Morgunblaðið - 13.01.1963, Síða 4

Morgunblaðið - 13.01.1963, Síða 4
4 MORCVISBLAÐIÐ Sunnudagur 13. janúar 1963 —2 herb. íbúð óskast til leigu. Tvennt í heimili. Barnlaus. Vinna bæði úti. Uppl. í síma 12705 eftir kl. 7. Trésmíðavél til sölu. Waltker Turner borvél á fæti. Uppl. í síma 18181. Vil kaupa 5—6 manna bíl, ekki eldri en 1958. Uppl. sendist afgr. Mbl. merkt 3803 fyrir miðviku- dag. Kona óskar eftir að þrífa íbúð hjá einhleypum, eldri manni. Tilb. sendist afgr. Mbl. fyrir 20. janúar merkt 1 1963. — 3839. Ljósgrábröndóttur köttur með hvíta nös og 1 bringu tapaðist fyrir ára- 1 mót frá Langholtsvegi 100 1 Sími 33215. Karlmanns-armbandsúr tapaðizt á leiðinni frá 1 Shfamýri að Barmahlíð. Vinsamlega skilist að Barmahlíð 51, sími 18928. 1 Eldri kona óskast til að gæta gamallar konu. 1 Frítt fæði og húsnæði. Kaup eftir samkomulagi. Uppl. í síma 14034. Atvinna Fullorðin stúlka óskar eft- ir einhvers konar atvinnu, tala og skrifa ensku, kann vélritun, hef bílpróf. Uppl. í síma 19399, eftir kl. 2. Gítarkennsla Uppl. í síma 18842 frá kl. 2—5 í dag. Katrín Guðjónsdóttir. 3 samlig'gjandi stofur til leigu í Brautarholti 22. Má nota, sem skrifstofur. Sími 22255. Kenni skólanámsgreinar Simi 19926. Bjöm 0. Björnsson. Húsaviðgerðir Glerísetningar einfalt Og tvöfalt. Viðgerðir, breyt- ingar o. fl. Sími 37074. Sjónvarp með tvöföldu loftneti og magnara, til sölu. Verð kr. 9.500,00. Einnig ame- rískur stofusófi (sem hægt er að sofa í) verð 2.500,00 kr. Uppl. í síma 32524. Flygill til sölu Upplýsingar í síma 35222. íbúð Óska eftir 4—5 herbergja vandaðri íbúð, strax eða snemma vors. 7 fullorðin í heimili. — Sími 13699. EN ávöxtur Andans er: Kærleiki, gleði, friður, langlyndi, gæzka, góð- vild, trúmennska, hógværð, bindindi, gegn slíku er ekert lögmál. (Gal. 5, 22). í dag er sunnudagur 13. janúar. 13. dagur ársins. Árdegisflæði kl. 7:35. Síðdegisflæði kl. 19:54. Læknavörzlu í Keflavík hefur í dag Bjöm Sigurðsson. Næturvörður vikuna 12. til 19. janúar er I Lyfjabúðinni Iðunni. Næturlæknir í Hafnarfirði vik una 12. til 19. janúar er Ólafur Einarsson sími 50952. Neyðarlæknir — sími: 11510 — frá kl. 1-5 e.h. alla virka daga nema laugardaga. Kópavogsapótek er opið alla virka daga kl. 9,15-8, laugardaga frá kl. 9,15-4., helgidaga frá kl. 1-4 e.h. Sími 23100. Holtsapótek, Garðsapótek og Apótek Keflavíkur eru opin alla virka daga kl. 9-7 laugardaga frá kl. 9-4 og helgidaga frá kl. 1-4. ORÐ LÍFSINS svarar i sima 24678. n Mimir 59631147 — n EDDA 59631157 — 1. I.O.O.F. = Ob. 1 P. = 144115 8% s I.O.O.F. 10 = 144114814 = 9. I FRETIIF Kvenréttindafélae íslands. Furulur verður haldinn i félagsheimili prent- ara aB Hverfisgötu 21. þriðjudaginn 15. janúar kl. 20.30. Aðalefni fundar- ins: Hákon Guðmundsson hœsta- réttarritari talar um ættleiðingu og fleira. Dýraverndarinn, 68. árag. 6. tbl. er nýkominn út. Efni blaðsins er m.a.: Hvað hugsa íslenzkir bændur? Dýra- vinurinn á Selnesi og olíumengun sjávar. S.kemimtiiegar dýrasögur Sam búð marma og málleysingja. Sögur Jóns Norðmanns. Holl ráð aldraðs j b ændale iðtoga. Bræðralag. Fundur verður haldinn i Bræðralagi, kristilegu félagi stúdemta, mánudagirm 14. janúar á Gamla Garði við Hringbraut kl. 8.16 e Ji. Stúdentar og prófessorar