Morgunblaðið - 03.01.1963, Side 6

Morgunblaðið - 03.01.1963, Side 6
6 MORGUNBLAÐ1Ð Fimmtudagur 3. janúar 1963 Avarp forseta á nýjársdag Ásgeir Ásgeirsson forseti í skrifstofu sinni. 1. janúar 1963. Góðir íslendingax, nær og fjær! Við hjónin óskum yður öllum, konum og köríum, ungum og gömlum, gleðilegs nýjárs og þökkum innilega gamla árið. Sú mikla hátíð, sem nú stend- ur yfir, frá fyrsta jóladegi til þrettánda, hefir fylgt þjóð vorri frá upphafi vega, og borið sama nafn, jólin, jafnt í heiðni sem kristni. Jól rímar við sól, og þó vísast sé enginn skyldleiki milli orðanna sjálfra, þá er þó náið samband á milli sólar og jóla, og mun svo hafa verið frá örótfi alda. í dimmasta skammdeginu höldum vér Ijóshátíð. Eftir vetr- arsólstöður, fer sólin aftur að hækka á lofti, og vér sjáum ljós- ið skína í myrkrunum. Jólin boða oss mikinn fögnuð. Nýjársdagurinn hét til skamms tíma Áttadagur jóla. Ég kalla það, í þessu sambandi, til skamms tíma, þó tvær aldri séu um liðnar. En nú er öll áherzlan á því, að við þennan dag miðum við upphaf nýs árs, að þessu sinni ársins 1963, eftir Krists burð. Á áramótum lítum vér bæði aftur og fram í tímann, bæði einstaklingar, fjölskyldur og þjóðin í heild. Vér stingum hendinni í eiginn barm, hugleið- um gleði og sorg — og alla af- komu hins liðna árs. Atburðir og afkoma þjóðarheildarinnar er rakin af ýmsum öðrum um þessi áramót, og fara dómarnir jafnan nokkuð eftir því, á hvaða sjónar- hól menn standa. Fjarlægðin er enn ekki nóg fyrir fullnaðardóm sögunnar. Ég læt það nægja að þakka forsjóninni fyrir gott ár! Góðærið er ótvirætt, og ekki mun ég ræða um neina sérstaka óáran í mannfólkinu. bókmennirnar? Við eigum fátt fornminja, en í bókmenntunum hefir þjóðarsálin varðveizt Undirstaða sjálfsstjórnar og velgengni vor íslendinga er hvorki vopn né mannafli, heldur bókmenntir, saga, Alþingi og kraftur í kögglum. Vor bezti arf- ur og auður er gott ætterni, sjálf- ur kynstöfninn. Það er vart öðr- um en kunnugum ljóst, hve fá- mennt hið fullvalda íslenzka ríki er. Það var á fundi hinna Samein uðu þjóða, sem indverskur sessu- nautur spurði mig, hve fjölmenn- ir íslendingar væru. í minni barnaskóla landafræði stóð, að vér værum áttatíu þúsund, svo ég þarf stundum að hugsa mig um hinar nýrri tölur. „Eitt hundrað," byrjaði ég, og staldr- aði við — en Indverjinn kom strax til hjálpar og sagði: „Eitt hundrað milljónir. Það er ekkert að skammast sín fyrir.“ Hann fór nær um smæð okkar útlending- urinn, sem hélt því nýlega fram, að slík dvergþjóð sem íslending- ar ættu ekki að hafa rétt til að fljúga um Norður-Atlantshafið, auk þess sem það væri rán, að halda uppi ódýrum flugsamgöng- um. Sem betur fer er það fá- heyrt að oss sé lagt fámennið til ámælis, og sízt af nágrönnum vorum. Það væri of nærri höggv- ið líftaug eyjarskeggja í miðju úthafinu, að torvelda þeim sam- göngur. Eigin floti í lofti hefir nú álíka gildi fyrir þjóðina og samgöngur á sjó frá upphafi vega. Farsæld íslendinga á hverri öld má að miklu leyti mæla við það, hvernig gengið hefir að halda uppi eigin sam- gönguflota við umheiminn, áður á legi og nú einnig í lofti. íslands Ég nefni þetta einstaka dæmi ekki vegna þess, að mikil hætta sé á ferðum, heldur til að minna á, að vér eigum jafnan mikið undir hugarfari og skilningi annarra þjóða, og þá einkum ná- granna vorra í austri og vestri. Nýlendustefnan gamla er úr sög- unni. 1 því efni höfum vér ís- lendingar notið betri kjara og fyrr en flestar aðrar nýlendu- þjóðir og skattlönd. Það tók að vísu langan aldur, að verzlun landsmanna yrði algerlega frjáls og innend, en telja má, að loka- markinu væri náð þegar sæsíma- sambandið kömst á við útlönd, árið 1906. Upp frá því fluttist einnig heildsalan inn í landið. Sjálfstæðisbaráttan tók einnig langan tíma, en alltaf miðaði í áttina, og þjóðin æfðist stig af stigi í sjálfstjórn, þar til