Morgunblaðið - 10.01.1963, Blaðsíða 23
Fimmtudagur 10. janúar 1963
MORGU N BLAÐIÐ
23
Leikfélag Hafnarfjarðar hef-
ir nú í nokkur skipti sýnt
leikritið Belindu í Bæjarbíói
við góða aðsókn og því betri
undirtektir. Leikstjóri er ensk
ur og þykir hafa tekizt vel
með leikinn, — ieikarar og
leikurinn í heild hafa fengið
góða dóma blaðagagnrýnenda.
— Næsta sýning verður ann-
að kvöld og síðan á þriðjudag
í næstu viku. — Myndina tók
Svcinn Jóhannesson á sýn-
ingu í Bæjarbíói núna í vik-
llnni, •
— Katanga
Framhald af bls. 1.
með fréttamönnium. Sagði Bunch,
að SÞ myndu ekki æskja við-
ræðna við Tshombe fylkisstjóra.
Yfirvöldum í Katanga væri í
sjálfs vald sett hvort þau byðu
liðssveitum SÞ ferðafrelsi um
héraðið og tryggðu að þær yrðu
ekki fyrir árásum. SÞ myndu
ekki framar óska að ræða það
mál.
Tsihombe sagði í Elizabethville
í kvöld, að í fyrramálið myndi
hann halda af stað til Mokambo
á landamærum Katanga og N,-
Bhodesíu til þess að ræða við
þá ráðherra sína, sem þar dvelj
ast. Einnig sagðist hann ætla að
fá íbúa Elizabetville, sem flýðu
til Mokamibo, til þess að snúa
aftur heim. Eftir að SÞ. hófu í
kvöld hernaðaraðgerðir nálægt
Mokambo er talið óvíst að Ts-
hom-be geti framkvaamt þessa
ætlun sína.
í Leopoldville var tilkynnt í
dag, að sambandsstjórnin hefði
hafnað boði Breta um aðstoð er
næmi um 45 millj. ísl. kr. Sam-
kvæmt fregnum fréttastofunnar
í Leopoldville sakar stjórnin
Breta um undirróður í Katanga,
sem hafi verið beint gegn sam-
bandsstjórninni. Segist sambands
stjórnin vera að íhuga hvort hún
eigi að slíta stjórnmálasambandi
við Breta.
BARIZT í KASAI
Innanrikisráðherra sambands-
stjórnarinnar í Leopoldville
skýrði frá því í dag, að barizt
hefði verið í S.-Kasaihéraði und-
anfarinn hálfan mánuð. Eru það
tveir ættflokkar, sem þar eigast
við og hafa 500 menn fallið í
átökunum. Það eru menn úr
Luluaættflokknum, sem krefjast
stórra landssvæða, sem falla
undir hið nýmyndaða ríki Kasai
og ætla að reyna að ná þeim
með vopnavaldi.
BRÉF /ETTARHÖFD-
INGJANNA FALSAB
Talsmaður Tshombes í New
York, sagði í dag, að Katanga-
stjórn myndi veita liðssveitum
SÞ fullt ferðafrelsi um héraðið,
ef þingið í Leopoldville veitti
öllum Katangabúum sakarupp-
gjöf. Sagði talsmaðurinn Michel
Struelens ennfremur, að Tshombe
myndi láta sprengja byggingarn-
ir í Kolwezi strax og liðssveitir
SÞ gerðu sig líklega til þess að
ráðast á borgina og einnig myndi
hann gera það, ef reynt yrði að
svipta hann fylkisstjóraembætt-
jnu. Um bréf ættarhöfðingjanna,
iem skýrt var frá í gær og kröfu
þeirra um að Thsombe verði hand
tekinn, sagði Struelens, að það
væri falsað.
- SJLDIN
Framh af bls. 2.
Björn Jónsson (1400), Akraborg
(1200), Stapafell (1100), Am-
kell fná Rifi (1000), Þráinn frá
Neskaupstað (700) og Steinunn
(600). Hafþór var með 900.
Þrír bátar frá Keflavík lönd-
uðu í Reykjavíkurtogarann Pét-
ur Halldórsson: Árni Þorkelsson
(800—1000), Bergvík (800) og
Sigfús Bergmann (1100).
AKRANESI, 9. jan.
3.700 tunnur síldar bárust hing
að í dag. Þessir komu: Sigurður
með 1250 tunnur, Keilir 800,
Höfrungur I. 750, Ver 700, Sigur
von 200.
Hið kunna aflaskip, Höfrungur
II., lét úr höfn í kvöld eftir
þriggja til fjögurra vikna frí
vegna vélarbilunar og hélt út á
veiðar að nýju. — Oddur.
Fimm tog-
arar selja
FIMM íslenzkir togarar seldu í
enskum og þýzkum höfnum á
miðvikudag. Þorsteinn Ingólfs-
son seldi í Hamborg 141 tonn af
síld fyrir 145.900 mörk, Ágúst
seldi í Bremerhaven 145 tonn af
fiski fyrir 143.000 mörk, Fylkir
í Cuxhaven 105.9 tonn af síld
fyrir 67.511 mörk og 96.5 tonn af
öðrum fiski fyrir 66.479 mörk.
