Morgunblaðið - 10.01.1963, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.01.1963, Blaðsíða 20
20 MORCVIS BL ifílÐ Fimrritudagur 10- janúar 1963 PATRICl A WENTWORTH: MAUD SILVER KEMUR í HEIMSÓKN — Ég var við kennslu í tutt- ugu ár. Eitthvað hreyfði sig í huga Riettu, en hvarf svo samstundis í skuggann aftur. Og skömmu seinna kom það aftur — rétt að- eins, að hún gat ekki komið því fyrir sig. En svo varð það allt í einu, þegar Katrín fór eitthvað að fjasa um dýrtíðina, og frú Voycey hélt góðgjörðunum ákaft að gestunum, Og Maud Silver tók fram í einhverja tilvitnun í Tennyson, mundi hún eftir því, og sagði snögglega: — Eruð þér sú ungfrú Silver, sem Randall Maroh er að tala um? Maud Silver brosti með ánægju svip. — Já, hann og systir hans eru gamlir nemendur mínir, og mér er það gleði, að ég hef alltaf haldið kunningsskapnum við þau. Þekkið þér fjölskylduna? — Já, ég var í skóla með ísa- bellu og Margréti. Þær voru þá orðnar stórar stúlkur en ég lítil. Ungfrú Atkinson var alltaf að tala um, hvað þær væru vel að sér. Randal var vitanlega yngri — eitthvað á aldur við mig. Hann er nú lögreglustjóri hérna í hér- aðinu. — Já, ég hafði þá ánægju að borða með honum, ekki alls fyrir löngu, í borginni. ísabella er gift, vitið þér. Það er ekkjumaður með eitthvað af börnum — mjög viðeigandi. Að minni reynslu eru svona giftingar á efri árum Oft velheppnaðar. Fólk hefur þá lært að meta félagsskap. Margrét giftist náttúrlega ung, en það hefur líka farið vel. Þær héldu svo afram að tala um March-fólkið. Katrín og Rietta urðu samferða heim. Það var tekið mjög að skyggja. Þegar þær voru komnar dálítinn spöl sagði Katrín allt í einu með snöggum ákafa: — Rietta, hvað sagði James við þig í gærkvöldi? Talaði hann nokkuð um mig? Rietta hugsaði sig um. Henni fannst engin ástæða til að þegja. Hún sagði: — Hann spurði mig, hvaða ráðstafanir mamma sín hefði gert við þig, viðvíkjandi Hliðhúsinu. — Og hvað sagðir þú? — Ég sagðist ekkert vita um það. Katrín greip andann á lofti. — Ekkert annað? — Hann spurði mig um hús- gögnin. — Og hvað um þau? — Hvort þau væru gefin eða léð. — Og hverju svaraðirðu því? — Því, sem ég var að segja: að ég vissi ekkert um það. Katrín greip saman höndum með gremjusvip. — Mildred fraenka gaf mér húsgögnin — það veiztu — enda hef ég sagt þér það hvað eftir annað. Hversvegna gaztu ekki sagt honum það? Rietta svaraði snöggt: — það, sem þú kannt að setja mér, gildir ekki sem neinn vitnisburður. — Þú átt við, að þú trúir mér ekki, þegar ég segi þér, að hún hafi gefið mér þau? — Nei, en ég á við, að þó að þú hafir einhverntíma sagt mér það, þá verður það ekki tekið gilt sem neinn vitnisburður. — Og hvaða Vitnisburð viltu fá? 9 En hvað það gat verið lítot Katrínu að gera veður út úr engu. Riétta fór að hugsa um — eins og hún hafði reyndar áður Oft gert — hvort það væri í raun inni ómaksins vert að vera að viðhalda þessari vináttu þeirra. En það er nú svona, að þegar maður hefur verið næsti ná- granni einhvers, frá því að mað- ur man eftir sér, þá er ekki ann- að að gera en reyna að stilla sig. Hún svaraði því, eins rólega og hún gat: — Það er ekki um að ræða, hvað ég vil fá, heldur hvað Jam- es vill. Og það, sem hann vill fá, eru upplýsingar um, hvað móðir hans vildi vera láta. Hann spurði, hvort hún hefði nokkurntíma sagt nokkuð um þetta. — Og hvað sagðir þú? Orðin komu snöggt og reiðilega. — Ég sagði, að mamma hans hefði sagt við mig: „Ég ætla að láta hana Katrínu hafa Hliðhús- ið. Ég hef sagt henni, að hún gæti látið sameina herbergin tvö niðri, og ég verð víst að láta hana hafa eitthvað af húsgögn- um líka“.