Morgunblaðið - 13.01.1963, Qupperneq 5
Sunnudagur 13. janöar 1963
MORGVNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ hefur
snúið sér til fjögurra
manna og leitað álits
þeirra á þessari spurningu:
Hvað finnst yður?
Hvað finnsf yður um veðurfarið nu í samanburði
við það, þegar þér voruð ungu’?
voru
I>að
PÉTITR OTTESEN,
bóndi á Ytra-Hólmi:
Miðaldra fólk á fslandi
þekkir af eigin raun
ekkert tii um griimmúðugt
vetrarveðurfar á landi voru
Grimmdarfrost, landfastur haf
ís, er fyllt hefur alla flóa og
firði í stórum hluta landsins,
langvarandi fannfergi, þegar
grafa varð margra mannhæða
göng tii þess að komast út
og inn úr bæjar- og penings-
húsum og skepnúr náðu
hvergi til jarðar svo vikum
og mánuðum skipti. Allt þetta
er öllum fjölda landsmanna
nú ókunnugt um, nema af
frásögn eldra fólks.
Morgunblaðið getur því á-
reiðanlega rétt til um sumra
manna þanka, þegar það snýr
|sér tiil nokk-
urra eldri
manna og bið
ur þá að rifja
[upp í huga sín
j um þær breyt
(ingar, sem orð
ið hafa á veð
urfari hér á
landi, síðan
að alast
er vissulega
ánægjulegt hugðarefni mörg-
um fslendingum að líta þarna
yfir farinn veg, og má með
sanni segja, að frá því um
aldamótin er ég var ungur,
liafi orðið aldahvörf í veðráttu
hér á landi. Allur almenning-
ur hefur að vísu ekki í hönd-
um skrár eða skýrslur yfir
breytinguna frá ári til árs, en
blæbrigði íslenzkrar veðráttu
á þessu tímabili eru svo sterkt
mótuð í sál og sinni hvers
manns, að þar þarf ekki vitn-
anna við.
Næst síðasti áratugur nítj-
ándu aldarinnar varð fslend-
ingum þungur í skauti. >á
gengu yfir landið mikil harð-
indi, er urðu fslendingum af-
drifarík. Um þær mundir og
upp úr því fluttist um fimmti
hluti þjóðarinnar af landi
burt í aðra heimsálfu. fslend
ingar áttu því um sárt að
binda um þessar mundir og
gætti áhrifa þess langt fram
yfir aldamót. En þessi ár greru
og nýtt líf og fjör færðist
aftur í allar athafnir manna
Trúin á landið og gæði þess
óx og dafnaði. Þetta nýja við
horf stælti kraftana og ný
viðfangsefni blöstu hvarvetna
við. Það orkar ekki tvím.ælis
að batnandi veðurfar, hiýrra
og mildara loftslag átti ó-
mældan þátt í þessutn straum
hvörfum.
Vér fslendingar erum nú
á sjöunda tug aldarinnar marg
falt betur brynjaðir til þess
að standa af okkur misæri en
vér vorum um aldamótin, og
má segja, að síbatnandi veður
far hafi fylgt þessari öld. >ó
bar út af um þetta um skeið í
lok annars tugar aldarinnar,
en áhrif þess voru tiltölulega
skammæ. Þetta skeði á ár-
unum 1918 og 1920.
önnur áföll af veðráttu,
sem tekið hafa til landsins alls
hafa ekki að höndum borið á
þessari öld. Veðrabrigði í ein-
stökum landshlutum geta á
stundum valdið nokkrum erfið
leikum og truflunum, en með
þeim samgöngum á sjó og
landi, sem við búum nú við
og sívaxandi samhjálp verður
öllum vandræðum afstýrt.
Til hvers það eigi rót sína
að rekja, að loftslag hefur nú
verið miklu hlýrra á landi hér
uim langt skeið en oft áður,
er ekki í mínu valdi eða ann-
arra ófróðra manna í veður-
farsmálum að svara. En eitt
vitum vér, að land vort
hefur um allar aldir notið
góðs af hitamiðstöð úr annarri
heimsálfu. Sunnan úr Mexí-
kóflóa kemur með mi'klum
þunga léttur straumur að
ströndum lands vors og á þar
í harðri baráttu við Pólstraum
inn, sem herjar á oss úr norðri
Ef tiil vill stafar loftslags-
breytingin' af því, að Golf-
straumnum hefur góðu heilii
aukizt kraftur til þess að
flytja hlýju hitabeltisins norð
ur um höfin. Gaman væri að
fá skýringar fróðra manna á
þessu fyrirbæri og teldi ég
vin minn Jón Eyþórsson veð-
urfræðing líklegastan til að
gera því góð skil.
