Morgunblaðið - 10.01.1963, Blaðsíða 14
14
M ORGVIi BL AfílÐ
Fimmtudagur 10- Janúar 1963
Móðir mín og tengdamóðir
SIGRÍÐUR SXEFÁNSDÓTTIR
andaðist sunnudaginn 6. þ.m. í sjúkrahúsi Hvítabandsins.
Utförin verður auglýst síðar.
F. h. aðstandenda.
Þorhjörg og Halldór Rafnar.
Ástkær móðir og tengdamóðir
ANNA SOFFÍA ÁRNADÓTTIR
er andaðist að heimili okkar, Kleppsvegi 46, 3. janúar
aL, verður jarðsett frá Fossvogskirkju, laugardaginn 12.
þessa mánaðar. Athöfnin hefst kl. 10.30 f.h. og verður
útvarpað.
Arnþrúður Reynis,
Einar Reynis.
Konan mín
KRISTJANA ÞÓRÐARDÓTTIR
frá Hrafntóftum,
sem lézt í Borgarsjúkrahúsinu 6. janúar, verður jarð-
sungin frá Oddakirkju þriðjudaginn 15. janúar kL 13.
Minningarathöfn fer fram £rá Fossvogskirkju föstudag-
inn 11. janúar kL 10,30.
SigurSur Þorsteinsson.
Eiginmaður minn og faðir
EINAR EINARSSON
símamaður
lézt i Landakotsspítala hinn 7. þ. m.
Ragna Ágústsdóttir,
Ágúst V. Einarsson.
Útför ömmu minnar
GUÐRCNAR RUNÓLFSDÓTTUR,
húsfreyju Fossi, Rangárvöllum
er andaðist 3. þ.m. fer fram laugardaginn 12. þ.m. kL
1 e.h. að Keldum, Rangárvöllum. Sætaferðir frá BSÍ
kl. 9 sama dag.
Sigrún Magnúsdóttir.
Konan mín og móðir okkar
VILHEMÍNA LAUFEY GUNNARSDÓTTIR
verður jarðsett frá Akranesskirkju laugardaginn 12.
þessa mánaðar. Athöfnin hefst með bæn að heimili henn-
ar Sóleyjargötu 12, Akranesi kl. 1,30 e.h.
Ef einhverjir vildu minnast hennar, eru þeir vin-
samlegast beðnir að láta Sjúkrahús Akraness njóta þess.
Ingimundur Leifsson,
Laufey Ingimundardóttir,
Ingimundur Ingimundarson.
Við andlát og útför
SKÚLA THORARENSEN,
útgerðarmanns,
var minningu hans vottuð margháttuð virðing, en okkur
vinsemd og samúð. Þetta ásamt hjálp í veikindum hans,
þakka ég innilega fyrir vegna mín, dóttur okkar, dætra-
barna, tengdasonar, systkina og annarra vandamanna.
Vigdís Thorarensen.
Kveðjuathöfn um móður okkar
SESSELJU MAGNÚSDÓTTUR
frá þingeyri,
sem andaðist 4.. janúar fer fram í Fossvogskirkju föstu-
daginn 11. janúar kl. 13,30.
Fyrir hönd aðstandenda.
Kristín Ingibjartar,
Magnús Amlín.
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við and-
lát og jarðarför
ÍVARS HELGASONAR
bónda í Vestur-Meðalholtum.
Aðstandendur.
Þökkum öllum fyrir auðsýnda samúð við fráfall föður
okkar
EIRÍKS ÁSGRÍMSSONAR.
Ása Eiríksdóttir,
Sigurgeir Eiríksson,
Haraldur Eiríksson.
Eggert Guðmundsson
fyrrv. skipstjóri áttræður
80 ÁRA er I dag Eggert Guð-
mundsson, fyrrverandi skip-
stjóri, fæddur að Höll í Hauka-
dal, Dýrafirði, 10. jan. 1893, son-
ur merkishjónanna Elinborgar
Jónsdóttur frá Sveinseyri í
Dýrafirði og Guðmundar Egg-
ertssonar frá Höll, sem bjuggu
þar rausnarbúi á sinni tíð, eða
þar til Jón sonur þeirra tók þar
við búi. Ég man vel eftir þeim
hjónum frá bernskuárum mín-
um í Haukadal. Elinborg var
falleg og skemmtileg fullorðin
kona og Guðmundur alltaf sí-
kátur, enda hafði hann gaman
af að glettast, ekki sízt við
yngstu kynslóðina, enda hefur
Eggert ríka kímnigáfu frá föður
sínum og mjög líkur honum,
ekki sízt á efri árum.
Eggert ólst upp í Höll í stór-
un) Qg fallegum systkinahópi,
sem voru 10 alls, 5 bræður og 5
systur, en nú eru bara tvö þeirra
á lífi, Eggert og Björg, sem nú
dvelst í sjúkrahúsi. Björg er
ekkja Sigurðar Sigurðssonar,
ráðunauts, dáinn fyrir allmörg-
um árum, en móðir Sigurðar
Haukdals, prests á Bergþórs-
hvoli. Andrés, bróðir Eggerts,
andaðist sl. sumar hér 1 sjúkra-
húsi eftir árslegu þar, illa far-
inn að heilsu, og nú er Eggert
einn eftir í Haukadal af þessari
stóru Hallarfjölskyldu, og sann-
ast á honum að römm er sú
taug, sem rekka dregur föður-
túna til.
