Morgunblaðið - 18.01.1963, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 18.01.1963, Blaðsíða 13
Fostu3agur 18. janúar 1963 MORGUNBLAÐ1Ð 13 Sr. Benjamín Krist|árasson: Sálarfræði ekki meiri vísindi en trúfræði Er hægt að hlusta með vísindalegum hætti á fugu eftir Bach ? MARGT BÝR í ÞOKUNNI. Guðmundnr G. Hagalín riíböf- undur hefur niú lokið tveggja binda sevisögu frú Kristínar Kristjánsson. Hét fyrri bókin, Eem út kom í fyrra: Það er engixi þörf að kvarta,. en hin síðari: Margt býr í þokunni. Er í þessu seinna bindi rakin ævisaga Krist ínar frá því hún kom heim til íslands 1930 og þangað til hún Hézt með sviplegum hætti snemma á þessu útlíðanda ári, og er þar með getið mangra dul- Bkynjana hennar. - I floimála segir höfundurinn, nð lesendur muni þó í sögunni sakna fjölda margra sýna henn- ar og vitrana, enda hafi það ekiki verið aetlun sín að skriifa tæm- andi frásögn af öilu því mikla efni, sem þar var úr að viða. Sú bók hefði orðið miörg bindi. Hitt vafcti meira fyrix honum sem skáldi að skyggnast inn í sálarlíf þessarar merkilegu konu, rekja margslungna þætti skap- gerðar hennar og gera ógleyman lega persónulýsing á einni hinni mestu völvu, sem uppi hefur ver ið með kynstofni vorum á síðari árum. Þetta heflur honum tekizt snilldarvel svo sem vænta mátti, og hafi hann þökk fyrir hugð- næma og skemmtilega bók. Um Kristínu segir höfundur meðal annars: „Dulargáflur henn ar voru mi'klar og margþættar, og það, sem fyrir hana bar, átti ríkan þátt í að móta skapíhöfn hennar og líflsstefnu. En að áhrif þess urðu þau, er raun bar vitni var fyrst og fremst því að þakka, hver efniviður var í henrai. Og þó að mér þætti reyndar merki- legar sýnir hennar og vitranir, þótti mér brátt ennþá meira tit Ihennar koma fyrir sakir skap- gerðar hennar og mannkosta, og fyrst og fremist þeirra vegna verður hún mér ógleymanleg.“ Ég held að allir, sem þekktu Kristínu vel, geti verið G. G. Hagalín sammála í þessu og öðru, er hann segir um skapgerð henn- ar. Ýmsar sýnir Kristínar líkt- ust mest þeirn, sem heilög Teresa frá Avila segir í sjálfsævisögu sinmi. Þær skynjuðu bæði anda- verur vonztounnar í bimingeimn- um og komust endrum og eins, iíkt og postulinn, upp til ins þriðja himins meiri dýrðar en orð fá lýst. Vitund hennar ga-t bæði horfið til fortíðar og fram- tíðar. Hún rak út iilla anda, lífcnaði sjúkum, jafnvel eftir að Ihún var sjálf orðin þreytt og lasburða, huggaði sorgmædda með ófreskisgáfu sinni, og blés þeim í brjóst trúnni á lífið og ódauðleikann, gaf stórgjafir af litlum fjármunum. Kristín var ®ð rruínum dómi ígildi margra presta. Blessuð sé hennar minn- ing. ófreskisgAfurnar. Margir umdrast það hve mikið feemur út af dulrænium bók- menntum á íslandi, og telja efn- isvísimda-menn það enn með hjá trú og hindurvitnum og sjá of- Bjónum yfir, hversu mikið bæk- ur þessar eru lesnar. Skýringin é því er engin Önnur en sú, að óvenjumikið hefiur verið af dul- Bkygignu fótki á íslamdi frá land- námsöld, og hefiur allur þorri mianna, sem ekki er blindaður af kreddum lærdómshrokans, veð- ur aif öðrum beimi en þeim, sem þreifað verður á. Flestir, sem kymntust Kristínu, munu hafa staðreynt skyggni hennar í rúmi og tírma. Hún sá atburði, sem gerðust 1 fjarlægð. Hún gat líka lýst liðnum atburð- um, jafnvel löngu liðnum, og sagt fyrir óorðna hluti. Fyrir- brigði af þessu tagi má samn- reyna, eims og gert var t.d. um brunann í Stokfchólmi, sem Swedeniborg sá og lýsti fjarri staddur. Má í þessu sambamdi minna á lýsingar hlutskyggnra manma, drauma fyrir daglátum, florspár og spádóma, allt frá flóiki, sem les í lófa, spáir í spil og kaffikorg og upp til spá- dóma Heilagrar ritningar. Það er hrein og beiin vanþeikking að neita því, að fjöldi fólks á öll- um öldum hefur verið gæ-ddur furðulegum