Morgunblaðið - 03.01.1963, Page 13
Fimmtudagur 3. JaníSar 1963
MORCTllKBLAÐIÐ
13
Ár mestu velsældur
íslenzku þjóðurinnur
Áramótaræða Ölafs Thors, forsætisraðherra
ÓVÍÐA eru stjórnmálin jafn
ofarlega á baugi meðal almenn-
ings sem hér á landi. Kr ekki
nema gott eitt um það að segja
ijafn mikið sem á veltur fyrir
þjóðfélagsþegnana, að vel og vit-
urlega sé á þeim haldið. Þessi
mikli áhugi leiðir þó oft til öfga.
Oannig eru stjórnmálamennirn-
ir ýmist gerðir að ofurmennum,
sem ekki mega vamm sitt vita,
að öðru leyti en þá helzt því, að
vera hæfilega hlutdrægir fylgi-
fiskum áínum til framdráttar,
eða þá hins vegar taldir mein-
gallaðir valdastreitu- eða jafn-
vel misindismenn, sem í engu
megi treysta. Fer þá oftast eftir
(því, hvort menn lýsa sánum mönn
um eða andstæðingunum. Milli
þessara öfga eru helzt þeir, sem
lítill slægur þykir í. Meðal ann-
ars af þessum ástæðum er það
stjórnmálamönnum hollt að temja
sér snemma að láta sig lofið
jafnt sem lastið litlu skipta. Hitt
væri svo áreiðanlega til mikilla
bóta, að allir, sem við opinber
mál fást, reyndu að verðskulda
að um þá mætti segja svipað því,
sem merkur erlendur blaðamað-
ur nýlega sagði við mig um blað
sitt, en ummæli hans voru eitt-
(hvað á þessa leið:
„Auðvitað hefur blað mitt ekki
ævinlega á réttu að standa, en
það segir aldrei annað en það,
sem það veit sannast og réttast“.
•
Með þessu fororði ætla ég að
leitast yið að svara þeirri spurn-
ingu, sem mörgum er nú efst í
huga.
Hefur viðreisnin tekizt eða
ek:?i?
Ég leiði að þessu sinni hjá
mér að rökstyðja það, sem flest-
ir, sem með stjórttmálum fylgj-
ast, þó vita að er mín skoðun,
að þegar núverandi stjórn tók
við völdum stóðu sakir í efna-
hagsmálum íslendinga þannig, að
ekkert vit var í að freista ann-
arra úrræða en þeirra, sem til
var gripið. Ég skal heldur ekki
að þessu sinni skipta sökinni á
því að svo var komið sem kom-
ið var, milli flokka og manna,
ftxeldur láta nægja að segja, að
af þvi getur enginn flokkanna
og heldur enginn þeirra manna,
isem stýrt hafa förinni hviítþvegið
Ihendur sínar, enda þótt hvatir
manna, kunni að hafa verið ólík-
ar Og sakir séu misstórar.
Ég ætla engan að hefja til skýj-
anna, og heldur engan að sak-
fella, heldur aðeins að reyna að
varpa Ijósi á þetta flókna mál,
rannsaka þau gögn, sem nú liggja
fyrir, og athuga, hvort ekki megi
draga ályktanir af reynslunni,
sem verða mætti að liði í fram-
tíðinni.
• ■
Ég skal strax kveða upp úr
með það, að í vissum aðalefnum
(hefur viðreisnin tekizt betur en
björtustu vonir stóðu til. Hins
vegar játa ég hispurslaust, að
enn hefur ekki tekizt að ráða
niðurlögum verðbólgunnar, enda
þótt rétt sé, að þjóðin standi í
dag betur að vígi en fyrir þrem-
ur árum til að fást við hana.
En takist ekki að sigrast á verð-
(bólgrmni, gleypir hún fyrr eða
síðar ávexti þess, sem bezt hefur
tekizt .Er þá unnið fyrir gýg, og
beinn voði fyrir höndum.
•
Um það sem bezt hefur farið
ur hendi, minni ég á örfáar töl-
ur, sem segja meira en mörg orð.
Á ég þar við gjaldeyrisstöðu
bankanna og sparifjáreignir lands
manna.
