Morgunblaðið - 10.01.1963, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.01.1963, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 10. janúar 1963 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson, Sigurður Bjarnason frá Vigur, Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 4.00 eintakio. ÆTLAR FRAMSÓKN ÚT ÚR PÓLITÍK ? rramsóknarmenn eru ó- þreytandi í því að bera það af sér, að þeir hyggist verða við tilmælum komm- unista um „þjóðfylkingar- stjórn“ að afstöðnum kosn- ingum, ef þeir ná meirihluta á Alþingi með kommúnist- um. Þeir óttast meira að segja svo mjög réttmæta for- dæmingu almennings á „þjóðfylkingaráformtmum“, að þeir byggja áróður sinn nú á því, að engar líkur séu til þess, að þeir geti með kommúnistum fengið starf- hæfan meirihluta og myndað með þeim ríkisstjórn, heldur hyggist þeir ná „stöðvunar- valdi“ á Alþingi. Það er að vísu rétt, að meirihluti núverandi stjóm- arflokka er mjög naumur á Alþingi, þannig að tilviljun getur ráðið því, að þeir yrðu að þingkosningum afstöðn- um ekki færir um að stjóma, vegna þess að þeir hefðu ekki meirihluta í báðum deildum Alþingis. Ólíklegt er þetta að vísu, einkum með hliðsjón af því, að viðreisn- arstefnan hefur tekizt betur en hinir bjartsýnustu þorðu að vona og almenn velmeg- un og miklar framkvæmdir em nú í landinu. Með hliðsjón af árangri þeim, sem Viðreisnarstjóm- in hefur náð er sannarlega ekki ástæða til að ætla, að þjóðin vilji ekki fela núver- andi stjórnarflokkum stjórn- arforystu áfram og styrkja aðstöðu þeirra til þess að halda áfram þeirri uppbygg- ingu og endurreisn, sem ein- kennt hefur feril Viðreisnar- stjórnarinnar. En setjum svo, að stjóm- arflokkarnir misstu starfhæf- an meirihluta á Alþingi. Þá segja Framsóknarmenn, að takmarkinu sé náð — að koma á „stöðvunarvaldi“. — Þeir lýsa því jafnframt yfir, að þeir hyggist þá beita á- hrifum sínum til þess að á ný verði tekin upp sú kostu- lega uppbótastefna, sem verst lék þjóðina. Stjómarflokkarnir hafa báðir lýst þvi yfir, að þeir muni aldrei hvika frá við- reisninni. Hvomgur þeirra mun samkvæmt því taka þátt í stjórnarsamstarfi, sem mið- ar að því að breyta þeim grundvelli, sem lagður hefur verið að stórfelldum fram- fömm á komandi árum. — Framsóknarflokkurinn segir hinsvegar, að stefna sín sé sú ein að koma á ný á uppbóta- kerfinu og hinum úreltu stjórnarháttum. Framsóknarmenn segjast ekki ætla að starfa með kommúnistum í „þjóðfylk- ingarstjóm" og jafnframt lýsa þeir því yfir, að þeir muni ekki aðhyllast þá stefnu, sem Sjálfstæðisflokk- urinn og Alþýðuflokkurinn hafa mótað og lýst yfir að þeir muni aldrei hvika frá. Þannig lýsa Framsóknar- menn því í raun réttri yfir, að þeir ætli sér að draga sig út úr pólitík. „STÖÐVUNAR- VALD" FRAM- SÖKNAR ótt Framsóknaimenn hafi tekið þá afstöðu að reka kosningabaráttuna á þeim gmndvelli að þeir hyggist ekki samþykkja „þjóðfylking artilboð" kommúnista og ekki starfa með þeim, þótt þeir næðu meirihluta sam- eiginlega, þá er aðstaða þeirra sannarlega ekki sigur- strangleg. „Stöðvunarvald" það, sem Framsóknarmenn segjast keppa að, þýðir í stuttu máli það, að enginn kostur verður að mynda hér á landi starf- hæfa þingræðisstjórn. Ef út- koma þingkosninganna yrði sú, sem Framsóknarmenn