hæfileikum á þesisu sviði, og eigum vér mar.gar bæk- ur fullar af frásögum um það. Anmað, sem athygli mætti vekja í þessu sambandi er, að einmitt það fólk, sem þannig sér betur en aðrir, telur sig einmitg sjá anda og engla, talar jafnvel við þá og flytur skilaboð frá þeirn.. Þetta er erfiðara að sanna, en emginm gat heldur sannað sótt kveikjurnar, fyrr en smásjáin kom til sögunnar. Allt, sem venju leg skilningarvit manna ekki greina, þykir þeim ótrúlegt unz leið er fundin til að sanna það. En þrátt fyrir það ættu menn nú að vera farnir að skilja, að mar.gt er til á himni og jörð, sem allir geta ekki séð með ber- um augum. Emanuel Sweden- borg var eimn af allra mestu vís- indamönnum sinnar tíðar og skrifaði lærðar ritgerðir, sem a'llir báru virðingu fyrir. En þegar hann fór að tala við engla og lýsa lífimi á efri og neðri byggðum tilverunnar, héldu margir að hann væri genginn af göflunum, enda þótt þeir í kirkju sinni játuðu trú á þessar verur. En þá getum vér spurt: Var -hann að skrökva þessu, var hann brjálaður, eða voru skilningar- vit hans bara næmari en ann- arra, eins og sýndi sig í nákvæm- um lýsingum hans á Stokik- holmsbru na num ? Það mætti halda, að hér væri einmitt valið viðfangsefni fyrir sálfræðinga að spreyta sig á og hreint ekki minna, en velta vöngum yfir því, hvers vegna smábörn væta rúm sitt á nótt- um. En nú bregður svo við, að þeir sem kalla sjáilfa sig vísinda- lega sálfræðinga, þykjast ekkert vilja um þetta hugsa og kaila rannsókn á þessum fyrirbrigðum „gervivísindi", sem sé „óigeðsleg- ur business“ sem allir heiðarlegir menn hafi andstyggð á, „þar að auki vanhelgun á trúnni og móðun við vísindalega hugsun.“ Ekki mátti það minna kosta, sagði Höfða-Jðka, herleg kind, þegar hún fétok gusuna yfir sig. TRÚ OG VÍSINDI. Ég held, að þessir menn, sem með spekingssvip gera skarpan greinarmun á trú og vísindum, Skilji hvorugt. í fyrsta lagi er sálarfræði ekki meiri „vísindi“ en t.d. trúfræði. Trúfræðin var talin drottning allra vísinda áður en heitið gat að efnisvísindi væru til. En þegar þau vísindi komu til sögunnar, þóttust þau þess umkomin að ryðja trúvísindum til hliðar. En þetta er ekki annað en gerræðis- leg kredda. Ef trúvísindi hvíla á forsend- um, sem ekki verða sannaðar, má segja hið sama um náttúru- vísindin. Sálfræðingur sá, sem skrifar í Mbl. 27. nóv. s.l. kemist þannig að orði, að „á máli trú- arinnar merki sönnun upplifaða, huglæga reynslu, mjög persóniu- Sr. Benjamin Kristjánsson bundna" og sé það eitthvað ann- að en sönnun vísindanna, sem „byggir á hlutlægri könnun.“ Þessu tvennu megi ekki hræra saman. Mér virðist þetta ekki vera mjötg djúpt hugsað. Margir efnisvísindamenn hreiðra um sig á eihhverjum út- skœkili þekkingarinnar og halda að þeir hafi höndlað alla vizku veraldar, þó að sjónarmið þeirra sé í rauninni afar þröngt. Þessi sérhæfing þekkingarinnar er fcannske æskileg sumra hluta vegna, en ekki gerir hún menn vitra og víðsýná. Fyrst mætti atbuga þá hiug- mynd efnisvísindamanna, að þeirra aðferð sé hlutlaus rann- sókn á veruleifcanum sjálfum, óháð trú eða öðrum spilaborgum mannshugans. Þeir hailda að efnisvísindin standi á því bjargi, sem aldrei geti bifast, og þau ein fái leitt sannleikann um tid- veruna í Ijós. Þetta er blekfcing. Aðferð efnis vísindanna er fyrst og frernst til- búin af hugsunarhætti vísinda- mannsins sjálfs. Hann gefur sér sjálfur reglumar, sem hann vinn ur eftir, tekur sumar staðreynd- ir gildar en aðrar ekki. Ef hann mætir manni á förnum vegi, þá er það óyggjandi staðreynd fyrir honum. Mæti hann engli, er hann viss um, að þetta hafi annað hvort verið missýning, ofskynj- un eða hann sé beinlínis orðinn brjálaður. Með öðrurn orðum: hann trúir annarri skynjuninni en hinni ekki. Og þannig er öil vísindamennska til orðin. Með