Þegiar viðreisnin bófst var
það eitt þyngsta áhyggjuefni
manna, að ísland myndi þá og
þegar lenda í greiðslulþrotum,
þjóðinni til skammar og skaða.
Bankarnir skulduðu þá erlend-
is 216 millj. króna.
Um síðustu mánaðamót var
þessi skuld greidd að fullu, en
í stað hennar komin 1010 millj.
kr. inneign. Gjaldeyrisstaðan hef-
ur þannig batnað um hvorki
meira né minna en 1226 millj.
kr. frá upphafi viðreisnarinnar.
Þetta segir sína sögu. Hér sem
víðar eru peningamir afl þeirra
hluta, sem gera skal. Það er þessi
bætti hagur þjóðarinnar í við-
skiptunum við útlönd, sem því
ræður, að innflutningsverzlunin
er nú frjáls með þeim einu tak-
mörkunum, sem leiða'af viðskipt
unum við jafnkeypislöndin, og
það er láka þessu breytta andliti
út á við, sem við eigum það að
þakka, að fjárhirzlur umheims-
ins hafa opnazt íslendigum að
nýju, eftir margra ára bið okkar
utan dyra. Þarf ekki að fjölyrða
um, hver fengur lánstraustið er
fámennri þjóð, sem á sér jafn-
mörg óleyst verkefni og jafn rík-
ar ónotaðar auðlindir, sem ís-
lendingar eiga.
•
Varðandi spariféð, — hið ytra
tákn um mátt þjóðarinnar til að
fást við ný verkefni, — get ég
þess, að í febrúarlok 1960 námu
allar innistæður landsmanna í
bönkum og sparisjóðum landsins
1825 millj. króna. Þær voru um
síðustu mánaðamót 3287 millj.
króna. Aukningin er þannig 1462
millj. króna, eða með öðrum orð-
um, íslendingar hafa frá upphafi
viðreisnarinnar aukið spariféð
sitt um nærri því jafn háa upp-
hæð, eins og þeir áður höfðu nurl
að saman frá landnámstíð og
fram á þennan dag.
•
Hvað þessa höfuðþætti áhrær-
ir, tala staðreyndirnar enga
tæpitungu. Fram að þessu er sú
saga miklu skemmtilegri en
leyfilegt var að vænta. íslending-
ar mega ekki láta sögulokin verða
sorgleg, en í þeim efnum ræður
þjóðin sjálf mestu, enda þótt
aflabrögð, * verzlunarárferði og
fleira komi þar líka við sögu.
•
Ég kem þá að hinni óráðnu
gátu, þ.e.a.s. hvort takast megi
að stöðva sig á þeirri ðheilla-
braut sífelldra hækkana kaup-
gjalds og verðlags á víxl, sem
við höfum búið við síðustu tvo
áratugina.
Þetta er hin mikla spurning.
Er hægt að stöðva sig eða er
það ekki hægt?
Á því veltur mikið og meira
en hér skal rakið.
•
Þegar rætt er um verðbólguna
manna á meðal, kveður alltaf
við sama tóninn, að við séum á
villigötum.
En nú spyr ég; úr því að allir
virðast sammála um þetta megin-
atriði, hvernig stendur þá á því,
að vaðið er áfram í villu og
svíma.
Já, í villu og svíma. Er það nú
ekki einmitt svarið? Er ekki á-
stæðan fyrir því, að menn stöðva
sig ekiki á þessari óheillabraut,
einmitt sú, að reynslan er ekki
spurð ráða?
Sama sagan hefur endurtekið
sig æ ofan í æ. Allir, sem öðluð-
ust trúnað launþega, hafa sett
metnað sinn í að gera sem hæst-
ar kröfur á hendur atvinnurek-
endum. Atvinnurekendur svara
oftast því sama, að þeir séu
einskis megnugir. Þá er leitað til
ríkisins, um greiðslu af almanna-
fé á því, sem á milli ber. Stund-
um hefur það verið gert, en stund
um ekki. Oft er þá beitt verk-
fallsvopninu, og venjulega éru
sögulokin hin sömu, kauphækk-
anir í einu formi eða öðru, fyrst
ein stéttin, síðan fylgja allar hin-
ar í kjölfarið. Oftast leiðir þetta
kjarabætur án blóðtöku verkfalla
og þverrandi gildis gjaldmiðils-
ins.
