Morgunblaðið - 10.01.1963, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.01.1963, Blaðsíða 3
Funmtudagur 10. jan#ar 1963 MORGU N BLAÐIO ☆ ÞAÐ má segja að Akureyri, sem skólabær hafi vaknað af dvala nú um helgina því fjrrir og um hana fór skólafólkið að þyrpast til bæjarins úr öllum áttum. Komu sumir með flug- vélum, aðrir með bifreiðum, og loks komu nokkrir sjóleið- ina. Yfirleitt höfðu allir góða möguleika á að ná til skól- anna í tæka tíð, enda einmuna veðurblíða. Það var aðeins skólafólk af Vestfjörðum, sem átti í nokkrum erfiðleikum, því að þaðan var ekkert skip Ægir flytur skólafdlk til Akureyrar á ferð til Akureyrar á hent- ugum tíma. Þá var snúið sér til Landhelgisgæzlunnar og hún beðin aðstoðar, enda munu skip hennar jafnan hafa aðstoðað við fólksflutninga þegar þurft hefur á undan- förnum árum. Klukkan 10 á laugardags- morgun renndi hið gamla og igóða skip ÆGIR að Tanga- bryggjunni og var mannmargt á þilfari þess. Hér voru komnir 34 Mennta s'kólanemendur frá ýmsum stöðum á Vesturlandi. Hafði Ægir safnað þeim saman á Þingeyri, Súgandafirði, Isa- firði og víðar. Ungafólkið lét mjög vel af ferðinni og öllum aðbúnaði um borð. — Það var reglulega gaman, sagði ein unga stúlkan um leið og hún tók á móti heljarmikilli ferðatösku, sem henni var rétt yfir borðstokkinn. Ungur mað ur hafði náð öllu sínu dóti frá borði og sat nú á einni ferða- töskunni. — Hvernig nauzt þú jólaleyfisins? — Prýðilega, það er alltaf gaman að koma heim, verst þótti mér að geta ekki komizt á skíði, en það er 'bara svo lítill snjór fyrir vest- ann og það er nú einnig hér, bætti hann við og renndi aug- unum til Hlíðar fjallsins, það er bara uppi í Efstubrúnum, sem maður sér 1 svolítið hvítt. Nú hefur allur farangur verið Menntaskólanemar með hafur task sitt á bryggjunni, Ægir í baksýn. settur í land. Það tók ekki nema 10 mínútur, og við sjá- um að skipið er samstundis búið til brottferðar. Varðskips menn mega ekki stanza lengi í landi. — Er skipið að fara? spyr ein stúlkan, Guð almáttugur og ég á eftir að kveðja skip- stjórann. Og ég líka heyrist frá annarri. Og ekki er að sökum að spyrja. Allar fara þær um borð í halarófu, og 'beint upp á stjórnpall þar, sem skipherrann Haraldur Björnsson stendur brosandi við einn gluggann. Eftir skamma stund eru þær allar komnar frá borði aftur. — Kysstuð þið skipstjórann? — Já, allar, og svo heyrist mild- ur hlátur. Ægir er leystur frá bryggjunni, og nú er veifað frá landi og skipi, margar hendur á lofti. Síðan sígur þetta gamla og tignarlega skip norður Eyjafjörð til fang- bragða við landhelgisbrjóta og nafna sinn sjávar konung- inn, en 1 viðskiptum sínum við hann hefur skipið hrósað sigri í rúm 30 ár. Ægir hefur flutt mörg stórmenni á sinni farsælu æfi. Ráðherra, þing- menn, presta og emibættis- menn, en það er ekki víst að frá borði hafi oft áður lagt glaðværari hópur, en þessi 34 ungmenni, sem halda nú til náms í Menntaskólanum á ■Akureyri. Kannske á einhver þeirra líka eftir að verða ráð- herra eða þingmaður, hver veit? St. E. Sig. Hið gamla og góða skip Ieggur úr höfn til fangbragða við nafna sinn. (Ljósm. St. E. Sig). 1 NA /5 hnútar I / SVSÖhnútar K Snjikomo » ÚSi 7 Stcúrír & Þrumur 'W%, ffutíoM V HitookH H Hmí L Lmot HÆÐIN yfir íslandi er ennþá kyrrstæð að kalla; með stilltu veðri um allt land. Þetta góð- viðri hefur nú staðið frá þvi á jólum, eða á þriðju viku, og verður efcki enn séð fyrir end- aim á þvi SV-land tdl Norðurlands og SV-mið til Breiðafjarðar- miða: Hægviðri, víðast létt- skýjað. NA-land til SA-lands og Vestfj.mið til SA-miða: Hæg- viðri, skýjað en víðast úr- komulaust. Veðurhorfur á föstudag: Breytileg átt og góðviðri. Tilmælum SAS o. fl. flugfélaga vísaö á bug Washington, 9. jan. (NTB) BANDARÍSKUR dómstóll hefur vísað á bug tilmælum sex er- lendra flugfélaga, þar á meðal SAS, þess efnis, að komið verði í veg fyrir, að sett verði reglu- gerð, sem veiti ftugmálastjórn Bandaríkjanna heimild til þess að takmarka starfsemi flugfélag- anna í Bandaríkjunum. Fluigifélögin, sem báru fraim tilmælin eru: