Morgunblaðið - 10.01.1963, Blaðsíða 8
8
MOkCUNBLAÐlÐ
Fimmtudagur 10. januar 1963
Einar M. Jónsson: Úr Austurlandaför
MÁNUDAGINN 15. okt. var
flogið árdegis til Beirut í Láiban-
on. Hún er höfuðborg ríkisins
með 600 þúsund íbúa. Þar er
égæt höfn. Borgin stendur í
brekku með fögru útsýni til hafs
og hlíða. Við ókum til gistihúss
okkar um nýlögð breiðstræti
og nýtízkuleg hverfi, en í gamla
borgarhlutanum eru götur mjóar
og þröngar. Sé borgarhluti fór
mjög illa í fyrri heimsstyrjöld
og er nú óðum að hverfa úr sög-
unni. Jarðskjálftar hafa valdið
hér miklu tjóni á umliðnum
öldum og tvisvar lagt borgina
í eyði. Beirut var mikil verzlun-
arborg á dögum Rómverja og
þekkt fyrir lærdómsmenn. Al-
þýðumenntun er nú í góðu lagi
og í borginni eru þrír háskólar,
einn líbanskur, annar banda-
rískur og hinn þriðji franskur.
Þar er einnnig listaháskóli og
tónlistarskóli. Ríkismálið er ara-
bíska, og nú mætir okkur ara-
bískt letur í fyrsta skipti á ferð
okkar. Himinninn er skafheiður
og það er mjög heitt í veðri.
Gott að fá á sig golu frá hafinu.
Stundum kvað þó rigna hér
kröftuglega. Við búum á Hótel
Bvarritz. Það er glæsilegt gisti-
hús, utarlega í borginni, skammt
frá baðströndinni.
Alllmargt gesta var á hótel-
inu, þar á meðal nokkrir ungir
'blökkumenn, piltar og stúlkur,
vel klætt fólk, laglegt og mjög
hávaxið. Mér var sagt, að það
væri frá Súdan.
• Næturklúbbur og
spilavíti
Að kvöldi þessa sama dags fór-
um við í næturklúbb einn, sem
er til húsa í spilavíti borgar-
innnar. Það var alllanga leið að
fara eftir uppljómuðum götum.
Moskur eru m^irgar í Beirút og
kirkjur einnig, því fullur helm-
ingur landsmanna er kristinn.
Á leiðinni vakti helzt athygli
okkar geysistór kross uppljóm-
aður, sem stóð á hlíðarbrún.
Sýningarsalurinn í næturklúbbn-
um var afarstór og loftið þar
kælt. Sýningaratriði voru íburð-
armikil, en þó frekar léleg stæl-
ing á Follies Bergére i París.
Hljóðfæraleikurinn var ærandi
glamur, sem minnti helzt á ískur
í teinum, þegar tugir járnbrauta-
lesta hemla skyndilega. Ég hafði
ekki áhuga á að koma í spila-
vítið, en það kvað nú vera orð-
ið hið frægasta í heimi. Monte
Carlo þá orðið annað í röðinni.
• Ekið til „elztu borgar
heimsins".
Morguninn eftir var ekið til
Byblos. Leiðin þangað liggur norð
ur eftir með fram sjónum, en
þar er láglendisræma. Líbanon-
fjöll rísa upp frá þessu undir-
lendi, há og tíguleg, en ná þó
ekki snælínu. Þessi fjöll eru
byggð upp af kalksteini og sand-
steini, en basaltlög innan um á
stöku stað. í fornöld voru það
Fönikíumenn, sem bjuggu með
fram ströndinni. Landrými var
þar ekki mikið, þeir leituðu því
út á hafið eins og kunnugt er.
Aðrir þjóðflokkar bjuggu inni
í landinu, svo sem Drúsar og
Amoritar. Grísk menning náði
þarna fljótt fótfestu, en áhrif
Araba og Tyrkja urðu aldrei
mikil.
Voldugt Kristslíkneski gnæfir
á einum stað hátt á hlíðarbrún.
Þar er klaustur og sjúkrahús.
Það er fagurt að aka þarna með
spegilslétt Miðjarðarhafið á aðra
hlið og tignarleg Líbanonfjöll á
hina.
Og niú er borgin að baki.
Við komum að hinni svo köll-
uðu Hundsá og förum þar út úr
bílunum um stund. Þar eru merk-
ar áletranir ristar á hamraþil.
Horfa þær til hafs. Þar er skrá
yfir alla þá, sem hafa lagt Líban-
on undir sig og ríkt þar. Fyrst
skal frægan telja Ramses II. á
13. öld f. Kr., og svo heldur röð-
in áfram niður eftir, allt til
Gouraud hershöfðingja 1920. Alls
eru áletranirnar 19 að tölu.
