Morgunblaðið - 18.01.1963, Page 23

Morgunblaðið - 18.01.1963, Page 23
Föstudagur 18. janúar 1963 MORCVNBLAfrlÐ 23 - EBE Framh. aí bls. 1 Vilja semja viff öll aðildarríkin — ekki Frakka eina Meðan ráðherrar sexveldanna sátu á fundinum raeddi brezki ráðherrann, Edward Heath, við fulltrúa frá samveldislöndunum og einnig fulltrúa aðildarríkja Fríverzl.svæðisins. Hafði hann skýrt frá þeim áranigri, sem þeg ar hefði náðst og helztu ágrein ingsatriðunum. Hann kvaðst svartsýnn á úrslitin eftir að mál íð tók óvænt þessa nýju stefnu tfyrir nokkrum dlögum. í aðal- stöðvum brezku samninganefnd arinnar er almenn svartsýni ríkj andi, að sögn fréttaritara. Haft er eftir nefndarmönnum, að Heath hafi hvatt ráðherrana fimm, sem vilja allt til vinna, að Bretar fái inngöngu í Banda lagið, til þess að fara að öllu með varúð, þvi að Bretar óski ekki eftir deilum við Frakka og vilji ekki valda klofningi innan Efnahagsbandalagsins. Stjórnin í Eondon hafði stöð- ugt samband við Heath í dag. Var haldinn ráðuneytisfundur rétt áður en ráðherrafundurinn í Briissel hófst. Sagði talsmað- ur stjórnarinnar, að honum lokn um, að Bretar væru enn þeirrar skoðunar að um aðild Breta að Efnahagsbandalaginu þyrfti að semja við öll aðildarriki þess, en ekki Frakka eina. Fregnir frá Bonn herma, að utanPíkismálanefnd sambands- þingsins, hafi einróma samþykkt að mæla áfram með fullri aðild Breta og áframlhaldandi samn- ingaviðræðum. Ályktun Evrópuráðsins. Ráðgjafanefnd Evrópuráðsins samþykkti á fundi sínum í dag ályktun, þar sem þeim tilmælum er beint til aðildarríkja Efna- hagsbandalagsins og Bretlands að þau leggi sig fram um að ná sem allra fyrst samkomulagi um aðild Bretlands. Ályktunin var samþykkt með 81 atkv. gegn engu, en sex fulltrúar sátu hjá. Lögð er á það áherzla í álykt uninni, að náist ekki samkomu- lag minnki mjög líkurnar fyrir aukinni einingu Evrópuríkja. — en í nánustu framtíð muni tæp ast gefast tækifæri til svo víð- tæks samstarfs rikja álfunnar, sem fyrirhugað hafi verið. Sextugur maður barinn og rændur Þyrla frá varnarliðinu sækir sjúkling til Vestf j. — Kommúnisfar Framhald af bls. 3. Þjóðviljinn sagði frá því að lýðræðissinnar hefðu farið ham- förum í kosningunum um sl. helgi og rak upp mikið harmakvein yfir óförum hinna „stéttvísu" verkamanna. Hverjir skyldu það þá vera þeir „stéttvisu“ verka- menn, sem tryggt hafa kommún istum völdin í Verkalýðsfélagi Borgarness? Þá sögu þekkir verkafólkið í Borgarnesi það vel að óþarfi er að sinni að birta nöfn þessara „stéttvísu verkalýðs leiðtoga" en ef til vill skapast ástæða til þess síðar. Rétt er að taka það fram, að B-listi lýðræðissinna í Verkalýðs félaginu í Borgamesi er skipaður mönnum úr öllum lýðræðisflokk unum, mönnum, sem sett hafa hagsmuni stéttar sinnar og sam- taka ofar innbyrðis pólitískum deilum um þjóðmál. Það sam- starf, sem þaraa hefur skapazt er til fyrirmyndar, sem getur haft ómetanlega þýðingu fyrir verkalýðshreyfinguna. — Þess vegna eru kommúnistar jafn reið ir og raun ber vitni og munu gera allt, sem í þeirra valdi er, til að hindra sigur verkafólksins í