Morgunblaðið - 18.01.1963, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.01.1963, Blaðsíða 8
8 MORCUNBLAÐIÐ Fostudagur 18. janúar 1963 Skoðanir þeirra UNDANFARNA mánuði hefur deilan milli greindi þá á um einstök atriði Marx-Lenin ur ríki um grundvallaratriði, og telja sum vikunni, sem leið, birti Alþýðudagblaðið í Kínverja. Svar við því kom að vörmu spo betra tækifæri, en nokkru sinni áður, til að stærstu kommúnistaríkja heims. Rússa og Kínverja farið harðnandi. Fyrst isma, en nú virðist sem alger skoðanamun- ir, að hreinn klofningur sé framundan. — í Peking, málgagn Mao-Tse tung, afstöðu ri í Pravda, málgagni Krúsjeffs. Gafst því bera saman skoðanir ráðamanna tveggja mao UM KAPI í>að skiptir ekki máli, hve góðum vopnum heimsvaldasinnar hafa yfir að ráða, hvort um er að ræða byssur, skriðdreka, eldflaugar eða kjarnorkuvopn __ framkoma þeirra og hegðan einkennist af hugleysi. Þeir, sem misst hafa sjónar á þessari staðreynd, hafa augsýnilega glatað þeim hæfileika, sem hverj- um byllingarsinna er nauðsynleiíur, en í þess stað orðið skammsýnir og hræddir eins og mýs. TALISMA KRÚSJEFF Við höfum ekki þörf fyrir skjalfestar skýrgreiningar, sem neyða á okkur til að viðurkenna, heldur þörfnumst við heiðarlegrar athugunar á heimsvalda- stefnu nútímans, þar sem tekið er tillit til kjarnorkuvopna og annars herbún- aðar. Sú skoðun, að heimsvaldasinnar séu huglausir, leiðir til þess, að alþýðan er ekki iengur á verði og verður þeirrar skoðunar, að trúin á styrk heims- valdasinna sé aðeins sögusögn. MAO Við lögðum hvorki til, að reistar yrðu eldflaugastöðvar á Kúbu, né heldur reyndum við að standa í vegi fyrir, að þær yrðu lagðar niður. Það, sem við beitum okkur gegn, er, að sjálfstæði þjóðar sé fórnað til þess eins að koma til móts við heimsvaldasinna. Þetta er 100% undanhald, sem líkja verður við Múnchenarsamningana. KÚBUMALIÐ KRÚSJEPF Nú, þegar hættan er að mestu liðin hjá, þá reyna „vinstrisinnaðir orð- hákar * að láta líta út sem Sovétríkin hafi gefizt upp. Þeir, sem komið hafa fram með kenninguna um „Múnchenarsamningana á nýjan leik“, eru greini- lega ekki kunnugir grundvallaratriðum sögunnar og vita ekki, hvað þeir tala um. MAO Sagan greinir ekki frá því, að eitt einasta land hafi snúið frá kapitalisma til sósiahsma á friðsamlegan hátt. Þeir, sem ekki gera lengur neinn greinar- mun á réttmætum og óréttmætum styrjöldum, hafa tekið upp stefnu „borgara- legra friðarsinna". Styrjöld myndi óumflýjanlega leiða til sigurs sósíalismans og falls heimsvaldasinna. UM STYRJALDIR KRÚSJEFF Kjarnorkustyrjöld myndi verða mikil hindrun í vegi þróunar nýs þjóðfé- lags, &em þá yrði að reisa á rústum. Þegar allt kemur til alls, þá er það ekki stefna alþýðunnar að deyja á „mikilfenglegan" hátt, heldur að lifa hamingju- samlega. Kommúnistar geta ekki hagað sér eins og þessir ábyrgðarlausu penna- skussar, sem leika sér að lífi fólks. mao UM BYLTINGU Þeir kunna ekki að meta þann neista byltingar, sem verið er að tendra meðal vanþróaðra landa; þeir segja, að lítill neisti geti kveikt ófriðarbál. Sé málið tekið til athugunar, þá er afstaða þeirra þessi: fólk í kapitalistalöndum á ekki ?ð gera uppreisn; fólk í kúguðum löndum á ekki að berjast fyrir frelsi sínu; itúar heimsbyggðarinnar eiga ekki að berjast gegn heimsvaldasinn- um.... endurskoðunarstefna er eiturlyf fyrir fólkið. Það er heillandi músík, þrælurn til hugarhægðar. KRÚSJEFF Það verður að segja eins og er. Frá tímum Trotskys hafa engir tækifæris- sinnctr gripið til svo skelfilegra ráða, sem algerlega draga dul á sannleikann. Þeir íela uppgjöfina með hástemmdum byltingarslagorðum, sem verka eiga á tilfinningar almennings. Það yrði ákaflega skaðsamlegt, ef reyna ætti, í heimi, sem ei sífelldum breytingum undirorpinn, að koma öllum byltingarað- ferðum