Morgunblaðið - 03.01.1963, Page 9

Morgunblaðið - 03.01.1963, Page 9
Fimmtudagur 3. janúar 1963 MORGUNBLiÐIÐ 9 B.v. Ingólfur Arnarson á siglingu. Svið og rófustappa íil að fagna nýju ári * ■ Aramótaspjall við tvo togaraskipstjóra MORGUNBLAÐIÐ átti í gær símtal við tvo togara- skipstjóra sem eru á veiðum, og voru um áramótin, til að komast að raun um, hvernig nýju ári er fagnað um borð hjá togarasjómönnum. Símtöl in fara hér á eftir: — Er þetta skipstjórinn á Agli Skallagrímssyni? — Já, það er hann. — Við erum að forvitnast um áramótin hjá ykkur um borð, voru nokkur hátíðahöld? — Nei, þetta var eins og venjulega. I»að er ekikert hægt að gera. Vaktir ganga fyrir sig eins og aðra daga. — Þið hafið ekki skotið upp neinum rakettum? — Nei, það er harðbannað. — Einhvem dagamun hafið þíð þó gert ykkur? — Ja, það var betri matur. — Hvaða hátíðamatur var það? — Þvi er ég búinn að gleyma. Eg held það hafi ver- ið svið með rófustöppu. — Hvar eruð þið að veið- um? — Út af Vestf jörðum og höf um verið úti 11 daga. — Hvemig ganga veiðam- ar? — Það er ekkert fiskirí. Ekkert að hafa. — Siglið þið með aflann? — Já, við förum líklega til Þýzkalands. ★ Þessu næst átti Morgunblað ið tal við skipstjórann á Ing- ólfi Arnarsyni, Sigurjón Stef- áoisson: — Var nokkuð sérstakt um að vera hjá ykkur um ára- mótin? — Nei, það var bara gott veður og ekkert fiskirí. — Skipshöfnin hefur ekki safnazt saman til að fagna nýju ári? — Það var verið að vinna og vaktir eins og venjulcga. — Þið hafið þó fengið há- tíðamat? — Jú, eins og alltaf er. Við fengum svið og hangikjöt. — Þið hlustið á útvarpið á í miðnætti? / — Það gerðum við. Heyrð- J um klukkurnar. I — Hvar eru þið núna? — Á Halanum. Fórum út 3. í jólum, en fiskirí er ekkert. Að lokum bað Sigurjón skipstjóri fyrir nýárskveðjur til vina og ættingja í landi. 45 íslenzk málverk sýnd í Leningrad ÍSLENZK málverkasýning verður opnuð í Leningrad í jan- úarmánuði. Ekki hefur opnunar- dagurinn enn verið ákveðinn. Sýnd verða 45 málverk eftir Kjarval, Jón Stefánsson og Ás- grism Jónsson, 15 eftir hvern þeirra. Það voru Rússar sem buðu til eýningarinnar og völdu málar- ana. Valtýr Pétursson, Sigurður Sigurðsson og dr. Selma Jóns- dóttir vöidu hins vegar málverk- in. Þeim Jóhannesi Kjarval og Ragnari Jónssyni var boðið til að fara til Rússlands vegna sýn- ingarinnar, en þeir gátu ekki komið því við. í þeirra stað fara þau dr. Sekna Jónsdóttir og dr. Gunnlaug ur Þórðarson, Sýningin verður opnuð í Len- ingrad, en fer síðar til Moskvu. Söfnunarfé úthlutað ÚTHLUTUNARNEFND sjóslysa- söfnunarinnar 1961—1962 hefur fyrir nokkm lokið störfum. Út- hlutað var kr. 2.8 millj. í 55 staði og hefur féð verið sent hlutaðeig endum eða afhent þeim fyrir milligöngu sóknarpresta eða yfir valda á viðeigandi stöðum. Mun ríkisstjórninni afhent greinargerð um úthlutunina, ásamt þar að lút andi gögnum, þegar kvittanir hafa borizt viðtakendum til nefnd arinnar. Þessi mynd var tekin suður í Þjóðminjasafni á gamlársdag, þegar þeim Guðmundi Daníelssyni, Þorsteini Jónssyni frá Hamri og Jóni Óskari voru veittir styrkir úr Rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins. Frá vinstri: Vilhjálmur Þ. Gíslason, útvarps- stjóri, Jón Óskar og Þorsteinn Jónsson frá Hamri. Guðmundur Daníelsson gat ekki verið viðstaddur athöfnina. Þiír rithöfundar hljótu styrki — Skipskista Framh. af bls. 1. danskir blaðamenn, og hafa þeir skýrt frá aðkomunni, sem var vægast sagt óhugn- anleg. Hins vegar er það at- hyglisvert, að frá því segir, að fundizt hafi á eyjunni skipskista eða ferðakista, ís- lenzk. Um þetta segir svo í greininni (18. des.): „— sólin myndar mynstur á gamalli skipskistu, en á hana hefur íslenzki fáninn verið mál- aður“. — Síðan segir frá því, að er lyft hafi verið kistulokinu, hafi þar komið í ljós línstakkur, ullarpeysa og lítið veski, sem í var danskur 10 króna seðill, gef- inn út 1945, og löngu ógildur. Engum getum geta dönsku blaðamennirnir að því leitt, hvernig þessi seðill, frá stríðs- lokum, var þarna koininn í ís- lenzkri kistu, í húsi, sem