Morgunblaðið - 10.01.1963, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.01.1963, Blaðsíða 24
7. tbl. — Fimmtudagur 10. janúar 1963 Yerzlunarbanki í Keflavík VERZLUNARBANKI íslands hefur ákveðið að opna útibú í Keflavík. Hefur bankinn tekið húsnæði á leigu að Hafnargötu 31, þar sem hann mun starf- rækja útibú. Ekki er enn ákveð- ið, hvenær útibúið verður opn- að, en það verður væntanlega með vorinu. Útibússtjóri verður Bjöm Ei- riksson, en hann hefir um langt skeið starfað sem fulltrúi í Verzlunarbankanum. NÚ er sól tekin að hækka á lofti, þótt hægt fari, og ljós myndararnir hafa gaman af að fylgjast með hækkandi sól argangi og festa birtubreyt- ingamar jafnóðum á film- una. Ljósmyndari Mbl., Ólaf- ur K. Magnússon, tók þessa mynd af hinu eilífa augna- yndi Morgunblaðsmanna, Esj unni, kl. 3 í gærdag, þegar sól skein á fjallið ofanvert, niður undir miðjar hlíðar. Myndin er tekin á Ilford- filmu, ASA-hraða 135. Mynda vélin var stillt á Ijósop F 5.6, hraði 1/3 úr sekúndu, tekið á rauðan filter. Áfengssverð ■ veitinga- húsum rannsakað AFLEIÐINGAR þess, að þjónn á veitingahúsinu Röðli í Reykja- vík kærði mann einn fyrir að hafa gengið frá borði sínu ógreiddu, hafa orðið til þess að saksóknari rikisins hefur óskað eftir rannsókn á verði veitinga- Slysið i Fagrada! Vigfús látinn NESKAUPSTAÐ, 9. jan. Vigtfús Einarsson lézt hér í sjúkrahúsinu um hádegisbil- ið í dag af völdum meiðsla. sem hann hlaut á sunnudags kvöld, þegar jeppi valt með hann, Einar bróður hans og Halldóru systur hans niður Skriður í Fagradal. Halldóra lézt af völdum slyssins, eins og þegar hefur verið skýrt frá. Einari líður sæmilega eftir afvikum. Meiðsli hans enu ekki talin alvarleg, en hann hlaut þungt taugaáfali. — J.H. húsanna á áfengi. Við rannsókn á hinum ógreidda reikningi kom í ljós að álagning á áfengi var allmiklu meiri en löglegt er en vínverð veitingahúsanna er lög- ákveðið. Áfengisverð hefur verið rann- sakað á , ýmsum húsum borgar- innar að undanförnu, þ.e.a.s. Glaumbæ, Klúbbnum, Röðli, Hótel Borg og Sjálfstæðishúsinu. Kom á daginn að verð áfengis í þremur hinum fyrsttöldu reynd- ist allmiklu hærra en það, sem leyfilegt er. Forráðamenn Röðuls hafa bor- ið að þeir hafi haft samráð við forráðamenn,- Klúbbsins og Glaumbæjar um áfengisverð hús- anna. Þessu hafa forráðamenn Glaumbæjar og Klúbbsins neitað, og bent á að þau hús séu yngri en Röðull og hafi þau haft áfeng- isverð Röðuls að fyrirmynd er þau ákváðu verð hjá sér. Áfengisverzlunin gefur hins vegar út verðlista um áfengis- verð í veitingahúsum. Rannsókn máls þessa er ólok- ið. ÞÚFUM, N-ÍS, 9. jan. HÉRAÐSSKÓLINN í Reykjanesi er tekinn til starfa og fjölsóttur að vanda. 75 nemendur eru í skól anum og gagnfræðadeild fyrir utan kennaralið. Húsakynni eru nú öll önnur og betri, síðan nýja byggingin var tekin í notkun. — PP. Góður afli vertíðar- báta frá Reykjavík ÚTI á landi gleymist það oft, að Reykjavík er stærsta verstöð á landinu, að síldinni undanskildri enn, og er þó ekki annað sýnna, en Reykjavík fari bráðlega fram úr Siglufirði í þeim efnum. Það fer oft fram hjá vissum dag- blöðum, að Reykjavík er mesti útgerðarbær á landinu. Á miðvikudag voru ekki nema sex bátar farnir á vertíð frá Reykjavík. >ví veldur síldin. — Þeir höfðu allir fengið góðan afla, miðað við upphaf vertíðar, 4—9 tonn á bát af þorski og ýsu. Fleiri bætast náttúrlega í hópinn, þegar síldin hættist að veiðast, „sem vonandi verður aldrei", eins og einn útgerðarmaður komst að orði við fréttamann Mibl. í. gærkvöldi. 