Morgunblaðið - 29.12.1962, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.12.1962, Blaðsíða 8
8 MORCVNBLAÐIÐ Laugardagur 29. desember 1962 Stúdentar ræða undirbúning Áttadagsgleðinnar við Friðfinn Ólafsson, forstjóra Háskólabíós, í gær. Friðfinnur er 3. frá vinstri og við hlið hans stendur Jón E. Ragnarsson, form. Stúdentaráðs og þá Þorvarður Eliasson, formaður undirbúnings nefndar. (Jtklipptir prófess- orar horfa af vegg — yfir Áttadagsgleði stúd- enta í Háskólabíói STÚDENTARÁÐ Háskóla fs- lands efnir til Áttadagsgleði í anddyri og kjallara Háskóla- bíós á gamlárskvöld, og er þetta í annað sinn, sem slíkur fagnaður er þar haldinn. f fyrra tókst fagnaður þessi með ágætum. Sóttu hann um 530 manns og í ár veittu Háskóla- ráð og Friðfinnur Ólafsson, forstj. Háskólabíós góðfúslega leyfi sitt til þess að Áttadags- gleði mætti einnig halda í Há- skólabíói nú á gamlárskvöld. Enginn skyldi leggja þann skilning í orðið Áttadagsgleði að fyrir höndum sé átta daga stanzlaus fagnaður stúdenta í Háskólabíói. Þetta orð er raunar nýtt af nálinni. Þannig er mál með vexti að fyrir fagn aðinn í fyrra var Halldór Hall- dórsson, prófessor beðinn að gefa honum nafn. Datt honum í hug að nefna fagnaðinn Átta dagsgleði, en nýársdagur er áttundi dagur jóla og var áður fyrr nefndur áttadagur, en rað talan áttundir var að fornu átti. Gleði er gamalt orð um dansleik, svo sem sjá má t. d. Jólagleði Menntaskólans í Reykjavík. Hefur orðið Átta- dagsgleði nú festst við ára- mótafagnað stúdenta. Fréttamaður Mbl. leit í gær inn í Háskólabíó, þar sem und irbúningur er í fullum gangi, en 12 manna nefnd stúdenta undirbýr dansleikinn. Formað- ur nefndarinnar er Þorvarður Elíasson stud. oecon. Skreýt- ingar á salarkynnum annast þeir Gunnar Eyþórsson stud. philol., Garðar Gíslason stud. jur. og Sverrir Hólmarsson stud. mag. í anddyrinu verður tjaldað fyrir glugga með litpappír og komið fyrir trégólfi, stólum og borðum. Er hér um að ræða geysilegt fyrirtaeki því að dans leiknum lýkur kl. 4 á nýárs- dagsmorgun og gólf, stólar og borð verður allt að vera á brott áður en kvikmyndasýn- ing hefst á nýársdag. Hefur undirbúningsnefndin því í mörg horn að líta, því að segja má að öllum herlegheitum sé aðeins tjaldað til einnar næt- ur. 1 kjallara verður komið upp vínstúku, sem vafalaust verð- ur sú stærsta á landi hér eða um 160 fermetrar. Þar munu útklipptar skopmyndir af læri feðrum stúdenta og öðru fyrir menni prýða veggi. Um beina ganga allt starfslið Hótel Sögu, þannig að greiðasala ætti að ganga mjög vel, en á því varð nokkur misbrestur í fyrra. Fyrir dansinum mun leika hljómsveit Björns R. Einars- sonar, en önnur skemmtiatriði verða m. a. gluntar, svo og fjöldasöngur við flest hugsan- leg tækifæri undir stjórn Ævars Kvarans. Verður húsið opnað kl. 22 og lokað kl. 24:30. Miðar að Áttadagsgleði stú- denta verða seldir í bóksölunni í Háskólanum í dag, laugardag, kl. 4—7 e. h. og á sunnudag á sama tíma. Verð miðans er 150 krónur. Gunnar Eyþórsson ásamt nokkrum klippintyndanna af pró- fessorum háskólans, sem prýða munu veggi á gamlárs- kvöld. Ármann Snævarr, háskólarektor, er efst til hægri. (Ljósm. Mbl.: Sv. Þorm.) Wt*E Guðrún HVinning FEGIN hefði ég viljað leggja nokkur minningablóm á kistu minnar kæru bernskuvinkonu, þótt það verði allt miklu fátæk- legra heldur en efni standa til. Guðrún var yngsta dóttir hinna víðkunnu hjóna, Ásthildar Guðmundsdóttur frá Kvenna- brekku og Péturs J. Thorsteins- son. Þáttur og framtakssemi hans í íslenzkri atvinnusögu ætti enn að vera svo kunn, að óþarfi væri að fara um það mörgum orðum; en frú Ásthildur var í augum okkar barnanna, sem þá voru að alast upp í Arnarfirði, bezta manneskjan í öllum heiminum. Og sú skoðun breyttist ekki þótt sjóndeildarhringurinn víkkaði með aldrinum út yfir fjörðinn okkar. Fyrir nokkrum árum var ég og systir mín staddar í samkvæmi, sem haldið var fyrir Vestur-ls- lendinga hér í Reykjavík. Við vorum þá kynntar fyrir konu, sem dætur séra Jóns Árnasonar á Bíldudal. Hún ljómaði öll upp og sagði: „Ó, mig hefur alltaf langað svo til að komast í kynni við þessar frægu Bíldudalssyst- ur“. Við urðum því miður að valda henni vonbrigðum með því að segja að við værum ekki hinar frægu Bíldudalssystur, hverra orðstír hafði borizt alla leið til Ameríku; en af öllum þessum glæsilegu systrum þótti mér Guðrún alltaf glæsilegust, en