Morgunblaðið - 03.01.1963, Qupperneq 10
10
MORGUNBLAÐIb
Fimmtudagur 3. januar 1963
Veður bezt á Is-
landi um áramótin
IVSenn ocj skepnur farast beggja vegna hafsins
— IV/Besta óveður í Bretlandi síðan 1881
— Þyrlur og hermenn hjálpa nauðstöddum
— Hvað er að frétta?
— Ég get ekkert sagt í
fréttum, ég er að drepast
új - kulda.
Á þessa leið hófst í gær
samtal Mbl. við blaðamann
sinn, Elínu Pálmadóttur,
sem stödd er í London á
heimleið frá Nígeríu.
— Er mikill snjór í Lon-
don? spurðum við.
— Það gengur alltaf á
með hryðjum, svaraði Elín.
í Evxópu að undanförnu.
Sagði hann að kuldinn næði
nú alllangt suðureftir, eða
allt suður að Pyreneafjöllum.
Frost væri í N-Frakklandi,
svo og í N-Þýzkalandi og
norður eftir.
Jónas kvað (horfur fyrir ei-
lítið kólnandi veðri hér
heima, en stilltu þó.
Skóhlífar seljast upp
En á meðan íslendingar
heilsuðu nýju ári í bezta
veðri, blés óbyrlegar fyrir
öðrum. í Bretlandi er talið að
........... ............................. . .,
Hér sjást unglingar Ieika sér á isilögðu fljóti. Myndin var tekin
38. desember, nærri Kaub í V-Þýzkalandi. Áin er Rín. Sigling-
ar hafa nær lagzt niður á fljótinu.
— En það er kuldinn sem
er að sálga manni. Annars
er mikill snjór allstaðar
hér í Suður-Englandi og
þeir eru að grafa fólk úr
fönn hefi ég heyrt. Menn
ösla snjóinn í vaðstígvél-
um og samgönguerfiðleik-
ar eru miklir. Ég vildi að
ég væri komin heim í hlýj-
una, sagði Elín að lokum,
og raunar ekki að ástæðu-
lausu, því að á daginn hef-
ur komið að veður hefur
verið hezt á norðurhveli
jarðar á íslandi nú um ára-
mótin, en beggja vegna
Atlantshafs hefur gengið á
með stórhríðum, fólk og
peningur farizt og sam-
göngur teppzt.
Jónas Jakobssön, veðurfræð
ingur tjáði Mbl. í gær að
veður hér hefði verið óvenju
stillt að undanförnu miðað við
árstíma. Orsökin til þessa
væri sú að háþrýstisvæði
hefði verið yfir Grænlandi,
Grænlandshafi og íslandi. Á
Grænlandi hefði verið meira
frost en á íslandi en hér hef-
ur verið veður blítt um há-
tíðarnar og úrkoman nær
engin. Mun sjórinn hafa mild-
að veðurfarið hér við land.
Jónas sagði að kuldinn í
V-Evrópu að undanförnu
hefði komið með meginlands-
lofti norðan og austan úr álfu,
en því fylgdi mikill kuldi. Við
jaðar kalda loftstraumsins,
þar sem hann kemst í snert-
ingu við hlýrra Og rakara loft,
verður mikil snjókoma. Kvað
Jónas þetta vera skýringuna
á hinum miklu kuldum og
snjókomu sem verið hafa viða
ekki hafi sett niður meiri snjó
síðan 1881, en það ár var
mældur 15 feta djúpur snjó-
skafl í Oxford Circus. Brezka
útvarpið greindi £rá því á ný-
ársdag að ástandið væri þann-
ig, að margar helztu skóverzl-
anir í London hefðu selt upp
birgðir sínar af skóhlífum. Á
norðvesturströnd Bandaríkj-
anna hefur ástandið verið
litlu betra, og þar hefur kingt
niður snjó.
Hér á eftir fara fregnir af
ástandinu beggja vegna Atl-
antshafs, sem Mfol. bárust i
einkaskeyti frá AP í gær.
Menn og skepnur farast
London, 2. janúar (AP).
Versti bylur, sem komið
hefur í Bretlandi, í nærfellt
Iheila öld, hefur orðið 17
mönnum að bana til dagsins
í dag, og hundruðum skepna
víðsvegar um Bretlandseyjar
aðfjörtj óni.
Á austurströnd Bandaríkj-
anna hefur geisað versti byl-
ur, sem þar hefur komið í 10
ár. Dregið hefur saman í
skafla, allt að 6 m háa. Vind-
hraði hefur nálgazt það, sem
gerist í fellifoyljum. 20 manns
hafa farizt í veðri þessu á
austurströnd Bandaríkjanna
og í New York gerðist það, að
dráttarbátur sökk á Long
Island sundi og fórust með
honum 9 menn.
Þyrlur brezka flughersins,
svo og hermenn, hafa verið
kvaddir til þess að koma vist-
um til þeirra staða, sem verst
hafa orðið úti í veðrinu, en
mörg þorp hafa einangrazt
vegna snjóa. Tvær helztu bif-
reiðasmiðjur landsins hafa
orðið að hætta framleiðslu.
Þá hafa fylgt í kjölfar óveð-
ursins stórfelldar rafmagns-
truflanir, sem ekki hafa bætt
ú skák.
í DartmOor hafa hundruð
kinda og hesta farizt í óveðr-
inu. Brezki flugherinn gerði
þegar I stað ráðstafanir til
iþess að koma fóðri til þeirra
skepna, sem eftir lifðu, en
einn þyrluflugmannanna sagði
að lokinni flugferð, að fjöldi
skepna væri þegar dauður og
mörg hundruð hefði fennt.
