Morgunblaðið - 18.01.1963, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.01.1963, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLA91Ð Föstudagur 18. janúar 1963 Krúsjeff vill að rússneskir listamenn séu eins og hræddir fuglar andspænis kommú nismanum Off margir skriffinnar í simasambandi við Stalín, segja ungu skáldin Évtúsénkó (t.v.) og Sjostakóvitsj (t.h.) eftir frumflutning þrettándu sinfóníunnar. MIKEÐ hefur verið ritað og rætt að undanförnu um bók- menntir og listir í Sovétríkj- unum, sérstaklega í sambandi | við herferð stjómarinnar í Moskvu gegn nýjum stefnum og skáldskap, sem ekki er fyllilega í anda kommúnism- ans. Nýjasta dæmið um her- • ferð þessa er ný sinfónía eftir Dmitri Sjostakovitsj, sem i hann nefnir þrettándu sinfóní una. Tónverk þetta er byggt ' á fimm ljóðum eftir Evgéní I Évtusénkó, aðallega ljóðinu Í,,Babí Yar“, sem fjallar um Gyðingaofsóknir. Dregur ljóð ið nafn sitt af klettagjá skammt frá Kiev, þar sem nazistar tóku tugi þúsunda j| Gyðinga af lífi í síðustu heims { styrjöld. | Sinfóníu Sjostakovitsj hef- / ur áður verið getið hér í blað * inu, og í fleiri blöðum höf- I uðborgarinnar. T. d. skrifaði { Þjóðviljinn hinn 8. þ. m. frétt i um tónverkið, sem blaðið hef- / ur eftir víkuritinu TIME. í | frétt Þjóðviljans segir m. a. { að haft hafi verið í flimting- í um á Vesturlöndum að und- I anförnu að tónabrunnur | Sjostakovitsj væri löngu þorn | aður, hann hafi árum saman 1 verið „tónlistarskriffinni" ? (orðalag Time), og tónsmíðar ) hans einskisvirði og innan- \ tómar. En allar þessar hrak- { spár og billegu brandarar { urðu að engu með flutningi | þrettándu sinfóníunnar, segir 1 blaðið. { Fréttinni i Þjóðviljanum lýkur með því að lýst er geysilegum fagnaðarlátum á- heyrenda. Sjostakovitsj var sjö sinnum kallaður fram á sviðið. Síðast kom hann með Évtúsénkó með sér „og þeg- ar þeir féllust í faðma mögn- uðust fagnaðarlætin um allan helming." Þetta mun vera rétt lýsing. 2.500 áheyrendur fylltu hljóm leikasalinn, og ætlaði fagnað- arlátunum aldrei að linna. — Sjostakovitsj og Évtúsénkó voru báðir meðal áheyrend- anna, og voru þeir óspart hylltir. 7n menningarpostul- arnir í Kreml voru ekki jafn ánægðir með árangurinn. — Dagblöðin í Sovétríkjunum minntust ekki á sinfóníuna eftir frumflutninginn, og hætt var við að flytja hana á rússneskri tónlistarhátíð í London í september nk. Leika átti sínfóníuna í þriðja sinn fyrir nokkrum dögum, en þeim tónleikum var frestað. Var sagt að einn einleikari hljómsveitarinnar væri veik- ur. Síðan hefur ekkert verið minnzt á þetta nýjasta verk Sjostakovitsj. Það, sem yfirvöldin í Moskvu geta m.a. ekki sætt sig við, er Ijóð Évtúsénkós, „Babi Yar“. Évtúsénkó var harðlega gagnrýndur þegar „Babi Yar“ birtist fyrst fyrir hálfu öðru ári. Var sagt að í ljóðinu væri of mikil áherzla lögð á þján- ingar Gyðinga undir stjórn Þjóðverja, án þess að taka nógu skýrt fram að aðrir Rússar þjáðust einnig. f Parísarútgáfu New York Times birtist sl. laugardag frétt frá Seymour Topping, fréttaritara blaðsins í Moskvu. Segir hann að dag- inn áður en þrettánda sín- Sjostakovitsj og Évtúsénkó fónían var frumflutt hafi setið fund með Krúsjeff for- sætisráðherra og nokkrum fulltrúum Æðstaráðsins á- samt fjölda