Morgunblaðið - 18.01.1963, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.01.1963, Blaðsíða 12
TG MOTt CUNBL A T) 1 Ð Fðstu'dagur 18. Janúar 1903 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Hitstjórar: Valtýr Stefánsson, Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johanöessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 4.00 eintakio. AUKNING HRAÐ- FRYSTIIÐNAÐARINS ITraðfrysti iðnaðurinn hér á landi er í örum vexti. Ár- leg framleiðslugeta hrað- frystihúsanna innan Sölumið stöðvar hraðfrystihúsanna jókst um rúmlega 53 þúsund tonn á árinu 1962. Hins vegar var heildarframleiðsla frysti- húsa SH á árinu um 61 þús. tonn. Má af þessu marka, hversu stórkostlega aukningu á framleiðslugetunni er hér um að ræða. Fjöldi frystihúsa um land allt hefur bætt tæki sín að miklum mun og aukið þar með framleiðslugetuna. Þessar staðreyndir um hraðfrysti iðnaðinn eru mjög þýðingarmiklar. Frysti fisk- urinn er ein verðmætasta út- flutningsvara okkar, sem tek- izt hefur að afla góðra og var- anlegra markaða. Möguleikar til þess að afla enn nýrra markaða fyrir þessi hollu og ágætu matvæli hljóta að vera miklir. Verður naumast um það deilt, að greiðfærasta leiðin til þess að auka útflutn- ing íslendinga og verðmæti hans, er sem mest aukning hraðfrysti iðnaðarins. Starfsemi hraðfrystihús- anna á ríkan þátt í því aukna atvinnuöryggi, sem tekizt hef ur að skapa um land allt á síðustu árum. í þessum þrótt- miklu atvinnufyrirtækjum vinna ungir og gamlir, kon- ur og karlar. Þar vinna heil- ar fjölskyldur og tryggja heimilum sínum þar með miklar og varanlegar atvinnu tekjur. Svo mikil atvinna hef ur verið í hraðfrystihúsunum víðs vegar um land sl. tvö ár, að þar hefur víða verið unnið frá því snemma á morgnana og jafnvel langt fram á nótt. Mjög aukin áherzla hefur verið á það lögð af hálfu frystihúsanna, að vanda fram leiðslu þeirra. Er það og mjög þýðingarmikið, þar sem vax- andi samkeppni ríkir um markaðina og kröfumar til gæða vörunnar og fjöl- breyttni aukast. Við íslendingar verðum að leggja vaxandi áherzlu á að vinna sem mest úr því frá- bæra hráefni, sem sá fiskur er, sem veiðist við strendur landsins. Kemur þar að sjálf- sögðu fleira til greina en hraðfrystingin. Niðursuðan en ennþá á frumstigi hér á landi. En á niðursuðu fiskaf- urða, þar á meðal síldar, hlýt ur að verða lögð mjög mikil áherzla á framtíðinni. Sjávar- afurðirnar verða enn um langt skeið langsamlega þýð- ingarmesta útflutningsvara okkar, þótt brýn þörf sé nýrra atvinnugreina og fjölbreytt- ari framleiðsluhátta. „SIGUR" KRÚSJEFFS Iræðu þeirri, sem Nikita Krúsjeff hélt á flokks- þingi austurþýzka kommún- istaflokksins í Berlín, komst hann m.a. þannig að orði, að múrinn, sem kommúnista- stjómin lét byggja á milli Vestur- og Austur-Berlínar væri mikill sigur fyrir sósíal- ismann. Þessi ummæli höfuðleið- toga heimskommúnismans sýna greinilega, hversu gjör- ólík viðhorf kommúnista og lýðræðissinna eru til frelsis- hugtaksins. — Berlínarmúr kommúnista var reistur til þess að loka Austur-Þýzka- landi og þar með Austur- Berlín. Hann var hlaðinn til þess að hindra flótta þess fólks, sem hið kommúníska skipulag er orðið óbærilegt. Það er mikill „sigur“ fyrir sósíalismann, segir Krúsjeff, þegar tekizt hefur að loka þrælakistunni!! Forsætisráðherra Sovét- ríkjanna hafði fleira til að gleðjast yfir en Berlínarmúr- inn. Hann skýrði frá því, að Rússar hefðu framleitt 100 megatonna kjarnorku- sprengju