Neð'st er getið um brottflutning
útlendra hersveifca 31. des. 1946.
— En l'íbanska lýðveldið var
sfcofnað 1941.
Og enn er ekið áfram með-
fram ströndinni. Við komum að
vík einni, sem kennd er við Pál
postula. Þangað á hann einhvern
tíma að hafa borið af hafi. Vit-
að er einnig, að Kristur kom til
þess lands. Um það getur Mark-
ús guðspjallamaður (Mark.7,24.)
Loks er komið til Byblos, sem
var höfuðborg Fönikíu hinnar
fornu, og er af mörgum talin
elzta borg heims, um 7000 ára
gömul. Kom það fyrir, að borg-
in hafði eigin konung, og slógu
sumir þeirra mynt. Fönikiu-
menn höfðu mikil viðskipti við
Egypta, því trjáviður sá, sem þeir
fengu frá Líbanon, var fluttur út
frá Byblos. Borgin var fyrir 2000
árum mikil trúarleg miðstöð og
höfuðsetur Adonisdýrkunarinn-
ar. Þá var þéttbýlt á þessum
slóðum. Við skoðuðum uppgröft
þann hinn mikla, sem Frakkar
hafa staðið fyrir á þesssum slóð-
um og ýmsar fornar rústir. Meðal
annars hefur fundizt musteri frá
valdatíma Egypta 1501—1449 f.
Kr. og konungagrafir fornar.
Líka eru rústir af hringleikhúsi
grísk-rómversku og vigi frá dög-
Nokkrir úr hópnum við eitt musteranna í Baalbek
djúp gil og gljúfur fjallanna eru
vafin fögrum og fjölbreytilegum
gróðri undir breiðum hamraþilj-
um. Þarna á fjöldi auðmanna
sumarhallir sínar með miklum
aldingörðum. Eins og kunnugt
er voru víðlendir sedrusskógar
í Líbanon í fornöld. Þeir voru
þá vafalaust dýrmætasta eign
landsins. Þessi viður var óspart
höggvinn og fluttur til annnarra
landa, sérstaklega Egyptalands.
Jafnvel faraóar af fyrstu konungs
ættinni fengu trjávið þaðan. Höll
Salómons og musteri var þiljað
innan með sedrusviði frá Líban-
on. Leifar eru enn í Líbanon-
fjöllum af þessum miklu skóg-
um. Eftir eru þó aðeins 400 tré.
Það stærsta er 27 m á hæð. Okk-
ur var bent á staðinn langt í
fjarska, þar sem þessi tré vaxa.
Grænn sedrusviður er nú í þjóð-
fána Libanons, Kka er hann á
mynt landsins. Þarna í vestur-
hlíðum fjallanna er frjósemi
mikil, enda all úrkomusamt vetr-
armánuðina. Þar vex eik, olíu-
viður og alls konar runnar, svo
............- .
Úlfaldalest
um krossfara 1104—1266. Þarna' sem þyrnir. Þar er mikil ávaxta-
hefur fundizt föniksk tafla, sem
gerir fönikskt letur 400 árum
eldra en menn höfðu áður talið.
Ein helzta moska borgarinnar
var áður dómkirkja, byggð af
krossförum. — Talið er, að purp-
uraliturinn sé fundinn upp í
Byblos og var litarefnið unnið
úr skelfiski. Arabíski leiðsögu-
maðurinn lét okkur heyra þjóð-
sögu um tildrögin að því, að
purpuraliturinn var fundinn upp.
• Lagt á brattann
Kl. 8 að morgni 17. október
var haldið af stað frá Beirút. Nú
var Gullfaxa flogið til Jerúsal-
em, en við fórum þangað land-
leiðis. Var um langan veg að
fara og há fjöll. Var okkur ferða-
fólkinu það því mjög kærkom-
ið, að Útsýn fékk ekki stóra
vagna til fararinnar heldur þægi
lega smábíla, og voru 5 í hverj-
um þeirra, auk bílstjórans. Bíl-
arnir urðu því 9 talsins. Þetta
jók mjög tilkostnað skrifstofunn-
ar, en gerði okkur ferðina þægi-
lega.