því að velja úr staðreynduim eft- ir geðþótta, flokka fyrirbrigðin á sama hátt og búa sér til úr þeim eitthvert kennin.gákerfi verða efnisvísindi til En í þessu starfi er hugur mannsins aðal- gerandinn og alls staðar nálæg- ur, því er stjórnað af trú hans eða trúleysi. Þess vegna getur því farið viðsfjarri, að sú heims- mynd, sem þessir menn gera sér, komizt í nokkra nánd við veru- leikann. Hún er ekkert annað en ályfctun sikeikulla manna, dregin af ónógum staðreyndum, enda hrynur hver heimsmynd- in af annarri, svo að ekki stend- ur steinn yfir steini. Efnisvísindi eru því eins báð hugttœgri persónulegri reynslu og trúvísindi. Og engin ástæða er til að halda, að efnisvísimdi séu áreiðanlegri en önnur þvr að fulltrúar þeirra ganga þegjandi fram hjá margvíslegri reynslu, sem þeir flokka undir „trú“, og telja í hjarta sínu að sé ekfcert annað en heilaspuni. Undir það, sem efnisvísindi telja heilaspuna, heyrir flest sú lífsreynsla, sem mönnum er dýr- mætust. Ef trúin á guð og eilíft líf verður ekki sönnuð eftir þeirra aðferð, er hún talin hé- gilja. En hversu inargt er það, sem lífimu viðlkemur, er aldrei verður sannað þannig, en er þó auðsætt hverjum manni með fullu viti. Engin efnisvísindi geta á skiljanlegan hátt gert grein fyrir þeirri reynslu, sem felst í orðunum: fegurð, gæzka eða sömglist. Það er ekki hægt að blusta með vísindalegum hætti á fúgu eftir Bacth og hafla henn- ar. nokkur not. Ef farið er að sundurgreina ástina á vísinda- legan hátt, yrði hún aðeins líf- eðlisleg hvöt til viðhalds mann- kyninu. En þessi útskýring næg- ir ekki til að gera grein fyrir ástarkvæðum Goethes,. Divina comedia, eða þeirri kenningu Krists, að guð sé kærlleiikur. Engum dettur í hug, að þeir hafi haft meiri tilhneigingu en aðrir til að fjölga mannkyninu. Þó var ástin í þeirra vitund ljós heimsims guð sjálfur, hinn eilíf skapandi. Það er því aigerlega gerræðis- leg aðferð, sem efnisvísindin nota, er þau útiloka sum svið lífsreynslunnar og taika ekkert tillit til þeirra í ályktunum sín- um. Vitanlega eiga vísimdi að ná yfir öll svið mannlegrar reynslu, og þá eru engin gervi- vísindi til og emgin aðgreining trúar og vísinda. SÁUFRÆÐI OG GERVI- VÍSINDI. Ef trú heyrir ekki undir „vís- indi“, þá heyrir sálfræðin það ekki heldur, jafnvel þó að hún kynni nú að vera búin að af- skrifa sálina og kailli sjálfa sig hugvísindi. Þetta er þó ekki ann- að en leifcur með orð, nema sál- arfræðin hafi látið efnisvísindin vi'lla sér sýn á sitt eigið hlut- verk og sé orðin að hreinni lík- amsfræði. Þá fær hún kannske þann vafa-sama heiður að dimgla með í þeirra hóp, en ekkert 'hækkar risið á henni við það. Að réttu lagi er sálarfræði, trú fræði, og fagurfræði hugvísindi, sem engu minni ástæða er tiil að gefa gaum en náttúruvísind- um. Hið verulegasta af öllu er mannshugurinn, ag væri hann ekki, væri engin vósindi. Þetta sýnir hversu öll þau vísindi eru grunwfær, sem halda að unnt sé að sniðganga sálina, og gera sér heimsmynd með nokkru viti án hennar. Ef sáiarrannsóknir eiga að heita óheiðarlegri en aðrar rann- sðknir, þá getur svo furðuleg stað hæfing ekki byggzt á öðru en þeim hleypidómi, að allt, sem þar fer fram, sé eigi annað en svik og fals. Engum dettur þetta í hug, sem nokkuð hafa rannsak- að málið. Þó að svikamiðdar séu til, eru lamgflestir miðlar hrekk- lausir, og þarf ekki nema til- tölulega litla kunnleika á þess- um máktm til að sannfærast um það. Flestir miðlar falla í djúp- an svefn og hafa ekki bugmynd um hvað þeir segja, fremur en í draumi, sem menn gleyma. Fara þá ýmsar raddir að tala gegn- um þá og segjast vera þessi eða 'hinn framliðinn maður, tala jafn- vel líkt og hinir framdiðnu og segja ýmislegt, sem líklegt er að enginn hafi vitað nema þeir. Nú þykir öndungum. það senni- legast, að