Eggert var skipstjóri á mörg-
um skipum á Vestfjörðum á svo-
kallaðri skútuöld, og ferðaðist
ég þá með honum til Reykja-
víkur fram og til baka að vor-
lagi í ekki sem beztu veðri, og
VERZIUNARSTARF
/.v.v.v.v.
Verzlunarmaður
Vér viljum ráðan vanan verzlunarmann
til afgreiðslu og umsjónarstarfa í kjötbúð.
Nánari upplýsingar gefur Starfsmanna-
hald S. L S., Sambandshúsinu.
STARFSMAN NAHALD
Alúðar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug
við fráfall og jarðarför konu minnar, móður okkar,
tengdamóður og ömmu
LAUFEYJAR BJARNADÓTTUR
Kaplaskjólsvegi 3
er lézt að Sjúkrahúsi Hvitabandsins 1. janúar. Einnig
færum við þakkir, læknum og öðrum starfsmönnum
sjúkrahússins. — Jarðarförin hefur farið fram í kyrr-
þey að ósk hinnar látnu.
Björn V. J. Gíslason og dætur.
vorum við rúma 50 klukkutíma
á leiðinni til baka, enda skipið
seglskip og hafði aðeins litla
hjálparvél. Þetta þætti langur
tími núna, sem er hægt að fara
á tæpum klukkutíma. Þó að nú
séu liðin 45 ár frá þessu ferða-
lagi, verður mér það alltaf
minnisstætt, og þá er það Egg-
ert sem ég alltaf mun minnast
sem hetju, að honum skyldi tak-
ast að komast lifandi úr þeirri
svaðilför, en það er nú önnur
saga.
Eins og ég hef áður getið hefir
Eggert verið bundinn við æsku-
stöðvarnar, átt lengi heimili i
Höll hjá foreldrum og skyldu-
liði, og eftir að hann giftist
lengst af átt heima í HaukadaL
Um tíma dvöldu þau hjón á
Þingeyri, en fluttu þá aftur til
Haukadals og eiga þar enn
heima, eins og fyrr er getið.
Eggert er kvæntur ágætiskonu,
Guðriði Gestsdóttur frá Keldu-
dal í Dýrafirði, og eiga þau fjög-
ur myndarleg börn, sem eru
þessi: Jón Þorberg, kennari á
Patreksfirði, Guðmundur, lög-
regluþjónn hér í bæ, Andrés, sjó
maður í Keflavík og Herdís í
Vestmannaeyjum. Öll eru þau
gift og eiga börn, en mér er ekki
kunnugt um hvað þau eru mörg,
en dótturson sinn heíur Eggert
alið upp, sem er nafni hans og
augasteinn afa síns, enda hefir
Eggert alltaf verið barngóður og
oft mikið af krökkum í kringum
hann, því fram á gamals aldur
gat hann leikið við þau sem
ungur strákur væri. Alltaf var
hann hrókur alls fagnaðar, þar
sem gleðskapur var, ekki sízt á
dansgólfi. Líka spilaði hann vel
á harmoníku, þá var gaman að
dansa þegar Eggert spilaði, mað
ur gat sagt að þá væri líf í tusk-
unum.
Að endingu óska ég Eggerti og
fjölskyldu hans til hamingju á
þessum merkisdegi með beztu
þökk fyrir allt á liðnum árum,
og óska þess, að hann verði allt-
af sami káti karlinn, sem við,
sem einu sinni vorum ung í
Haukadal höfðum alltaf gaman
af að skemmta okkur með.
Petrónella Bentsdóttir.
Félagsláf
Knattspyrnufélagið Þróttur.
Æfingatafla vorið 1963.
Knattspyrna
K.R. hús :
Laugardaga kl. 7.45 4. og 5.
fl. karla.
Laugardaga kl. 8.36 3. fl. karla
Sunnudaga kl. 3.30 2. fl. karla.
Sunnudaga kl. 4.20 meistara-
og 1. fl. karla.
Fimmtudaga kl. 10.10
meistara- og 1. fl. karla.
Handknattleikur
Hálogaland:
Mánudaga kl. 8.30 meistara,
1. og 2. fl. kvenna.
Miðvikudaga kl. 6.50 3. fl.
karla.
Miðvikudaga kl. 7.40 meist-
ara-, 1. og 2. fl. karla.
Föstudaga kl. 10.10 meistara-
1. og 2. fl. karla.
. Austurbæjarskdli:
Föstudaga kl. 8.00 3. fl. karla.
Föstud. kl. 9.00 2. fl. kvenna.
Mætið stundvíslega á æfing-
arnar. Takið með ykkur nýja
félaga. Allar upplýsingar um
æiingarnar eru gefnar í síma
2-31-31 kl. 9—12 daglega.
Sunddeild K.R.
Æfingar eru hafnar að nýjn
eftir jólahléið. Helga Haralds-
dóttir tekur aftur við sund-
þjálfuninni. Sundknattleiks-
þjálfari er Magnús Thorvalds-
son.
Æfingataflan í Sundhöll
Rvikur:
Sunnudaga, mánudaga, mið-
vikudaga og föstudaga kL
6.45—8.15.
Sundknattleikur: þriðjud.
og fimmtudaga kl. 9.50—10.40.
Nýir félagar velkomnir.
Stjórnin.