Morgunblaðið - 10.01.1963, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.01.1963, Blaðsíða 6
6 MORGV TS BL AÐIÐ Fimmtudagur 10. janúar 1963 VR sá ekki tillögurnar fyrr en þær voru fullsamdar Stutt svar frá Guðmundi H. Garðarssyni, form. VR við skrifum Páls Líndals VEGNA greinar er Páll Líndal, skrifstofustjóri ritar í Morgun- blaðið 4. janúar s.l. um Verzl- unarmannafélg Reykjavíkur og forráðamenn þess er rétt að eftirfarandi leiðréttingar komi fram á einstökum atriðum henn- ar. 1. Að samband hafi verið haft við forráðamenn V. R. Páll segir í grein sinni, að það sé rangt með farið þegar forráða- menn V. R. fullyrða, að V. R. hafi ekki fengið að fylgjast með undirbúningi málsins. Satt að segja er ég undrandi yfir að jafn prúður embaettis- maður sem Páll er skuli láta frá sér fara þvílíka fullyrðingu þar sem hann segir síðar í greininni, að hann hafi rætt málið við for- ráðamenn V. R. um miðjan nóv- ember, en þá höfðu þeir haft drög að tillögunum undir hönd- um í nokkra daga. Sannleikurinn í málinu er, að V. R. veit ekkert um samning eða aðdragandann að tillögunum, sem þeir Páll Líndal og Sigurður Magnússon form. K. í. höfðu feng izt við að semja frá því í febrúar 19*62 þ.e.a.s. í tæpa tíu mánuði. Hins vegar fengu forráðamenn V. R. ekki að sjá tillögurnar fyrr en þær voru fullunnar, en það var um miðjan nóvember s.l. Það ▼ar því ekkert samráð haft við forráðamenn V. R. um samning umræddra tillagna um heimild að breytingu um lokunartíma verzlana. Það var tekið skýrt fram af Páli Líndal á umrædum fundi, að það væri ekki ætlast til umsagnar af V. R. hálfu um málið á þessu stigi, auk þess höfðu forráðamenn V. R. ekkert umboð til að koma fram með neinar breytingar á nefndum tillögum. Eftir að forráðamenn V. R. höfðu kynnt sér tillögurnar gerðu þeir Páli Líndal það ljóst, að þær myndu ekki fá hljóm- grunn hjá verzlunarfólki og var þess óskað, að þær yrðu ekki lagðar fyrir borgarráð. Tillögur Páls og' Sigurðar voru lagðar fyrir borgarráð 4. desember og þá sendar V. R. til umsagnar og hafnaði félags- fundur í V. R. þeim í heild. Mót- mæli félagsins eru ekki byggð á röngum forsendum eins og Páll Líndal heldur fram. Félagið mótmælir tillögunum í heild jafnframt því sem það mótmælir þeim vinnubrögðum, sem við voru höfð við samning þeirra. í þessu sambandi er rétt að geta þess, að í viðræðum við Pál Lín- dal skildist forráðamönnum V. R., að hann teldi tillögurnar þess eðlis að, ef gera ætti veiga- mikla breytingu á einhverri grein þeirra væru þær allar fallnar. Z. Dm frestinn og blaðaskrif Sérstaka athygli vekur eftir- farandi í grein Páls Líndal: „Að beiðni þeirra (þ. e. forráða manna V. R.) var frestað að leggja tillögurnar fram, um tvær vikur. Forráðamenn V. R. báðu að vísu um lengri frest, en með því að svo til engar tillögur til efnisbreytinga komu fram eða voru boðaðar, þótti ekki annað fært en leggja þær fram, enda var þá farið að gera efni tillagnanna að blaðamáli". Sannleikurinn í málinu er sá, að forráðamenn V. R. voru á móti því að umræddar tillögur væru nokkuð lagðar fyrir borgar ráð eins og ég hefi áður gert grein fyrir. Hins vegar var það ekki í þeirra valdi að ákveða hvort svo skyldi gert eða eigi. Að engar tillögur til efnis- breytinga komu