Morgunblaðið - 10.01.1963, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.01.1963, Blaðsíða 22
22 MORCVNBLAÐIÐ Fimmtu'dagur 10. januar 1963 Valbjörn hætti hjá ÍR og keppti fyrir KR í gærkvöldi ,Fær betri aðstöðu", segir KR Hlýtur að vera misskilningur", segir formaður ÍR KR boöaði til innanfélagsmóts í frjálsum íþróttum í gærkvöld og var keppt aðeins í einni grein, stangarstökki. Valbjörn Þorláksson sigraði í keppninni, stökk 4.15 m. Valbjöm hefur margoft gert betur undanfama daga, en það sem athyglisverð- ast er við mótið er það að Val- björa skipti nú skyndilega um félag, hætti keppni fyrir ÍR og er sagður skráður í KR. Annar í keppninni var Páll Eiríksson FH 3.50. Íþróttasíðan hringdi í gær- Molar — að utan ★ Norðmaðurinn Knut Johanne sen setti á laugardaginn nýtt heimsmet í 3000 m skauta- hlaupi á móti sem fram fór í Skien. Metið 4.37.8 var sett þrátt fyrir 15 gráðu frost sem háði öllum keppendum. Jo- hannesen keppti „í pari“ með landsliðsmiðherja Noregs í knattspymu, Finn Thorsen, sem varð að láta í minni pok- ann og átti 150 m eftir þegar Knut sleit snúruna. Danski íþróttalæknirinn í Horsens, Frode Henriksen, lét svo um mælt á þingi þjálfara í Velje að 7% af öllum meiðsl um sem gert væri á slysastof- um sjúkrahúsa í Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Þýzkalandi og Finnlandi ættu rót sína að rekja til íþróttaiðkunar. Hann sagði að þjálfarar gætu þarna mikið hjálpað, því fjölmörg slys mætti fyrirbyggja með réttri „upphitun". •fc Henry From hinn frægi markvörður Esbjergs og danska landsliðsins hefur sleg- ið öll met í íþróttabókaútgáfu Dana. Bók hans „From ver“ hefur selzt í 16000 eintökum en bók Jens Peter Hansens „Áfram svo Jens Peter“ í 10000. Bók From er uppseld og verður ekki endurprentuð. kvöldi til Sigurðar Björnssonar varaform frjálsíþróttadeildar KR tiil að spyrjast um mótið og sagði hann frá þessum stóru tíðind- um sem félagsskipti Valbjörns verða að teljast. — Hann telur sig hafa betri aðstöðu til að stökkva stöng í KR en hafði áður, sagði Sigurð- ur er við spurðum um orsök fé- lagaskiptanna. — Ennfremur dkilst mér að Val'bjöm sé mjög ánægður með kennara okkar, sem er Bene- dikt Jakobsson, hélt Sigurður á- frarn. — Við höfum gert ýmislegt fyrir stangarstökkið það hefur verið opnað fram í geymslu þannig að fiuil atrenna næst fyrir stangarstöbk, sagði Sigurður. Blaðið sneri sér til Reynis Sig- urðssonar nýkjörins formanns ÍR og spurðum hann um mál þetta% — Ég hafði spurnir af þessu rétt áðan, sagði Reynir. Félagar í frjálsíþróttadeildinni hringdu til mín og sögðu mér félagaskipt in. Þetta kemur flatt upp á mig sern og fleiri ÍR-inga. Ég vil sem minnst segja um þetta að svo komnu máli, en piiltarnir í frjálsíþróttadeildinni telja þetta stórmál. Þeir vilja t.d. að málið sé kært og benda á að samskonar mál hafi áður komið fyrir, er Guðjón Guðmundsson KR ætlaði að ganga í ÍR. Þá segja þeir að KR hafi kært til ÍSÍ og þó að Guðjón hafi sfcrif- lega sagt sig úr KR fyrir fram hafi framkvæmdastj. ÍSÍ hrund- ið þeirri brottsögn og dæmt hann aftur í KR. Ég hef ekfci kynnt mér þetta mál, en sé það rétt sem mér er sagt, þá virðist aug- ljó'st hvernig þetta mál muni fara ef kært verður. En hvort svo verður viil ég ekkert um segja. Ég er ekki inn í málinu og stjórnin í heild mun um það fjalla. Hitt get ég fullyrt að Valbjörn hefur aldrei á það minnst við stjórn ÍR að_hann hyggðist skipta um félag. Ég vil líka benda á það að stjórnin hefur unnið að þvi nú undanfarið að skapa hin- um ágætu frjálsíþróttamönnum KÁRI á Akranesi 40 ára ELZTA íþróttafélagið á Akra- nesi, knattspyrnufélagið KÁRI átti 40 ára afmæli á s.l. ári. — Félagið er stofnað 26. maí lt>22 og voru stofnendurnir 10 dreng- ir á aldrinum 10—14 ára. Fyrsti formaður Kára var Gústaf Ás- björnsson, en hann var elztur stofnendanna, aðeins 14 ára. — Eins og nafn félagsins bendir til, var og er megináherzlan lögð á iðkun knattspyrnu og hefur fé- lagið á undanförnum árum átt marga góða knattspyrnumenn, sem m.a. hafa leikið í landslið- inu. Þá hefur félagið lagt stund á handknattleik, karla og kvenna. Á fyrstu árunum starf- •við félagsins mikið, því Iþrótta- bandalagið varð æðsti aðilji íþróttamála og öll lið frá Akra- nesi mættu til keppni út á við í nafni þess. Það eru því tiltölu- lega fáir utan Akraness, sem vita nokkur deili á knattspyrnu- félögunum í bænum, þar sem þau mæta alltaf, og