guðfræðideildar ásamt [ meðlimum í Kristilegu stúdentafélagi eru boðnir á fundinm. Fundarefni: Helgitáknin og hlutverk þeirra. Fram sögumaður: séra Guðmundur Sveins son skólastjóri. Stjómnin. Minningarspjöld Hallgrimskirkju Reykjavik fást í Verzlun Haildóru Ól- afsdóttur, Grettisgötu 26, Verzlun Björns Jónssonar, Vesturgötu 28. og Bókaverzlun Braga Brynjólfssonar, Hafnarstræti 22. Minningarspjöld Frikirkjunnar i Reykjavík fást hjá Verzluninni Faco, Laugavegi 37 og Verzluninni Mælifelli Austurstræti 4. Ljósastofa Hvítaba ndsins Fomhaga 8 verður opnuð næstu daga. Uppiýsing ar í sima 16699. Minnlngarspjöld Hallgrimskirkju i Reykjavik fást á eftirtöldum stöðum: Verzlun Amunda Amasonar, Hverfis- götu 39 og Verzlun Halldóru Ólafs- dóttur Grettísgötu 26. Frikirkjan: Messa kl. 5 e.h. Séra Þor steinn Bjömsson. Kirkja Óháða safnaðarins: Barna- samkoma kl. 10,30 árdegis. Á eftir messu verður sýnd kvikmynd af Skál- holtshátiðinni. Séra Emil Björnsson. EUiheimilið: Guðsþjónusta kl. 2 e.h. Séra Björn O. Björnsson prédikar. Fyrrv. sóknarprestar halda fund eftir messuna. Garðasókn: Messað að félagsheimil- inu Garðaholti kl. 2 e.h. Safnaðarfund- ur eftir messu. Séra Garðar Þorsteins- son. Fríkirkjan í Hafnarfirði: Messa kl. 2 e.h.. Séra Kristinn Stefánsson. Keflavikurkirkja: Barnaguðsþjón usta kl. 11 árdegis. Innri-Njarðvíkurkirkja: Barnaguðs- þjónustu kl. 1,30 síðdegis. usta kl. 10,30. Messa kl. 2 e.h. Séra Árelíus Níelsson. Bústaðasókn: Messa i Réttarholts- skóla kl. 2 e.h. Barnasamkoma í Háa- gerðisskóla ki. 10,30 árd. Séra Gunnar Árnason. Messur r dag HáskólakapeUan. SunnudagaskóU guðfræðideildar á hverjum sunnu- degi kl. 2 e.h. (Athugið breyttan tíma). Öll böm á aldrinum 4—12 ára eru hjartanlega velkomin. Á gamlársikvöld opiniberuðu trúlofun sína ungfrú Þórdís Jak- obsdóttir verzlunarmær Móbarði 6, Hafnarfirði og Gylfi Valde- marsson prentmyndasmiður Leifs götu 11. Hinn 29. desember síðastiliðinn voru gefin saman í hjónaband af sókniarprestinum á Raufarhöfn Signrý Einarsdóttir og Þorgeir Brimir Hjaltason. Heimili þeirra er að Sætúni, Raufanhöfn. velur að þessu sinni Guð- mundur Sigurðsson skáld og gamanleikjahöfundur. Um val sitt segir hann: íslenzk nútímalyrik, sem ek'ki lýtur hinu hefðbundna ljóð- formi, á ekki upp á háborðið hjá þjóðinni um, þessar mundir. Sú tegund skladskapar er í óvirðingarskyni almennt kölluð atómljóð, og þegar ábyngir menn sjá ástæðu til að vanda um við þjóðina, eru þau gjarna nefnd í sömu andrá og lauslæti og drykkjuskapur og annar sá heimsósómi, sem líklegastur sé til að koma menningu vorri fyrir kattarnef. Mér er til efs að önnur skáldakynslóð bafi mætt illskeyttari andróðri samtíðar sinnar, en þau ungu skáld, sem á undanförnum árum hafa verið að þreifa fyrir sér um ný ljóðform. Vaifalaust á fram- tíðin eftir að leggja sinn dóm á ljóð þessara ungu skálda og I þá einnig á þá andúð, sem þau hafa mætt hjá samtíð sinni, en um bókmenntasmekk hennar verða tid öruggar heimildir, svo sem útlánsskýrslur almenningsbökasafna og upptalningar á metsölubófcum. (Æ, af bverju máttum við nú ekki lesa okkar bækur í friði?). Hinum ungu skáldum eru að sjálfsögðu mislagðar hendur eigi síður en fyrirrennurum þeirra á öllum tímum, en í verk- um