Morgunblaðið - 03.01.1963, Síða 11
Fimmtudagur 3. janúar 1963
MORCVNBLAÐIÐ
H
Þessi mynd var tekin frá Vaðlaheiði á nýjársnótt og sýnir flugeldana yfir Akureyrarbæ, þegar
nýja árið hélt inngöngu sína. Ljósmynd: K. Hallgr.
ElJur I tré-
smíðaverk-
stæði
■ Eyjum
Tjón talið mjög mikið
VESTMANNAEYJUM, 2. jan.: —
Eldur kom upp um kl. 4,30 í
trésmíðaverkstæði Smiðs h.f. við
Strandgötu. Húsið er mjög stórt,
2 hæðir og ris.
Kom eldurinn upp í lakkher-
bergi í rishæð hússins, þar sem
geymd eru mjög eldfim lökk.
Eldurinn varð mjög magnaður á
Isamri stundu.
Slökkviliðinu tókst að ráða niS
urlögum eldsins á rúmum klukku
tíma.
Nehru segir baráttunni
við Kínverja ekki lokið
Aldrei rólegri ára-
mót á Akureyri
AKUREYRI, 2. jan.: — Áramótin
fóru fram í yndislegu veðri á
Akureyri, heiðskíru og björtu, en
nokkru frosti.
Um 20 brennur voru tendraðar
víðsvegar á auðum svæðum í bæn
um og safnaðist þangað fjö-ldi
fólks, einkum börn og unglingar.
Á miðnætti var mikið um flug
eldaskot og einnig var þá tendr
að ártalið 1963 með kyndlum í
Vaðlaheiði.
Að sögn lögreglunnar eru þetta
einhver rólegustu áramót, sem
sögur fara af hér. Örfáir ungling
ar munu hafa verið teknir með
ólöglegar sprengjur eða kínverja,
en ölvun var sáralítil og á mið-
nætti hafði lögreglan ekki þurft
að hafa afskipti af neinum ölvuð
um manni.
Ekkert var um slys eða árekstra
en einn flugeld.ur lenti í gegn
um glugga, en skemmdir urðu
litlar. — St. E. Sig.
Tiltölulega rólegt var hjá lög-
reglunni í Hafnarfirði um ára-
imótin. Þó urðu nokkur skríls-
læti á nýjársnótt eins og verið
hefur sl. 4-5 ár, aðallega í fyrra.
U-m 50 unglingar á fermingar-
aldri söfniuðust saman með há-
reysti í miðbænum og uUu ýms-
um spjöUum. Skutu þeir alls
konar sprengjum í allar áttir, en
ekki er vitað til þess, að slys
hafi orðið af. Kveikt var í kassa
á gatnamótum Linnetsstágs og
Strand'götu, og varð að kveðja
sl ökikviJiðið á vettvang, til þess
að kætfa bálið. öskutunnur voru
dregnar út úr húsaportum og
Nýársbrenna á
Vífilsfelli
Á gaml aárskvöld fóru nokkrir
Armenningar og menn úr Jökla-
fólaginu með Guðmundi Jónas-
syni upp á Vífilsfell og héldu þar
áramótabrennu. Sumir fóru með
Guðmundi úr Reykjavík á tveim
ur bílum, en Ánmenningar, sem
dvöildust í sikála sínum í Jósetfs-
dal, komu á móts við þá. All-
bált var að klífa fjallið, en veð-
ur með atfbrigðum gott. Þegar
upp var komið, var tendraður
eldur í olíuvættum hjólbörðum
og tveimur sjö mínútna svitf-
blysum skotið á lotft. Vörpuðu
þau undarlegum bjarma á fjöll-
in. — Útsýni var ágætt; sást til
Vestmannaeyja, um Suðurnes,
niður á Stokkseyri og Eyrar-
bakka og upp á Akranes. — Fyr-
ir no'kkrum árum var sams kon-
ar för íarin á Vífilsfell á nýj-
ársnótt, en þá Skali á éL
Túnis 2. jan. (NTB)
Yfirvöldin í Túnis tilkynntu
1 dag, að bönnuð hefði verið
um stundarsakir útgáfa blaðs
komimúnistaflokks landsins,
6em gefið er út á arabísku
og vinstrisinnaðs blaðs, sem
eefið er út á frönsku.