Borgaraesi. En lýðræðissinnar munu standa fast saman í kosn- ingunum á morgun og sunnudag og gera það sem í þeirra valdi stendur til að hnekkja lögbrot um og yfirgangi kommúnista og aðstoðarmanna þeirra. í FYRRAKVÖLD var hrinigt til Slysavarnafélagis íslands og tilkynnt, að Ragnar Guð- mundsson, bóndi að Hrafna- bjönguim í Arnarfirði, hefði fengið heilablóðfall og yrði að grípa til skjótra ráðstaf- ana til að koma honum á sjúkrahús. Vegir milli fjarð- anna eru allir ófærir, þ.á.m. vegurinn til Dýrafjarðar, þar sem næsti sjúkrafhigvöilur er. Slysavarnéifélagið snéri sér þvá til varnarliðsins og bað um aðstoð. Var vel við þeirri málaleitun brugðist, og lofað að senda þyrlu á vettvang þegar í birtingu. Kl. 9,30 í gærmorgun kom þyrlan til Reykjavikur, til þess að ná 1 son Ragnars, Gunnar, sem var leiðsöguanaður í ferðinni. Að því loknu var haldið af stað og fylgdi þyrlunni önnur flug vél, af gerðinni DC-3, og flutti hún eldisneyti fyrir þyri una, sem hefur mjög tak- markað flugþol. Báðar véí- arnar lentu á Hellissandi og tók þyrlan benzín þar. Síðan var haldið áfram norður, en sökum dimmviðris varð að snúa aftur til Sands og bíða þar átekta unz rofaði til skömmiu síðar, og þyrlan komst aliu leið á áfangastað- inn og lenti á túninu að Hrafnabjörgum. Það var laust fyrir kl. 2. Um svipað leyti og vélin lenti í Arnarfirði mældi presturinn á Þingeyri við Dýrafjörð vindlhraðann, og reyndist hann vera 30 hnút- ar, svo að vamarliðsmenn hafa orðið að leggja sig í talsverða hættu við björgun- ina. Ekki tók langan tíma að koma sjúklingnum upp í vél- ina, og var því brátt haldið af stað til Sands, til að taka eldsneyti, en mikill mótvind ur var, og sóttist ferðin seint. Ragnar var meðvitundarlaus er hann kom upp í flugvél- ina, en á leiðinni til Sands fékk hann rænu, og er þang- að var komið kl. rúml. 4, var líðan hans orðin sæmileg eft- ir atvikum. Nú var tekið að rökkva og ekki hægt að komast lengra, þar sem þyrlum er yfirleitt ekki flogið í myrkri. Með hliðsjón af líðan Ragnars var því ákveðið að bíða til morg- uns, en halda til Reykjavák- ux strax í birtingu. Læknir frá varnarliðinu er með í ferð inni og mun annast sjúfcl- inginn þar til hann kemst á sjú'krahús. SL. ÞREÐJTJD AGSK V ÖLD var ráðizt á sextugan mann, líklega nærri Miðbænum í Rvík, hann barinn með flösku og rændur áfengi og peningaveski með 800 krónum L Nánari atvik voru þau að um kl. 22:30 um kvöldið kom maður inn í sælgætissöluna Ad- lon í Aðalstræti. Voru þar tveir ungir menn að stumra yfir göml- um manni, blóðugum í andliti, og báðu þann, sem inn kom, að aka gamla manninum í slysavarðstof- una, sem hann gerði. Taka Islendingar þátt í sólkyrrðarrannsóknum? ÁRK) 19©4 og 1965 standa fyrir dyrum alþjóðlegar rannsóknir vegna svokallaðs sólkyrrðarárs, en það er þegar sólblettir eru minnstir. Eru þetta almennar rannsóknir á borð við þær sem gerðar voru á alþjóða jarðeðlis- fræðiárinu. Hafa alþjóðasamtök, sem þetta annazt, skrifað Rann- sóknarráði og mælzt til þátttöku af íslendinga hálfu. í gær kallaði framkvæmda- stjóri Rannsóknarráðs, Stein- grímur Hermannsson, saman