i fast form, eins og þeir reyna að gera, sem sífellt eru með órökstuddar fullyrðtngar. I stað þess að vinna að framgangi byltingarinnar, reyna þeir að kæfa hana. MAO Allir þeir, sem þora að halda fram sannleikanum, eru ekki hræddir við að vera í minnibluta um stundarsakir. Hinir, jafnvel þótt þeir séu í meirihluta, geta ekki komið í veg fyrir sitt eigið gjaldþrot. Það getur heyrzt hátt í þeim, en meirihluti þeirra er yfirborðsskennt gervifyrirbæri. Við munum aldrei gef- ast upp fyrir and-Marx-Leninistum. Útúrsnúningar eru gagnslausir; átölur hafa ekki gert okkur neitt mein. UM KLOFNINGINN krúsjfff Það fer ekki hjá því, að kommúnistar hafi miklar áhyggjur af þeirri kenmngu, að innan alþjóðakommúnismans sé nú um að ræða „tímabundinn meirih'uia", sem „neitar að viðurkenna mistök sín“ og „tímabundinn minni- hluta", sem berst fyrir sannleikanum". Þessi kenning sýnir klofning í röðum okkar. Það, sem kommúnisminn þarfnast, er ekki skipting í meiri- og minni- hluta, neldur eining, eining, og aftur eining. — Bæiarstjórn Framh. af bls 2 að hægt sé að bæta rekstur SVR með kaupum á nýrri tegund vagna í dag. b) Rekstursafkoma SVR verð ur bezt bætt með auknu tækni- legu eftirliti og viðgerðarþjón- ustu og eftirliti með aksturs- hæfni vagnstjóra. c) Bftir að rekstursnýting nú verandi tækja er komin á viður feenndan „standard“ miðað við íslenzkar aðstæður, er ástæða til að gera víðtæka aíhugun og sam anburð á öðrum vagnategundum og leita síðan tilboða í þær teg undir, sem til greina koma. d) Samkvæmt framanrituðu mæli ég gegn því, að vagnateg- undum hjá SVR verði fjölgað að sinni. Eg mæli hins vegar með því ,að þeir vagnar, sem keyptir verða nú, séu af tegund inni Volvo B-655.“ Á grundvelli þessara athug- una, athugun forstjóra IR á reynslu af Lejfland-vögnum í Osló og Kaupmannahöfn, athug un forstjóra SVR á reynslu sömu vagna í Bergen og víðar, og auglýst var eftir tilboðum í strætisvagna almennt og tiliboð umboðsmanna Leyland var að- eins 3% lægra en tilboð Volvo, sá stjórn IR ekki ástæðu til að fjölga vagnategundum að þessu sinni. Þar sem Óskar Hallgrímsson hafði látið að því liggja í ræðu sinni, að einhver annarleg sjónar mið — en efeki sérfræðileg rann sókn — hefði ráðið því ,að Mer- cedes Benz og Volvo vagnar voru valdir, þegar ákveðið var að fækka tegundum vagna hjá SVR, vakti SM athygli hans á því, að bæjarráð hefði á sínum tíma skip að nefnd sérfróðra manna til þess að gera tillögur um það, hvaða vagna væri hentugast að kaupa til endurnýjunar á vagna- kosti SVR. Um þetta atriði hefði nefndin sagt svo í áliti sínu: „Af þeim tilboðum og upplýs- ingum um nýja dieselvagna, sem fyrir lágu hjá SVR og nefndinni hefur tekizt að afla sér, en hún sendi fyrirspurnir til allra bíla- innflytjenda í bænum, sem ekki höfðu áður sent tilboð, og til greina gátu komið, telur hún, að aðeins eftirfarandi þrjár tegund ir henti staðháttum hér í bæ: Merceres Benz, þýzkur. Scania Vabis, sænskur. Volvo, sænskur. Nefndin er þeirrar skoðunar, að eðlilegt væri, að keyptar yrðu nú tvær tegundix dieselvagna helzt frá tveimiur löndum, ef núverandi ástæður að öðru leyti leyfðu, til þess að hægt væri sem fyrst að gera samaniburð á gæðum þeirra og notagildi, en fullnægjandi reynsla er ekki fengin hér á landi fyrir hinar ýmsu tegundir dieselvagna. Eftir þeim upplýsingum, sem nefndin hefur í höndum um Scan ia Vabis-vagninn, er hann dýr- ari en svo, að hann geti komið til greina nú, samanborið við hinar tvær tegundir framan- greindra dieselvagna. Auk þess er ekki vitað um afgreiðslutíma þessa vagns né önnur mikilveeg atriði, er nefndin hefur spurzt fyrir um, svo sem gerð vagn- grindar o.