Morgunblaðið - 18.01.1963, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.01.1963, Blaðsíða 24
14. tbl. — Föstudagur 18. janúar 1963 LUMAjER UÓS6J AFl|= Þau voru á göngu inn við Langholtsveg þessi fjögur, þegar þau mættu ljósmyndara blaðsins og voru fest á filmu. Þau heita ívar Þorleifur Björnsson, Sunna, Faxi og Móna. ívar á Mónu, en pabbi hans, Björn Halldórsson leturgrafari, á Faxa og Sunnu. Við erum bara að viðra okkur, sagði ívar. Þau eru höfð í bílskúrnum okkar, sem hefur verið innréttaður sem hesthús, en ég bý í íbúðinni. Ljósm. Mbl.: Sv. Þorm. Kosningu SR lýkur um helgina í DAG verður kosið í Sjó- mannafélagi Reyl.javíkur frá kl. 10—12 f. h. og 3—10 e. h. Kosningunni lýkur um há- degi á morgun, en þá er kosið frá kl. 9—12. Kosið er á skrifstofu félagsins að Hverfisgötu 10. Listi lýðræð- issinna er A-LISTI. Nautgripir og brunnu inni er bæjarhús og fjós brunnu á 20 mín. Á 6. siðu blaðsins í dag er grein eftir Pétur Sigurðsson alþingismann, ritara Sjó- mannafélagsins, en þar svar- ar hann níði og brigzlyrðum kommúnista í Þjóðviljanum að undanförnu. Frú Ólöf Björns- dóttir látin FRÚ ÓLÖF BJÖRNSDÓTTIR, ekkja Péturs Halldórssonar, borg arstjóra, lézt í Reykjavík sl. mánudag, eftir að hafa verið rúm föst í nokkrar vikur. Hún var fædd í Reykjavík 31. júlí 1887. 1911 giftist hún Pétri Halldórs- syni og eignuðust þau fjögur börn, sem öll eru á lífi. Mann sinn missti hún í nóvember 1940. Með frú Ólöfu er genginn merkur samborgari. . FYRIR nokkrum dögum var sagt frá því í fréttum að Japan- ix hefðu haft fiskveiðiflota og móðurskip við veiðar á Atlants- hafi, og von væri á stærra móð- urskipi á þær slóðir. Væri skip- inu ætlað að selja afla sinn í Evrópuhöfnum. Mibl. átti tal um þetta við Pétur Sigurðsson, forstjóra Land helgisgæzlunnar, sem sagði að ekki hefði orðið vart við Jap- LAUST eftir kl. 5 eJi. í fyrra- dag kom upp eldur á bænum Melum í Fnjóskárdal, og brann þar asbestklætt íbúðarhús úr timbri, ásamt viðbyggðu fjósi, og fórust 9 nautgripir og hundur í brunanum. í bænum voru full- orðin hjón, bóndinn Þórir Al- bertsson og Kristrún Guðmunds- dóttir, og Guðmundur, sonur þeirra. Sluppu þau naumlega út, einkum þar eð Kristrún er löm- uð á fótum, og þurfti að bera hana út. Ömurlegt um að litast Fréttamaður blaðsins á Akur- eyri kom að bænum laust eftir hádegi. Þar var öimurlegt um að litast, sagði hann. Húsin fall- in að grunni, aðeins reykháfur- inn uppistandandi og lítil safn- þró úr steinsteypu. Nokkrir menn voru þama að vinnu. Voru það bændur frá næstu bæjum, sem voru að aðstoða Guðmund við að grafa nautgripina. Fréttarit- arinn tók Guðmund tali, og fer samtalið hér á eftir; — Hvað getur þú sagt okkur anina á íslandsmiðum enn. En' ekki væri óeðlilegt að Japanir kæmu á fiskimiðin við ísland og mætti búast við þeim þang- að. Þeir fiskuðu eðlilega þar sem mest væri um fisk. Fisk- veiðar á úthöfunum færu nú á dögum fram á hverjum þeim stað sem fiskurinn heldur sig. Því mættum við alveg eins bú- ast við Rússum og öðrum þjóð- um í síldina við Suðvesturland. um eldinn og upptök hans, Guð- mundur? — Ég veit það varla. Við vor um öll inni í húsinu, þegar við funduim reykjarlyktina, en nofckru áður hafði verið gengið um göng með gaslampa. Þessi göng eru milli fjóssins og íbúð- arhússins. Ég álít að neisti frá lampanum hafi læst siig í vegg- ina í göngunum, sem eru úr timbri, eins og allt hiúsið var og fjósið. Það skipti engum togum, segir Guðmundur, allur bærinn fylltist af reyk og okkur gekk ekki of vel að komast út. Við náðum engum innanstokksmun- um með okkur, og ekki heldur neinu teljandi af bókum, fötum eða rúmfatnaði. Nokkur storm- ur var á, og þetta blossaði allt upp og bálið var óskaplegt. Báru snjó á fjárhúsin í um 25 m fjarlægð frá hús- inu eru fjárhús og hlaða, og þar voru allar kindurnar, en vind- urinn stóð af íbúðarhúsinu á fjárhúsið, og féll yfir þau mikið neistaregn. Fólk kom strax af næstu bæjum okkur til hjálpar, en lítið var hsegt að gera, því tæki voru engin til slökkvistarfs. Okkur tókst þó að verja fj'árhús- in með því að höglgva upp snjó úr skafli og bera á þau. Við reyndum að ná kúnum úr fjós- inu, en það varð þegar aletda og var engin leið að