fulltrúa frá þeim stofnunum, sem kæmu til með að annast okkar hlut í rannsóknunum. Var á fundinum valin nefnd til að gera áætlun um hvað slík þátttaka mundi kosta og gera tillögur um hvort Islendingar eigi að taka þátt í þessum rann- sóknum. í nefndinni eru: dr. Þorbjörn . Sigurgeirsson pró- fessor, dr. Gunnar Böðvarsson, Teresía Guðmundsdóttir, veður- Drukkinn á stolnu hjóli f GÆRDAG gerðist það á Vestur- götu að drukkinn maður ók á hjóli fram af gangstéttarbrún, og steyptist við það fram af hjólinu í götuna. Hlaut maðurinn nokk ur meiðsli í andliti. Lögreglan kom á staðinn, og kom brátt á daginn að maðurinn hafði stolið reiðhjólinu frá SÍS. Hér er um tvítugan pilt að ræða, og hefur hann að undanförnu valdið ýms- um vandræðum og verið L'ður gestur hjá lögreglunnL stofustjóri, Sigurður Þorkels- son, símaverkfræðingur og dr. Þorsteinn Sæmundsson. — Hittast Framh. af bls. 1 kvöld, var gefin út opirtber til- kynning þar sem sagði meðal annars, að . ítalir muni áfram styðja fulla aðild Breta að Efna hagsbandalagi Evrópu. Kveður ítalski forsætisráðherrann svo á, að gaumgæfilega skuli íhugaðar tillögur Bandaríkja stjórnar varðandi kjarnorkuher- styrk Atlantshafsbandalagsins Segir í yfirlýsingunni, að viS- ræðurnar í Washington hafi ver ið mjög vinsamlegax og gagn- legar. Stjórnmálafréttaritarar í Was hington telja að þessi yfirlýsing sé ætluð sem beint svar við af- stöðu de Gaulle til aðildar Breta að Efnahagsbandalaginu og fyrir ætlunum hans um að koma á fót eigin kjarnorkuher. Fréttaritar- ar velta því nú fyrir sér, hvern ig Kennedy muni haga ferð sinni til Evrópu. Þykir líklegt, að hann muni ganga á fund Jó- hannesar 23. páfa og væntanlega koma við í París og ræða þar við de Gaulle um ágreiningsmál Frakka og Bandaríkjamanna. Enn telja fréttamenn, að með hliðsjón af lausn Kúbumálsins, undangengnum viðræðum full trúa Rússa og Bandarikjamanna — og ræðu Nikita Krúsjeffs flokksþinginu í Austur-Berlín í gær, sé ekki ólíklegt, að þeir Kennedy og Krúsjeff hittist á árinu, sennilega fyrr en seinna. Skemmdir á land- helgisvélinni minni en á horfðist UNDANFARNA daga hefur far- ið fram athugun á tjóni því, sem varð á flugvél landhelgis- gæzlunnar er bifreið rakst á vænginn á henni, og hefur kom- ið í ljós að það er sem betur fer líklega ekki eins umfangsmikið og haldið var í fyrstu, að því er Pétur Sigurðsson, forstjóri Land helgisgæzlunnar tjáði Mibl í gær. Sagði hann að næstkomandi laugardag væru væntanlegir menn frá erlendu fyrirtæki til að lfta á skemmdimar, og vera með í ráðum um viðgerð á þeim. Þangað til verður ekki hægt að segja um hve langan tíma við- gerðin tekur. — En dragist hún um of á langinn, sagði Pétur, þá höfum við gömlu Katalínu í bafchöndinni. Var gert að meiðslum manns- ins í slysavarðstbfunni, en hann hafði hlotið talsverða áverka á höfði og annað augað var sokk- ið. Var maðurinn síðan fluttur heim til ættingja sinna. Mál þetta var kært til rann- sóknarlögreglunnar á miðviku- daginn. Segir gamli maðurinn, að hann hafi hitt ungan mann, en vissi ekki nákvæmlega hvar, enda utanbæjarmaður. Piltur þessi bað hann um að gefa sér vín, hvað maðurinn gerði. Bað þá pilturinn gamla manninn um að gefa sér peninga, en því neit aði hann. Segir gamli maðurinn að pilturinn hafi þá barið sig í höfuðið með vínflöskunni og rot að sig. Næst kveðst hann muna eftir sér er verið var að gera að meiðslum hans í slysavarðstof- unni, og saknaði þá veskis sfns með 800 krónum og vínflöskunn ar. Rannsóknarlögreglan leitar nú árásarmannsins. 