og gætu jafnvel framleitt stærri sprengjur. Þrátt fyrir þetta var þessi ræða Krúsjeffs í friðsamlegra lagi. Hann lýsti því yfir, að sannur marxisti hefði engan áhuga á því að byggja sósíal- ismann á rjúkandi rústum heimsmenningarinnar. Menn yrðu að gera sér ljóst, að Bandaríkin ættu 40 þúsund k j amorkuspr engj ur. Af ræðu forsætisráðherr- ans var það einnig augljóst, að hann hefur miklar áhyggj- ur af ágreiningnum við kín- verska kommúnista, sem fer vaxandi með hverjum mán- uðinum sem líður. Bendir margt til þess, að sá ágrein- ingur geti á næstunni haft víðtæk áhrif á þróun alþjóða mála. VEIKINDI GAITSKELLS Ifeikindi Hugh Gaitskells, " aðalleiðtoga brezka Verka mannaflokksins, geta valdið flokki hans alvarlegum vand- kvæðum. Vinsældir hans hafa UTAN UR HEIMI Ktírdarnir ógna Kassem MMMMHMMMMIMHanMWMMMII Hefur orðið vel ágengt að undanfornu ÞAÐ berast ekki oft fréttir af uppreisn Kúrdanna í írak, því að Kassem og stjórn hans reyna eftir megni að halda því leyndu, sem er að gerast í nyrzta hluta ríkisins. Fyrir skömmu barst sá orðrómur um Mið-Austurlönd, að maðurinn, sem stjórnar uppreisn Kúrdanna, Mustafa al Barzani, hefði verið drepinn úr launsátri af hermönnum Kassems. Var sagt, að Barzani hefði verið flutt- ur helsærður yfir landamærin til Tyrklands og þar hefði hann lát- izt skömmu síðar. Þó segja frétta- menn í írak, að þessi orðrómur sé aðeins sprottinn af óskhyggju stjórnar Kassems, því að oft áður hafi fregnir birzt um dauða al Barzani, en þær hafi aldrei verið á rökum reistar. Fyrir skömmu birtist grein í brezka blaðinu sem borizt hafa um lát uppreisn- arforingjans Barzanis, ertr> úr lausu lofti gripnar og stjórnar hann enn sem fyrr hernaðarað- gerðum manna sinna. Kúrdarnir eru bjartsýnir á það, að þeim muni takst að ná á sitt vald fyrir vorið þremur mikil- vægustu borgum á svæðinu inn- an frak, sem Kúrdar byggja, þar á meðal olíumiðstöðinni Kirkuk. Allt bendir til þess, að hermenn Kassems séu á undanhaldi á þess- um slóðum. T. d. tekst Kúrdun- um auðveldlega að smygla vopn- um, banzíni o. fl. inn á lands- svæðið, sem þeir ráða nú yfir. Einnig hafa þeir tekið 2 þús. fanga úr her Kassems. Virðist sem hermenn Kassems hafi gef- izt upp við að reyna að ná aftur á sitt vald mikilvægum stöðvum *Ankam IIBANON: OAMASKUS ISRAEL: Basdap Abítfo, KUWaÍt1 neuthaut » omrAde,—♦«. Punktalínan sýnir landamæri ríkisins, sem Kúrdana dreymir um að stofna. Svarta svæðið s ýnir þann hluta, sem Kúrdar hafa á sínu valdi í írak. „Sunday Teiegraph", eftir frétta- ritara blaðsins í írak. Hefur hann m. a. heimsótt aðalstöðvar Kúrd- anna í N.-írak og byggist það, sem hér fer á eftir, á frásögn hans. Kúrdanir hafa haft betur í bar- áttunni við her Kassems að und- anförnu og haldi þannig áfram, er óttazt, að það verði stjórn Kassems að falli. Fregnirnar, farið mjög vaxandi innan flokksins og meðal þjóðar- innar undanfarna mánuði. Gaitskell hefur nú að mestu sigrazt á þeim klofningi, sem ríkti innan flokksins, og sigr- ar hans í aukakosningum á sl. ári gáfu verulegar vonir um valdaaðstöðu hans eftir kosningarnar, sem sennilega fara fram á næsta ári. Það er almennt viðurkennt, að Verkamannaflokkurinn eigi engan mann til þess að taka við forystu flokksins, sem hefði svipaða möguleika til þess að leiða hann til sig- urs í kosningum og Hugh Gaitskell. í fjöllunum, sem Kúrdarnir hafa tekið. Hins vegar gera þeir loft- árásir á þorp á láglendinu, en þessar árásir hafa það