SAS, Sabena, KLM, BOAC, Bahama Airways Ltd. og British west Indies Airways Ltd. Fyrri nokkrum árum hóf flug- málastjórn Bandaríkjanna athug- anir á því hvort hún ætti að krefjast heimildar til þess að geta fengið breytt flugáætlunum eriendra flugtfélaga. í skýrslu, sem samin var að athuigun- um loknum, var flugmálastjóm- inni ráðið frá því að taka sér slík völd í hendur. Flugmála- stjórnin hefur enn enga ákvörð- un tekið um málið. DAS-happdrættið ER skýrt var frá vinningum í 9. fl. Happdrættis DAS í gær, umritaðist númerið er Opelbif- reiðin kom á. Á að vera nr. 880 í umboði Sigr. Helgad., Miðtúni 15 (ekki 8880). (Frá Happdrætti DAS). Ölvaðir bílstjór- ar á Akureyri Akureyri 9. janúar. SKV. upplýsingum frá lögregl- unni voru þrír menn teknir um síðustu helgi fyrir meint ölvunar brot við akstur. Það, sem af er þessu ári, hafa tveir eða þrír menn verið teknir að auki fyrir sama brot. — St. E. Sig. mKSTEINAR Þá mátti lækkp kaup Þegar vinstri stjórnin var mynd uð var því lýst yfir af hálfu flokka hennar, að hún myndi fyrst og fremst leitast við að stjórna Iandinu “í sanvræmi við hagsmuni fólksins" og í sam- ráði við verkalýðssamtökin.“ Það var því vissulega kaldhæðni ör- laganna, að það voru verkalýðs- samtökin, sem snerust gegn vinstri stjórninni og ráðstöfun- um hennar. Hermann Jónassson gekk bónleiður til búðar frá Al- þýðusambandsþingi haustið 1958, þar sem hann hafði grátbeðið verkalýðinn nm að veita stjóm hans nokkurra vikna frest til þess að reyna að ná einhverju samkomulagi um lausn dýrtíð- armálanna. Þessi afstaða verkalýðssam- takanna sætti engri furðu. Vinstri stjórnin hafði lofað þvi að stöðva verðbólguna og kapphlaupið milli kaupgjalds og verðlags, sem kommúnistar höfðu skapað árið 1955, með „nýjum leiðum“ og „varanlegum úrræðum“. En nið- urstaðan varð sú, að hún gerði ekkert nema leggja nýja skatta og tolla á almenning í landinn. Hún byrjaði að visu á því haust- ið 1956 að binda kaupgjald og skerða vísitöluna um sex stig. En næsta skref hennar var stór- kostlegar skattaálögur stráx fyr- ir jólin 1956. En það er vissu- lega athyglisvert, að þá fannst kommúnistum ekkert athugavert við það að lækka kaupgjald. Þá var það allt í lagi að skerða kaupgjald verkamanna og laun- þega almennt, ef það gat tryggt tveimnr konr.múnistum áframhaid andi sæti í ráðherrastól. Spíritismi og kristindómur Halldór Kristjánsson ,bóndl að Kirkjubóli, ritar í gær grein í Timann undir fyrirsögninni: „Geta spíritistar verið kristnir?" t grein þessari tekur . greinar- höfundur upp hanzkann fyrir spíritismann og kemst í niður- Iagi hennar m.a. að orði á þessa leið: „ÖU erum við fjarri því að elska náungann eins og sjálfa okkur, en þrátt fyrir það er mikils virði að eiga þá trú, að það sé leiðarmerkið. Sú trú gef- ur okkur stefnuna, gefur okkur sannfæringu um það, að hverju eigi að stefna, gefur okkur mæli- kvarða til að leggja á þau áhrif, sem við verðnm fyrir. Mér hefur fundizt, að þeir spíritistar sem ég þekki hefðn yfirleitt þennan skilning á líf- inu. Þess vegna segist ég hafa haldið að þar væri kristilega hugsandi fólk, sem trúir þvi að sambúð og góðvild séu þeir eig- inleikar, sent. framtíðarhamingj- an sé háð, hlutdeild í eilífa líf- inu — guðsríkinu“. Jarðir fara í eyði S.l. rúm þrjátíu ár hefur Fram sóknarflokkurinn verið meira og minna viðriðinn stjórn landsins. Allt þetta timabil hefur því fólkl farið ört fækkadi, sem býr I sveitum landsins .Á hverju ári hafa fleiri og færri jarðir farið í eyði. Byggðin hefur verið að færast saman. Þvi miður hafa margar góðar og byggilegar jarð- ir lagzt í eyði. En engu að siður hefur framleiðsla landbúnaðar- ins farið mjög vaxandi vegna aukinnar tækni í þágu framleiðsl- unnar. Það er mikill n'.isskilningur Og rangtúlkun, þegar Tíminn heldur því fram i forystugrein sinni í gær, að það sé stefnu núverandl ríkisstjórnar að kenna, að jarðir fari nú í eyði. Það er líka blekk- ing, sem blaðið heldur fram, að „fleiri jarðir hafi farið í eyði seinustu árin en nokkru sinni fyrr“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.