Morgunblaðið - 13.01.1963, Síða 10
10
MOnCUNBZlBIB
Sunnudagur 13. Januar 1963 1
NUNNAN
KVIKMYNDIN „Nunnan", sem byggð er á samnefr
bók eftir Kathryn Hulme, er sýnd í Austurbæjarbíói
þessar mundir. Hróður kvikmyndarinnar barst til ís-
lands löngu áður en hún var tekin til sýningar hér,
hefur mikið verið um hana rætt á erlendri grund.
má geta, að aðalleifckonan, Audrey Hepbxmi, telur sig
aldrei hafa sýnt betri leik en þegar hún fór með
verk nunnunnar.
Klausturlif er lítt þekkt fyrirbrigði hér á landi og
horfendur hafa því að vonum rætt mjög um
kvikmyndarinnar. Sýnist þar sitt hverjum. Kom
glöggt fram í samtölum, sem blaöamaður Morgunblaðs-
ins átti við nofckrar tmgar stúlkur, sem flestar eru
meyjar í menntastofnunum borgarinnar. Og .við gefum
stúlkunum orðið:
Hjartasorg lœknast
Úr einu atriöi kvikmynðarinnar. Systir Luke bíður þess að hár
færð í búning klaustursins.
hennar verði klippt og hún
ekki í klaustrum
Kristín Waage, Rauðalæk 44,
nemandi í 5. bekk Mennta-
skólans:
— Mér finnst kvikmyn^in
mæla gegn klausturlífi og sjón
armið læknisins aðalboðskap-
ur hennar. En mér þótti húin
vönduð og vel gerð, kannski
ekki sú albezta sem ég hef
séð, en þarna er ekki um
að ræða glansmynd í sama
dúr og rándýru bibilíumynd-
imar, sem eiga að vera góðar
vegna þess hve upptakan var
dýr, en reynast ekki fimm
aura virði.
Ég verð að segja eins og
er, að ég get ekki ímyndað
mér að það sé guði þóknan-
legt að lifa slíku lífi, sýna al-
gert viljaleysi og auðmýkt.
Myndin sýnir nunnurnar nán-
ast sem skorkvikindi. Er ekki
laust við að mér finnist regl-
an að sumu leyti byggð á
hreinum sadisma.
Þótt þetta sé mín skoðun,
er ekki þar með sagt, að hún
sé rétt, og ég veit að margir
eru á gagnstæðri skoðun,
annars myndi enginn ganga
þessa braut. Einhvern tíma hef
ég heyrt því fleygt fram, að_
klausturslíf sé þægilegt líf,
eins og það er kallað, ekkert
veraldarvafstur, svo sem
skattaáhyggjur, brauðstrit
o.s.frv. Einnig hef ég líka ein-
hvers staðar heyrt eða lesið,
að þýðingarlaust sé að ganga
í klaustur vegna hjartasorgar;
það er óþarfi að flýja lífið
vegna mæðu sem læknast af
sjálfu sér — í flestum tilfell-
um.
Já, mér þykir þetta undar-
legt líf, mjög undarlegt. Það
mætti mikið ganga á svo ég
gengi í klaustur. Erfiðast fynd
ist mér að mega ekki hugsa
sjálfstæða hugsun, eiga ekkert
stolt og þurfa að auðmýkja
mig sí og æ. Svo ætti ég erf-
itt með að hafa taumhald á
tungunni.
En myndin töfrar fram hugs
anir, sem fram til þessa hafa
ekki þjakað hugann. Er
guði þóknanlegra að liggja á
bæn en láta eitthvað gott af
sér leiða, t. d. hjúrkun, sem
var æðsta köllun aðalpersón-
unnar í myndinni? Til dæmis
held ég að þær konur, sem
eignast mörg böm (einhverjar
verða að sjálfsögðu að halda
við mannkyninu) hugsa vel
um sín störf og eru góðar
manneskjur, hljóti að finna
náð hjá guði, þó þær liggi
ekki alltaf á bæn og láti það
trufla störf sín.
