Morgunblaðið - 10.01.1963, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 10. janúar 1963
MORGVNBLAÐIÐ
17
Klögumálin ganga á víxl
milli Peking og Moskvu
Báðir aðilar óska þó eftir viðræðum til
þess að jafna ágreininginn
Moskvu — (NTB-AP) —
A SUNNUDAGINN birtist
grein í málgagni kínverska
kommúnistaflokksins, „Rauða
fánanum“, þar sem ráðizt er
á stefnu Krúsjeffs, forsætis-
ráðherra Sovétríkjanna. — í
greininni eru Sovétríkin sök-
uð um að smjaðra fyrir heims
valdasinnum.
Aðalmálgagn kommúnista-
flokks Sovétríkjanna Moskvu
hlaðið Pravda, hirti á mánu-
daginn tveggja síðna grein,
þar sem kínverskir kommún-
istar eru gagnrýndir fyrir að
hafa afneitað stefnunni um
friðsamlega sambúð og lögð
áherzla á það, að kommún-
istaflokkar heimsins séu
hundnir ákvörðunum, sem
teknar voru á flokksþingun-
um í Moskvu 1957 og 1960,
um að fylgja þessari stefnu.
Eins og kunnugt er sögðu
Kínverjar á flokksþingi
ítalska kommúnistaflokksins
nú í haust, að þeir væru fúsir
til þess að ræða ágreininginn,
sem nú ríkti með kommún-
istaflokkunum. Pravda segir
í greininni á mánudag, að
slíkar viðræður séu nauðsyn-
legar til þess að auka sam-
heldni kommúnistaflokka
heimsins. Vestrænir fréttarit-
arar í Moskvu henda á, að til-
laga Pravda um viðræður
komi fram aðeins viku áður
en flokksþing kommúnista-
flokks Austur-Þýzkalands
hefst, en Krúsjeff forsætisráð
herra mun sitja þingið. Xelja
fréttaritararnir sennilegt, að
viðræður um ágreining komm
únistaflokks Kína og Sovét-
ríkjanna fari fram á flokks-
þinginu.
Hafa afbakað
kenningar Lenins
í „Rauða fánanum", er far-
ið hörðum orðum um
endurskoðunarsinna. Krúsjeff
forsætisráðherra er sakaður
um að vilja fórna hagsmun-
um heimskommúnismans á
altari friðsamlegrar sambúð-
ar, og stefna hans gagnrýnd.
Einnig eru Sovétríkin sökuð
um það, að smjaðra fyrir
heimsvaldasinnum og sovézki
kommúnistaflokkurinn fyrii
afbökun á kenningum Lenins.
Atta þúsund orð
Greinin ,sem birtist í
Pravda á mánudaginn, er um
8 þús. orð. Var hún lesin í
heild í Moskvuútvarpið síðar
um daginn og fréttastofan
ADN í Austur-Þýzkalandi
sendi hana frá sér í heild,
Greinin er harðorð í garð
þeirra kommúnistaflokka,
sem hafa að undanförnu
gagnrýnt stefnu Sovétríkj-
anna. Segir í henni, að komm
únistaflokkur Sovétríkjanna
geti ekki lengur þolað, að öfl
innan kommúnistaríkjanna,
taki upp hanzkann fyrir
stefnu, sem geti leitt til
kjarnorkustyrjaldar. Gagn-
rýnin beinist að mestu að Al-
bönum og Kínverjar eru ekki
nefndir á nafn nema í einum
kafla greinarinnar. Fjallar sá
kafli um flokksþing kommún
istaflokka í Evrópu, sem hald
in hafa verið í haust og vet-
ur. Er ráðizt á kínverska
kommúnista fyrir að taka
undir gagnrýni Albana á
stefnu. Sovétríkjanna og fyrir
að reyna að kenna öðrum en
Mao Xse Xung
þeim, sem það eiga skilið, um
ágreininginn innan kommún-
istaríkjanna.
Pappírstígrisdýrið enn
Pravda leggur áherzlu á
það í greininni, að það sé vill-
andi og vítavert, að líkja
Vesturveldunum við pappírs-
Krúsjeff
tígrisdýr, og slík ummæli feli
í sér afneitun á stefnunni um
friðsamlega sambúð.