Þegar upp í Líbanonfjallgarð-
inn kemur, er útsýni töfrandi
fagurt .Borgin breiðir úr sér við
dimmblátt Miðjarðarhafið, en
rækt, einnig er tóbak og silki
ræktað niðri í dölunum. Á vet-
urna vaxa þarna liljur og túlíp-
anar. í Gamlatestamentinu er
Víða vitnað í frjósemi og feg-
urð Líibanons. Ræktað land nær
allt upp í 1500 m hæð. Drúsar
hafa einkum búið í hálendinu
austur af Beirút. Þar er nú fjöldi
nýtízkulegra hótela. Afkoma þjóð
arinnar byggist nú orðið að veru-
legu leyti á ferðamannastraum
til landsins, sem oft er nefnt
„Sviss Austurlanda“. Landið hef-
ur upp á svo mikið að bjóða ferða
mönnum, mikla og stórbrotna
náttúrufegurð, heilnæmt lofts-
lag og fjölbreytni _í skemmtana
og íþróttalífi. Á tiltölulega
skömmum tíma er hægt að þeysa
í bifreiðum eftir rennisléttum,
malbikuðum vegum frá sólbök-
uðum sandi baðstrandarinnar
upp í hjarnbreiður háfjallanna,
þar sem allt er í haginn búið
fyrir þá, sem vilja þreyta skíða-
hlaup.
Leið okkar liggur upp fjöllin
í austurátt. Hæsti tindur Líban-
onfjalla er 3360 m hár. Við verð-
um þess vör, að loffcþrýstingur
inn fer minnkandi. En okkur
líður vel. Bílarnir þjóta áfram
eftir eggsléttum þjóðveginum.
Byggðin helzt alllengi. Svo hverf
ur trjágróður með öllu og við
taka víðlend heiðalönd. En nú
fer brátt að halla austur til megin
lands Asíu. Áður hefur landinu
hallað til vesturs. Það fer vel
á þvi að taka lagið og syngja:
Til Austurheims vil ég halda
Þar hjartkærust ástin mín býr.
Bak við fjöll og djúpa dali
hún dvelur und laufgrænum
meið.
Ungu frúrnar í bílnum okkar
taka hressilega undir. — Og nú
opnast dýrðlegt útsýni yfir
Bekaadalinn eða Dalsýríu. Slétt
an er ekki ýkja breið, en ákaf-
lega löng og gróðursæl. Fyrr-
um var hún kornforðabúr Róm-
arveldis. Eftir henni rennur fljót-
ið Leontes. Sléttan er í 850 m
hæð.
— Og bak við „djúpa dali“ sjá-
um við fjallaklassa mikinn langt
í farska. Það er Antilíbanon. í
suðri gnæfir Hermon 2759 m hár.
Sagt er, að það sé fjallið, þar
sem Kristur ummyndaðist. Ein-
'hvers staðar þarna á Jórdan upp-
tök sín. Við förum dálitla stund
út úr bílunum til þess að njóta
útsýnisins héðan af heiðarbrún-
inni. Nokkrar blómjurtir vaxa
við veginn og lágvaxnir runnar.
Allur hefur þessi gróður fram-
andlegt útlit.
Og nú er þotið af stað enn á
ný. Rétt við veginn sé ég hirði
með hóp af sauðfé. Hann gengur
á undan hópnum með langan staf
í hendi. Þessi sýn hefur eitfchvað
svo þægileg áhrif. Hún gefur til
kynna, að lönd bibliusagnanna
eru að nálgast, þau Austurlönd,
sem enn búa yfir svipmóti for-
tíðarinnar. Hvað sauðféð er ólíkt
hinu íslenzka! Svipur þess allt
annar. Og það hefur ekki dindil,
heldur langa rófu með miklu
fitulagi, svo hún verður eins og
keppur. Geitfé er algengt á þess-
um slóðum, en kýr hér austur
frá eru fáar og sagðar litlar og
styggar.
Nokkrir Arabar ríða fram hjá.
Hestarnir, stórir og glæsilegir,
bera sig vel og tígulega, og það
er fallegt að sjá þessa Araba í
söðli. Hér eru hestar aðeins not-
aðir til reiðar, ekki áburðar.
Hins vegar mátti oft sjá í Tyrk-
landi, að hestar voru hafðir til
dráttar, og þar voru þeir hor-
aðir og illa til hafðir. Ég minnis
þess, að i Miklagarði sá ég sjón,
sem mér mun seint líða úr minni.
Grindhoraður hestur dró þar
vagn. Hnútur hestsins stóðu út
í loftið, og á einni þeirra blasti
við stórt, opið sár, sem aktýgin
höfðu nuddað á þessa hryggðar-
mynd.
Þegar lengra kemur niður í
hlíðina, sést úlfaldalest álengdar.
Tveir Arabar ríða á undan á
úlföldum, en einhverjum varn-
ingi er hlaðið á hin dýrin. Það
er eitfchvað tignarlegt við þessi
„skip eyðimerkurinnar“, eins og
úlfaldarnir hafa verið kallaðir.