“ — Þarna sérðu. Og hvað sagði hann við þessu? — Að það mætti skilja það á ýmsa vegu, svaraði Rietta þurr- lega. — Ó! Það var eins og hún gripi andann á lofti af reiði, og bætti síðan við, hvasst. — Hvílík andskotans ósvífni! Þær voru nú staddar á miðjum grasvellinum, á mjóu götunni, sem lá þvert yfir hann. Rietta stanzaði. — Þú veizt, Katrín, að þú mátt alls ekki snúast svona við honum James. Það gerir bara illt verra. Hann lítur á þetta allt, eins og hver önnur verzlunarvið- skipti.... Katrín greip fram í, Og röddin var kuldaleg: — Það var svo sem auðvitað, að þú myndir taka svari hans. Ætli maður þekki það ekki! Rietta varð reið, en stillti sig. — Ég er alls ekki að taka svari hans — heldur er ég aðeins að segja þér, hvernig hann snýst við málinu. Öll andstaða gerir hann bara þveran. Ef hann er eitthvað líkur því, sem hann var, gerir þú réttast í því að leggja spilin hreinlega á borðið, og segja honum hreinan sannleik- ann. — Hvað heldurðu að ég hafi verið að segja honum — lygar, eða hvað? — Eitthvað svona mitt á milli, sagði Rietta kuldalega. — Hvernig dirfiztu! Hún stik- aði áfram, en Rietta náði í hana. — Jæja, það varst þú, sem spurðir mig. Sjáðu nú til, Katrín. Hvaða gagn er þér í að snúast svona við þessu. Við vitum báðar jafn vel, hvernig Mildred frænka var, og það sem meira er: James veit það líka. Það greip hana ein- stöku sinnum að koma reglu á hlutina, en lengst af nennti hún ekkert um það að hugsa. Hún var harðstjóri fram í fingurgóma og kvik eins Og vindhani. Ef hún hefur sagt þér, að þú mæittir hafa eitthvað, þá gt hún átt við það sem gjöf í dag, en ekki á morgun, eða jafnvel hefur hún aldrei ætlað það þannig. Og ef þú vilt vita, hvað ég held, þá álít ég, að hún hafi aldrei ætlað að gefa þér þetta fyrir alvöru — sumt af því er mjög verðmætt og of verðmætt til þess. En það sagði ég ekki við James. — Þá gerirðu það bara seinna. — Nei. Hann spurði mig ekki, og ég hefði heldur ekki sagt það við hann, þó hann hefði spurt. Þetta er bara mitt álit Og ekki annað eða meira. Þær gengu saman þöglar, í eina eða tvær mínútur. Þá greip Katrín í handlegginn á Riettu og sagði með skjálfandi rödd: — Ég veit ekki, hvað ég á að gera. — Gerðu það, sem ég sagði áðan. Leggðu öll spilin á borðið. — Ég get það ekki. — Hversvegna geturðu það ekki? — Ég get það ekki. Hann gæti orðið vondur. Röddin í Riettu gaf fyrirlitn- ingu hennar til kynna: — Hvað gæti hann svo sem gert? Ef þú gerir hann vondan, tekur hann sennilega til sín þessa fáu hluti, sem eru verð- mætir og lætur þig hafa hitt. Katrín herti takið í örvænt- ingu. — Rietta. . ég verð að segja þér það. Þetta er verra en þú heldur. Ég er búinn að selja sumt af því. — Ó! Katrín hristi handlegginn, sem hún hélt í. — Þú þarft ekki að æpa svona að mér. Ég átti þessa hluti og máfti gera við þá, hvað ég vildi. Mildred frænka gaf mér þá — 'þú mátt trúa því, að hún gaf mér þá. — Hvað var það, sem þú seld- ir? — Það voru norkkrar smá- myndir... .og tóbaksdósir.... Og tesamstæða úr silfri. Ég fékk þrjú hundruð pumd fyrir eina smámyndina. Það var Cosway- mynd .... verulega falleg .. ég hefði gjarna viljað eiga hana áfram. Og tesamstæðan var frá tímum Önnu dröttningar. Ég fékk talsvert mikið fyrir hana. — Katrín! Katrín sleppti takinu og ýtti henni frá sér. — Vertu ekki svona tepruleg... .maður verður 'þó að minnta kosti að geta klætt sig! Ef þú ætlar að áfellast ein- hvern, því þá ekki að nefna hann Edward, sem sagði mér aldrei, að hann væri skuldunum vafinn, og skildi mig svo eftir algeran öreiga. Og nú ætlarðu sjálfsagt að segja James frá öllu saman? — Það dettur þér ekki sjálfri í hug, auk heldur meira, sagði Rietta kuldalega. Katrín færði sig nær henni aftur. — Hvað heldurðu, ab James geri? — Mér þætti líklegt, að það færi allt eftir því, sem hann kemst að um málið. — Hann veit, að þessir hlutir eru horfnir, sem ég nefndi.. ég á við, að hann veit, að þeir eru ekki lengur í húsinu, og frú Mayhew sagði honum, að gamla frúin hefði látið mig hafa te- samstæðuna. Hann sagði í gær- kvöldi, að vonandi gerði það mér ekki nein óþægindi, en þetta væri erfðagripur og hann mundi vilja fá hana aftur. Eins og það stæði ekki á sama, hvort það væri erfðagripurinn eða ekki.... hann, sem engan erfingjann á! Eftir andartaks þögn, sagði Rietta. — Þú hefur komið þér í slæmt klandur þarna, er ég hrædd um. — Það er óþarfi að segja mér það. En hvað á ég að gera? — Það hef ég þegar sagt þér. ailltvarpiö Fimmtudagur 10. janúar 8.