fram eða voru boðaðar stafa af því, að verzlun- arfólk, en hér er ekki um að ræða neitt einkamál forráða- manna, er á móti tillögunum í heild og þeim ráðstöfunum, sem þær gera ráð fyrir. Að ekki þótti fært annað en að leggja tillögurnar fram vegna blaðaskrifa, þá er rétt að vekja athygli á því, að það mun hafa verið annar nefndarmannanna, sem efndi til blaðamannafundar og lét taka við sig viðtöl oftar en einu sinni í ákveðnu dagblaði í Reykjavík. Hvernig t. d. dagblaðið Vísir hafði fengið veður af að í vænd- um væri að leggja umræddar til- lögur fyrir borgarráð og snéri sér til formanns Kaupmannasamtaka fslands í því sambandi (en hann var annar nefndarmanna) geta forráðamenn V. R. ekki gefið svör við. En hins vegar geta þeir svarað því til að af hálfu V. R. var ekki fjallað eða rætt um þetta mál á opinberum vettvangi fyrr en að afloknum félagsfundi, sem haldinn var 13. desember þegar félagarnir sjálfir höfðu tekið afstöðu gegn umræddum tillögum. 3. Rangtúlkanir á félagsfundi Satt bezt að segja er sá hluti greinar Páls, sem fjallar um fé- lagsfundi V. R. í des. sl. óskiljan- legur. Hvernig getur hann sagt, að efni tillagnanna hafi verið stórlega rangtúlkað? Er hann vinsamlegast beðinn um að rök- styðja þessa fullyrðingu sína, þar sem hann gerði ekki minnstu til- raun til þess í umræddri grein sinni. Formaður V. R. las upp á fé- lagsfundinum, umræddar tillögur og gerði grein fyrir því sem á undan var gengið jafnframt því sem hann rakti nokkuð þróun lokunartímamála í Reykjavík. Að fólkið hló undir lestri tillagn anna, stafar ekki af leikarahæfi- leikum formanns, heldur hversu fráleit og barnaleg sum ákvæði tillagnanna eru. 4. Borgarstjórnarkosningar og lokunartími Páll segir ennfremur í grein sinni, að fyrir síðustu borgar- stjórnarkosningar hafi mönnum verið fátt tíðræddara en hversu afleitar reglur um afgreiðslutíma verzlana væru. Mér er ekki kunnugt um, að nokkur stjórnmálaflokkur hafi verið með breytingar á lok- unartíma verzlana á stefnu- skrá sinni og varð ég ekki var við, hvorki í útvarps- umræðum fyrir kosningar né t. d. á kosningafundum þess flokks sem ég tilheyri, hafi verið rætt um þetta mál. Þessi full- yrðing Páls er því algjörlega úr bmmm Uppselt hefur verið á öllum sýningum á Pétri Gaut til þessa og oft hafa færri fengið miða en vildu. Sérstaka athygll vekur túlkun Gunnars Eyjólfssonar á titilhlutverkinu. Leik- urinn verður á næstunni sýndur þrisvar í viku, og verða sýn- ingar bæði á laugardag og sunnudag. — Myndin er af Gunn- ari í hlutverki Péturs Gauts. lausu lofti gripin. Með framangreindu tel ég að þeim atriðum í skrifum Páls Lín dal sem máli skipta fyrir verzl- unarfólk hafi verið svarað og ennfremur fyrirspurnum Mark- úsar Stefánssonar í Tímanum í fyrradag. Verzlunarfólk hefur ekki haft neinn hávaða um þetta mál og forráðamenn þess hyggjast ekki standa í blaðaskrifum við ein- staka menn um þessi mál, enda telur félagið orðahnippingar á opinberum vettvangi sízt til þess fallnar að leysa þau vanda- mál, sem upp koma á hverjum tíma. Guðmundur H. Garðarsson. • NÚMERASPJr-LD BIFREIÐA. Velvakanda hefur borizt eftir farandi bréf frá forstjóra bif- reiðaeftirlitsins. „Kæri Velvaka ’i. í 291. tbl. Morgunblaðsins, frá fyrra ári, er í dálkum