full- veldi var náð upp úr hinu fyrra stríði, 1918. Um líkt leyti náðu fleiri hinna smærri þjóða sama langþráða marki. En ekki skal sú hryggilega saga rakin, að margir þeir jafnaldrar vorir, eru nú úr sögunni. Á síðari árum hafa tugir ný- lenduþjóða í öðrum heimsálfum árlega fengið fullveldis viður- kenningu og heldur sú þróun áfram hröðum skrefum. Vér ís- lendingar fögnum þeirri þróun heimsmálanna, og er þó ekki fyrir að synja, að daglega berast fréttir um óeirðir, manndráp og annan ófögnuð, sem fylgir þess- um fæðingarhríðum. Og ekki er það allt að kenna gömlum hús- bændum, og skiljanlegt þó, að flestir kjósa heldur lélega heima- stjórn en erlenda, þó misjafnlega reyndist. Það er ekki ófróðlegt, að bera oss sjálfa saman við sumar ný- frjálsar þjóðir í nokkrum grein- um. Þetta er að vísu sundurleit- ur hópur, en ýmsir drættir þó mörgum sameiginlegir. Viða er fátækt mikil, þéttbýli meir en landið fær fætt og klætt, og auð og völdum stórlega misskipt, þjóðin ósamstæð, trúarbrögð sund urleit. Einnig má nefna óglögg og breytileg landamæri, og væring- ar kynþátta og höfðingja á und- an tilkomu hins hvíta manns. Hjá oss íslendingum verður af- koma alls almennings að teljast góð, og jafnbetri en víðast hvar meðal annarra þjóða. Þjóðin er samstæð, tungan ein og trúar- brögð valda ekki stjórnmála- átökum. Landamærin eru skýr, bláfjötrar ægis, og yfir haf að sækja til framandi þjóða. Þetta er allt oss í hag, og skýr- ir að nokkru leyti tilveru vorrar fámennu þjóðar og tilverurétt. En þó kemur annað til, sem mestu varðar. Saga ýmsra þjóða er óskýr og illa varðveitt. Sold- ánar og aðrir höfðingjar með annarlegum titlum, hafa áður ráðið ríkjum, en ólæs almenn- ingur hristir klafann og heimtar Silutun. Þar við bætist frum- stæður her, stoltir karlar í nýjum einkennisbúningi, sem er stund- um hættulegri í innanlands átök um en fyrir erlenda óvini. Landa mæri, stjórnskipun og það, hverjir fari með ríkisvaldið, er víða óútkljáð baráttumái. Hjá oss íslendingum horfir öðruvísi við. Hér var þjóðveldi komið á og Alþingi stofnað fyrir meir en þúsund árum, svo fljótt sem fyrst mátti vænta í ný- byggðu landi. Alþingi er enn við líði. Stjórnskipun er hér líkari því, sem hún var fyrir þúsund árum, en í nokkru öðru lýðræðis- landi. Það er meira virði, að Al- þingi hefir varðveizt en þó önd- vegissúlur Ingólfs og ýmsir aðrir dýrir Og helgir dómar úr sögu þjóðarinnar, sem hægt væri að geyma í söfnum, væru enn til sýnis í höfuðstaðnum. Þingræði er rótgróið, og engrar byltingar þörf, nema ef það væri af hálfu harðsnúins minnihluta, sem vildi hrifsa völdin. En slíkt þarf ekki að óttast. Alþingi er vettvangur þjóðmál- anna, en ekki vígvöllur. Sagan lifir í nútíðinni, og á ríkan þátt í að tryggja og skapa framtíðina. Það er til frásaga af karli, sem misti vinnumann sinn í sjóinn „en bátinn rak óbrotinn með öll- um farvið,“ sagði hann, „svo eig- inlega var það bara pilturinn, sem týndi lífinu." Þessu er öfugt farið í vorri sögu. Bátur og far- viður hinnar ytri menningar Framh. á bls. 21. Héðan frá Bessastöðum tel ég rétt og tilhlýðilegt, að flytja þingi Og stjórn þakkir fyrir sér- staka fjárveitingu, þó ekki sé um stórt atriði að ræða fyrir þjóðarbúskapiiin, heldur öllu fremur þjóðarmetnað vorn. í fjárlögum þessa nýbyrjaða árs er hálf milljón króna veitt til bygg- ingar bókhlöðu hér á staðnum. Bókhlaðan verður reist í húsa- garði við hlið nýju álmunnar, og veldur engri truflun á svip stað- arhúsanna. Til innréttingar og bókakaupa þarf síðar viðbótar- fjárveitingar. Hér er séð fyrir þörf, sem ekki verður látin í askanna, eins og gamla máltækið segir. Úrval íslenzkxa bókmennta á að mæta hér hverjum nýjum forseta til afnota, og gestum, innlendum og erlendum, til augnagamans. Gestir, einkum þeir útlendu, óska þess oft að fá að sjá bókasafn staðarins. Þeir hafa stundum rekið upp stór augu við það