Nýju Delhi, 2. jan. (NTB-AP)
NEHRU, forsætisráðherra
Indlands, sagði á fjöldafundi
í Nýju Delhi í dag, að hvorki
Indverjar né aðrir mættu líta
svo á, að baráttu Indverja við
Kínverja væri lokið, þó að
vopnahlé hefði verið á landa-
mærunum að undanförnu. —
Sagði forsætisráðherrann, að
Indverjar væru vel á verði
og myndu halda áfram að
draslinu dreitft á göturnar. 4-5
tonna bátur var dreginn upp úr
fjöru og settur fyrir framan Ráð-
húsið á Strandgötu, en síðan dreg
inn allt suður undir Lækjarbrú.
Nokikrum sinnum var ekið á
hann, og skemmdist byrðingur-
inn nokkuð.
Skúli Thoraren-
sen látinn
SKÚLI THORARENSEN, fyrr-
verandi útgerðarmaður og bóndi,
lézt aðfaranótt 1. janúar, rúm-
lega sjötugur að aldri.
Skúli var þekktur útgerðar-
maður og starfaði mikið í sam-
tökum útgerðarmanna. Hann
hafði einnig með höndum um-
fangsmikinn búrekstur.
vera á verði, þannig að Kín-
verjar gætu ekki komið þeim
aftur á óvart með árás.
Sagði Nehru, að árás Kínverja
á Indverja hefði fyrst og fremst
skaðað Kínverja sjálfa og kín-
verska menningu. Líkti Nehru
Asíu við tjörn og sagði, að Kína
væri eins og krókódíll, sem lægi
í tjörninni og reyndi að gleypa
smærri fiska.
— Ég er ekki í vafa um það,
sagði Nehru, að Indverjar muriu
bera sigur af hólmi. Við óskuðum
ekki eftir stríði, við vorum
neyddir til þess að berjast og
við erum reiðubúnir að verja
föðurland okkar hvað sem það
kann að kosta. Kínverjar hafa
misskilið ósk okkar um friðsam-
lega sambúð, þeir hafa álitið, að
þar sem Indverjar óskuðu eftir
friði, myndu þeir láta kúga sig,
en það er ekki rétt og tilraunir
Kínverja til þess að kúga okkur
hafa mistekizt hrapallega, sagði
Nehru að lokum.
Á GAMLÁRSDAG kl. 1'5 var
Bárður Daníelsson, verkfræðing-
ur, að fljúga yfir Reykjavík.
Skauzt þá flugeldur allt í einu
upp rétt til hægri handar við
vœng flugvélarinnar. Hefði hann
getað kveikt í flugvélinni, af
hann befði lent í henni. Bárður
Chou En Lai þakkar
rikjunum sex
Chou En Lai sagði í Peking í
dag, að hann vonaði, að Indverj-
ar myndu fáanlegir til þess að
hefja samningaviðræður við Kín-
verja innan skamms. Þakkaði
hann Asíu- og Afríkuríkjunum
sex, sem komu saman til við-
ræðna um landamæradeilu Ind-
verja og Kínverja í Colombo í
fyrra mánuði.
Indónesía var eitt ríkjanna,
sem þátt tók í fundinum og nú
er Subandrio, utanríkisráðherra
Indónesíu, kominn til Peking til
þess að ræða niðurstöður Col-
ombofundarins við ráðamenn
þar. Frú Bandarnaike, forsætis-
ráðherra Ceylon, hefur dvalizt í
Peking í þrjá daga og átt við-
ræður við Pekingstjórnina um
niðurstöður Colombofundarins.
Engar fréttir hafa borizt af við-
ræðunum.
lenti sikömmu síðar, og hefur Mbl
frétt, að engar einkaflugvélar
hafi farið á loft eftir það, vegna
þessarar hættu, en annars fljúga
einkaflugmenn ekki yfir Reykja
vík eftir að Isvölda tekur á
gamlárskveld vegna flugelda-
hættu.
Þessa fallcgu mynd frá áramótunum í Vestmannaeyjum sendi ljósmyndari Morgunblaðsins í Eyj-
um, Sigurgeir Jónasson, okkur.
Ólæfi / Hafnarfirði
Er hægt að skjóta flugvél-
ar niður með fluge!dum?
Mjög mikið tjón hefur orðið.
Þakið er mjög brunnið og hang-
ir uppi að einhverju leyti. Einn-
ig mun hafa eyðilagst eitthvað
af dýrum lökkum, spón, tekki og
öðru dýru timbri.
