður, ver sjálfum þér líkur". En meðal vor, þar sem myrkt er öll dægur, er máltækið: „Þursi, ver sjálfum þér — nægur“.“ hálf rytjulegt í þeirri tið, sem gengið hefur undanfarið. Mér hefði ekki þótt úr vegi fyrst farið er að leiðbeina fólki í þessum efnum að minnast á endurskinsefnin. Þau eru nú orðin allvel þekkt af vegskiltun um um allt land, svo og af götu málningunni, sem Reykjavikur borg notar. Þess utan nota skjól fatagerðir þessi efni töluvert En jafnframt þessari ádeilu er leikritið sammannlegt í eðli sínu. Við höfum ekki aðeins hugboð um það að höfundurinn sjái sjálf an sig í ýmsu í fari Péturs Gauts, heldur finnum við einnig að í okkur sjálfum býr meira og minna af þessari manngerð. Leikstjórinn, frú Gerda Ring, hefur leyst starf sitt frábærlega vel af hendi. Hún hefur lagt á- herzlu á hugmyndaflugið, hið ljóðræna eðli leiksins og mann- lýsinguna, án þess þó að það sé gert á kostnað meginefnisins. Gefur það verkinu nokkru mild- ari blæ en ella, en dregur þó á engan hátt úr ádeilunni. Ber sýningin öll með sér að leikstjór- inn hefur haldið öllum þráðum leiksins í öruggri hendi sér og kann þá mikilvægu list að laða fram hjá leikendunum alla þá hæfileika, sem þeir búa yfir, enda hefur árangurinn orðið eft- ir því. — Ýmsar raddir hafa fyrr og síðar verið uppi um það að tónlist Griegs við Pétur Gaut, sé ekki í samræmi við efni leiksins, sé of rómantísk. Mun Ibsen hafa verið á þeirri skoðun og sagt er líka að Grieg hafi ekki verið hrif inn af að semja tónístina við leikinn, því að honum hafi þótt hann „andstyggilegasta og við- á ytri fatnað barna og unglinga. Um langt skeið hefur verið reynt að vekja áhuga forráða- manna bifreiðaeftirlitsins á að nota endurskinsefni á bifreiða númerin, en án árangurs. Ó- sjálfrátt verður manni hugsað til þess, hvort ekki hefði mátt afstýra slysinu á Hringbrautinni nú á dögunum, ef bílnúmerið hefði verið með endurskinsefni. bjóðsiegasta" leikritið sem hann þekkti. Ég er ekki frá því að þeir sem halda fram misræmi milli tónlistar Griegs og leikritsins Mér er ekki kunnugt um af- stöðu frú Ring til þessa máls, en hitt er víst að tónlistar Griegs gætir minna við þessa sýningu en tíðkast víða annars staðar. Hygg ég að það sé rétt ráðið og dáist ég þó út af fyrir sig, að þessari fögru músik. — Eitt atriði vil ég minnast á í þessu sambandi og þakka frú Ring, en það er að hún hefur ekki falið einhverri lærðri söngkonu að syngja „Söng Sólveigar" að tjaldabaki eins og svo víða er gert. Einmitt það að leikkonan syngur þarna sjálf með sinni litlu og hversdagslegu rödd, gef- ur atriðinu þann sanna og ein- falda blæ sem því hæfir. Aðeins eitt atriði leiksins, þegar þeir Pétur eru á skips- kænunni, olli mér vonbrigðum. Það naut sín ekki eins vel og efni standa til. Hlutverk leiksins eru fjölda- mörg, en hér verður aðeins getið þeirra, sem veigamest eru. Aðalhlutverkið, Pétur Gaut, leikur Gunnar Eyjólfsson. Er þetta eitt mesta og erfiðasta Framh. á bls. 23. Slysavarnafélagið hefur lítið gert til þess að hvetja notkun þessara efna og er það miður, því að ekki aðeins á landi held ur einnig á sjónum veita þau mikið öryggi á ódýran hátt. G. Á. P.S. Ég sé í blaðinu í dag 14. desember er einmitt minnzt á endurskinsefnin og hvar þau muni fást og gæti ég í því sam bandi bent á verzlunina Vogue á Skólavörðustíg 12, Reykjavík. G. Á. Staðsetning bréfakassanna. Á ljósastaur fyrir utan verzl. Krónuna við Löngu- hlíð er festur bréfakassi á svo herfilegn hátt að mér finnst að þar hljóti að hafa verið að verki grunnt hugsandi menn. Hvernig geta menn látið sér detta í hug að snúa opinu á kassanum út að akbrautinni. Fólk sem ætlar að láta bréf í kassann verður að standa úti á akbrautinni til þess að geta kom ið bréðunum á sinn stað, því ljósastaurinn, sem umræddur kassi er festur á stendur á brún gangstéttarinnar. Frá mínu sjón armiði séð væri vissulega heppi legra að snúa opi bréfakassans inn á gangstéttina, svo fólk þyrfti ekki að leggja sig í lifs- hættu við að koma frá sér bréf um sinum — Hlíðarbúi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.