Ummælin um pappírstígris
dýrið eru komin frá Mao Tse
Tung, formanni kínverska
kommúnistaflokksins og í
Kína var nýlega harmað, að
einstakir menn innan komm-
únistaríkjanna hefðu gagn-
rýnt þessi ummæli Maos. —
Skömmu áður hafði Krúsjeff,
forsætisráðherra látið svo um
mælt, að þeir, sem litu á
heimsvaldasinna sem pappírs
tígrisdýr, yrðu að minnsta
kosti að hafa það hugfast, að
pappírstígrisdýrið hefði kjarn
orkutennur.
Pravda telur það letjandi
fyrir alþýðuna, að heyra
Vesturveldunum líkt við
pappírstígrisdýr. Það verði til
þess, að hún vanmeti styrk
þeirra og sofni á verðinum.
„Þeim, sem fylgja hinum al-
þjóðlega kommúnisma er
ljóst, að heimsvaldasinnar eru
á undanhaldi og — frá sögu-
legu sjónarmiði — hafa þeir
gefizt upp, en kommúnistum
er einnig ljóst, að heimsvalda
sinnarnir hafa kjarnorkutenn
ur og munu ef til vill nota
þær“, segir Pravda og held-
ur áfram:
„Fegursta þjóðfélag á jörð“
„Ef við verðum neyddir .til
þess að fara í stríð, munum
við verja hendur okkar og
bandamanna okkar, um það
má enginn efast. En sagan
hefur kallað okkur kommún-
ista til þess að skapa feg-
ursta þjóðfélag jarðar og þess
vegna verðum við að gera
allt, sem í okkar valdi stend-
ur til þess að tryggja mann-
kyninu frið og góð skilyrði til
þess að berjast fyrir bættum
lífskjörum."
Pravda fullyrðir, að frið-
samleg sambúð við kapítal-
ista muni hindra kjarnorku-
styrjöld, en stefnan um frið-
samlega sambúð hviki ekki
frá því markmiði kommún-
ista að styðja byltingarsinnuð
öfl hvar sem þau rísi. Segir
blaðið, að svo miklar mót-
sagnir séu I stefnu kapítalista,
að kapítalisminn hljóti að
bíða lægri hlut og verða leyst
ur af hólmi af kommúnisman
um. „Hvaða Marx-Leninisti
er samþykkur því að leiðin til
sigurs kommúnismans sé
kjarnorkustyrjöld?" spyr
Pravda. Segir blaðið, að sum-
ir skilji ekki, að hægt sé að
keppa við kapítalista á frið-
samlegan hátt, t. d. með því
að auka efnahagslegan styrk-
leika kommúnistaríkjanna,
að hvika ekki frá utanríkis-
stefnu, sem miði að því að
grafa undan heimsvaldasinn-
Framh. á bls. 23
(JTAN UR HEIMI
— Ghana
Framhald af bls. 10.
væri ekki hleypt í námunda
við hann.
Skamant innan við frelsis
hliðið er falieg hvít byigging,
þinghúsið, með styttu af Oza-
giefo sjádfum fyrir framan,
en það nafn þýðir endur-
skapari (redeemer) og er
hið opinbera viðurnefni
Nkruimah. í þinginu er varla
nokkur andstaða lengur.
Málunum hefur verið ráðið
til lykta áður en þau eru
lögð fyrir þingið. Þó eru
formsins vegna 3—4 and-
stöðuþingmenn sem stöku
sinnum andmæla slíkum frum
vörpum. Rétt við þinghúsið
er önnur hvít bygging, dóims
hiúsið. Yfirleitt er Accra
lirífandi borg. Hún er um 500
l>ús. manna borg með mörg-
wm nýtízku byggingum og í
Igömilu hverfunum standa
fallega má'luð, lág hús með
gluggalhllerum og löngum
svöluim í sfcugga eftir aliri
framhliðinni. Accra er síður
en svo undantekning frá öðr
um V.-Afríkuborgum hvað
snertir liflegt götulíf. Kon-
ur og karlar í litfögrum
ákikkjum fyilla verzlunargöt
urnar, og ekki er hægt að
komast áfram fyrir sölu-
fólki. Aillir tala, flýta sér og
hlæfja, og ekfci vottar þar
frefcar en í nágrannaílöndun-
um fyrir nobkrum kynþátta-
tnismun eða óvilld millili
hvítra og svartra.