undan- farið hefur verið í. eyði, á Tristan da Cunha. Um aðkomuna á eyjunni seg- ir, að hún hafi verið heldur ó- hugnanleg. Þar var aragrúi af rottum, stórum og grimmum. Svo grimmar voru þær, að þær króuðu af kött og átu. Þá munu villtir hundar hafa leikið laus- um hala, og m.a. fannst hræ af asna, sem þeir höfðu etið. Eins og fyrr segir, þá vilja margir, eða flestir af íbúum eyj- arinnar, sem dvalizt hafa í Bret- landi, nú snúa heim. Atkvæða- greiðsla í hópi þeirra, sýnir þann vilja, en hún fór fram fyr- ir nokkru síðan. Ekki eru nánari fregnir um það, hvort af því muni verða, en lýsing sú á ástandinu á eyjunni, sem gefin er í danska vikurit- inu, bendir til, að það verði ekki vandkvæðalaust. — U Thant .. . Framih. af bls. 1. sinn til móts við Tshombe, en síðar á U Thant að hafa sagt, að þessi bón Tshombes yrði ekki gerð. Ef hann héldi ekki þegar í stað til Elizabethville myndu liðssveitir SÞ taka Jadotville, en þær sækja nú fram eftir veginum milli Elizabethville og Jadotville og eiga skammt eftir ófarið til borgarinnar. Fregnir frá Salisbury í S-Rod- esíu herma, að Tshombe hafi skorað á hersveitir Katangahers, sem staddar eru í Jadotville, að verjast til síðasta manns. Einnig hótar hann að láta eyðileggja mik ilvægt raforkuver í Jadotville áð ur en liðssveitir SÞ nái borginni á sitt vald, en koparnámur í grennd við borgina fá rafmagn frá orkuverinu. Á leiðinni til Jadotville hafa fjórir menn úr liði SÞ fallið Fregnir frönsku fréttastofunn- ar AFP herma, að forsætisráð- herra sambandsstjórnarinnar í Leopoldville, Cyrille Adoula hafi sent SÞ skeyti og mótmælt því að Tshombe verði heimilað að snúa aftur til Elizabethville án þess að sambandsstjórnin samþykki það. Adoula minnir á það, að þegar Tshombe hafi dvalizt í N- Rodesíu hafi hann lýst því yfir, að hann hygðist skipuleggja skæruhernað gegn Sameinuðu þjóðunum og sambandsstjórn- inni. — Sagði Adoula, að sam- bandsstjórnin teldi sig hafa full- an rétt til þess að grípa til ráð- stafana gegn því, að Tshombe komi hótun sinni í framkvæmd. Robert Gardiner, yfirmaður liðssveita SÞ í Kongó, hefur lýst því yfir, að hann muni segja af sér, ef Tshombe snúi aftur til Elizabethville án þess að hafa áður tryggt það, að liðsmenn SÞ geti ferðast óáreittir um Katanga. Tilkynnt hefur verið í sknf- stofum námufélagsins Union Miniere í Briissel, að félagið sendi tvo sérfræðinga til Leopold ville í kvöld til þess að ræða við sambandsstjórnina um tæknileg atriði varðandi skiptingu tekna af námum félagsins í Katanga milii fylkisins og annarra hluta Kongó. Á GAMLÁRSÐAG var veittur styrkur úr Rithöfundasjóði Ríkis útvarpsins til þriggja rithöfunda. Voru það þeir Guðmundur Daní- elsson, Þorsteinn Jónsson frá Hamri og Jón Óskar. Hlutu þeir 15 þús. kr. hver. Kristján Eldjárn, formaður stjórnar Rithöfundasjóðs Ríkis- útvarpsins, afhenti rithöfundun- um styrkinn. Skýrði hann frá því við það tækifæri, að þetta væri í sjöunda skipti, sem styrkir eru veittir úr sjóðinum, og hefðu alls tíu rithöfundar fengið styrki úr honum. Venja er að veita styrk- ina seinasta dag ársins. Hærri upphæð hefur ekki verið veitt áður úr þessum sjóði. Dregið hjá Karla- kór Reykjavíkur DREGIÐ VAR í bílhappdrætti Karlakórs Reykjavíkur á skrif- stofu borgarfógeta á þriðja dag jóla. Upp kom miði nr. 5248. BaSletskóIinn Laugavegi 31 Kennsla hefst á ný mánudaginn 7. janúar. Reykjavík Barnaflokkar fyrir og eftir hádegi. Dag og kvöldnámskeið fyrir konur. Hafnarfjörður Kenndur verður á vegum skólans ballet fyrir börn í Sjálfstæðishúsinu í Hafn- arfirði. Upplýsingar og innritun fyrir nýja nemendur í síma 24934 daglega kl. 3—6. Skrifstofum okkar verður lokað í dag frá hádegi vegna jarðarfarar ÞORSTEINS ÓLAFSSONAR. Ólafur Gíslason & Co hf. Vegna jarðarfarar ÞORSTEINS ÓLAFSSON stórkaupmanns verður skrifstofa okkar lokuð í dag 3. janúar. * C i ?sson Sl Lorange Klapparstíg 10, Heildverzlun. Lokað eftir hádegi í dag vegna jarðarfarar. G. Helgason S Melsted hf. Sendisvdnn óskast Hf. Eimskipafélag íslands

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.