sumra þeirra, er að mínu viti hægt að benda á nrnrgt, sem stendur fullkomlaga jafnfætis þeim sfcáldskap, sem mest er hampað á hverjum tíma. Lesi ég ljóð sem hefur áhrif á mig, þannig að mynd þess eða tjáning grópist í vitund mína, finnst mér alltaf að eitthvað meira en lítið sé á seyði. Ég vel hér eitt slíkt Ijóð, sem ég las fyrir nokkrum árum og eihhvern veginn hefur ekki orðið viðskila við miig síðan. Það heitir Vetrardagur og er eftir Stefán Hörð Grímsson: í grænan fehrúarhimin stara brostin augu vatnanna frá kaldri ásjónu landsins. Af ferðum vindanna eirðarlausu um víðáttu hvolfsins hafa engar spurnir borizt. Litlausri hrímþoku biandið hefur lognið stirðnað við brjóst hvítra eyðimarka Undir hola þagnarskelina leita stakir bassatónar þegar íshjartað slær. Á mjóum fótleggjum sínum koma mennirnir eftir hjarninu með fjöll á herðum sér. Eimskipafélag Reykjavíkur b.f.: Katla losar tunur i faxaflóahöfnum. Askja er á Patreksfirði. H.f. Eimskipafélag íslands: Brúar- foss fer frá Rotterdam i dag til Hamborgar, Dettifoss er á leið til NY, Fjallfoss fer frá Hamborg i dag til Gdynia, Goðafoss er á leið til Reykja- víkur, Gullfoss er á leið til Reykja- víkur, Lagarfoss er á leið til Kefla- víkur, Reykjafoss er á leið tii Ham- borgar, Selfoss er i NY, Tröllafoss er á leið til Siglufjarðar og Vestmanna- eyja, Tungufoss er í Reykjavík. + Gengið + 10. janúar 1963. Kaup Sala 1 Sterlingspund ..... - 120,39 120 69 1 Bandaríkjadollar .... 42.95 43,06 1 Kanadadollar .... 39,92 40,08 100 Danksar kr. _ 623,02 624,62 100 Norskar kr ... 601,35 602,89 100 Sænskar krórvur. ... 832.97 835,12 100 Pesetar 71,60 71,80 100 Finnsk mörk.... 1.335,72 1.339,14 100 Franskir fr. „. 876,40 878,64 100 Belgiskir fr. 86,28 86,50 100 Svissn. frk. „„..... ... 992,65 995,20 100 V.-Þýzk mörk 1.070,93 1.073,69 100 Tékkn. krónur _.. ... 596,40 598.00 100 GyUini 1.193,47 1.190,53 ÓPERAN Amahl og nætur- gestirnir eftir Menotti, sem að undanförnu hefur verið sýnd í Tjamarbæ á vegum Musica Nova við prýðilegar undir- tektir, verður nú sýnd í síð- asta sinn í kvöld klukkan 9. Þessi mynd er tekin úr einu atriði óperunnar og eru á henni talið frá vinstri: móðir in (Svala Nielsen), skósveinn (Már Magnússon), Amahl (Siigurður R. Jónsson), og loka vitringarnir þrír þeir Baltasar (Haildór Vilhelmsson), Kasp- ar (Friðlbjöm G. Jónsson) og Melkior (Hjálmar Kjartans- son). JÚMBÓ og SPORI ■iK— —iK- —K" Teiknari J. MORA r __ Hafið þér nokkrar tollvörur, herra minn, spurði landamæravörð- urinn Spora. — Nei alls engar, svaraði Spori, hérna er vegabréfið mitt. Já, alveg rétt. Spori lyfti koffortinu sínu enn einu sinni upp og gekk inn í bæinn hinum megin við landamærin. Hann skim- aði um eftir hóteli og að lokum nam hann staðar, þegar hann kom að einu, sem virtist líta mjög þrifalega út. — Góðan daginn, mig vantar gott herbergi, þar sem ég get hvílt mig vel, sagði hann við burðarmanninn, ég er svo hræðilega syfjaður. — Með ánægju, hljóðaði svarið, þér skuluð fá bezta herbergið, sem við höfum. í sama bili kom maður niður stig- ann og brosti breitt, þegar hann sá Spora. — Jæja, svo að staðgengill minn er þegar kominn til baka, umlaði hann ánægjulega.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.