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp. 13.00 „Á frívaktinni": sjómanna- þáttur (Sigríður Hagalín) 14.40 „Við, sem heima sitjum" (Sig ríður Thorlacius). 15.00 Síðdegisútvarp. 17.40 Framburðarkennsla í frönsku og þýzku. 18.00 Fyrir yngstu hlustendurna. (Margrét Gunnnarsdóttir og Valborg Böðvarsdóttir). 18.20 Veðurfregnir. 18.30 Óperettulög. 19.00 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Af vettvangi dómsmálanna (Hákon Guðmundsson hæsta réttarritari). 20.20 Kórsöngur: Karlakórinn f Köln syngur. Söngstjóri: Wil helm Pitz. 20.30 Erindi: Smokkfiskar (Ingi- mar Óskarsson náttúrufræð- ingur). 21.00 Tónleikar Sinfóníuhljómsveit ar fslands í Háskólabíói, fyrri hluti. Stjórnandi: William Strickland. Einsöngvari: Kim Borg. 21.45 Upplestur: Stefán Ágúst Kristjánsson á Akureyri les frumort kvæði. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Úr ævisögu Leós Tolstojs, ritaðri af syni hans, Sergj; IV. (Gylfi Gröndal ritstjóri). 22.30 Djassþáttur (Jón Múli Árna- son). 23.00 Dagskrárlok. Föstudagur 11. janúar 8.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp. 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 13.25 „Við vinnuna": Tónleikar. 13.25 „Við, sem heima sitjum"; Jóhanna Norðfjörð les úr ævisögu Grétu Garbo (4). 15.00 Síðdegisútvarp. 17.40 Framburðarkennsla í esper- anto og spænsku. 18.00 „Þeir gerðu garðinn frægan'* Guðmundur M. Þorláksson talar um Brynjólí biskup Sveinsson. 18.20 Veðurfregnir. 18.30 Harmonikulög. 19.00 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Erindi: Ókunni maðurina (Grétar Fells rithöfundur). 20.25 Píanómúsík eftir Brahms; Walter Gieseking leikur rap- sódíu nr. 1 í h-moll og nr, 2 í g-moll op. 79. 20.35 í ljóði, — þáttur í umsjá Baldurs Pálmasonar. Lárus Pálsson les kvæði eftir Örn Arnarson og Guðbjörg Vig- fúsdóttir eftir Kristján frá Djúpalæk. 20.55 Tónleikar: Konsert nr. 1 I F-dúr fyrir flautu og strengjasveit op. 10, eftir Vivaldi. 21.05 Úr fórum útvarpsins: Björn Th. Björnsson listfræðingur velur efnið. 21.30 Útvarpssagan: „Felix Krull" eftir Thomas Mann; XX. (Kristján Árnason). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. i 22.10 Efst á baugi (Björgvin Guð- mundsson og Tómas Karls- son). 22.40 Á síðkvöldi: Létt-klassísk tón list. 23.15 Dagskrárlok. KALLI KUREKI Teiknari: Fred Harman YOJ'ee WOT THAT DUMB/ , YOU DOK'T Fl&s-EE I'D J TAKE ACHAWCE OM < TURNIM' YOU LOOSe ? ) THE >CHOT AT HAMPTW'S WE/STS BE&WS TOe/VE--' — Hvað ætlarðu að gera við mig, á meðan þú ferð til fundar við Ása? — Þú ert ekki svo vitlaus, að þú getir ekki eytt tímanum við það að reyna að leysa af þér böndin. Hnútarnir á ristum Halla eru þeg- WHAT IF I PKOMISE TO TELL NO OWE ABOI THE KIDWAPFINö- “ WOW, Y0U KWOW WE COULDW’T TEUST YOU/ I'LL MAICE IT EASYOW YOU---1 ONE OUICK SHOTfJ coMM'm&rrup, Jon»f TH' BEST WE OOT.' BACOW AM'BEAMS, AWAHCALI WATER T'WASH IT POWNf ar teknir að losna. — Hvað nú, ef ég lofa því að segja engum, að ég hafi verið fangaður? — Þú veizt að við getum ekki treyst þér, en ég skal gera þér auð- veldara fyrir með pönnunni þessari. — Hvernig væri að fá eitthvað að borða. Dæmdur maður fær þó alltaf síðustu máltíðina. — Já, sjáðu bara, ha, hér er indælis flesk og baunir, sem alls ekki er ó- nýtt að renna niður m«ð vínL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.