Velvak- anda hnýtt í Bifreiðaeftirlitið af G. Á., um aðgerðarleysi bif- reiðaeftirlitsins með sjálflýs- andi skráningarmerki á bifreið- um og að fyrir löngu hafi verið talað um að sjálflýsandi númer yrðu tekin í notk í á bifreið- ar, en því hafi ekki verið sinnt af bifreiðaeftirlitinu. Skiltagerð Osvalds og Daní- els hefir með samþykki bifreiða eftirlitsins búið til bifreiða- númer með endurskini og hafi þau númer verið á bifreiðum til reynslu um nokkurn tíma. Þessi gerð númera hefir reynzt vel en er mun dýrari í fram- leiðslu en þau númer, sem nú eru framleidd hjá vélsmiðjunni Steðja. Þá hefir bifreiðaeftirlitið ' itið útbúa skráningarnúmer með endurskini á bifhjól, hjól með hjálparvél og kennslubifreiðar, og verður reynslan að skera úr um hvenig þau reynast. Þá talar G. Á. um, að hefðu sjálflýsandi númer verið á bif- reiðinni er lenti í umferðar- slysinu á Hringbrautinni á dög- unum, myndi að líkindum hafa mátt afstýra slysinu. Um það er ekki hægt að segja. G. Á. hefði mátt minnast á, að bifreiðastjórar hugsi betur um að hirða númer á bifreiðum sínum, hreinsi af þeim óhrein- indi, sem oft eru það mikil að ekki er hægt að sjá hvaða númer um er að ræða og er þetta oft með glitglerin einnig, sérstaklega á vörubifreiðum. G. ÓL“ • FYRIRSPURN TIL LÖGFRÓDRA ÚT AF ORÐSENDINGU FRÁ *AFVEITU HAFNARFJARÐAR. „Húsmóðir í Hafnarfirði" skrifar: „Er hægt að fyrirskipa manni (A) að standa ábyrgur fyrir skuldum (greiðslum) annarra (B-C-D) við opinber fyrirtæki eða einstaka aðila, fyrir það eitt að hann (A) býr í sama húsi og B-C-D, notar sama inngang og e.t.v. þvottahús? í húsum, þar sem eru 6—8 fjölskyldur um sameiginlegan inngang og þvottahús, býr oft fólk sem engin samskipti hefur að öðru leyti. Oft er skípt um íbúa í sumum húsum, og er þá hætt við að mislitur sauður geti verið i mörgu fé. Ef A hefur staðið I skilum, er þá hægt að heimta að hann borgi fyrir skuldseig- an B? Hver á að vera ábyrgur fyrir að A fái greiðsluna? Ekki getur A farið og lokað fyrir rafmagn hjá B til að knýja fram greiðsluna. Það getur raf- veitan, og ég get ekki skilið, að hún hafi nokkurn lagalegan rétt til að koma skuldum B yfir á heiðarlegan, skuldlausan A. Hvað segja lögfræðingar um þetta? Er þessi innheimta ekki lögleysa? Svar við þessari spurn ingu þurfa Hafnfirðingar að fá sem fyrst og vona -g að lögfróð ir menn láti ekki standa á sér að svara, svo við vitum hvar við stöndum. Ég sjálf hef búið í 13 ár I góðu samoýli, en að einstakur aðili eða opinber heimti að ég gangi í ábyrgð fyrir skuldir eða greiðslur sambýlisfólksins, eða þau gangi í ábyrgð fyrir mínar — NEI og aftur NEI! Frá mínum bæjardyrum séð, er þessi orðsending frá Rafveitu Hafnarfjarðar, óhefluð frekja í skjóli opinbers fyrirtæ.-is. Húsmóðir í Hafnarfirði". Með bréfinu frá „Húsmóður i Hafnarfirði" fylgdi úrklippa af auglýsingu frá Rafveitu Hafn- arfjarðar, þar sem stendur m.a.: „Nauðsynlegt er að aðilar að sameiginlegri raforkunotkun ákveði hver þeirra standi ábyrgur gagnvart Rafveitunni og tilkynni það til skrifstofunn- ar sem allra fyrst“. Hinum hafnfirzku rafveitu- mönnum og lögfróðum mönnum er hér með boðið rúm í dálk- um Velvakanda til að svara fyrir sig og skýra málið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.