þetta séu framliðnir menn, en erfitt kann að vera að sanna það og afsanna. Alveg hið sama mætti segja um það, ef einhver talaði við mig í síma frá Reykjavík og segðist verá Jón Jónsson. Hvernig gæti ég vitað nema þetta væri Fádl Pálsson, sem hermdi bara vel eftir Jóni' Jónssyni, eða jafnvel illur arudi, sem væri að spila með mig. Hins vegar, þar sem maðurinn minnist á ýmislegt sem okkur báðum er kunnugt, og mér finnst ég kann- ast við róminn, tek ég það gott og gilt að þetta sé Jón Jónsson og hvarflar ekki að mér efi um >að. Svona mundi flestum mönn um með heilbrigða skynsemi fara, en í þessu eru fólgin „gervi vísindi", spíritistanna. Þeir miklu vísindamenn kalla andana persónuklofninga eða - eitthvað því um líkt, 'en aldrei hefur verið gefin nein viðhlítandi skýring á, hvers vegna fólk klofn ar einmitt á þennan hátt í per- sónur, sem það hefur kannske aldrei heyrt nefndar, getur meira að segja hermt eftir þeim og baft á takteini ýmsar upplýsin. j- ar um þá. Fyrri skýringin virö- ist óneitanlega liggja beinna við. EÐLI KREDDUTRÚAR. Að sjálfsögðu hlýtur dýpsla sannfæring manna um eðli líf i-nis ávallt að spretta af reynslu og hyggjuviti þeirra sjálfra. „í’,g þekkti þig af afspurn, en nú hsfa augu mín litið þig,“ sagði Job við dirottin sinn, og á þessu er st ir muniur. Þó að Kristur segcii lærisveinum sínum margsinnis frá því, að hann mundi upp rí a trúðu þeir því efcki, fyrr en. þeir sáu það með eigin auguiir. Er þá eðlilegt, að menn tr iii þessu frekar eftir tvö þúsund ár, ef þeir vita þess engin dœirii, að nofckur maður hafi risið of gröf sinni? Sú saga komst þegar á gang á dögum frumkristninnar, að lærisveinar Jesú hefðu stolið lilc ama hans úr gröfinni og síð. a búið til söguna um upprisuna. Og þegar Páll fór á Aresarhæð að segja Griikkjum frá uppris- unni, ypptu þeir öxlum og litu á það sem hégómaþvaður. Hverju sem menn látast trúa, þá fer þetta á sömu lund enn í dag, ef upprisusagan á sér eng- an hljómgrunn í lífsreyslu þeii ra eða skilningi, og ef hún er ut >n veltu við öld „vísindi". Einmitt þess vegna er veröldin kafin i efnishyggju, búið er að slíta „vis indin“ frá trúnni og koma trúnnd á þeiim stað, sem fáir finna hana. Nú virðast sumir halda, að það sé einhver dæmalaust fín teg- und af trú, sem helzt enginra skilur og eragra sannana þarf við og lítt kemur við daglegri reynslu manna. En þannig v=ur þessu ekki háttað í frumkristn- inni. Lærisveinar Jesú hófu ein- mitt trúboð sitt, sem „vottar** að upprisu hans og þeim stór- merkjum, sem hann vann, og trúarvakning þeirra bygigðist að ekki litlu leyti á því, að sjálfir unnu þeir sams konar kraftaverk í nafni hans. Jafnvel þegar faðir mállausa sveinsins segir: „Hjálna þú vantrú minni,“ þá öðlaðist hann trúna aðeins fyrir það, að Jesú læknaði sveininn. Trúia 'kom ekki, þó að honum hefði verið sagðar sögur um, að Jes is hefði læknað einlhvern og ein- hvern. Hann þurfti sjálfur sönn- un, og þannig hefur þetta verið á öíLlum öldum. Þegar vitranir þrjóta, er gerð dyggð úr því að trúa bana því, sem manni er sagt. Þetta at annars flokks trú en sni, sém hefur reynslugrundvöll. Hún getur stuðzt við einhver sann,- indi, en verið þó harla óraun- veruleg. Þetta er eins og þegar alþýða manna „trúir" helztu kennisetningum „vísindanna", ára þess að hafa hugmynd u.m, hvernig þessar kenningar eru til orðnar. Þetta má kalla kreddutrú. Mis- vitrir mienn, sem ef til vill hafla aldrei séð heilagan anda, búa til kenningakerfi og trúarjátningar sitt á hvað, mótaðar atf sínum skilningi. Svo á það að vera dyggð að breyta þar engu og gera enga tilraun til að hugsa sjálfur. Þessi tegund af trú er niáskyld þeirri, sem alþýða manna hefur stundum á pólitískum flokfcum. 4 Frarnh. á bls. 14

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.