Ekki er mönnum kunnugt um,
hver eru eldsupptökin.
Mikil ölvun í Kópa
vogi um áramótin
MIKIL ölvun á almannafæri átti
sér stað í Kópavogskaupstað nú
um áramótin, en engin slys urðú
á mönnum, svo teljandi séu.
Dansleikur var haldinn í Félags
’heimilinu, og þurfti lögreglan
að fjarlægja þaðan nokkra menn
en lítil meiðsl urðu á mönnum.
— Táragas
Framh. af bls. 24.
margir ófriðlegir, enda ölvun a?l
mikil. Laust fyrir kl. 2 um nótt
ina rýmdi lögreglan göturnar í
næsta nágrenni stöðvarinnar með
táragasi eins og fyrr segir og
sveit lögregluþjóna með kylfur
fór út úr stöðinni; Ekki kom til
neinna átaka, en margir þeirra
yngstu, sem þarna voru, hypj-
uðu sig þá heim, og varð rólegra
á eftir. Upp úr því þynntist hóp-
urinn á götunni mikið og ekki
dró til neinna tíðinda eftir það.
Frá kl. 8 á gamlárskvöld til kl.
6 morguninn eftir skrifaði lö'g-
reglan 70 skýrslur um ölvun.
Voru 38 teknir í vörzlu, en 32
var ekið heim til sín. Milli kl.
6 og 8 að morgni nýársdags var
lögreglan svo kvödd til 8 heim-
ila í bænum til þess að binda endi
á slagsmál og jafna ágreining,
sem upp hafði komið meðal fólks
sem enn sat þá við drykkju.
Frá morgni gamlársdags til
morguns nýársdags leituðu 150
manns aðstoðar á slysavarðstof-
unni. Um kvöldið var þar lög-
regluþjónn á vakt til að halda
uppi lögum og reglu í biðstof-
unni, því meirihluti þeirra, sem
þá komu þangað, var undir áhrif
um áfengis, misjafnlega milkið.
Var gert að tveimur fótbrotum og
einu handleggsbroti um kvöldið
og í öll skiptin var um ölvað fólk
að ræða.
Tvær sprengingar í miðbænum
á gamlárskvöld voru áberandi
mestar. Önnur sprakk á horninu
við Reykjavíkurapótek og fékk
ungur piltur málmflís úr sprengj
unni í fótlegg sinn. Var gert að
sárinu í Slysavarðstofunni. All-
margir brenndust og hlutu meiðsl
af völdum kínverja og smyglaðra
og heimatilbúinna, blysa og flug
elda.
Þá bar það til tíðinda að morgni
nýársdags, um kl. 7, að hringt
var til lögreglunnar innan úr
Efstasundi og gert viðvart um
mann, sem sást þar utan dyra —
og skaut sá úr riffli. Þegar lög-
regluþjónar komu á staðinn voru
þrir vegfarendur búnir að ná af
honum rifflinum, héldu mannin-
um og biðu hjálpar. Hafði mann
inum ekki unnizt tími til að
vinna neitt tjón, hafði þó skotið
nokkrum skotum upp í loftið. Tók
lögreglan bæði manninn og vopn
ið í sína vörzlu.
Þetta var það helzta, sem gerð
ist, sagði Erlingur Pálsson. Þetta
var 43. gamlárskvöldið, sem ér
er með lögreglunni — og ég man
ekki svona gott veður á gamlárs-
kvöld, sem nú. Mjög fátt fólk var
líka úti við í miðbænum miðað
við það, sem áður var — og eru
það fyrst og fremst brennurnar,
í úthverfunum, sem því valda.
En fólk spyr gjarnan um ólæti
í miðbænum — og maður hefur á
tilfinningunni, að almennt telji
fólk það eina verkefni lögregl-
unnar á gamlárskvöld að hafa
auga með óróáseggjum í Austur-
stræti. En þetta er aðeins brot af
okkar verksviði. Það er nú orðið
svo stórt og umfangsmikið, að
lögreglan er orðin of fámenn. Lög
reglunni er ætlað að sinna öllu
milli himins og jarðar og við
þurfum því meiri mannafla. Við
þyrftum líka að geta launað þá
betur, annars fáum við ekki góða
menn, sagði Erlingur að lokum.