113.112 tunnur ALLS hafði verið saltað í 113.112 tunnur af Suðurlandssíld um seinustu helgi, og er það um 20 þúsund tunnum meira en í fyrra. Enn vantar þó talsvert upp I samninga. Söltunarstöðvar eru nú 40 og hafa aldrei verið fleiri. í fyrra voru þær 29. Síldin er seld til ellefu landa, og fitumagn- ið er 9—16%, en illt er að fá kaupendur að síld, sem er undir 15% að fitumagni. Þrír mestu söltunarstaðirnir eru Akranes (30.286), Reykjavík (29.9'50) og Keflavík (22.310). Þrjár mestu söltunarstöðvarnar eru: Harald- ur Böðvarsson & Co., Akranesi, (14.183), Bæjarútgerð Reykja- víkur, BÚR, (9.429) og ísbjörn- inn hf. á Hrólfskálamelum á Sel- tjarnarnesi (7.079). Blaðamenn BBLAÐMENN! f dag, fimmtu- dag, fer fram allsherjaratkvæða- greiðsla félagsmanna B.í. um kaup á orlofsheimili við Þing- vallavatn. Atkvæðagreiðslan fer fram hjá trúnaðarmönnum félagsins á öllum dagblöðunum og frétta- stofu ríkisútvarpsins frá kl. 1—8 eih. Þeim félagsmönnum, sem ekki vinna á dagblöðum eða fréttastofunni, er bent á að greiða atkvæði á einihverjum fyrrgreindra kjörstaða. — Stjómin. Djúpfirðir lagðir ísi Þúfum, N-ÍS, 9. jan. GOTT veður hefur verið jafn- an nú undanfarið, en frost nokkuð, einkum til dala. Jörð er þvi nær snjólaus, og ber því víða á vatnsskorti. Sums staðar er vatnsleysið svo mik- ið, að til stórbaga er. Inn firðir Djúpsins, bæði Mjói fjörður og Skötufjörður, eru lagðir ísi. Djúpbáturinn kemst því ekki á alla viðkomustaði af þeim sökum. — PP. Kópavogur Sjálfstæðisfélögin í Kópavogi halda spilakvöld í Sjálfstæðis- húsinu Borgarholtsbraut 6 föstu- daginn 11. jan. kl. 20,30. Verð- laun verða veitt. Síðan verður dansað til kl. 1. Miðasala fer fram í kvöld og næstu kvöld á sama stað kl. 20—22 og við inn- ganginn. Sími 19708. wem , , Þannig leit Buick-bíllinn ut eftir Hringbraut. áreksturinn mikla á Drukkinn ökumaður ekur á þrjá bíla á Hringbraut Á SJÖTTA tímanum í gærmorg- un hafði ölvaður ökuþór full- mikinn atbeina og gekk svo skel egglega í málið, að eftir stóðu ekki færri en þrjár meira og minna skemmdar bifreiðar á mótum Hringbrautar og Kapla- skjólsvegar. Þannig var, að Buick-bifreið var ekið norður Kaplaskjólsveg- inn og hugðist ökumaður sveigja af til hægri á Hringbrautina, Láð- ist honum að draga úr hraðan- um og var ekki í sem beztu ástandi vegna hins sljóvg- andi drykks. Skipti nú ekki tog- um, að hinn rennilegi vagn lenti fyrst utan í gangstéttarbrún- inni norðan götunnar, snerist þá til hægri og skall óþyrmilega á bifreið einni af Moskóvíta gerð, en næsta bifreið aftan við hafði meiri gæfu til að bera og varð með öllu af þessari burteisis- heimsókn. Síðan stangaði Buick- inn Skodabifreið og hafnaði loks’ á Willis jeppa. För sinni lauk Buickinn á steinveggnum við hÚ3 ið númer 84 við Hringbraut. Eigendur hinna skemmdu bif- reiða vöknuðu við vondan draum og fengu að njóta hávaðans af leik þessum. Snöruðust þeir á vettvang og gripu pörupiltinn. Sá var fluttur á slysavarðstofu og tekið blóð til rannsóknar, þar eð grunur leikur á að efna inni- hald þess sé ekki að lögum. Virt- ist pilturinn vera allölvaður. Kvaðst hann aðspurður hafa stig ið dans þá um nóttina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.