æskja, mundi hér standa í pólitísku þjarki mánuðum saman. Útkoman yrði síðan sú, að annað hvort yrði efnt til nýrra þingkosninga eða mynduð yrði máttlaus utan- þingsstjórn. íslenzka þjóðin hefur að undanförnu unnið merkilegt viðreisnarstarf. Hún hefur ekki gert það í þeim tilgangi, að öllú því sem áunnizt hefur yrði á skömmum tíma glat- að. Hún hefur. gert það til þess að njóta góðs af því í framtíðinni. Þess vegna er það frum- skilyrði, að styrk og ábyrg ríkisstjórn sé við Völd áfram. Þess vegna dæma Framsókn- armenn sig líka úr leik, þeg- ar þeir lýsa því yfir, að þeirra meginmarkmið sé að koma í veg fyrir, að slík stjórn geti setið að völdum. TÆKIFÆRIS- SINNAR ví er ekki að leyna, að Framsóknarflokkurinn Góoar viðskiptahorfur víða um heim LONDON. 4 BR'ETAR spá óvissu í efna- hagsmálum árið 1963. Mesta vafaatriðið er, hvort þjóðir Efnahagsbandalags Evr- ópu vilja taka Breta í hóp sinn með aðgengilegum skilyrðum. Mikilvægar ákvarðanir og á- ætlanagerð verða að bíða eftir árangri samningaviðræðnanna. Á meðan hefur atvinnuleysið orðið meira en það hefur verið í 22 ár, og nýjustu skýrslur sýna minnkaða iðnaðarframleiðslu. Bíkisstjórnin hefur á síðastu mánuðum verið að smáörva efna (hagslífið með skattaívilnunum vegna fjárfestingar, lækkuðum söluskatti á bílum og áætlunum um meiri eyðslu. Þessar ráðstafanir eiga að leiða af sér örugga en hógværa aukningu á framleiðslunni, þeg- ar kemur fram á vorið. Meiri skattaívilnanir munu sjá dagsins ljós í fjárlagafrumvarpi stjórnarinnar fyrir næsta ár, sem verður lagt fram í apríl. Almennt viðskiptaástand í heiminum mun ákvarða, hversu miklar þær verða. Ef merki kæmu fram um al- menna hnignun mundu Bretar neyðast til að hækka fjárlögin og sætta sig við að hætta á nýja kreppu í greiðslujöfnuði síðar á árinu. PARÍS. UPPGANGURINN í Frakk- landi heldur sennilega áfram 1963. Aukningin á heildareyðslunni — brúttóframleiðsla þjóðarinnar — er talin verða 6% sem er sama og 1962. Þrátt fyrir aukin viðskipti bú- ast franskir verzlunarmenn við að haldið verði áfram að tak- marka ágóða og hefta þannig möguleika þeirra á að hafa fjár- magn til að auka framleiðsluna. Búizt er við 10% hækkun á laun um á þessu ári eins og I fyrra. Smásöluverð er talið muni hækka um 5% eins og á síðasta áii. Innflutningsfrelsi og nægar gullibirgðir eiga að feoma í veg fyrir of mitola verðbólgu. Þótt Bretar 3rrðu teknir í Efna hagsbandalagið er efeki vænzt á- hrifa af þvi á þessu ári. Við- skiptafrömuðir segja, að sam- keppni Breta yrði ekki til ama fyrr en 1964 eða síðar. BONN Spáð er áframhaldandi aukn- ingu á framleiðslu Vestur-Þjóð- verja en ekki eins mikilli og áð ur. Menn búast við 3,5—4% aufcn ingu á vörum og þjónustu en hún varð 4,5% 1962. Búizt er við mestu viðskipta- fjöri í bygginga-, bíia-, efna-, olíu- og rafmagnsiðnaðinum. Deyfð eða stöðnun er spáð í stál framleiðslu, kolanámum og skipa smíðum. Enn verður skortur á vinnu- afli og þörf á fjölda erlendra verkamanna til vinnu. Helzta vandamál iðnaðarins verður miklar • launakröfur, meira en 10%. Hækkuð laun og framleiðslu- kostnaður hafa minnkað sam- keppnisíhæfni Þjóðverja á heims markaðnum. Þjóðverjar búast við enn harðari samkeppni, einfe um af hálfu Frakka og Banda- ríkjamanna. RÓM