JÓN EYÞÓRSSON,
veðurfræðingur.
Ég er alinn upp norður í
Húnavatnssýlu og vann þar
við venjuleg sveitastörf fram
yfir fermingu. Ein af elztu
endurminningum mínum er
sú, ég ætla að
það hafi verið
árið 1902, þeg
ar ég var 7
ára, að sigl-
ingar teppt-
ust til Norð-
» urlandshafna
SlUJJjHHI vegna hafíss
og á far-
dögum var að verða
korn-matarlaust heima hjá
mér og víðar. Barst þá frétt
um það, að skip hefði komizt
til Sauðárkróks, en Húnaflóa
hafnir voru enn sem fyrr lok-
aðar. Faðir minn og fleiri ná-
grannar hans lögðu þá af stað
norður á Sauðárkrók og fóru
Litlavatnsskarð og Karnba til
Gönguskarða og fengu vitan-
lega illa fsérð á þessari leið,
sem er mjög snjóþung. Þegar
til Sauðárkróks kom, var ekki
gott í efni. Bæði voru margir
um skipsfarminn og það sem
verst var, að mikið af korn-
matnum var skemmt. Ein-
hverja úrlausn fengu þó
flestir og man ég það
sérstaklega, að bankabygg
sem heim kom, var sér-
lega vont á bragðið, hefur
sennilega hitnað í því á leið
inn.
Sjálfsagt hefur rætzt úr sigl
ingum á Húnaflóa innan tíðar
því að ekki man ég til þess,
að veruleg vandræði eða hung
ur hlytist af þessu. En því
rifjaði ég það upp að ég býst
við, að víða yrði þröngt fyrir
dyrum nú, ef heimili fengju
enga matbjörg frá því um
réttir á haustinu og til fardaga
næsta sumar eða síðar, og tel
ég óhætt að fullyrða, að slíka
lífsreynslu hafi engir þurft að
hljóta síðustu áratugina, því
að síðustu 30—40 árin getur
varla heitið, að skip hafi taf-
izt, eða þurft að leggja lykkju
á leið sína vegna hafíss við
strendur landsins.
Nú má segja, að ég eigi
nokkuð óhægara, þar sem ég
er alinn upp á Norðurlandi,
en hef hinsvegar alið mest-
allan aldur minn sunnan-
lands, þar sem er yfirleitt
töluvert mildari vetrarveðr-
átta. En af öllu því, sem ég
man og mér hefur verið sagt
af reynslu annarra auk þess,
sem ég hef lært af veðurat-
hugunum fyrr og síðar, þá tel
ég óhætt að fullyrða það, að
við íslendingar búum við mun
hagstæðari veðráttu og veður
far nú, en áður.
Harðindi á síðari hluta 19.
aldar hafa óefað átt mikinn
þátt í Ameríkuferðunum og
frostaveturinn 1881—1882,
grasleysið og ísárin, sem þá
gengu yfir Norðurland, sett-
ust svo að í hugum margra,
sem þá yoru að alast upp,
að þeir gleymdu því aldrei,
og í þeim sat uggur alla tíð
við þá tilhugsun, að slík plága
ætti eftir að ganga yfir þá
á nýjan leik.
MAGNÚS ÞÓRARINSSON,
formaöur:
Við spurningu um veðurfar
og samanburð á því nú og
þegar ég var ungur, er því til
að svara, að ég tel það miklu
mildara nú en áður var.
Ég man allt að 80 árum aft
ur í tímann.
Sagan geymir
frásagnir af
þeirn ókjör-
um veðrátt-
unnar, er við
áttum við
að búa á 9.
tug. 19. aldar
er hundruð
manna flúðu landið vegna
harðæris af völdum
veðurfars og afleiðingum þess
í skepnufelli um allt land. 10.
