Morgunblaðið - 18.01.1963, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.01.1963, Blaðsíða 16
16, r Föstudagur 1J5. Janúar 1963 MORCVNBLAÐI© 'Vv 'j j . '!• ■’ ■; PÖKKUNARSTÚLKUR og FLAKARAR óskast strax. Hraðfrystihúsið Frost hf. Hafnarfirði sími 50165. Nauðungaruppboð Annað og síðasta er auglýst var í 91., 93. og 94. tbl. Lögbirtingablaðsins í M/B Faxa SF 56 (Áður RE 32) eign Eymundar Sigurðssonar, Vallanesi, Höfn í Hornafirði, fer fram að kröfu Guðmundar Ásmunds- sonar hrl. um borð í bátnum við bátabryggjuna í Höfn í Hornafirði, fimmtudaginn 24. jan. nk. kl. 2 e.h. Uppboðshaldarinn x Skaftafellssýslu skv. umboðsskrá, — 16. jan. 1963. BJÖRN INGVARSSON. - Bezt að auglýsa i Morgunblaðinu — Clœsileg húseign á einum bezta stað í Miðbænum, með ca. 1000 fer- metra eignarlóð er til sölu nú þegar ef viðunandi tilboð fæst. Upplýsingar ekki gefnar í síma. Fasteignamiðstöbin Austurstræti 14. — 3. hæð. ! í i i i i I i i i i ! í i i i i [ BENZÍNVÉLAR • 2 Í4 hö kr. 2.200,00. 3 hö kr. 2.070,00. 5 M hö kr. 5.540,00. 7 hö kr. 5.720,00. 9 hö kr. 6.215,00. ÍGUNNAR ÁSGEIRSSON HF.j j Suðurlandsbraut 16. j Sími 35200. X Hópferðarbilar allar stærðir. Sími 32716 og 34307. BELIIMDA Sölumaður óskast til þess að selja rafmagnsvörur o. fl. gegn prósentum. Tilboð sendist Mbl. fyrir 22. þ.m. merkt: „3201“. GABOON — FYRIRLIGGJANDI — Stærðir: 4x8 fet. — Þykktir: 16 og 19 mm. Sendum gegn póstkröfu um allt land. KRISTÁN SIGGEIRSSON H.F. Laugavegi 13. — Sími 13879. íbúðir til sölu 2ja herb. íbúð rétt við gatnamót Hringbrautar og Kaplaskjólsvegar. Ahendist tilbúnar undir tré- verk í júlímánuði. 3ja herb. íbúð við Safamýri tilbúin undir tréverk. Til afhendingar strax. 3ja herb. íbúð við Háaleitisbraut tilbúin undir tré- verk. Afhendist um 1. apríl. 4ra herb. íbúð við Meistaravelli. Selst tilbúin undir tréverk. Afhendist í júlí. 6 herb. íbúð við Meistaravelli. Selst tilbúin undir tréverk. Mjög góð teikning. Hefi ennfremur til sölu ýmsar stærðir og gerðir af íbúðum. ÁRNI STEFÁNSSON, HRL. Málflutningur. — Fasteignasala. Suðurgötu 4. — Sími: 14314. LESBÓK BARNANNA LESBÓK BARNANNA 3 vorutm að því í marga daga, en loksins var það búið. Söfnuninni í brennuna var nú haldið áfram af fu'llum krafti og á Þor- láksmessu var bálköstur inn orðinn stór. Okkur vantaði þá ekkert nema olíú og Helgi ætlaði að tala við pabba sinn og biðja hann að koma með olíu af því að hann vinn- ur á olíustöð. Síðustu dagana höfðu hrebkjapúkarnir úr nsesta hverfi verið að salgilast í kring um okk- ur og stríða okkur. Það var auðséð, að þeir öf- unduðu okkur af brenn- unni ok-kar, enda höfðu þeir ekki nennt að safna sér í brennu. Mesti hrekkjalómurinn af þeim er kallaður Steini og við höfðum illan bifur á hon um, enda var hann alltaf að verða æstari og verri, eftir því sem leið nær gamiárskvöldi. Á Þorláksmessukvöld þorðum við ekki annað, en skiptast á um að vera í nágrenni við brennuna fram yfir miðnættið, því að við vorum hræddir um, að Steini og félagar hans mundu reyna að kveikja í. Fyrst voru Helgi og annar strákur, sam heitir Jón, á vakt fram til kl. 11 og bar þá ekkert til tíðinda. Þá tókum við Kalli við af þeim. Það var ekkert skjól niðri á túninu, svo að við vorum fyríst í sundi á milli húsanna, en þegar okkur fór að verða kalt, fórum við inn í bíl skúrinn hjá Kalla og skiptumst á um að fara niður á tún í eftirlitsferð ir. Lítill bróðir minn, sem er bara níu ára, og heitir Pétur, var að sniglast hjá okkur,_þó hann mætti það ekki. Ég var margbúinn að segja honum að fara inn að sofa og Kalli sagði, að við hefðurn ekkert að gera með svona smápoila. En hann fór samt ekki. Leið nú fram undir kl. 12, en þá fór Kaili í eftir litsferð. Allt í einu kem- ur hann þjótandi til baka og kallar