Morgunblaðið - 13.01.1963, Side 13

Morgunblaðið - 13.01.1963, Side 13
Sunnudagur 13. janöar 1963 MORGVNBLAÐIÐ 13 Bezta veður á Islandi ' Á meðan veðurhamur hefur jgengið yfir meginhluta Evrópu og Norður-Ameríku hefur verið einstök veðurblíða hér á landi og stöðugar gæftir, svo að met- afli hefur borizt á land. Okkur er tamt að kvarta und- an veðráttuúni. En okkur á ekki að sjást yfir það, að stundum viðrar hér betur en víðast ann- ars staðar, og aðrar þjóðir geta líka átt við erfiðleika að etja af yöldum veðráttu. Ef hér hefði verið svipuð veðr étta og í nágrenninu í austri og yestii, hefðum við íslendingar misst af miklu verðmæti, þar ■em er uppgripaaflinn á síldveið unum. Miklar tekjur Sem betur fer hefur fjöldi þeirra, sem sjóinn stunda, haft betri afkomu á síðasta ári en nokkurn tíma áður í sögu lands- ins, og sumir hafa borið mjög Elliðavatn og umhverfi baðað sálskini í froststillum siðustu daga. Ljósm. Ól. K. M. REYKJAVÍKURBRÉF Laugard. 12. jan. mikiS úr býtum. En fáir eru líka betur að því komnir en sjómenn •ð fá vel greitt fyrir hin þýð- ingarmiklu störf, sem þeir yinna. Hitt er lika sanngjarnt, að út- jgerðin hafi nokkurn hagnað, þegar vel árar, svo að hún geti •f eigin rammleik staðið undir •kakkaföllum, sem alltaf verður •ð búast við og jafnframt sé ■etíð fjrrir hendi nægilegt fjár- magn til að hagnýta fyllstu tækni og bæta skipakost. f»es* vegna væri óréttmætt að Bfundast yfir því, þótt þeir, sem vinnu stunda á sjónum, og þeir, •em fjármagn sitt leggja í út- gerð, bæru rífleg laun úr být- um, þegar vel aflast og þjóðin 811 nýtur góðs af miklum gjald- •yristekjum. Sættir við sjóinn I»að er lika ánægjulegt, að sjó- menn og útvegsmenn skyldu að lokum ná samkomulagi í deilu þeirri, sem var um kjörin á síld- veiðunum og síðan um tilnefn- lngu oddamanns í yfirnefnd þá, ■em endanlega ákvað fiskverð á vertíðinnL Þegar uppbótakerfið var af- numið og allar þær blekkingar, •em því voru samfara, hlaut að reynast erfitt fyrst 1 stað að ná •amkomulagi um aflaskipti milli útgerðar og sjómanna. Þessir erfiðleikar ollu tjóni, sem að vísu var alltof mikið, en nú v-irð •st þeir hafa verið yfirstignir. Það jafnvægi er nú komið á «m skipti aflaverðmætisins, sem báðir aðilar virðast sæmilega geta sætt sig við, að minnsta kosti þegar vel aflast, enda væri fásinna að tefja útgerð vegna rifrildis um elnn eða tvo hundr- •ðshluta, þegar miklir fjármun- Ir bíða þess að verða hagnýttir 1 þágu sjómanna, útvegsmanna og þjóðarheildarinnar. Mikil skipakaup Nú er verið að byggja fyrir is- lenzka útvegsmenn og sjómenn tugi fullkomnustu fiskiskipa, á- ■amt nokkrum flutningaskipum, enda hefur aldrei verið jafn mik il gróska i útgerðinni eins og einmitt núna. Hinn mikli afli, samfara þelrri bjartsýni, sem vakin er, þegar útlit er fyrir vinnufrið og gott •amstarf milli útvegsmannsins og sjómannsins, hafa valdið þvi •ð fjöldi mamv, reynir nú að eignast fiskiskip og sem betur fer tekst það mörgum. Alveg er því áreiðanlegt, að útgerð íslendinga á næstu ár- um mun takmarkast af því einu, hve mikinn mannafla við höfum. Raunar er þetta ekki einungis þannig í útgerðinni, heldur er það einkenni á flestum sviðum atvinnulífsins, að þar skortir vinnuafl. Islendingar hafa löngum verið bjartsýnir og viljað framkvæma sem mest á sem stytztum tíma, en þó hefur bjartsýnin aldrei verið meiri en nú og það ekki að ástæðulausu. Fjárhagur þjóðarinriar hefur styrkzt svo mjög að undan- förnu, að ekki þarf lengur að óttast það, að hér verði kyrr- staða eða samdráttur, heldur hljóta framkvæmdir að aukast jafnt og þétt, bæði við þau verk- efni, sem íslendingar áður hafa glímt við, og svo ný stórverk- efni. Mestu virkjunar- rannsóknir Eitt dæmi þeirrar bjartsýni, sem einkennir íslenzkt þjóðlíf, eru þær miklu virkjunarrann- sóknir, sem nú er unnið að og varið til geysiháum fjárhæðum. Allir