Við skulum leita svars í þeim
gögnum, sem við nú höfum eign
azt um reynslu okkar sjálfra í
þessum efnum.
Það vill nú þannig til, að á
því ári, sem nú er að enda, hafa
í fyrsta sinni verið birtar ítar-
legar skýrslur um þróun þjóðar-
búskaparins á árunum 1945-1960
Eru þessar skýrslur birtar 1 riti
svo fljótlega til lækkunar á gengi
krónunnar, hvort sem það er við-
urkennt með formlegri breytingu
strax eða ekki. Þá étur hækkað
verðlag strax alla kauphækkun-
ina, og þá sjá allir, að til einskis
var barizt. Menn fá einungis
fleiri og smærri krónur. Laun-
þegar eru þá að engu bættari.
Ekkert hefur skeð annað en, að
sá skuldugi hefur hagnazt en
sparifjáreigendur tapað.
•
En svo kemur fyrir, að kaup-
hækkanirnar leiða ekki til gengis
fellingar og þá hækkar verðlagið
minna en kaupið, þannig að laun
þegarnir fá einhverjar raunhæfar
kjarabætur. Þetta ruglar menn
í ríminu, og hvetur að órannsök
uðu máli til að tefla djarft í
kaupkröfunum. Ný sókn er hafin.
í þetta skipti leiðir hún kannski
eingöngu til nýrrar gengislækk-
unar, og hefur þá sigur kröfu-
gerðarmanna enn einu sinni snú-
izt upp í ósigur krónunnar, þvert
gegn þeirra eigin vilja.
Þannig gengur þetta skref af
skrefi og alltaf minnkar krónan
með öllum þeim geysialvarlegu
afleiðingum og óréttlæti, sem það
hefur í för með sér, og hér skal
ekki rakið.
•
Nú vaknar sú spurning, hvort
ekki sé mögulegt að tryggja laun 1
þegunum ítrustu raun/hæfar
Framkvæmdabanka íslands „Úr
þjóðarbúskapnum“ og sýna þró-
un þjóðarframleiðslu, þjóðar-
tekna, neyzlu og fjárfestingar á
þessu tímabili. Bráðabirgðaút-
reikningar, sem ennþá hafa ekki
verið birtir, hafa einnig verið
gerðir fyrir árin 1961 og 1962,
þannig að yfirlit er nú til um
allt timabilið eftir styrjöldina.
í þessum skýrslum felst mikill
og margvíslégur fróðleikur, sem
hægt er að draga margvíslegar,
gagnlegar ályktanir af. Þar má
meðal annars sjá eftir hvaða leið
um viðreisnin hefur náð jákvæð
um árangri á ýmsum sviðum, og
einnig gefa þær ýmsar bending-
ar um framtíðina. Ég get ekki
gert svo miklu máli skil að þessu
sinni, en ræði það eitt, sem varp
ar Ijósi á þá spurningu, er ég áð
an bar fram.
•
Sú uppbygging atvinnulífsins,
sem framkvæmd var í styrjaldar
lokin og fyrst eftir styrjöldina,
reyndist ekki nægileg til þess að
viðhalda þeim þjóðartekjum, sem
náðst höfðu á styrjaldarárunum
og því síður til að auka þær. Staf
aði þetta af tvennum ástæðum:
I fyrsta lagi var mikið afla-
leysi á árunum 1949—1952.
í öðru lagi féllu íslenzkar út-
flutningsafurðir í verði, jafn-
framt því sem verðlag á inn-
flutningsvörunum hækkaði. Af-
leiðingin varð sú, að á árinu 1952
hafði hrein þjóðarframleiðsla ekk
ert aukist frá því sem hún hafði
verið 1945. Þjóðinni hafði hinsveg
ar fjölgað verulega á þessum ár-
um og kom þess vegna minna í
hlut hvers og eins, — þjóðarfram
leiðslan á mann hafði lækkað um
nærri 14%. Slæmt verzlunarár-
ferði varð þess svo valdandi að
verðmæti þjóðarframleiðslunnar
þjóðartekjunar voru um 19%
lægri á mann en 1945.