13 dæmdir til dauða Tunis, 17. jan. NTB—AP • I dag kvað herdómstóll í Túnls upp dauðadóma yfir 13 mönnum af 25, sem ákærðir voru um hlut deild að tilræðinu við Habib Bourguiba, forseta landsins nú fyrir skömmn. Flestir hinna dæmdu hafa farið fram á náðun. Sjö hinna dauðadæmdu eru liðsforingjar úr hernum í Túnis, en hinir eru óbreyttir borgarar. Búið að gera við sæsímastrenginn SÆSÍMASTRENGURINN, sem slitnaði fyrir um það bil _viku, sunnan við Færeyjar, var tengd- ur saman á fjórða tímanum í fyrrinótt, að því er Sigurður Þorkelsson, símaverkfræðingur, tjáði blaðinu í gær. Fór skipið Suenson, sem er eign ivlikla nor- ræna símafélagsins, á vettvang til að gera við skemmdirnar. Ekki hefur verið gefið upp með hverjum hætti strengurinn hef- ur slitnað, en málið verður rann sakað. Á meðan fór allt símasamband við Evrópu varðandi flugsam- göngur um hinn nýja Icecan- streng, og einnig nokkuð af öðrum símtölum. Annars voru notuð loftskeyti, eins og áður, en við það verður símasamband miklu ótryggara og háð skilyrð- um í ionahvolfinu. Sýndartil- laga Á borgarstjómarfundi gær flutti Guðmundur Vigfús son (K) tillögu um athugun á kaupum á skuttogara og veric- smiðjutogara. Borgarstjóri taldi nauðsyn — og í verka- hring útgerðarráðs og BÚR — að fylgjast með öllum nýjung um á sviði útgerðar, og að því leyti væri tillagan óþörf, en meðan vinnuaflsskortur, afla- leysi og fjárhagsafkoma tog- araútgerðar væri slík sem nú, væri þessi tillöguflutningur sýndarmennska. — Frá umræð um um tillögu þessa verður nánar skýrt í blaðinu á morg- un. Germaníu kvik- mynd um dulverar ÞJOÐVERJAR hafa ekki síður skapað dulverur en vér Islend- ingar og eru þær ýmist illar eða góðar. Ein er sú dulvera þýzku þjóðarinnar, sem flest gott hef- ur látið af sér leiða þar f landi og enn lifir ótrúlega góðu Mfi í hugum fólksins, og er það Das Heinzelmannchen. Hvert eðli hennar er og hvernig hún kemur fram við mannfólkið hef- ur verið tekið saman nýlega Og sett á kvikmynd, er sýnd verð- ur á vegum félagsins Germania í Nýja bíó á morgun, laugardag. Myndin er í litum og alllöng, enda hefur gerzt mikil saga af þessum hugstæðu dulverum, en af þeim sökum verða ekki aðrar fræðslumyndir sýndar þetta skiptið. Kvikmyndin er e'.cki síð- ur fullorðnum en börnum til fróðleiks og skemmtunar. A u k ævintýramyndarinnar verða sýndar fréttamyndir' frá sl. hausti. Sýningin hefst kl. 2 e. h., og er öllum heimill aðgangur, bömum þó einungis í fylgd með fullorðnum. Saumakona óskast til að taka að sér breytingar í tízku- verzlun. Tilboð merkt: „Hálfsdags vinna — 3905“ sendist afgr. Mbl. fyrir sunnudagskvöld.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.