eru sammála um það, að þessum rannsóknum beri að hraða og auðvitað byggist þetta á því, að menn trúa því nú al- mennt, að íslendingar muni von bráðar byggja stór orkuver og hér muni rísa upp stóriðja á einu sviði eða öðru; sjálfsagt sé að gera allt sem unnt er til að hraða slíkum stórframkvæmd- um. Umræðurnar í þessu efni hafa einkum beinzt að aluminíum- verksmiðju og kísilgúrverk- smiðju. Er áhugi erlendra aðila fyrir samvinnu við íslendinga á báðum þessum sviðum. Nokkuð hefur það háð því, að framkvæmdum yrði hraðað, að mikil óvissa er ríkjandi um framtíð Evrópumarkaðsins og enn óljóst, hvort — og þá hvern- ig — íslendingar geta tengzt Efnahagsbandalagi Evrópu, en helzt lítur nú út fyrir að öll ríki Vestur-Evrópu, ef til vill að Finnlandi undanskildu, verði tengd í einu bandalagi og þar með langstærsti markaður Is- lendinga, bæði fyrir þær vörur, sem við nú framleiðum, og ekki síður fyrir framleiðslu stórfyrir- tækja. Samningarnir 1957 og 1958 Þegar vinstri stjórnin var við völd, tóku Islendingar þátt í samningaumleitunum allra Vest- ur-Evrópuríkja um það að koma á viðskiptabandalagi allra þess- ara þjóða. Þessar samningatilraunir voru að sjálfsögðu á ábyrgð þeirrar stjórnar, sem þá fór með völd, þar á meðal á ábyrgð Fram- sóknarmanna og kommúnista, þótt þær nytu stuðnings stjórn- arandstöðunnar í Sjálfstæðis- flokknum, enda var þátttaka okkar í þessum viðræðum sjálf- sögð. Afstaða kommúnista til þeirra tilrauna, sem Islendingar hafa gert til að einangrast ekki frá mörkuðum Evrópu og þeim þjóð um, sem okkur standa næst, skal ekki rædd hér, hún er ekki af íslenzkum toga spunnin. Hins vegar er ástæða til að gera sér nokkra grein fyrir afstöðu Fram sóknarflokksins. Meðan Framsóknarmenn voru í vinstri stjórninni, vildu þeir að íslendingar tækju þátt í við ræðum um svokallað fríverzlun arsvæði allra Vestur-Evrópu þjóða. En vilja þeir það í dag? Afstaða Eysteins Ef svo fer, að öil Vestur-Ev- rópuríkin sameinast í einu bandalagi, Efnahagsbandalagi Evrópu, skyldu menn ætla að Framsóknarflokkurinn vildi ekki síður nú en fyrir fimm ár- um ,að við íslendingar næðum samningum um fríverzlun við þessi ríki. Sú skoðun kom líka glögglega fram í ræðu, sem Helgi Bergs, sá maður innan Framsóknarflokksins, sem einna bezt hefur kynnt sér málefni Efnahagsbandalagsins, hélt á vegum Frjálsrar menningar, þar sem hann sagði að kanna ætti möguleika á tengslum sam- kvæmt 238. gr. Rómarsáttmál- ans og bætti síðan við: „Sá samningur ætti að snúast um það að leysa viðskiptavanda mál þau, sem stofnun Efnahags bandalagsins bakar okkur með því að koma á friverzlun milli Islands og landa Efnahagsbanda- lagsins með þeim tímabundnu fyrirvörum, sem nauðsynlegir þættu.“ Helgi Bergs vill þannig semja á grundvelli aukaaðildar, en Ey- steinn Jónsson hefur lýst því yfir, að aukaaðild komi aldrei un sé stefna Framsóknarflokks- til greina, hvert sem efni auka- aðildarsamningsins er, þá held- ur ekki ef það fjallaði um „fri- verzlun milli íslands og landa Efnahagsbandalagsins". Þannig er ljóst, að skoðaná- munur er um þetta innan Fram- sóknarflokksins, en hins vegar talar Eysteinn eins og hans skoð ins, þótt ólíklegt sé, að þeim, sem vel þekkja til málefna Efna hagsbandalagsins, finnist þessi stefna skynsamleg. Vera má að þessi yfirlýsing Eysteins Jónssonar byggist á vanþekkingu hans á málefnum Efnahagsbandalagsins, en lík- legra er þó að hún miðist við það að afla flokknum fylgis, og hefur hann þá enn fallið í þá freistni að láta þjóðarhagsmuni víkja fyrir ímynduðum flokks- hagsmunum. Nafnið skiptir ekki máli Formaður Framsóknarflokks- ins og málgagn hans, Tíminn, segjast vilja viðskipta- og tolla- samning en ekki aukaaðild. Nán ar tilgreina þeir þó ekki, hvern- ig þeir vdlji að slíkur viðskipta- og tollasamningur væri. Aðalatriðið er auðvitað ekki hvað samningurinn