þ.h. Verð hinna dieselvagnanna — Mercedes Benz og Volvo — mun vera svipað, og vitað er, að grindur Volvo-vagnanna eru af réttri stærð og gerð fyrir yfir- byggingar SVR án nökíkurra breytinga. Hins vegar virðist ekki hægt að nota þær á Merc- edes Benz-undirvagna nema breyta þeim nofebuð. Framangreind ummæli nefndar innar sýna, svo ekki verða born- ar brigður á, að ekkert hefur annað ráðið ákvörðun um val á vagnategundum en hagkvæmnis sjónarmið, sagði SM. Loks benti SM á að nær allar langferðabifreiðar, sem keyptar hafa verið til landsins á undan- förnum árurn, hafa verið af Merc edes Benz, Volvo og Scania Vab- is-igerð, en SÍS, sem á sínurn tíma hafði umboð fyrir Leyland, flutti inn nofckra tugi bifreiða af þeirri tegund, en lét urmboð- ið síðan af hendi við annan að- ila. Guðmundur Vigfússon (K) og Kristján Benediktsson (F) tófeu undir ræðu Óskars Halligríms- sonar og endurtóku m.a. aðdrótt- anir hans í garð stjórnenda SVR meirihluta stjórnar IR og meiri- hluta sjálfstæðismanna í bong- arstjórn um, að pólitísk sjónar- mið hefðu ráðið því, hvaða vagn ar hafa verið keyptir fyrir SVR. Geir Hallgrímsson, borgarstjóri, minnti á það, að á sínum tíma hefðu allir verið sammála um, að fækka bæri þeim tegundum vagna,- sem SVR hefði í notkun, og þær tegundir sem á undan- förnum árum hafa verið keypt- ar, voru valdar eftir gagngerða rannsókn sérfræðinganefndar og eftir að útboð hafði farið fram. Hins vegar væri sjálfsagt að taka slíkar ákvarðanir til endurskoðun ar með tilteknu millibili og bæði fylgjast sérstaklega með því, hvort hentugri tegundir kæmu fram og gallar kæmu fram á þeim bifreiðum, sem í notkun eru. Samþykkt stjórnar IR mið- aði að hinu síðarnefnda með hinni tæknil. athugun, sem fyrr er nefnd, og bar borgarstjóri fram eftirfarandi tillögu sem viðaukatillögu við samþykkt IR og breytingartillögu við fram- komna tillögu Óskars Hallgríms- sonar: „Jafnhliða tæknilegri athugun á reynslu og notagildi núver- andi vagnakosts SVR skal fara fram ítarleg rannsókn á öðrum tegundum almenningsvagna, er til greina gætu komið til notk- unar fyrir SVR. Er stjórn IR heimilt að kveðja sér til aðstoð- ar í þessum efnum nefnd sér- fróðra manna, er vinni að þess- um málum í samráði við for- stjóra SVR og forstjóra og stjórn IR Ber í þeim efnum sénstak- lega að taka til athugunar — og ef rétt þykir undirbúa — útboð um kaup á strætisvögnum“. Samþykkti börgarstjórn þessa tillögu borgarstjóra með 9 at- kvæðum gegn (. Vegna ummæla Óskars Hall- grímssonar um Leyland-vagna vakti borgarstjóri athygli á þeirri skoðun forstjóra strætis- vagnanna í Bergen, að hann legði Leyland og Volvo að jöfnu. Spurningin er því þessi: Eigum við að fjölga tegundum strætisvagna — með þeim ókost- um, sem allir eru sammála um, að séu því samfara að hafa of margar tegundir í notkun — og festa kaup á vögnum, sem taldir eru að vísu jafngóðir þeim, sem nú eru notaðir, en ekki betri? Itrekaði borgarstjóri þá skoð- un sína, að full ástæða væri að taka til endurskoðunar tegunda- val á vögnum SVR, en þvi mætti ekki gleyma — eins og fulltrúar minnihlutaflokkanna virtust gera — að þar kæmu þá vissulega til greina fleiri teg- undir en sú ein, sem þeir hefðu minnzt á. — Að lokum lét borg- arstjóri í ljós undrun sína yfir því, að borgarfulltrúar minni- hlutans hefðu látið leiðast til þess að stofna til pólitísks á- greinings um mál þetta, sem I eðli sinu væri eingöngu tækni- legs eðlis. Borgarstjóri vakti at- hygli á, að óeðlilegt væri að skipa sérfræðinganefnd — einn úr hverjum flokki borgarstjórn- ar. — Ef nefnd sérfræðinga ætti að kveða á um vagnakaup SVR bæri að skipa hana með tilliti til þekkingar hvers nefndar- manns um sig á tilteknu sviði notkunargildis almenningsvagna fremur en eftir pólitískum skoð- unum þeirra. Illa væri komið, ef eigi væri hægt að treysta áliti sérfræðinga nema um flokks- bræður væri að ræða. ->

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.