listamanna, skálda og rithöfunda. — Á fundi þessum kom enn fram gagnrýni á „Babi Yar“. Var kvartað yfir því að óvinir Sovétríkjanna gætu túlkað ljóðið sem sönnun fyrir Gyð- inga-ofsóknum í Sovétríkjun- um. Áður hafði Krúsjeff lýst því yfir að engin þörf væri að reisa Gyðingum í Babi Yar þennan minnisvarða, því annarra þjóða menn hafi orð- ið fyrir sömu ofsóknum naz- ista. Þrátt fyrir þessa gagnrýni ákváðu Sjostakovitsj og Évtú- sénkó að fresta ekki frum- flutningi sínfóníunnar. Évtúsénkó er nú í fyrir- lestra- og kynningarferð um Vestur-Þýzkaland. — Frétta- maður í Bonn ræddi við skáldið um síðustu helgi um „Babi Yar“ og þrettándu sín- fóníuna. Áður hafði frétzt að Évtúsénkó hafi, samkvæmt kröfu Leonids Ilyisjevs, áróð- ursstjóra kommúnistaflokks- ins, fallizt á að breyta ljóði sínu í samræmi við óskir flokksins. Ekki vildi Évtú- sénkó viðurkenna þetta. — Ég hef víkkað það og aukið smávegis við það, sagði hann, en ekki breytt því. Þetta er eðlileg þróun allra ljóða. „Babi Yar“ hefur enn ekki verið gefið út, svo ég endurbætti það áður en ég fór. Allir vinir mínir segja að það hafi verið til bóta. Aðspurður hvers vegna þrettánda sinfónía Sjostako- vitsj með ljóði Évtúsénkós væri ekki lengur flutt í Moskvu, svaraði skáldið að hann héldi að Sjostakóvitsj hafi beðið um að tónleikun- um yrði frestað, svo unnt yrði að gera breytingar á sín- fóníunni í samræmi við breyt- ingarnar á ljóðinu. Rithöfundurinn Ilya Ehren- burg hefur nefnt tímabil það eftir dauða Stalíns, þegar listamönnum var gefið aukið tjáningafrelsi, „hlákuna". — Évtúsénkó er ekki sammála i þeim efnum. — Ég held að þróunin sé frekar lík vorinu, vorbyrjun, oft með nöprum næðingi og einstaka frostakafla inn á milli, en, eins og vorið, ó- neitanlega framför. Að því leyti er ég skáld vorsins.... En framfarir taka tíma. Frá Vestur-Þýzkalandi fer Évtúsénkó í febrúar til Frakk lands og þaðan til Bandaríkj- anna. ★ Annað rússneskt ljóðskáld, Andrei Voznesensky, er 1 ferð um Evrópu. Hann er ný- kominn frá Róm til Parísar, en þaðan fer hann til London. í öllum borgunum les hann upp úr ljóðum síntun, sem Ljóðskáldið Andrei Voznes- ensky. njóta mikilla vinsælda. Áður en Voznesensky fór frá Róm, ræddi hann við fréttamenn. Kvaðst hann hlakka til að snúa aftur heim til Sovétríkj- anna og taka að nýju upp baráttuna gegn Stalínisma og takmörkum þeim, sem skáld- um og listamönnum eru sett. — Ég er ekki meðlimur í kommúnistaflokknum, og ég hef aldrei verið í Komsomol, æskulýðshreyfingunni, sagði Voznesensky. En samt sem áður er ég kommúnisti. Ég álít að stefna Krúsjeffs sé rétt og ég dáist að honurn. En ég álít einnig að of ströng ritskoðun og of margir Stalín- istar séu í landi mínu. — Ljóðið, sem Évtúsénkó samdi nýlega, þar sem hann talar um að of margir skrif- finnar hafi enn símasamband við Stalín í gröf hans, var ekki samið að ástæðulausu. Ég tilheyri Rússlandi, og ég verð að halda áfram barátt- unni þar. í heimalandi sínu er Vozn- esensky mjög vinsæll. Um 10 þúsund manns koma að hlusta á upplestra hans og Ijóða- bækur hans eru gefnar út í 50 þúsund eintökum og selj- ast vel. Hann stundaði nám í Framhald á bls. 15 s * 1 s 1 s * * * 'S \ \ \ \ \ s \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.