Allt að 8 m háir skaflar
hlóðust upp víðsvegar um
landið. Ekki hefur verið um
að ræða svo alvarlegt ástand
af völdum veðurs síðan vet-
urinn 1881. Þótt bylurinn hafi
nú staðið í heila viku, spáir
brezka
veðri í
veðurstofan
kvöld.
Fólksflutningabíll rennur aftur á bak niður brekku, eftir að
hafa mistekizt að komast upp hana, vegna hálku. Myndin var
tekin milli jóla og nýárs í Middlesex í Englandi.
óbreyttu
10.000 snjóplógar
Þrátt fyrir, að bylurinn
geisi enn í Bretlandi, hefur
heldur hlýnað í veðri á megin
landinu, sem í heila viku hef-
ur búið við heimskautaveðr-
áttu. Talið er, að sloti óveðri
þessu ekki brátt, kunni þessi
vetur að verða hinn versti,
sem sögur fara af. _
Tveir menn létust af völd-
um veðurofsans í Bretlandi í
dag, er þeir voru að moka
snjó af götum, en áður höfðu
allmargir farizt, tepptir í bíl-
um sínum, eða á járnbrautar-
stöðvum.
Matvæli, lyf Og hjálpartæki
hafa verið send til fjölmargra
þorpa í Devon.
Um 10.000 snjóplógar starfa
nú af fullum krafti við að
halda opnum samgönguæðum,
og í dag gerðist það, að einn
plóganna ruddi leið gegnum
fjölmarga feiknastóra snjó-
skafla, við landamæri Skot-
lands. Erindið var að flytja
barnshafandi konu í sjúkra-
hús, þar sem hún fæddi barn-
ið klukkustundu síðar.
Talsmaður brezka flughers-
ins sagði í dag: „Hjá okkur
ríkir neyðarástand 24 tíma á
sólarhring. Við fljúgum um
allt landið til þess að bjarga
fólki, sem er kalið og nær
dauða en lífi af kulda, og
koma því í sjúkrahús.
Stórhríð í USA
Heldur fer nú hlýnandi í
veðri á austurströnd Banda-
ríkjanna, en í gær æddu þar
um ískaldir vindar, og hita-
mælar í New York sýndu allt
að frost. Vindhraðinn komst
upp í 130 km á klukkustund.
í Maineríki geisaði versti
bylur, sem þar hefur komið
sl. 10 ár, og allt að 83 cm þykk
snjóbreiða lagðizt yfir landið.
í dag hefur samt lítil eða eng-
in úrkoma
slóðum.
verið á þessum
Flugvélin hér á myndinni rann til á hálku á flugvelli í Rotterdam, er hún var að lenda 28. des.
Flugvélin steyptist síðan yfir sig. 18 farþegar voru með vélinni, en engan mun hafa sakað. —
Flugmennirnir lokuðust inni í flugmannsklefanum, og náðust ekki strax út. — Má það teljast
mildi, að ekki skyldi eldur brjótast út, en þá hefði vafalaust farið ver.
Ástandið í Evrópu
Hér fer á eftir yfirlit um
ástæður helztu borga í Evrópu
í dag:
í París var lítilsháttar rign-
ing Og þoka og hitastig fór
hækkandi. Frá Róm berast
þær fregnir, að skýjað sé um
mestalla Ítalíu og fari hlýn-
andi í veðri. Þoka tafði ferðir
flugvéla í Milano. í Berlín var
kyrrt veður og bjart, en 10
stiga frost var þar á hádegi.
í Hamborg var einnig 10 stiga
frost. í Vínarborg féll mikill
snjór í nótt, og leiddi af því
mikla umferðarörðugleika í
Brússel var talsvert frost og
mikil hálka á götum. Þar var
búizt við frekari snjókomu í
kvöld. í Stokkhólmi var frost,
en himinn heiður og mikið
látið af skíðafæri.
Frá Amsterdam berast þær
fregnir, að mörg þorp í Hol-
landi séu einangruð vegna
'snjóa, og hafa mjólkurflutn-
ingar víða lazt niður af þeim
sökum. Heldur fór kólnandi í
veðri þar í kvöld. í C slo var
bjart veður og í Norður-
Noregi var veður tiltölulegá
stillt. Mesta frost í Noregi var
25 stig. í Trysil. Norska veður
stofan segir, að desembermán-
uður í Noregi hafi verið hinn
kaldasti síðan 1915.
í Belgrad var rigning í dag,
og í Moskvu var 18 stiga frost
og í Moskvu er áin í klaka-
böndum.
Leggur Eyrarsund?
Fréttir herma einnig, að
kuldarnir í Evrópu séu í þann
veginn að loka siglingaleið-
um á Eystrasalti og Kattegat
og talin er hætta á því, að
ísinn muni söðva fiskveiðar
úti fyrir vesturströnd Sví-
þjóðar. Þeir svartsýnustu ótt-
ast einnig, að Eyrarsund muni
leggja aftur í ár. í Malmö hef-
ur verið opnuð sérstök skrif-
stofa til þess að undirbúa
gagnráðstafanir, ef sjó heldur
áfram að leggja fyrir suður-
strönd Svíþjóðar. Talið er þó,
að ástandið sé ekki komið á
hættulegt stig. ísinn nær nú
5—6 sjómílur út fyrir vestur-
ströndina, en er ekki þykkur,
og hindrar ekki siglingar haf-
skipa að ráði. Hins vegar geng
ur fiskibátum erfiðlega og
fjöldi báta hætti í dag við
að reyna að veiða í Kattegat.
Frá Kaupmannahöfn hafa
siglt ísbrjótar og sérstakar
ráðstafanir hafa verið gerðar
til þess að flytja matvæli til
ýmissa smáeyja. í Kaup-
mannahöfn var 14 stiga frost
í dag.