svar, að bókasafn fyrirfinnst ekki. Ég hlakka til þeirrar stundar, þegar hægt verð ur að gefa jákvætt svar. Hér eiga bókmenntirnar sjálfsagðan samastað. Hvernig væri nú kom- ið um íslenzkt þjóðerni og sjálf- stjórn, ef ekki væri sagan og • Glæsilegt samkomuhús fyrir æskuna. „Kæri Velvakandi! Svo sem kunnugt er hefir málum nú skipazt öðru vísi í Lido en áður var. Þetta hús, sem var einn allra fjölsóttasti og vinsælasti veitingastaðtir borgarinnar, staður sem átti sí- auknum vinsældum að fagna, hefir verið breytt með undra- verðum hraða í glæsilegt sam- komuhús fyrir æsku borgarinn ar, á aldrinum frá 16—21 árs. Eg efast um að annarsstaðar, í veröld, eigi æskufólk aðgang að fullkomnari og betri skemmti- stað en Lido er. Skilyrði fyrir inngöngu er sem sé aldurinn og áfengis- áhrif má ekki sjá á nokkrum, sem þar er. Myndi ekiki vera fullkomin á- stæða til að gleðjast, að minnsta kosti fyrir alla þá, sem undanfar in ár hafa gert það að megin hug sjónamáli sínu, að krefjast á- fengislauss skemmtistaðar fyrir æskulýðinn, svo sem eins og ótal kvenfélög og áfengisvarna nefndir þeirra, æskulýðsráð og bindindisfélög, sem vart hafa getað á heilum sér tekið fyrir áhuganum um að krefjast slíks skemmtistaðar fyrir æsku borg arinnar. En hvað verður svo uppi á teningnum þegar til kem ur? • Ódrengileg árás. Skyldi maður ekki hafa haldið, að þessi tilraun myndi gleðja þá, sem undanfarið hafa verið að jamla og japla, um ein mitt slíkan stað? Gert kröfur til annarra, ríkisvaldsins eða borgarinnar, alltaf kröfur til annarra aldrei til sjálf sín, þetta er gamla sagan. Nei, það er síð- ur en svo glaðst, ef marka má viðbrögðin, t.d. í blaði sem Nú- tími heitir, minna má nú gagn gera, (er ríkisstyrktur?) lætur í Ijós. Þar er þessi tilraun rægð og svívirt af hinum mesta fauta skap og fljótræði, en undirtónn klausunnar er þó minnimáttar kennd hins skattfrjálsa skussa, sem ekki hefir manndóm í sér til þess að gera tilraun, í skjóli skattfrelsis síns, með slíka starf semi. Starfemin í Lido fyrir ungl- inga, nýtur engra skattfríðinda, síður en svo. Ríkisvaldið kemur ekki til móts við hana, með því að láta þessa starfsemi njóta skattívilnunar á einn eða ann- an hátt, síður en svo. Allt það margþætta dinglumdangl í líki skatta, sem hengt er utaná hvað eina í þessu landi, þar sem hægt er að koma því við, með ein- hverju mögulegu móti, er klesst á þessa starfsemi. Svo er öðrum ívilnað, eins og t.d. Góðtempl- arareglunni, sem að vísu á sér ekki ómerka sögu í landinu á ýmsan hátt, þó hún í seinni tíð hafi sett verulega ofan, og þó hvað mest hin síðari ár fyrir fádæma lélega forystu og kjána lega, með pólitisku brölti í þokkabót. • Til skammar fyrir bindindisfélögin. Það er til skammar fyrir hin svonefndu bindindisfélög og kvenfélög, sem eru að tútna af vandlætingu yfir spilling- unni, én gera þó ekkert til bóta, nema að þvæla um vandann, smjatta á honum og lofa guð fyrir að vera ekki eins og þessi farisei, að snúast gegn Lido- tilrauninni eins og gert hefir verið. Það er líka til háðungar fyrir ríkisvaldið, að hafa ekki stutt þessa virðingarverðu til- raun, tveggja hæfustu manna i veitingamannastétt landsins, með því að undanþiggja starf- semina öllum sköttum hins opin bera, að minnsta kosti fyrst um sinn. Betri aðbúnað og aðstöðu getur æskulýður borgarinnar ekki fengið, en þarna er. Hvort hann vill hagnýta sér þetta eða ekki, er svo hans mál. Má vera að aðgangseyrir sé hár, en með velvilja og skilningi ríkisvalds- ins væri hægurinn á að lækka hann. Það er til háðungar fyrir bindindishreyfinguna, með landssambandið gegn áfengis- bölinu, að hafa ekki knúið rík isvaldið til að virða þessa til- raun um að koma á góðum sama stað og áfengislausum fyrir æsk una. Það bæri þó einhvem vott manndóms hjá þessum blessuð- um bindindisfrömuðum!!! Faðir“.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.