hafa alltaf gert, sameinuð tii leiks. Stjórn Kára skipa nú þessir menn: Form. Helgi Daníelsson, varaform. Hallgrímur Árnason, ritari, Kjartan Tr. Sigurðsson, gjaldkeri, Eiríkur öorvaldsson og ÍR góðan þjálfara og hefiur nú svo til ráðist að Ungverjinn Sim onyi Gabor mun koma til ís- lands og þjálfa frjálsíþrótta- menn ÍR eins og hann hefur gert undanfarin éir til ómetan- legs gagns fyrir félagið og alla frj'áisíþróttamenn aðra, sem hafa viljað nota sér af hans miklu kunnáttu. Hefur Gabor ekki sízt lagt sig fram við þjálf- un Valbjarnar. Ef félagsskiptin eru út af því að betri aðstaða sé hjá KR tii æfinga fyrir Valbjörn, þá minn ist ég þess að þegar við hér á árurn áður æfðum í tímium KR tii að njóta kennslu hjá þeim, datt engum í hug félags- skipti, né heldur að við okkur hafi verið amast. Ég held bara að þetta sé einhver mis- skilningur með þessi félaga- skipti, því ég trúi þvf ekfci að KR vilji ekki heimila ER-ing að þjélfa í sínu húsi, án þess að hann skipti um félaig, þótt að- staða sé betri til stanganstökks innamhúss hjá KR en hjá ÍR í bili. Þannig fórust Reyni orð. Því má við bæta að félagaskiptin koma ákaflega óvænt. Td. var s.3. laugardag sagt fiá því hér í blaðinu að Valbjöm vœri í ÍR, og sú frásögn höfð í sam- bandi við mót KR sem auiglýsf var, en þá mætti Valbjörn of seint, að sögn formanns frjáls- íþróttadeildar KR, og var þó ekki minnzt á fólagaskiptL 5 menn — I knöttur VEÐURGUÐIRNIR leggja unnendur með þessari mynd eiginlega bann við þvi að fiá Barcelona. Það em fimm knattspyrnumenn geti þreytt menn sem berjast um knött- keppni sína í „vöggu knatt- inn í eimu. Hver „hefur spyrnunnar“ Englandi. Við hann?“ Getur nokkur séð gleðjum því knattspyrnu- það? Landsliðsmenn KR „þurfa“ 5 ferðir til útlanda í sumar Mikið að gera hjá knattspyrnu- mönnum okkar ÞAÐ verður ekkert létt verk eða aukastarf að vera landsliðsmaður í knattspyrnu í sumar — einkum ekki ef félagi úr KR á í hlut. Verkefni sumarsins era svo mörg og svo fjölbreytt að aldrei hefur neitt slíkt verið á sumarskrá knattspyrnumanna fyrr. •k 6 landsleikir ísland hefur tilkynnt þátttöku í undankeppni Olympíuleikanna. Svo getur farið þegar endanlega er ákveðið um riðlaskipti um miðjan þennan mánuð, að 4 lið verði í hverjum riðli. Leikið er heima og heiman og þýðir það 6 landsleiki fyrir ísland, 3 heima og 3 erlendis, sem verður að vera lokið fyrir 30. júní 1964. Ólíklegt er að við getum fengið nokkra þjóð til að leika við okk- ur í júní 1964 og ekki getum við l.ikið landsleik í apríl eða mai. Líklegast er því að allir leikirn- ir verði á þessu ári. ár Félaga heimsóknir KR og Fram hafa bæði látið 1 ljós vilja — og samþykkt — um að taka þátt í Evrópukeppni meistara- og bikarliða. Endanleg ákvörðun er ekki fyrir hendi enn. aðra En verði af þessu verður leikið heima og erlendis hjá báðum liðum. Tvær heimsóknir eru leyfðar árlega hér á landi. Knattspyrnuráðið i þeirra og hyggst bjóða finnsku meisturunum hingað til keppni. Fram á hina heimsóknina og leit- ar nú hófanna hjá Queens Park Rangers um að koma hingað. Allt þetta þýðir að landsleikja- ferðir út verða 2—3 talsins. KR- ingar og Framarar fara hvor sína ferð ef um þátttöku í bikarkeppni Evrópu verður að ræða. Loks munu KR ingar ætla utan til Sjálands til að uppfylla boð sem þeir höfðu samþykkt í fyrra, eu höfnuðu á síðustu stund. KR-ingar fara því 2 ferðir utan félagsins vegna 2—3 fyrir lands- liðið, þeir sem þar verða. Fram- arar fara 1 sinni utan auk lands- liðsferða. Báðir fá svo heimsókn ir erlendra liða aufc þess sem þeir verða keppa með úrvaís- liðum í sambandi við aðrar heimsóknir — auk þriggja lands- leikja hér heima. Ofan á þetta bætist tvöföld um ferð í íslandsmótinu með ferð- um til Akureyrar og Keflavíkur — svona sem rúsína í pylsuend- anum. Já, það er ekki tekið út með sæld að vera landsliðsmaður i knattspyrnu. Utanferðirnar ein- ar taka ekki minna en 3 vikur og ferðirnar geta ekki orðið færri en 4. Vandræöi í Englandi ENSKA knattspyrnan er nú komin í hrein vandræði og getraunastarfsemi víða um lönd í mikinn bobba. Á þriðju dag átti að leika 10 „frestaða" leiki, en aðeins 1 gat farið fram. I gærkvöldi áttu svo að fara fram 20 kappleikir víðs- vegar um England, en aðeins tveir gátu farið fram Hrein vandræði blasa við varðandi þessa beztu skipu- lögðu keppni heims, ef ekki breytist veðurfar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.