ítalir búast við meti í velmeg un á þessu ári eins og í fyrra. Framleiðsla og útflutningur verður meiri en nokkru sinni fyrr. Heildaraukningin varð 6% 1962 og verður svipuð í ár. En það verða ýmis vandamál líka. Laun hækfeuðu um 16% 1962 og framfærslukostnaður um 7%. Menn eru farnir að hafa á- hyggjur af því að ekki verði séð fyrir endann á kapphlaupinu milli launa og verðlags. Verzlunarmenn hafa áhyggj- ur af ráðstöfunum stjómarinnar, til dæmis þjóðnýtingu raforku- framleiðslunnar fyrir skemmstu og umræðum um róttækar breyt ingar á j arðeignalöggjöf. Vegna þess að menn velta fyrir sér, hversu langt stjórnin muni ganga, verður vart til- hneiginga til að draga úr fjár- festingu til langs tíma. STOKKHÓLMUR Hagfræðingur hefur lýst af- etöðu Svia vel með þessum orð- umk „Yfirleitt verður 1963 allgott ðr fyrir bæði einstaklinga og ífyrirtæfci“. Aukinn kaupmáttur almennings verður mikill styrk ur fyrir efnahagslífið. Spáð er meiri eftirspurn eftir bílum, heimilistæfejum og húsgögnum en nokkru sinni fyrr. Gert er náð fyrir 4% aukn- ingu á útflutningi 1963. Útlitið er bjartast fyrir þá sem flytja út raftæki. Á síðustu mánuðum hefur löng un manna til að festa fé í nýj- um verksmiðjum og verkfærum minnkað sökum of mikillar fram- leiðslugetu á sumum sviðum og óvissa um afstöðu Svía til Efnahagsbandalagsins. OTTAWA Kanadamenn búast við hæg- fara aufcningu á nýja árinu og njóta þar góðs af endurvöktu sjáilfstrausti. Framhald á bls. 15 Japanir áætla að útflutningur þeirra á árinu 1963 muni nema 225 þúsund milljónum króna, og er það 7% aukning frá þvi i fyrra. — er tsekifærissinnaðisti flokk- ur, sem starfað hefur hér á landi. Þess vegna kunna menn að segja, að eftir kösn- ingar væri hann tilbúinn til að starfa með hverjum sem væri. Hinsvegar er það rétt, sem Framsóknarmenn halda fram, að litlar líkur eru til þess, að þeir nái meirihluta- valdi með kommúnistum. • Hugsanlegt er, að þeir nái þeim áformum, sem • þeir segjast einkum keppa að, þ.e.a.s. að koma á „stöðvun“ á Alþingi, þannig að núver- andi stjórnarflokkar geti ekki haldið áfram viðreisnar- stefnunni. Vera má, að Framsóknar- menn ventu þá sínu kvæði í kross og óskuðu eftir því að fá að taka þátt í stjórn, sem byggðist á því að halda við- reisninni áfram. Enn segja þeir þó, að það komi aldrei til greina og meginmarkmið þeirra sé að hindra viðreisn- ina. Þeir menn eru sjálfsagt til, sem hugsa sem svo, að óhætt sé að kjósa Framsóknar- flokkinn, vegna þess að hann muni ekki ná starfhæfum meirihluta til þess að mynda stjóm með kommúnistum, og einnig vegna þess, að hann muni snúa við blaðinu og starfa með lýðræðisflokkun- um að áframhaldandi við- reisn, þegar kosningum sé lokið. En þessir menn ættu að hugleiða það, að vafasamt er að fela þeim flokki fram- kvæmd viðreisnarinnar, sem alla tíð hefur staðið gega henni, og hlýtur þess vegna að hafa löngun til að sarma, að þau sjónarmið hans hafi verið rétt, að viðreisnin væri til ills. Ef menn vilja áframhald viðreisnarinnar, sem enginn efi er á að meirihluti þjóðar- innar óskar, þá á auðvitað að treysta meirihluta þeirra flokka, sem hafa framkvæmt hana af djörfung og festu og trú hafa á því að hún leiði til góðs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.