það var kannski af því að mér þótti vænzt um hana. Þann 21. okt. 1909 giftist Guð- rún Gunnari Egilson, sem lengi var verzlunarfulltrúi íslands á Spáni og Ítalíu. Ekki minnist ég þess að hafa séð hamingjusam- ari konu, heldur en Guðrún var á brúðkaupsdaginn sinn, og ham- ingjusöm var hún sannarlega þau 18 ár, sem hún fékk að njóta samvista við mann sinn. Á heim- ili þeirra ríkti friður og ánægja, hvort heldur það var á íslandi, Ítalíu, Spáni eða í Bandaríkjun- um. Ástúðin, sem geislaði á milli hjónanna, gerði öllum dvölina á heimili þeirra ógleymanlega, enda kunnu þau bæði vel að fagna gestum, voru samtaka um það sem annað. Eini skugginn í sambúð þeirra var heilsuleysi Gunnars, því að í mörg ár mátti heita að hann tæki aldrei á heil- xxm sér, þó að hann rækti sitt starf með prýði. Þau eignuðust 8 mannvænleg börn og eru 7 þeirra á lífi, eina dóttur misstu þau kornunga. Ekki veit ég með vissu hvor þeirra tveggja manna, sem elsk- uðu Guðrúnu mest, gaf henni við urnefnið „Krösus". Ég heyrði Mugg aldrei kalla hana annað eftir að þau voru orðin fullorðin, og það var líka eftirlætisgælu- nafn Gunnars á konu sinni. Mér fannst það væri dásamlegt fyrir hana, að hvað sem öllum jarð- neskum auðæfum leið, var hún alltaf rík í augum þeirra, átti aUtaf nóg til að gefa. Sumarið 1927 var heilsu Gunn- ars svo farið að hann afréð að koma heim frá Spáni og ganga undir uppskurð. Elzta dóttirin, Elísabet, kom heim með honum, því að Guðrún átti ekki heiman- gengt frá börnunum, yngri son- urinn aðeins tveggja mánaða. En þessi för bar ekki tilætlaðan ár- angur, því að Gunnar Egilson lézt þ. 14. ágúst, harmaður af öllum, sem til hans þekktu. Guð- rún kom heim um haustið með börnin sín. Vinir og vandamenn þeirra hjóna gerðu allt, sem hægt var til að bæta henni og börn- unum þennan mikla missi. Var það þó með nokkrum kvíða, sem ég heimsótti hana í fyrsta sinn eftir heimkomuna. En hún var furðuróleg og sagði við mig: „Elsku Sigga min, það er dreng- urinn, hann litli Gunnar minn, sem hjálpar mér yfir örðugleik- ana“. SeinúPtu árin var hún farin að Egilson heilsu, en umvafin ást og um- hyggju barna sinna, og ánægju- legt þótti mér að heyra að það var „litli drengurinn hennar“, hann Gunnar, sem hélt í höndina á henni seinustu augnablikin hér á jörð, eða þangað til hann pabbi hans gat tekið við að leiða hana inn í jóladýrðina og friðinn hinum megin við tjaldið. Sigríður J. Magnússon. — Listamenn Framhald af bls. 3. steypir yfir sig tveim hvítum gærum. — Er þetta kröfuganga eða skrúðganga eða eitthvað því umlíkt? — Við vitum ekkert hvers konar ganga þetta er eða verður, fyrr en við höfum lokið henni. Á hverju ári finn um við okkur eitthvað til til- breytingar, eina nætur- eða kvöldstund. Höldum sjálfum okkur veizlu með frjálsum veitingum og heimatilbúnu „prógrammi“. Eyðum nótt suður í Höfðavík við eld, eða göngum kannski út eins og í kvöld. ★ Flestir eru nú fullskrýddir og má sjá margan annar- legan búning. Uppstillingarnar hverfa hver af annarri og verða að hluta í „dekúrasjón“ hvers eins, dúkar, gardínur, luktir, flöskur, körfur, kústar, skóflur, skreið o. fl. Meira að segja teiknitrönurnar eru lim- aðar niður til að standa undir merkjum. Einn er sjóklæddur og fer fyrir fylkingunni með þokulúður. Þessi prósessía yfirgefur skólann og leggur út á mal- bik bæjarins. Að vonum vek- ur hún óskipta athygli vegfar- enda. Bilar og menn mynda brátt halarófu sem hlykkjast eftir götunni. Andlit birtust í gluggum, ýmist með undr- unarsvip eða góðlátlegu brosi. Lúðurþeytarinn fer fyrir fylkingunni og gefur taktinn. Við sefjun rytmans verður gangan brátt að dansi, með háum stökkum og djúpum hneigingum. Söngvararnir eru orðnir hásir, þegar gásk- inn nær hámarki. Bak við grímurnar verður bver ein- staklingur allt í einu að sjálf um sér að gefa tilfinningum sínum lausan tauminn. Miðbærinn smitast af þess ari ólgu og jafnvel harðsvír- uðustu verzlunarmenn, önn- um kafnir við jólaskreytingar, hrífast af kátínunni og brosa í kampinn. Fylkingin stefnir til hafnarinnar og listamenn- imir hverfa móðir og rjóðir inn í „Kuðung" sinn. Eftir á litið var ganga þessi hin skemmtilegasta og góð til breyting og afslöppun á þeirri háspennu, sem jólaundirbún- ingnum er samfara, og eiga skólastjóri, kennari og nem- endur þakkir skildar. Sigurgeir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.