Þoldi ekkl mlnnstu
andstöðu
Fyrsta dagblaðið sem mér
barst í hendur var Evening
News, blað Nkrumah sjálfs
og annað aðailmálgagn stjórn
arinnar. Ekki svo að skilja
að hin blöðin tvö séu ekki
undir strangri ritsfcoðun
líka. Úr þeim er nú horfið
allt sem fer í bága við vilja
stjórnarinnar. Meðan ég var
í Accra var Joe Appia'h,
tengdasyni sir Staffords
Cripps, sleppt úr fangelsi,
þar sem hann ha.fði setið
siðan 1961. Blöðin birtu öbl
aðeins stutta fréttatilfcynn-
ingu um að hann hefði verið
látinn laus, ásamt þremur
öðrum, sem fangelsaðir
höfðu verið 1958.
Bkfcert annað. Appiah var
einn af framámönnum stjórn
arandstöðunnar og er lög-
fræðingur að menntun. Sagt
er í Acora að hann sé n/ú
mjög veikur. Hann var
magaveifcur fyrir og fékk
ek'ki leyfi til að borða sjúkra
fæði í fangelsinu. Kona hans
hefur búið á heimili þeirra
í Kumasi, og talið víst að
hann hafi farið þangað, sem
enginn virtist þó geta sagt
um.
Fyrrneint blað, Evening
News, kom mér óneitanlega
diálítið broslega fyrir sjónir,
enda aldrei verið í landi þar
sem leiðtogi er dýrkaður og
stjórnarvöldin segja blöðum
fyrir verkum. f hverjum
dálki er nefndiur Osagyefo
dr. Kwame Nkrumah. Þar
sem birta þurfti mynd af lík-
ani nýrrar súkkulaðiverk-
smiðju þótti tillhlýðilegt að
stilla líka upp mynd af hon-
um. Hann var þarna kallað-
ur faðir starfs og hamingju,
sagt að nú væru Sameinuðu
þjóðirnar farnar að gera það
sem Nkrumah hefði hvatt tiil
að reka nýlenduþjóðirnar úx
Afríku. f Iþróttafréttum var
þess getið að hann hvetti til
íþróttaiðkana, honum þökkuð
rússnesk vísindatælkjagjöf,
sem væri afleiðing hins gífur
lega vísindaáhuga er hann
hefði sýnt í Rússlandsferð
fyrir 18 mánuðum, biirt á
heilld síðu gömul frelsis-
ræða, sem hann hafði haldið
árið 1953 og í dálkinum
„Ozagyefo talar“, kaiflli úr
annarri ræðu hans frá því í
apríl 1962 o.s.frv. Á einum
stað í blaðinu var svo birt
teiknimynd af mönnum að
vinna í efnarannsóknarstofu
með þeirri skýringu, að
Afrífcubúar, nánar trltekið
Ghanabúar, væru upphafs-
menn efnafræðinnar. Ég
hafði reyndar áður skoðalð
póstbortasafn sem nefnist
„Nofckrar sögU'Sboðanir frá
þjóðskjalasafni Ghana“, og
þar var slegið föstu m.a. að
Afríkumenn hefðu kennt
Grikkjum stafrófið, þar sem
Ham hafði kenn Sem og
Jafet að skrifa, að afrík-
anskar mæður hefðu lagt
grundvölilur að byggingalist,
læknavísindin ásamt efna-
fræðinni hefðu fyrst verið
stunduð í gamla Ghanaríkinu
og sömuleiðis lögfræðin og
ýmislegt fleira viilja þeir
eiga heiðurinn af.