heitir, held- ur hvert efni hans er. Ef við ná- um hagkvæmari samningi, sem heitir aukaaðild, þá hljótum við að taka hann fremur en hinn óhagkvæmari af því hann heitir eitthvað annað. Ekki er ólíklegt, að hagkvæm ari samningum væri hægt að ná á grundvelli 238. gr. eins og Helgi Bergs leggur til, og eng in skynsemi er í því að setja nafngiftina aukaaðild fyrir sig, vegna þess að einhver stjórn málmaður hefur hugsað sér að slá sig til riddara á andstöðu gegn þeirri nafngift. Ef við ætluðum okkur að hefja viðræður við Efnahags bandalagið með því að tilkynna því, að við værum svo barna legir að byggja allt á því, hvað samningur við það ætti að heita er hælt við að okkur yrði lítið ágengt. Framsókn út úr pólitík? Annars rekur Framsóknar- flokkurinn um þessar mundir þá kynlegu stefnu, að engu er lík ara en hann ætli að draga sig út úr pólitík. Með hliðsjón af því mætti ef til vill segja, að ekki skipti meginmáli hver af- staða hans væri til Efnahags- bandalagsins, þótt hinir lýðræð- isflokkarnir hafi lagt sig alla fram til þess að láta Framsókn- arflokkinn fylgjast með málum og hafa lýðræðislcga samstöðu. En Framsóknarmenn lýsa yfir, að þeir keppi nú að því að ná „stöðvunarvaldi“ á Alþingi, þ.e.a.s. að koma í veg fyrir að núverandi stjórnarflokkar geti áfram framkvæmt viðreisnina. Þeir segjast ekki keppa að meirihluta með kommúnistum, og þeim er það fullljóst ,að hvorugur stjórnarflokkanna mun hvika frá viðreisnarstefn- unni. I raun réttri segja Framsókn- armenn því, að þeir hyggist ekki hafa önnur áhrif á íslenzk stjórn mál en þau að gera stjórnar- myndun ómögulega og þar með stofna til upplausnar og erfið- leika. Öllu vandræðalegri stjórn- málabaráttu hafa íslendingar ekki kynnzt og þekkja þeir þó margt Tnisjafnt. Ilöfnuðu sam- starfinu Það hlýtur lí'ka að teljast full- komið ábyrgðarleysi af Fram- sóknarflofcknum að neita sam- starfi við hina lýðræðisflokkana í Efnahagsbandalagsmálinu. Sjálf stæðisflokfcurinn og Alþýðu- flokkurinn létu Framsóknarflokk inn fylgjast með öllu því, sem fram fór og óskuðu samstarfs við hann. Er þetta eðlilegt, því að lýðræðissinnar eiga að reyna að starfa saman í mikilvægum milli ríkjamálum. Framan af tóku Framsóknar- menn þátt í þessu samstarfi, en Eysteinn Jóns9on gat ekki stillt sig um að rjúfa það, þegar hann þóttist eygja leið til þess að afla flokki sínum fylgis. Framsúknarmenn hafa síðan látið að þvi liggja, að Sjálfstæðis flokknum og Alþýðuflokfcnum væri ekki treystandi í þessu máli Framsóknarmönnum hafði hins vegar verið boðin samvinna um að marka allar okkar aðgerðir í málinu. Þessa samvinnu rjúfa Framsóknarmenn, þó að ljóst sé að þannig hljóti þeir að hafa minni áhrif á gang mála. Ef ástæða hefði verið til að vantreysta stjórnarflokkunum hlutu Framsóknarmenn einmitt að taka fegins hendi þeirri að- stöðu, sem þeim var boðin, til að koma sjónarmiðum sínum á fram færi og hafa áhrif á það, hvaða stefna væri rnörkuð. Ótímabær yfirlýsing En allir sjá f gegnum hin; nýju „stefnu“ Framsóknarflökk: ins eða formanns hans, Eystein: Jónssonar. Fyrir því eru engin rök, aí meginnauðsyn sé að bíða með a< marka endanlega afstöðu okkai til Efnahagsbandalagsins, en Iýs; því um leið yfir, að ein ákveðir leið sé sú, sem við hljótum a< fara. Ástæðan til þess að rétt e talið að bíða er einmitt sú, aí enn er ekki ljóst hvaða leið reýr ist að lokum heppilegust. Það er vissulega vítaverð fran koma hjá Framsóknarmönnun að neita samstarfi við aðra lýð ræðisflokka um að fylgjast sen rækilegast með þessum málum svo að hagsmunir þjóðarinna verði sem bezt tryggðir. Framsóknarmenn hafa ætlai sér að hagnast á þessu ábyrgða leysi í kosningunum, en kjósem ur munu sýna þeim, að slífct fran ferði fordæma þeir eins og af stöðu Framsóknarflokksins ti lausnar landthelgisdeilunnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.