í för með sér, að íbúar þorpanna missa heimili sín, léita til fjalla og ganga í lið með Kúrdum. Sigrar Kúrdanna í írak að undanförnu hafa valdið því, að Tyrkir og íranbúar, hafa breytt afstöðu sinni gagnvart þeim Kúrd um, sem búa innan landamæra ríkjanna til þess að koma í veg fyrir það, að þeir geri uppreisn með aðstoð Kúrdanna í írak. Kúrdar eru nú alls 12 milljónir, en þar af búa aðeins tæpar 3 milljónir í írak. Um aldaraðir hefur það verið draumur Kúrda, að stofna sjálfstætt ríki „Kúrd- istan“, sem næði frá Persaflóa norður í Tyrkland (sjá kort). Kúrdunum í frak hefur oft verið lofað sjálfstæði, en þau loforð alltaf svikin og þess vegna hafa þeir oft gert uppreisn, en aldrei tekizt að ná takmarki sínu. Maðurinn, sem stjórnar upp- reisn Kúrdanna gegn Kassem, Mustafa al Barzani, tilheyrir fjöl mennasta og göfugasta ættflokki Kúrda. Afi hans, faðir og bróðir hafa allir v-erið handteknir vegna þess, að þeir hafa barizt í þágu sama málefnis og hann berst nú sjálfur. A1 Barzani stjórnaði uppreisn A1 Barzani 1943, en sú uppreisn var kæfð mjög fljótt. 1946 stofnaði hann aftur til uppreisnar og naut þá aðstoðar Rússa, en kom fyrir ekki. Næstu ár á eftir hafði Bar- 'zani hægt um sig. Dvaldist hann m. a. í Prag og Moskvu og var útnefndur hershöfðingi í Rauða hernum. Þegar Kassem náði völdum I frak, fór hann þess á leit við Barzani, að hann snéri heim. Varð Barzani við þeirri ósk og var hon um ákaft fagnað við heimkom- una. Kassem vildi halda friði við Barzani og um leið Kúrdanna, en meirihluti hermannanna i íranska hernum voru Kúrdar. Þetta tókst þó ekki þrátt fyrir tilraunir Kassems. Barzani leit- aði aftur til fjalla og hóf upp- reisn gegn stjórn Kassems. Barzani hefur nú lýst því yfir opinberlega, að hann sé ekki kommúnisti lengur og hefur beð- ið bæði Bandaríkin og Sameinuðu þjóðirnar um aðstoð við að koma á fót sjálfstæðu ríki Kúrda. Hann stjórnar ennþá hernaðaraðgerð- um Kúrda í frak, en þó virðist, sem annar maður, Ibrahim Ahmed, keppi nú við hann um forystuna. Áhmed hefur verið borið það á brýn, að hann sé kommúnisti, en hann neitar því harðlega og segist ekki fylgja neinni stjórn- málastefnu. Um 30 þús. hermenn berjast nú í herliði Kúrdanna í írak. Vopnin, sem þeir hafa undir höndum eru flest rússnesk, og mestum hluta þeirra hafa þeir náð af hermönnum Kassems. Kúrdarnir hafa hvorki skrið- dreka né þungar byssur og verða því að reka skæruhernað. Berjast þeir mest á næturnar og hafa að undanförnu náð stórum lands svæðum af her Kassems. Kassem sakar ýmist Rússa, Breta eða Tyrki um að styðja uppreisn Kúrdanna og þrátt fyrir yfirlýsingu Barzanis um and- stöðu við Kommúnista bendir margt til þess, að Kúrdum hafi að undanförnu borizt vopn frá Sovétríkjunum. Rússar fylgjast vel með því, sem er að gerast í írak og gera sér ljóst ekki síður en aðrir, að sigur Kúrdanna myndi hafa í för með sér breytingu á valdahlut- fallinu í Mið-Austurlöndum. , __ Berlín, 10. jan. (NTB). BARNSGBÁTUB kom í dag upp um flóttatilraun frá Ajust- ur Berlín. Flutningabifreið á leið frá Austur til Vestur Ber- línar var stöðvuð við múrinn og leit gerð í henni. Ekkert ólöglegt fannst, og var bifreið inni leyft að halda áfram. En þegar hún var að leggja af stað frá austur-þýzku varð- stöðinni, heyrðu varðmenn- irnir skyndilega barnsgrát. Við nánari athugu kom í ljói að móðir og bam höfðu falið sig í bifreiðinni. Voru bæði handtekin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.