tugur 19. aldar lét eftir sig
ærið mörg áhlaupaveður,
páskahret og mannskæðar
lokarumbur af norðanveðr-
um, sem stóðu dögum saman
með frosti miklu og fann-
kyngi fram á sjávarbakka
á Suðurnesjum. Bak við
allt þetta lá svo okkar
„forni fjandi“ hafísinn fyr-
ir Vestur-, Norður- og
Austurlandi flest árin og vék
oft ekki úr heimsókninni fyrr
en um höfuðdag. Og mörg ár-
in, ef ekki flest fram undir
1920, höfðum við hafís meira
eða minna. Allir, sem nú eru
yfir fimmtugt, muna frostið
kuldann og lagnaðarísinn á
Reykjavíkurhöfn. Veturinn
1918—1919 gekk ég á ísi út í
bát minn hér á höfninni, en
það stóð aðeins einn dag. En
ég held, að við höfum haft
fleiri sumur björt og
blíð með sólskini og stillum í
fyrri daga heldur en nú á
síðari árum, enda oft sagt þá:
„Þegar hafísinn er orðinn land
fastur, stillir til.“ Og það sýnd
ist svo. En um eða upp úr
1920 skipti um. Síðan höfum
við lítið haft af hörkum og
hafís að segja, samanborið við
það, sem áður var. Umhleyp-
ingar eru svipaðir og áður og
munu haldast, ef ekki tekst
að eyða lægðunum. Hver veit?
Það hefir margt tekizt á síð-
ustu tímum, sem aldrei var
spáð.
JON PALMASON,
bónd á Akri:
Síðustu árin er veðurfar
yfirleitt betra í landi voru
heldur en var, þegar ég var að
alast upp. Er þó breytingin
einkum sú, að
haustin og
veturnir eru
til mikilla
muna mild-
ari heldur en
þá var. Vor
og sumar eru
aftur misjafn
ari, og á sum
um árunum um aidamót
voru betri sumur, heldur en
hefur verið núna upp á síð-
kastið. Harðasta og versta vor,
sem komið hefur í minni tíð,
var vorið 1906. >á var fjárfell
ir um allt Norðurland fram
til fardaga, einkum á lömbum.
Síðan hefur aldrei slíkt harð-
indavor komið.
5
Blý keypt hæsta verði. Ámundi Sigurð'sson málmsteypa, Skipholti 23. Sími 16812. Permanent litanir geislaiærmanent, — gufu permanent og kalt perma- nent. Hárlitun og hárlýsing Hárgreiðslustofan Perla Vitastíg 18 A - Sími 14146
ATHUGIÐ ! að borið saman við útbreiðslu er langtum ódýrara að auglýsa i Morgunblaðinu. en öðrum blöðum. Sængur Endurnýjum gömlu sæng- urnar. Seljum æðardúns- og gæsadúnssængur — og kodda af ýmsum stærðum. Dún- og fiðurhreinsunin Kirkjuteigi 29. Sími 33301.
íbúð óskast
Morgunblaðið óskar eftir íbúð fyrir starfsmann.
Upplýsingar í auglýsingadeild Morgunblaðsins.
5 herb. hæð til leigu
að Kambsvegi 2, efri hæð. Sér inngangur. Sér hiti.
Upplýsingar á staðnum frá kl. 2—3,30 eftir hádegi
sunnudag.
Piltur
Piltur 14—17 ára getur fengið framtíðaratvinnu
við góða bókaverzlun. Umsóknir er tilgreini mennt-
un og aldur ásamt mynd sendist í pósthólf 124. ,,
STÚLKA
óskast við afgreiðslu í skóverzlun. Tilboð
merkt: „Rösk — 3848“ sendist afgr. Mbl.
Stúlka
Rösk stúlka (ekki yngri en 18 ára) óskast í bóka-
verzlun sem fyrst. Málakunnátta nauðsynleg. —
Hátt kaup greitt áhugasamri stúlku. Umsóknir er
greini aldur menntun og fyrri störf sendist í póst-
hólf 124.
Vanfar atvinna
16 ára piltur óskar eftir atvinnu, helst hjá heild-
verzlun eða iðnaðarfyrirtæki, sem lagermaður eða
aðstoðarmaður við vöruútkeyrslu. Tilboð sendist
Moj-gunblaðinu fyrir n.k. miðvikudag, merkt:
„Atvinna — 3846“.
Atvinna
Stúlka vön enskum bréfaskriftum óskast nokkra
tíma í viku. Hér er um aukastarf að ræða. Tilboð
merkt: „Enska — 3845“ sendist Mbl. fyrir mánu-
dagskvöld ásamt uppl. um fyrri störf og hæfni.
Sendisveinn
Piltur 13—15 ára óskast til sendiferða milli
kl. 13,30—17,30. Þarf að hafa hjól.
H.F. Hampiðjan
Stakkholti 4 — Sími 24490.