Þessar háfættu ,hálslöngu skepn-
ur, settlegar í hreyfingum og
framkomu, hafa yfir sér vissa
reisn. í fuglaríkinu minna þeir
helzt á flammingóann eða álft-
ina. En milli manns og úlfalda
getur aldrei myndast hið inni-
lega samband og vinátta, sem
orðið getur á milli manns og
hests. Þótt auðvelt sé að temja
úlfaldann er tilfinningalíf hans
og skapgerð öðruvísi. Úlfaldinn
hefur aldrei getað orði náinn
vinur kúgara síns, sem hefur
gert bakhnúð hans og forðabúr
að hásæti sínu. En byrðar sín-
ar ber hann með næstum ójarð-
nesku þolgæði og tíginni still-
ingu. Það er sagt, að hann geti
borði allt að 500 kg. Það getur
komið fyrir, að hann neiti að
rísa upp, ef hann finnur of mikla
'hlaðrð á sig. En sé hann úti á
eyðimörk í langferð, gerir hann
sé rgrein fyrir þeirri ábyrgð, sem
á honum hvílir og leggst ekki
niður ,nema til þess eins að
deyja. Á slíkum ferðum getur
hann lifað á ótrúlega litlu fóðri
og þarfnast sáralítillar hvíldar.
Þegar hann kemst í vatn getur
hann drukkkið kynstrin öll og
er fær um að geyma vatnið í
maganum ótrúlega langan tíma.
Þegar sandbyljir skella á leggst
hann á hnén, teygir hálsinn fram
á auðnina, lokar augum og nös-
um. Þannig bíður hann rólegur
þangað til veðrinu slotar. Við
tamninguna er úlföldum kennt
að leggjast niður og standa upp,
að merki gefnu. — Það verður
varla sagt, að úlfaldar séu þýðir
til reiðar. En af minni litlu reyn-
slu þykist ég sjá, að þeir venjist
fljótlega. Það er um að gera, að
laga sig eftir hreyfingum skepn-
unar og fylgja þeim.
Menn hafa á öllum tímum
veitt athygli konunglegri reisn
úlfaldans, jafnvel þegar hann hef
ur orðið að þræla undir dráps-
klyfjum. Gamalt, arabiskt ævin-
týri er eitthvað á þessa leið:
Einu sinni sendu úlfaldarnir
þann elzta og stærsta í hópi sín-
um til eiganda mikillar úlfalda-
lestar til þess að kvarta yfir
kjörum þeirra. Við kvörtum ekki
yfir höggum. sem við fáum,
mælti hann, og ekki yfir byrð-
unum, sem við berum; því er
ráðstafað af Allah. En við kvört-
um yfir þeirri smán, að foringi
úlfaldalestarinnar bindur okkur
saman í langri, langri röð, og
ríður svo sjálfur fremstur — Og
á asna! Þessi saga á sér einnig
dýpri merkingu. Hversu oft hef-
ur hún ekki gilt í heimspólitík
og samskiptum þjóða!
En nú eru þessir „þörfustu
þjónar“ mannkynsins, hestar og
úlfaldar óðum að víkja fyrir
nýrri tækni. En þótt hin vél-
knúnu farartæki veitti meiri
lífsþægindi og auki á hraðann,
er mikils misst. Mennirnir hafa
margt lært af dýrunum og oft
fundið mikinn unað í návist
þeirra.
Við komum í þorp eitt og feng-
um okkur þar hressingu, en höfð
um annars enga viðdvöl. Nokkrir
keyptu sér þarna höfuðbúnað
Araba, sem sölumenn héldu ákaft
að okkur, eins og raunar öllum
varningi. Hann reyndizt okkur
ágætlega í hitanum og sólar-
breyskjunni, enda þar byggt á
gamalli reynslu. Þetta er klútur,
sem brotinn er í horn og lagður
yfir höfuðið eins og hetta. Horn-
ið vinstra megin er látið lafa
niður á brjóstið, en því hægra
er brugðið aftur fyrir hálsinn.
Yfir hettuna, sem Arabar nefna
„hadda“, er svo smeygt tvö-
faldri gjörð og heldur hún hett-
unni í skorðum. Gjörðina nefna
Arabar „agil“. Þessi h fuðbún-
aður er léttur og hrindir sólar-
geislunum vel frá sér. Hægt er
að kasta hornunum upp á höfuð-
ið, ef sólin er of sterk í hvirfil-
inn.
Nú var vikið af leið. Ekki alls
fjarri voru rústirnar miklu í
Baalbek. Þangað höfðu fæstir
íslendinga komið þeirra, sem
farið höfðu til Austurlanda, eins
þótt þeir hefðu fullan áhuga á
því. Höfðu viðsjár í Austurlönd-
um aðallega ráðið þar um. Nú
var ferðinni heitið þangað.