komast þar inn sökum reyks og elds. — Ég tel, segir hann, að fbúð- arhúsið og fjósið hafi brunnið upp á 20 mínútum og jafnvel þó við hefðum náð sambandi við Akureyri og fengið þaðan slötokvi liðsbíl, þá hefði hann komið allt of seint á staðinn. Stokkhólmi, 17. jan. — (NTB) — • í dag voru lækkaðir for- vextir í sænskum bönkum, úr 4% í 3.5% og er það þriðja vaxtalækkun í Svíþjóð á níu mánuðum. Býst við Japönum á íslandsmið Segir Pétur Sigurðsson, forstjóri Stúrþjdfnaður í Austurstræti Skartgripum fyrir um 100.000 kr. stolið MEIRIHÁTTAR innbrotsþjónað- ur var framinn í fyrrinótt í Úra- og skartgripaverzlun Jóhannesar Norðfjörðs í húsi Almenna bóka félagsins í Austurstræti 18. Var þaðan stolið úrum, giftingahring- um, bindisnælum og eyrnahnöpp um fyrir ca. 100 þúsund krónur. Þjófnaður þessi er furðu ósvíf inn, þar sem húsið er við fjöl- förnustu götu bæjarins, og aðeins steinsnar frá lögreglustöðinni við Pósthússtræti. Að auki er bóka- verzlun Sigfúsar Eymundssonar, sem þjófurinn þurfti að fara um, jafnan uppljómuð um nætur. hundur Þjófurinn komst inn með þvl að brjóta rúðu í anddyri bóka- verzlunarinnar mélinu smærra. Lagði hann síðan leið sína í kjall ara hússins, þar sem skartgripa- verzlunin er til húsa. Þaðan stal hann milli 40 og 50 armbandsúr- um af gerðunum Alpina, Omega, Mauthe, Vulkan og Elite, auk þess giftingahringum úr gulli, skyrtuhnöppum og bindisnælum. Talið er að verðmæti þýfisins sé um 100 þús. kr. Þeir, sem kynnu að verða varir við umræddan varning boðinn til kaups á næstunni, eru vinsam- legast beðnir að gera rannsóknar lögreglunni aðvart. Hjónin voru á Víðivöllum í nótt, en Guðmundur sonur þeirra á Draflastöðum, sem er næsti bær handan árinnar, en hluta nætur stóð hann vakt á bruna- staðnum, ásamt nokkrum öðr- um mönnum. Býlið Melar er gamailt, og var komið í eyði fyrir nokkrum áratugum, en núverandi ábúend- ur byggðu það upp. Innanstokks- munir voru mjög lágt vátryggð ir og gripir ekkert. Og gott bóka safn, sem til var á heimilinu, brann. Hefur fólkjð orðið fyrir geysilegu tjóni. — St. A. Sig. Fékk vír í skrúfuna ER TOGARINN Marz var að fara frá Hull, í fyrrinótt eftir að hafa selt afla sinn þar, eins og áður hefur verið skýrt frá, fékk hann vír í skrúfuna. Varð togarinn að snúa við aftur inn í höfnina í Hull, þar sem vírinn verður los- aður úr. Tefst hann eitthvað af þessum sökum. UM HÁLFÁTTA leytið í gær- morgun var ekið á hjólreiðamann við Melatorg er hann var á leið til vinnu sinnar. Féll" maðurinn, Axel Valdemarsson, Þverholti 7, í götuna og hlaUt smávægileg meiðsli. Minni bátarnir hætta á síld — þeir stóru bíða átekta MARGIR síldveiðibátamir eru að hætta veiðum og búast á línuveið ar. Það eru einkum minni bátam ir, sem eru að hætta síldveiðum, en einnig nokkrir þeir stærri. Nokkrir bátar munu stunda síld veiðar eingöngu í vetur, t. d. Víðir II., ef útlit verður um á- framhaldandi veiði. Sturlaugur Böðvarsson, Akra- nesi, sagði í símtali við Morgun- blaðið í gær, að allir minni bát- amir hjá Haraldi Böðvarssyni & Co. væru hættir síldveiðum og myndu fara á línu- og netaveið- ar. Nokkra daga tæki að gera bátana klára fyrir þær veiðar, en líklega gætu þeir byrjað fyr ir mánaðamótin. Þá sagði Sturlaugur, að beðið yrði nokkum tíma með að ákveða með stærri bátana, en þeir myndu halda áfram á síldveiðum fyrst um sinn. Guðmundur Jónsson á Rafnkels stöðum sagði í símtali við blaðið, að bátarnir yrðu á línuveiðum í vetur, nema Víðir II. Hann héldi áfram á síldveiðum, meðan nokk uð væri að hafa á þeim. Enn- fremur myndi hinn nýi 200 tonna bátur sinn, sem smíðaður hefur verið í Svíþjóð, líklega fara á síldveiðar. Eggert Gíslason myndi taka við nýja bátnum og sækja hann út og kæmi með hann til landsins væntanlega seint í febrú ar. Afli línubáta hefur verið ágæt ur það sem af er vertíðinni og telja bæði sjómenn og útgerðar- menn að útlitið á þeim veiðum sé mjög gott. Viðræður Dagsbrun- ar og vinnu- veitenda UNDANFARl® hafa farið fram viðræður milli Dagsbrún ar og Vinnuveitendasambands íslands um kjaramáL Hafa fundir verið tíðir og var sá síðasti í gær. Fundinum í gær lauk án þess að til nýs fundax væri boðað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.