Morgunblaðið - 10.01.1963, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.01.1963, Blaðsíða 1
24 siður 50 árgangur 7. tbl. — Fimmtudagur 10. janúar 1963 Prentsmiðja Morgi’nblaðsin? Hand- samið Tshombe Síðustu fréttir frá AP: SKÝRT var frá því í aðalstöðvum Samein- uðu þjóðanna í New York seint í kvöld, að liðssveitir samtak- anna í Katanga hefðu fengið fyrirmæli um að setja Thsombe fylk isstjóra í stofufang- elsi. Tshombe hefur í hótunum Segist þó vilja koma á friði í Katanga og sameina héraðið öðrum hlutum Kongó Barizt í Kasai-liéraði Leopoldmlle, London, New York. — (NTB-AP) — Tshombe, fylkisstjóri Katanga, endurtók í dag á fundi með fréttamönnum, hótim sína um að láta sprengja í loft upp ýmis mannvirki í Kolwezi, ef liðssveitir Sameinuðu þjóðanna gerðu árás á borgina. Á sama fundi sagði Tshombe að hann væri samþykkur áætlun U Thants um sameiningu Katanga við aðra hluta Kongó, en því hafði hann einnig lýst yfir í gærkvöldi, og sagðist þá vilja koma á friði í héraðinu. — ♦ Tshombe sagðist vilja ræða við SÞ um, að liðssveitir sam- takanna fengju að ferðast um Katanga án þess, að á þær yrði ráðizt, en í kvöld sagði Ralph Bunch, aðstoðarframkvæmdastjóri samtakanna, að yfirvöld Katanga gætu veitt liðssveitum SÞ ferða- frelsi, en SÞ myndu ekki hiðja þau um það. ♦ Talsmaður Tshombcs í New York, Michel Struelens, sagði í gær, að Katangastjórn myndi veita liði SÞ í Katanga fullt ferða- frelsi, ef þingið í Leopoldville veitti öllum Katangabúum sak- aruppgjöf. 4 Tilkynnt var í Leopoldville í kvöld, að SÞ hefðu á ný hafið hernaðaraðgerðir í Katanga og sæktu fram til járnbrautarstöðvar við landamæri Norður-Rhodesíu. 4 Innanríkisráðherra sambandsstjórnarinnar í Leopoldville Skýrði frá því í dag, að bardagar hefðu geisað milli ættflokka í Suður-Kasaihéraði sl. hálfan mánuð og hefðu 500 menn fallið í bardögunum. ENN LÖGLEGUR STJÓRN- IATA fund- inum ekki lokið Paris, 9. jan. — Einkaskeyti frá Elínu Pálmadóttur. — FUNDI flugfélaganna 18, sem fljúga yfir Norður- Atlantshaf og eiga aðild að IATA (Alþjóðasambandi flugfélaga) lauk ekki í gærkvöldi eins og ráðgert hafði verið. Fundarhöld- um var haldið áfram í dag og enn var til umræðu fyrirvarinn, sem SAS setti á ráðstefnu IATA í haust, vegna samnings um far- gjöld yfir Norður-Atlants- haf. Enn hvílir sama leynd in yfir fundinum og engar fregnir berast af gangi mála þar. NKRUMAH sýnt þriðja banatilræðið á nokkrum mánuðum. Amsterdan i Hollandi, moka snjó frá húsum sinum. Nokkr- um dögum áður hafði hvesst tnikið í Hollandi og byrjað að skefla upp að húsunum. Sýnt þótti, að húsin myndi fenna í kaf, ef óveðrið héldist og fjöl skyldurnar, sem í þeim bjuggu voru fluttar á brott. Þegar veðrinu slotaði hófust heimil- ' isfeðumir handa um að moka frá húsunum, en skaflamir voru þá rúmlega þriggja metra djúpir. Staða Alsír gagn- vart NATO rædd París 9. jan. (NTB). FRANSKA stjórnin samþykkti I dag, að hefja viðræður við stjóm Atlantshafsbandalagsins um stöðu Alsír gagnvart banda- laginu eftir að landið fékk sjálfstæði. Alan Peyrefitte, upplýsinga- málaráðherra stjórnarinnar skýrði frá þessu í dag og benti á, að meðan Alsír var hluti hins franska ríkis hefðu varnir Atlantshafsbandalagsins náði til landsins, en ættu þær að gera það í framtíðinni yrði Alsír að sækja um aðild að bandalaginu. Tunis, 9. jan. (NTB) STARFSEMI kommúnistaflokks Túnis hefur verið bönnuð. ANDI KATANGA. ^fchombe fylkisstjóri Katanga héix fund með fréttamönnum í Elizaibethvilile í dag. Sagði hann ó fundinuim, að hermenn Kat- engaihers hefðu komið fyrir sprengiefni við a'llar miikiivæg- ar byggingaT og mannviriki, t.d. orkiuver í Kolwesi, og væri hægt að sprengja þau í loft upp hve- nær, sem hann óskaði. Sagði hann, að það yrði gert, ef liðs- sveitir Sí>. gerðu árás á borgina. Tshombe sagði á fundinum, að það miiklvægasitaa, sem nú stæði fyrir dynum í Katanga væri framkvæmd áætlunar U Thants um saimeiningu héraðsins váið aðra hluta Kongó. Lagði Tshom be áherzlu á það, að hann væri enniþá löglegur stjórandi Kat- anga valinn af þjóðinni, hvort sem Sameinuðu þjóðunum l'ík- aði það betur eða ver. Sagðist hann vera fús ti'l þess að ræða við fulltrúa samtakana um það, að liðssveitir þeirra fengju ferðafrelsi í Katanga. BUNCH A HEIMLEIÐ. Ralph Bunoh, aðstoðarfram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, sem dvalizt hefur í Kongó undanfarna daga er nú á h-eim- leið. Áður en hann lagði af stað frá LeopoJdviIle hélt hann fund Framh. á bls. 23 Banatilræði við Nkrumah Accra, Ghana 9. jan. (NTB—AP). NKRUMAH, forseti Ghana, var sýnt banatilræði í gær, en hann sakaöi ekki. Er þetta þriðja banatilræði, sem forset- anum er sýnt á nokkrum mán uðum. Þeir, sem stóðu að bana- tilræðinu við Nkrumah i gær, vörpuðu sprengju inn á íþróttaleikvang í Accra þar sem haldinn var fjöldafundur og Nkrumah hélt ræðu. 4 menn létust af völdum sprenging- arinnar og 85 særðust. Forsetinn yfirgaf leikvang- inn í þann mund er sprengjan sprakk og sakaði hann því ekki. Borgarstjórnin i Accra lagði í dag til við ríkisstjórnina, að þeim, sem staðið hefðu að tilræðinu, yrði refsað harð- lega og í kvöld skýrði innan- rikisráðuneyti Ghana frá því, að einn maður hefði verði handtekinn sakaður um þátt- töku í tilræðinu. í ræðunni sem Nkrumah hélt á áðurnefndum fjölda- fundi sagði hann m. a., að íbúar Ghana yrðu að samein- ast um það að byggja upp sósíalistiskt ríki og vinna að einingu Afríkuþjóða. Á 10. síðu blaðsins í dag birtist grein frá Ghana eftir fréttamann Mbl. Elínu Pálmadótt- ur, sem var á ferðalagi um Afríku fyrir skömmu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.