Salan nam því alls 133.990 mörk
um. í Englandi seldu Kaldbakur
(í Grimsby) 96.3 tonn fyrir
7.594 sterlingspund og Maí (í
Grimsby líka) 113.8 tonn fyrir
8.207 sterlingspund.
Frúar-
leikfimi
hefst aftur í kvöld kl. 8.30
í Langholtsskóla.
STJÓRNIN.
Skrifsfofustúlka
Þekkt gamalt fyrirtæki villi ráða AÐSTOÐAR-
GJALDKERA (stúlku). Tilboð (ásamt meðmælum)
er greini aldur, menntun og fyrri störf, sendist afgr.
Morgunblaðsins auðkennt: „Gjaldkeri**.
Morgunblaðið vantar nú þegar ungling
eða eldri mann til að bera blaðið til kaup-
enda í þessu hverfi.
Fjólugata
- Klögumálin
Framhald af bls. 17.
valdasinna og að auka bræðra
lagið við Asíu, Afríku og
Suðux-Ameríkuríkin.
Vantraust
um, að afhjúpa stefnu heims-
Pravda segir, að kreddu-
karlarnir, þ. e. Kínverjar, séu
að reyna að marka stefnu,
sem einkennist af vantrausti
á því, að kommúnisminn geti
sigrað á friðsamlegan hátt.
Segir blaðið, að gagnrýni
þeirra á aðgerðir Sovétríkj-
anna í Kúbumálinu, sé með
öllu óréttmæt, ennþá hafi
Sovétríkjunum tekizt með
stjórnvizku að forða heims-
styrjöld.
Síðan varpar blaðið fram
nokkrum spurningum: —
Hver var það sem slökkti
stríðslogann við Súezskurð
1956 og knúði brezk, frönsk
og ísraelsk árásaröfl til þess
að láta undan síga? Hver var
það, sem hindraði að heims-
valdasinnar gerðu innrás í
Sýrland 1957? Hver var það,
sem kom í veg fyrir styrjöld
I nálægum Austurlöndum og
á Formósusundi 1958? Segir
blaðið, að það hafi Sovétrík-
in og öll önnur kommúnista-
ríki gert.
„Væluskjóðurnar í Tirana**
Blaðið vikur aftur að að-
gerðum Sovétríkjanna í Kúbu
málinu og segir, að frá styrj-
aldarlokum hafi aldrei ríkt
alvarlegra ástand í heiminum
en í haust þegar Kúbudeilan
stóð sem hæst.
„En hvað gerðu þá vælu-
skjóðurnar í Tirana í Al-
baníu?“ spyr Pravda. „Sýndu
þær Sovétríkjunum stuðning?
— Nei, það gerðu þær ekki,
þær aðstoðuðu heimsvalda-
sinna með því að gagnrýna
Sovétríkin og áttu sinn þátt
í því að reyna að hrinda af
stað kjarnorkustyrjöld."
Eining og samheldni
Þrátt fyrir gagnrýni á Kín-
verja og Albani, segir Pravda,
að ekki beri það mikið á
milli kommúnistaflokka þess-
arra landa og kommúnista-
flokks Sovétríkjanna, að ekki
megi jafna ágreininginn með
viðræðum. Segir blaðið að
samheldni og eining sé það,
sem kommúnistaríkin þarfn-
ist mest í baráttunni við
heimsvaldasinna og leggur til
að lokum, að efnt verði til
viðræðna um ágreininginn
innan skamms.
I. O. G. T.
Stúkan Freyja nr. 218.
Fundur í kvöld kl. 8.30 að
Fríkirkjuvegi 11.
Venjuleg fundarstörf.
ESrindi: séra Árelíus Níels-
son og félagsvist eftir fund.
Æt.
UTSALAN
hefst í dag
UNDIRFÖT — NÆRFÖT
SKYRTUR, drengja og karlmanna.
TELPNA- og UNGLINGABUXUR
ÚLPUR — KÁPUR
PRJÓNAVÖRUR og margt fleira.
Gerið góð kaup.
£ckka(túðih
Laugavegi 42. — Sími 13662.
Keilovík og ndgienni
Tveggja mánaða námskeið hefst föstudaginn 11.
janúar í ballet, akrobatik. Einnig plastik fyrir
konur. — Kennt verður í Tjamarlundi.
Upplýsingar x síma 18952 og í Tjarnarlundi eftir
kl. 4 á fÖstudag.
Elly Þorláksson.
Skrifstofustúlka oskast
Útflutningsstofnun með skrifstofu í Miðbænum,
óskar eftir að ráða nú þegar duglega skrifstofu-
stúlku við vélritun og fleiri störf. Umsóknir
merktar: „ABC — 3184“ sendist afgreiðslu Morgun-
blaðsins sem fyrs-t.
Morgunblaðið í Hofaiorfirði
Duglegir krakkar eða unglingar óskast til
að bera Morgunblaðið til kaupenda í ýms-
um hverfum bæjarins.
Afgr. Morgunblaðsins
Arnarhrauni 14, sími 50374.