Ég skil ekki hvers vegna
stúlkan lærði ekki einfaldlega
hjúkrunarstörf, þar sem hún
virtist ekki vel fallin til bæna
halds, en kannski hefur það
ekki verið svona einfalt í þá
daga. Það kemur glöggt fram,
að hún finnur að nunnulífið
er sjálfsblekking, faðir henn-
ar og systkini finna það líka,
en þau geta ekkert gert.
Nunnumar, góðar og mildar,
reyna að halda henni í klaustr
inu, þó þær viti um baráttu
hennar. Það vakti athygli
mína, að abbadísin tárast,
þegar nunnan yfirgefur
klaustrið — af hvaða orsök-
um? Kannski grætur hún yfir
því að missa sál og góðan
starfskraft, eða hún finnur að
stúlkan er að gera rétt. Það
öðlast ekki allir eilífan frið,
sem sverja klaustursheitið.
Tvö atriði kvikmyndarinnar
snertu strengi mannúðarinnar
í mér, það var atriðið í geð-
veikrahælinu og holdsveikra-
nýlendunni. Þau vom' afskap-
lega vel og eðlilega tekin og
ekki þröngvað upp á áhorf-
endur, en engu að síður komst
enginn hjá að sjá þau. Ósjálf-
rátt hugsaði ég til Ben Hur
kvikmyndarinnar, sem sýnd
var hér ekki alls fyrir löngu;
þar komu einnig fram holds-
veikir menn. Þegar ég horfði á
þá var ég að velta því fyrir
mér, hvemig þeir fæm að
smínka sig og þess háttar —
atriðið snerti mig sem . sagt
ekki. En ég þjáðist allt að því
með, þegar ég horfði á atrið-
ið á geðveikrahælinu og
spurði sjálfa mig, hvort þarna
væri ekki viðfangsefni að
að glíma við.
Eins og ég tók fram í upp-
hafi, fannst mér myndin vel
gerð og leikurinn afburðagóð-
ur. Þetta er í annað sinn sem
ég sé hana, í fyrra skiptið úti
í London fyrir þremur árum,
og spillti það ekkert ánægj-
unni af áð sjá hana aftur.
Kvikmyndin hlýtur að vekja
alla til umhugsunar um líf,
sem flestir hafa tiltölulega
lítið hugsað um, að minnsta
kosti hér á landi og í öðmm
löndum mótmæ’-«ndatrúar.
Klausturlíf ekki óeðli-
legra en listamannalíf
Auður Pétursdóttir, Laugar-
nesveg 108, nemandi í 5. bekk
Menntaskólans.
— Þú ert guði þóknanlegur,
ef þú rækir starf þitt vel, er
aðalboðskapur myndarinnar,
að mínu áliti. Ég er sannfærð
um, að trúin veitir æðri styrk
til starfa. Þar með er ekki sagt
að viðkomandi þurfi endilega
að ganga í klaustur eða vinna
líknarstörf, þetta gildir jafnt
um góða húsmóður, lögfræð-
j.ng, jafnvel góða blaðamenn.
Vinna samfara trúarstyrk hlýt
ur að vera árangursríkari en
ella, þó aðeins ef trúin er
einlæg.
Ég gæti vel hugsað mér að
dvelja í klaustri um stundar-
sakir og þroska mig andlega.
Ég tel það mjög gagnlegt fyrri
hvern og einn að dvelja með
hugsunum sínum í einrúmi við
og við. Sumir geta ekki án
þess verið, þar á meðal ég.
Og ekkert finnst mér klaustur
líf óeðlilegra en t. d. lista-
.mannalíf, eins og það birtist
okkur í nútíð og forstíð; öfg-
arnar eru þær sömu. En það
hæfir ekki öllum.