Á árinu 1953 verða tímamót.
Þá uxu bæði þjóðarframleiðsla
og þjóðartekjur mikið, og hefur
sú þróun haldið áfram síðan,
fyrst með miklum hraða, síðan'
hægara. Árið 1962 verða þjóðar-
tekjur á mann orðnar 21% hærri
en þær höfðu verði árið 1945, og
5% 'hærri en þær höfðu verið
árið 1958.
Það er því óhætt að fullyrða
það, sem raunar hver maður, sem
hér þekkir til, getur sannfærzt
um með eigin augum, að velmeg
un íslezku þjóðarinnar hefur
aldrei verið meiri en hún er nú.
•
En þá mun verða spurt, hvort
þetta þýði það, að velmegun al-
mennings á íslandi hafi aldrei
verið meiri. Hvort það geti ekki
verið, að aukning þjóðartekn-
anna hafi fyrst og fremst lent hjá
atvinnufyrirtækjunum eða ein-
iwerjum tiltölulega litlum hópi
manna, og kjör alls almennings
(hiafi versnað, eða að minnsta
kosti ekki batnað.
Við þessari spumingu er ekki
hægt að finna svar í þeim út-
reikningum Framkvæmdabank-
ans, sem ég hef gert grein fyrir.
Á hinn bóginn eru til athuganir á
meðaltekjum kvæntra manna í
helztu launastéttum landsins, þ.e.
verkamanna, iðnaðarmanna og
sjómanna. Þessar athuganir eru
•byggðar á skattaframtölum og
ná til áranna 1948—1961. Þær
sýna, að atvinnutekjur hafa
fylgt þjóðartekjunum á mann
mjög náið. Þær hafa hækkað þeg
ar þjóðartekjurnar hafa hækk-
að ,og nokkurn veginn í sama
hlutfalli, sem þýðir þó að sjálf-
sögðu ekki, að kjör einstakra
hópa innan launastéttanna hafi
ekki getað breytzt verulega í
samanburði við aðra hópa.
Þetta er sá lærdómur, sem lesa
má út úr okkar eigin skýrslum
um þróun þjóðarbúskapar okkar
frá stríðslokum, og sömu sögu
segir reynsla annarra þjóða.
Það er vöxtur þjóðarteknanna
sem meginmáli skiptir fyrir lífs
kjör almennings í landinu.
•
Þetta er kjarni málsins.
Af því leiðir, að athygli beinist
að því, hvernig hver einstakling
ur geti stuðlað að því, sem bezt,
að sá vöxtur verði sem mestur.
Hvernig samtök launþega og at-
vinnurekenda geti stuðlað að
þessu sama, og hvað ríkisvaldið
sjálft getur gert.
Það er mín skoðun, að fram-
bak, þekking og dugnaður hvers
einstaklings skipti mestu máli í
þessum efnum, þegar allt kemur
til alls. En hinu má þó ekki
gleyma, að samtökin og ríkisvald
ið skapa einstaklingnum þau skil
yrði, sem hann starfar við. Þessi
skilyrði geta verið þess eðliá, að
einstaklingurinn, hvort sem hann
er atvinnurekandi eða launiþegi,
fái notið sín sem bezt, og starf
hans verði öllum til sem mestra
heilla. En skilyrðin geta líka ver
ið þannig, að einstaklingurinn
fái ekki notið sín og starfsemi
hans beinist í þær áttir, sem eru
þjóðarheildinni síður heillavæn-
legar.
Mig langar til að atihuga í þessu
ljósi nokkuð nánar stefnu og að-
gerðir bæði hagsmunasamtak-
anna og ríkisvaldsins á undanförn
um árum, og vil þá fyrst minnast
á hagsmunasamtökin. Þessi sam
tök standa árlega í samningum
sín á milli og viðræðum og samn
ingum við ríkisvaldið. Ef þessir
samningar og viðræður fjölluðu
um það, hvað væri hægt að gera
til að greiða fyrir aukningu fram
leiðslunnar, þannig að grund-
völlur skapist fyrir sem mestum
bata lífskjaranna, þá væri ekki
Framh. á bls 14