Ég var sem sagt ekki bú-
inn að vera lengi í Ghana,
er ég þóttist illa svikinn af hin
um fögru orðum Nkrumah
í bókinni hans um frelsi. En
hvað hafði gerzt? Voru ræð-
urnar hans bara fögur, inn-
antóm orð? Flestir þeir, sem
búið hafa í Ghana og ég hitti
þar að máli, telja að
Nkrumah hafi verið full al-
vara. Hann hafi ætlað sér
að koma á fullkomlega lýð-
ræðislegu skipulagi í landi
sínu, þar sem hver þegn
hefði fuilt frelsi og réttindi
og öll stjórnmálaspillinig
yrði upprætt. Undir hans for
ustu fór stjórnin vel af stað,
framkvæmdir voru miklar
og Nfcrumah geysilega vin-
sæll. Andstaðan gegn hon-
um var þá ekki mikid. En
vinsældirnar stigu honuim
til höfuðs og jafnvel minnstu
andstöðu þoldi hann ekki.
Hann byrjaði að láta fjar-
lægja mótstöðumenn sína.
Hver fangelsaður maður afil-
aði honum óvina, enda eru
ættarbönd og átthagatengsl
ákaflega sterk i Afrikulönd-
um, og boltinn fór að velta.
Dýrkendahópurinn hefur
því týnt mjög tölunni. Ég
hefi heyrt nefnda töluna
25% af þjóðinni, en hann
hefur þjappað þeim mun
fastar saman. Og allar at-
hafnir forsetans og fylgis-
manna hans bera vott um
ótta.
Framkvæmdir miklar
Það er ekki vafi á því, að
geysimikið átak hefur verið
gert til framkvæmda í
Ghana á skömmum tíma og
nægir þar að nefna hina
mifclu 880 MW Voltavirkjun,
sem unnið er að og kosta á
70 millj. sterlingspund. Á
hún að sjá fyrir raflmagrfi á
heimlum landsins og fyrir iðn
aðinn, þ.á.m, í miklar alum-
iumverksmiðjur. Einnig má
nefna stóru hafskipa- og
fiskiskipahöfnina í Telma,
sem hefur á fáum árum ver-
ið algerlega búin til á auðri
strönd, ásamt 30 þús. manna
nýtíaku borg. Áður varð öil
uppskipun og farþegaflutn-
ingur til Accra að fara fram
á litlum bátum, sem ræðarar
stýrðu af geyisilegri leilkni
.gegnum erfiðan brimgarð.
Er varla hægt að hugsa sér
stærra stökk I framifaraátt
en breytingu á uppskipun
með þessum frumstæðu fley-
um yfir í fullkomna haf-
skipahöfn með stórum krön-
um og öllum nýtízku útbún-
aði.
Ekki hefur þó tekizt eins
vel um allt. Ilyushin-þoturn-
ar Ii2, sem Ghanastjórn
keypti af Rússum á löngum
lánum og áttu að byggja upp
flugflota þeirra, standa
flestar ónotaðar á Accraflug-
velli. Þær eru óviðráðan-
lega dýrar í rekstri og ó-
hentugar. Allar viðgerðir
þurfa að fara fram í Prag
eða Moskvu og eftir hverja
200 flugtíma verður að fara
fram eftirlit á hverri vél
þar. Munu Ghanabúar ekki
lerngur geta staðið í skilum
með afborganir af þessum
ónotuðu vélum, og rússnesku
áhafnirnar sitja aðgerðarlaus
ar í Accra.
í Accra er mikið af hvít-
um mönum við ýmis störf,
sennilega um 5000 taisins,
mest Englendingar, Hollend
ingar og Danir. Sumir starfa
hjá stjórnarfyrirtækjum, aðr
ir hjá einkafyrirtækjum.
Ekki virðast þeir telja á-
stæðu til að halda að stjórn
Nkrumah fari yfir í þjóðnýt-
ingu á fyrirtækjum, enda
hvetja stjórnarvöldin til
einkaframtaks og leggja
mikla áherzlu á að fá fjár-
magn inn í landið, hvaðan
sem það kemur.
En hvað um það. And-
rúmsloftið í Accra er al'lt
annað en geðfellt eins og er.
A.m..k hlýtur íslendingi að
finnast ógeðfellt að búa við
sífellda lögregluleit og tor-
tryggni. — E. Pá.