Hins vegar er mér það Ijóst,
að klausturlíf er að mörgu
leyti flótti frá lífinu, sumar
flýja frá veraldlegum hörm-
ungum, aðrar frá syndum sín-
um og enn aðrar njóta þess
að kvelja sig. Súru stundirnar
eru oft sætastar eftir á, stend-
ur einhvers staðar. Það er
vitað mál að margir hafa
mikla ánægju af því að þjást,
og stundum gengur það brjál-
æði næst. Því fólki geta
klaustrin oft hjálpað.
En stúlkur, sem ganga í
klaustur, verða að hafa sér-
staka skapgerð, sjálfsafneitun-
in hlýtur að vera geysileg og
þær verða að vera nógu sterk-
ar til að láta ekki undan freist
ingum umheimsins. Til þess
að verða góðar nunnur verða
þær að hafa köllun til þess,
geta sætt sig við skilyrðis-
lausa hlýðni og auðmýkt og
fúsar til að varpa frá sér öll-
um persónuleika.
En svo við snúum okkur
aftur að kvikmyndinni. Hún
er einhver stórbrotnasta mynd
sem ég hef séð til þessa, að
undantekinni kvikmyndinni
„King of Kings“, sem ég sá
í Bandaríkjunum í fyrra. Kvik
myndaframleiðendur ryðja
sér nú braut inn á sögusvið
biblíunnar í æ ríkara mæli og
kvikmynda stórkostlegar sagn
ir, sem þar er að finna.
Mér finn aðalatriði myndar-
innar ekki eingöngu hið
erfiða og stranga líf nunnanna
miklu fremur sýnir hún, að
menn eiga að bera elsku til
hvors annars og sýna öðrum
skilning og samúð. Ég er t. d.
ekki viss um, að Fortunati
læknir hafi verið eins mikill
trúleysingi og kom fram i
myndinni, það er margt sem
bendir til hins gagnstæða. En
hann fékk nunnuna til að við-
urkenna sannleikann um
sjálfa sig: að hún væri of stolt,
eins og faðir hennar, til að
verða fullkomin ntmna, hún
hugsaði of sjálfstætt og gæti
ekki sýnt skilyrðislausa
hlýðni. Hann á mikinn þátt í
að systir Luke gat ekki stað-
izt klausturlífið til lengdar.
Ytri ven’,ur klaustur■
lifs koma aðeins fram
Margrét Hansen, starfsstúlka
á Ferðaskrifstofunni Sögu:
— Ég hefi ekki lesið skáld-
sögu Kathryn Hulme „Nunn-
una“, sem byggð er á ævisögu
„Systur Luke“. Hinsvegar er
haft eftir söguhetjunni — sem
enn er á lífi — í blaðaviðtali,
að henni hafi þótt bókin bera
þess vott, að höfundur hennar
hafði ekki sjálfur kaþólskt við
horf, og leitaði hún því um-
sagnar sérfróðra manna um
það, að ekki væri farið rangt
með staðreyndir varðandi
ýmiss atriði í klausturlífinu,
áður en hún gaf leyfi til að
gefa bókina út. — Þess má
geta, að Kathryn Hulme hefur
nú tekið kaþólska trú.
Ég geri því ráð fyrir, að í
bókinni sé ekki farið beinlínis
með rangt mál, en hinsvegar
verður að hafa í huga, að hér
er um að ræða skáldsögu en
ekki nákvæma ævisögu.
Það sama er að segja um
kvikmynd Zinnemanns, að
því er mér virðist. Hann dreg-
ur upp ágæta mynd af sálar-
baráttu ungrar stúlku, sem
reynir að beygja sig undir
hinn stranga klausturaga, en
gefst upp eftir margra ára
klausturvist. Myndin greinir
vel frá ýmsum ytri venjum
klausturlífsins og er að þvi
leyti fróðleg. Hún er vel gerð,
hvergi væmin eða ósmekkleg,
og virðist því í fljótu bragði
sannfærandi.
0i