til okkar að ver ið sé að kveikja í brenn- unni. Við Kalli þutum af stað, en Pétur litli varð eftir og vissum við ekk- ert, hvað um hann varð. Þegar við komum nið- ur eftir var Steini þar og annar stór strákur með honum og voru þeir bún- ir að kveikja í pappa- kassa yzt í brennunni. Við hlupum strax til og kipptum kassanum langt í burtu og slökktum í honum. „Við skulum kveikja í aftur“, öskraði Steini og hljóp að bálkestinum. Þá réðumst við Kalli á hann og skelltum honum, en hinn strákurinn kom aft- an að okkur og tókst að henda okkur niður. Steini losnaði þá og við vorum í einni áflogabendu. Þeir voru eins sterkir og við eða sterikari, svo að það leit ekki sem bezt út fyrir okkur. Við vorum aliir orðnir vondir og öskruðum og slógumst. Þá heyrðist alt í einu mikid stríðsóp eirvs og heill ind- íánaflokkur væri kominn á vettvang. Það var Pét- ur litli bróðir minn, sem kom til liðs við' okkur með flesta strákana úr hverfinu. Óvinimir urðu nú held ur en ekki hræddir. Strák urinn, sem var með Steina, losaði sig og hljóp eins og byssubrennd ur í burtu, en okkur Kalla tókst að halda Steina. Strákarnir slógu nú hring um hann og æptu hver í kapp við annan svo há- vaðinn varð óskaplegur. Okkur datt ekki í hug að láta Steina sleppa án refsingar fyrir þetta ó- þokkabragð, og hann var dæmdur til flengingar, sem átti að framkvæmast þarna á stundinni. Sterk- ustu strákarnir áttu að halda honum, en hinir að David Severn; Við hurfum inn í framtíðina leysa niður um hann og flengja eftir röð, því þetta átti að vera alvörurass- skellur. En einmitt þegar við ætluðum að fara að byrja kom lögregla á mótor- hjóli. Hávaðinn í okkur var svo mikill, að hann spurði, hvað væri á seyði. Okkur brá og Steini not- aði tækifærið til að hlaupa í burtu eins og hann ætti lífið að leysa. Við sögðum nú lögg- unni alla söguna, og lét- um hann vita, hvar Steini átti heima, svo hann gæti talað við þetta hrekkja- svín. Og lögregluþjónn- inn lofaði að gera það, — Klukkan var orðin eitt, þegar við fórum heim að sofa. Á gamlárskvöld kveikt um við í brennunni kl. 10. Allir strákarnir i hverfinu voru mættir og mjög margt fólk. Brenn- an var afar stór og falleg og mörgum fögrum flug eldum var skotið. Gamla árið var kvatt á ánægju- legan hátt. — Halldór Grímsson. 15 ára, Reykjavík. PÖSTURINN f þessu blaði birtist fyrsta verðlaunasagan í ritgerðakeppninnL Hall- dór Grímsson fær 100 kr. fyrir söguna „Brennan“. Síðar verða veitt tvenn au’kaverðlaun, 400 og 250 kr. fyrir þær tvær sögur, sem taidar verða beztar af þeim sem birtast. En fyrir hverja sögu a< þeim, sem birtast, eru greiddar 100 kr. Þegar við gengum hjá öðrum hálf opnum dyr- um, sáum' við svartan veggflöt, sem allur var þakinn tölum og táknum, en hingað og þangað bli'k uðu alla vega lit ljós, sem kviknuðu og slokkn- uðu í sífellu. Dick greip andann á lofti. „Hvað var þetta þarna inni, Pétur? Rafmagnsheili? Hvernig getur þetta samrýmst þeirri fákunnáttu, sem við höfum hingað til séð?“ Hinum megin salarins lá gríðarstór gangur og voru allir veggir hans þaktir stærðfræðilegum táknum. Við enda hans sáum við glerkúlu, sem lýst var upp með sterku ljósi. Það virtist, senx hún svifi í lausu lofti, þremur eða fjór- um fetum ofar gólf- inu. Þegar nær kom, sá- um við, að þessi kúla hvíldi á undirstöðu, sem aftur var komið fyrir á palli, er nokkur þrep lágu upp að. Leiðsögu- maður okkar gekk hik- laust upp þrepin og stað- næmdist þar andartak eins og hann gerði bæn sína frammi fyrir þess- um kúlumyndaða helgi- stað. Hann hneigði höfði og lyfti upp höndunum. Þvi næst gekk hann var- lega aftur á bak og vék til hliðar, um leið og hann benti okkur að ganga fram. Framhald næst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.